Morgunblaðið - 17.09.1976, Page 36
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
|Har0uni>Ifl!>i!>
FÖSTUDAGUR, 17. SEPTEMBER 1976
Rokveiði
í reknetin
1300 tunnur af síld til Hafnar í gær
ÞANNIG munu Tri-Star vélarnar tvær líta út í Loftleiðabúningi ef kaupin verða
ákveðin.
Báðar Tri-Star þoturn-
ar kosta 7440 milljónir
Hugsanleg kaup rædd á stjómarfundi
Flugleiða í gær en ákvörðun frestað
MJÖG góð reknetaveiði var hjá
Hornafjarðarhátum f gær, en þá
lönduðu 10 bátar tæplega 1300
tunnum á Höfn. ÖII síldin var
söltuð eða fór f frystingu og var
gert ráð fyrir að unnið yrði langt
fram á nótt á Höfn. Ekki var hægt
að taka á móti öllum afla sem
reknetabátarnir fengu f fyrrinótt
á Hornafirði og fóru tveir bátar
með samtals um 200 tunnur til
Austf jarða.
Reknetabátarnir voru aðallega
að veiðum I Hornaf jarðardjúpi og
segja skipstjórnarmenn að þar sé
nú mjög mikil sfld á stóru svæði.
Jens Mikaelsson, verkstjóri í
frystihúsinu á Höfn, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
sildin sem bátarnir komu með að
landi væri mjög falleg. Þessi
mikla veiði hefði komið nokkuð á
óvart, þar sem lítil sem engin veiði
hefði verið hjá bátunum sfðustu
daga. Hann sagði, að menn gerðú
sér nú vonir um að þessi góða
veiði héldist eitthvað áfram.
Þessir bátar lönduðu síld á
Höfn í gær: Steinunn SH 228
tunnum, Steinunn SF 140 tunn-
um, Sigurður Ölafsson SF 130
Hasshundurinn
fann hass í
húsi — 3 ung-
menni handtekin
HASSHUNDUR var í gærkvöldi
látinn leita að hassi f húsi einu f
Reykjavík. Bar leitin árangur og
voru þrjú ungmenni handtekin og
flutt til yfirheyrslu. Arnar Guð-
mundsson, fulltrúi við Fíkniefna-
dómstólinn, tjáði Mbl. seint í gær-
kvöldi, að starfsmenn dómstólsins
hefðu að undanförnu verið að
kanna þetta mál en það virtist
vera tengt stóra hassmálinu, sem
dómstóllinn hefur verið að rann-
saka að undanförnu, og yfir 40
ungmenni hafa þegar tengzt.
Kvaðst Arnar vera sérstaklega
ánægður yfir því hve vel hass-
hundurinn hefði reynzt í gær-
kvöldi.
tunnum, Skógey SF 130 tunnum,
Haukafell SF 119 tunnum, Akur-
ey SF 150 tunnum, Hrauney SF
80 tunnum, Hringur GK 80 tunn-
um og Æskan SI 150 tunnum.
Hver
greip
gæsina?
ÞJÓFNAÐUR var fram-
inn í Þormóðsdal í Mos-
fellssveit á þriðjudag-
inn. Stolið var 7 gæsum,
sem Rannsóknastofnun
landbúnaðarins hafði
þarna til tilrauna, en sú
stofnun hefur Þormóðs-
dal á leigu. Ekki hefur
tekizt að hafa uppi á
náunga þeim, sem þarna
krækti sér fyrirhafnar-
lítið í gæsir í matinn, en
allar upplýsingar eru vel
þegnar af rannsóknar-
lögreglunni í Hafnar-
firði.
A STJÓRNARFUNDI Flugleiða
hf. 1 gærdag var rætt um hugsan-
leg kaup félagsins á tveimur
Lockheed Tri-Star breiðþotum.
