Morgunblaðið - 29.09.1976, Side 16

Morgunblaðið - 29.09.1976, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976 fMtaQgtntlföifrUÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ár»i Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sfmi 10100 Aðalstræti 6, sfmi 22480 Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50.00 kr. eintakið. Skattalög og misrétti í álagningu opinberra gjalda hafa verið eitt helzta umræðuefni alls þorra fólks í landinu síðustu vikur og mán- uðí. Af því tilefni birti Morgun- blaðíð athyglisvert viðtal við Ólaf Nilsson, fyrrverandi skatt- rannsóknastjóra, þarsem vandi skattheimtunnar var brotinn til mergjar. Rétt þykir að minna á nokkur meginatriði í sjónarmið- um Ólafs, sem gjörþekkir völundarhús íslenzkra skatta- laga, enda eru þau aðgengileg og málefnaleg undirstaða heil- brigðrar umræðu um þetta vandamál, sem knýr á huga flestra í dag Margur maðurinn hefur bent á hækkun eyðsluskatta og af- nám tekjusköttunar, sem leið að réttlátari fjáröflun til sam- félagslegra þarfa Þeir benda gjarnan á að reynslan hafi sýnt að margir geti og hafi falið hluta af tekjum sínum, þegar þær eru tíundaðar til skatts. Hins vegar sé erfiðara um vik að fela eyðslu hvers og eins og því komi eyðsluskattar réttlátar niður en tekjuskattar Að auki dragi háír tekjuskattar úr vinnuvilja og þar með verð- mætasköpun í þjóðfélaginu en eyðsluskattar stuðli hins vegar frekar að sparifjármyndun, sem ekki sé vanþörf á að efla. al- mennt séð. Mótrök eru m.a. þau, að eyðsluskattar komi þyngst við barnmargar fjöl- skyldur og að afnám tekju- skatta skapi nýtt misrétti, þar eð tekjuháir einstaklingar, sem hafi enga eða fáa á framfæri, sleppi þá óeðlilega vel við sam- félagsleg útgjöld. Um þetta efni segir Ólafur Nilsson m.a.: ,,Lauslega áætlað munu þessir skattar hver um sig (þ.e. tekjuskattur og útsvar) nema rúmum 10 milljörðum króna á yfirstandandi ári, eða samtals rúmum 20 milljörðum. Tekju- skattur er ennfremur lagður á félög en ekki útsvar og mun tekuskattur félaga nema 1 740 milljónum Þeir, sem vilja leggja niður tekjusköttun, benda flestir á þá leið að hækka söluskatt að sama skapi (eða virðisaukaskatt ). Vissu- lega má benda á ýmsa kosti við niðurfellingu tekjuskatts, eink- um þó ef útsvarið fylgdi þar með. Ég tel hins vegar óraun- hæft að tala um niðurfellingu tekjuskatts eins og sakir standa og það er enginn grundvöllur til að hækka söluskatt um sem nemur heildarfjárhæð álagðra tekjuskatta, eða hvern veg litist mönnum á 35 til 40% sölu- skatt? Söluskattskerfi okkar er ekki gallalaust eins og það er og gallar þess myndu magnast við frekari hækkun söluskatts- íns. Nei, það verður að finna nýja skattstofna áður en það skref yrði stigið að fella niður tekjuskatta, þvi ekki er unnt að reikna með þvi að ríki og sveitarfélög geti misst þessa tekjustofna." Ólafur bendir og á að verð- bólgan sé að hluta til upp- spretta skattamisréttis. Gifur- legur verðmætaflutningur verði á milli einstaklinga í þjóðfélag- inu fyrir tilstilli verðbólgunnar án þess að tekið sé tillit til þess við skattálagningu. Það verði því fyrst og siðast að draga úr verðbólgunni til að réttlæti megi ná í skattálagningu. Eftir að hafa rætt um helztu van- kanta núverandi skattkerfis bendir Ólafur á nokkrar leiðir, sem hann telur æskilegar til meira skattaréttlætis: 1) Að sameina tekjuskatt og útsvar, þann veg að lagður yrði á einn tekjuskattur, sem síðan yrði skipt milli ríkis og sveitarfélaga 2) Breyta þurfi ákvæðum skattalaga um fyrningar og söluhagnað. 3) Aðgreina þurfi atvinnurekendur og fyrirtæki þeirra við tekjuskattsútreikn- ing. 4) Afnema beri 50% úti- vinnufrádrátt giftra kvenna, sem leitt hafi til misréttis og verið misnotaður, en taka þess í stað upp sérstakan barnafrá- drátt fyrir útivinnandi hjón. 5) Við skattútreikning skuli hlutur hvors hjóna um sig í heildar- tekjuöflum metinn sérstaklega. 