Sigurður Helgason forstjóri Flug-
leiða tjáði Morgunblaðinu eftir
fundinn, að stjórnarmenn félags-
ins hefðu farið yfir öll gögn máls-
ins, en engin ákvörðun hefði ver-
ið tekin. Frekari athugun verður
látin fram fara áður en ákvörðun
verður tekin um kaupin. Sagði
Sigurður Helgason, að ákvörðun-
ar væri að vænta alveg á næst-
unni. Eigendur vélanna höfðu
gefið Flugleiðum svarfrest til
dagsins f gær, en hann mun hafa
verið framlengdur.
Að sögn Sigurðar Helgásonar er
kaupverð á báðum Tri-Star breið-
þotunum 40 milljónir dollara, eða
7440 milljónir íslenzkra króna á
núverandi gengi. Með í kaupun-
um fylgja aukahreyflar og tals-
HVALVERTlÐ Iauk f gær með
þvf að Hvalur 7 kom til hafnar
með sfðasta hval vertfðarinnar.
Alls veiddust á vertfðinni 389
hvalir, stóð úthaldið f 110 daga og
stunduðu fjórir bátar veiðina. Að
sögn Kristjáns Loftssonar fram-
kvæmdastjóra Hvals h.f. hófst
vertfðin þann 30. maf. Alls veidd-
vert af varahlutum. Sigurður
sagði að vélarnar fengjust á góð-
um kjörum og hluti kaupverðs
yrði lánaður. Tri-Star-vélarnar
hafa aðeins 3000 flugtfma að baki.
Að sögn Sigurðar Helgasonar er
kaupverð Jumbo-breiðþotu með
Framhald á bls. 20.
ust 275 langreyðar, 3 sandreyðar
og 111 búrhvalir, eða 389 alls eins
og fyrr segir. A vertfðinni f fyrra,
sem stóð f 93 daga, veiddust 420
hvalir, eða 245 langreyðar, 138
sandreyðar og 37 búrhvalir.
Sagði Kristján að þótt fleiri
hvalir hefðu veiðzt í fyrra þýddi
það ekki að sú vertíð hefði verið
betri, þar sem samsetning hvala-
tegundanna væri ekki hin sama.
Þá voru hvalveiðimennirnir að
þessu sinni bundnir hámarks-
kvóta á veiði á langreyði. Mátti
ekki veiða fleiri en 275 af þeirri
Framhald á bls. 20.
Sjónvarpstækjasmyglið:
Rannsókn flutt
frá Keflavík
til Reykjavíkur
RANNSÖKNIN á meintum ólög-
legum innflutningi á litsjónvarps-
tækjum hefur verið flutt frá
Keflavík til Reykjavíkur. Var það
ákvörðun rfkissaksóknara að það
skyldi gert. Gunnlaugur Briem,
settur yfirsakadómari, staðfesti
við Mbl. I gærkvöldi, að málið
hefði borizt sakadómi Reykjavík-
ur í gær og mun Þórir Oddsson,
aðalfulltrúi við embættið, fara
með rannsókn þess, en hann er
nýkominn til starfa frá fram-
Framhald á bls. 20.
Heklugosmynd
eftir Kjarval
seld á 1,5 millj.
KJARVALSMÁLVERK-
IÐ, sem myndin er af,
hefur að undanförnu ver-
ið til sölu hjá listmuna-
verzluninni Klausturhól-
um í Reykjavík. Málverk-
ið er nú selt og er Morg-
unblaðinu kunnugt um,
að kaupverð þess var 1,5
milljónir króna. Er það
hæsta verð fyrir mál-
verk, sem vitað er um
hérlendis. Mynefni
Jóhannesar S. Kjarvals
er Heklugosið 1947, og er
málverkið málað sama ár.
Nefna má til samanburð-
ar, að Klausturhólar hafa
haldið allmörg málverka-
uppboö og hefur málverk
þar hæst farið á 760 þús-
und krónur.
Hvalvertíð lokið