6) Fella þurfi niður ýmsa frá- dráttarliði til tekjuskatts hjá ein- staklingum og undanþágu- ákvæði, sem væru liðir í því að nálgast útsvarsstofninn sem gjaldstofn til tekjuskatts og úti- loka mismunun Ólafur bendir sérstaklega á ýmis atvinnurekendagjöld, sem mönnum sjáist yfir er rætt sé um skatta atvinnurekstrar. Söluskattur nemi um 25 milljörðum á þessu ári. Auk þess greiði atvinnureksturinn sérstakt aðstöðugjald, sem sé óháð rekstrarafkomu fyrir- tækja, launaskatt og marghátt- uðlaunatengd gjöld. Hagnaður fyrirtækja sé í alltof mörgum tilfellum litinn hornauga, en meðan svo er, sé vart að búast við miklum tekjuskatti af at- vinnurekstri. Ekki megi missa sjónar á þvi að öflug atvinnu- fyrirtæki, rekin á heiðarlegum grundvelli, sem skili hagnaði til áframhaldandi uppbyggingar atvinnulifsins, séu undirstaða atvinnu, afkomu og verðmæta- sköpunar í þjóðfélaginu. Ólafur bendir á þau grund- vallaratriði, sem gæta þurfi við endurskoðun skattalaga, að þau séu réttlát, einföld og ör- ugg í framkvæmd. Það sé mik- ilvægt að í lögunum sé sem minnst um undanþágur eða ákvæði, sem opni leiðir til und- andráttar eða óeðlilegra skatt- greiðslna Við setningu laga og reglna um þetta efni þurfi ekki sizt að taka mið af þeim leið- um, sem tiltækar séu til eftirlits með þeim. Óhjákvæmilegt sé að taka nú ákvarðanir, sem kunni að mælast illa fyrir hjá einstökum aðilum, en varast verði að taka um of tillit til < óraunhæfra óska fámennra hagsmunahópa, sem geti orðið til að hlaða löggjöfina frávikum og götum. Mikilvægt sé hins vegar að skattalöggjöfin eigi hljómgrunn meðal borgaranna þegar á heildina sé litið. Við þennan umræðugrund- völl er því einu að bæta, sem skiptir þó kannski mestu máli, að halda ríkisútgjöldum I heild innan þessara marka, að skatt- heimtan fari aldrei yfir það hlutfall af þjóðartekjum, að eðlilegt ráðstöfunarfé borgar- anna verði skert úr hófi, eins og jaðrar við að gert sé. Það er og forsenda árangurs alls við- náms gegn verðbólgu, sem m.a. hefur skotið fótum undir skattamisréttið í þjóðfélaginu. Réttlátari skattalög, einföld og örugg í framkvæmd Tízka frá Finnlandi EINS og komið hefur fram í frétt um stendur nú yfir kynning á finnskum vorum á Hótel Loftleið um 18 fyrirtæki kynna þarna framleiðslu sina og af þeim eru 1 3, sem eingóngu framleiða fatn- að. Það má þvi segja að aðal áherzlan sé logð á fatnað og i tengslum við kynninguna eru haldnar tizkusýningar, þar sem sýningarfólk úr Karon. samtókum sýningafólks, klæðist finnskum fatnaði og sýnir kaupmónnum og óðrum, sem áhuga hafa. Morgun blaðið leit inn á tizkusýninguna i gær og þá tók Friðþjófur Ijósmynd- ari þessar myndir, sem segja meira en nokkur orð. Alls konar stormblússur, bæði fyrir konur og karla, er það sem koma skal, segja Finnar. Þessi stormblússa er úr nylonsationi. Framleiðandi er Asuste-Atlas. Finnskar loðskinnsvörur þykja mjög fallegar og vandað- ar. Þessi stutti og sportlegi loð- skinnsjakki er framleiddur hjá Turkis Furlyx og er sértilboð ársins 1976. Jakkinn er úr skinni af Supihundi. Hér sýna sýningarstúlkurnar vörur frá fyrirtækinu Fenno- sport, sem sérhæfir sig I kven- fataframleiðslu f sportlegum stíl. Þarna getur að Ifta mynztraðan samfesting, skyrtukjól og skyrtudress, en allar eru flíkurnar úr 100% bómull. Og ekki má gleyma börnunum. Hér sýnir lftil dama hálferma frotteslopp. Efnið er 80% bómull og 20% polyamid, en framleið- andinn er fyrirtælfið Tutta-Tuote. Þessi kjóll er frá finnska fyrirtækinu Marimekko og heitir ,,Tsardakka“. Kjóllinn er úr þykku ullar- musslini og mynztrið er frá modell ,,Aver“, sem líka er í áklæði og gluggatjaldaefnum 1976.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.