Morgunblaðið - 29.09.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1976
19
Anna í heiðinni
— komin út hjá bókaklúbb AB
HJÁ bókaklúbbi Almenna bóka-
félagsins er komin út bókin Anna
á heiðinni eftir norska rithöfund-
inn og blaðamanninn Dagfinn
Grönoset, sem ritað hefur ýmsar
bækur um afdalafólk f Noregi.
Þýðendur eru þau Sigrfður
Snævarr og Jóhannes Halldórs-
son.
I fréttatilkynningu frá Al-
menna bókafélaginu segir svo:
Anna á heiðinni er næsta sér-
stæð ævisaga einnar slikrar af-
dalakonu — sem gengið hefur i
gegnum óvenjulega erfitt líf —
útkjálkakonu bæði í rnannlífinu
og i landinu. Eftir örðuga
bernsku lifði hún með manni sin-
um flökkulífi um skeið við ör-
birgð og strit. Hún kom til
Haugsetvollen við Istervatn í
Noregi í apríl 1928, þar sem mað-
ur hennar seldi hana fyrir 300
krónur. Siðan hefur hún verið á
þessum afskekkta stað, fórnaði
sér fyrir heimilisfólkið og lifði
það allt. Árið 1972 var hún orðin
einbúi á Haugsetvollen,
hálfníræð að aldri, virt af öllum
þeim sem hana þekktu.
Anna á heiðinni hefur verið
gefin út i 160 þúsund eintökum í
Noregi og notið fádæma vinsælda.
Bókin er 140 bls. að stærð með
allmörgum ljósmyndum af Önnu
við störf sin.
Unglingameistaramót
í skák í nóvember
FYRSTA unglingameistaramót
tslands, eftir hinni nýju skipan á
Skákþingi lslands, verður haldið
sfðari hluta nóvembermánaðar
n.k. Þátttaka miðast við skák-
menn fædda 1956 og slðar.
Sigurvegarinn hlýtur titilinn
Unglingameistari tslands 1976 og
fær rétt til þátttöku fyrir íslands
hönd í alþjóðlegu unglingaskák-
móti sem fram fer i Hallsberg i
Svíþjóð um áramótin.
Þá verður haldið í Reykjavík
dagana 8.—11. nóv. Norðurlanda-
mót framhaldsskóla, en sveit frá
Menntaskólanum í Hamrahlfð
hefur undanfarin tvö ár tekið þátt
í slíku móti og varð Norðurlanda-
meistari 1974.
Þátttaka hefur þegar verið
tilkynnt frá Danmörku og Finn-
landi.
Vantar
þig ljós?
I salarkynnum Arkitektafélags
Íslands að Grensásvegi 11
stendur nú yfir sýning þar sem
innlendir framleiðendur og
innflytjendur sýna fjölbreytt
úrval af ýmiss konar Ijósum,
loftljósum, veggljósum, útiljós-
um, kösturum, tengium, perum
o.fl.
Sýningin hefur hlotið nafnið
Lýsing ’76 og i tilefni hennar
hefur Daði Ágústsson raf-
magnstæknifræðingur verið
fenginn til að halda erindi um
ljóstækni, en það eríndi verður
auglýst sérstaklega.
Sýning þessi er einn liður í
þjónustu Arkitektafélags
Íslands við fagmenn og hús-
byggjendur og er tilgangurinn
sá að áuðvelda þessum aðilum
að fá samfellt yfirlit yfir það
helzta sem fáanlegt er á við-
komandi sérsviði.
Sýningin mun standa til 3.
okt. og er opin alla daga frá
14.00—22.00.
Unnið að uppsetningu sýning-
arinnar Lýsing ’76
Skortur á kennurum í
mynd- og handmennt
Á ALMENNUM fundi í Félagi
íslenzkra smíðakennara, sem
haldinn var 9. sept. s.I., kom fram
að tilfinnanlegur skortur er á
kennurum í mynd- og handmennt.
Því skora smíðakennarar á
menntamálaráðherra og aðra for-
ráðamenn skólamála að efna
margendurteknar yfirlýsingar
um aukna verkmenntun í land-
inu. I þvi sambandi álíta smíða-
kennarar að brýnast sé að gera
mynd- og handmennt að kjarna-
námsgein allra framhaldsskóla á
bilinu milli grunnskóla og
háskóla og telja að slík ráðstöfun
yki stórlega aðsókn að smíða-
kennaradeild Kennaraháskóla
Islands.
Einng benda þeir á, að öll að-
staða f smiðakennaradeildinni sé
mjög hrörleg og þvi nauðsynlegt
að beita sér fyrir skjótum umbót-
um þar.
Stríðsglæparéttar-
höld haldin í USA
Washington, 27. september — AP.
BANDARISKA innflytjendaeft-
irlitið mun reyna að fá senda úr
landi frá Bandarfkjunum sjö
menn sem sakaðir eru um morð
og óhæfuverk á vegum nasista-
stjórnarinnar f Vestur-
Þýzkalandi á timum heimsstyrj-
200 ára afmæli
Bolsoj-leikhús-
ins minnst
I TILEFNI af 200 ára afmæli
Bolsoj-leikhússins f Moskvu, hef-
ur verið opnuð sýning á ljós-
myndum frá starfi þess f sýning-
arsal MtR að Laugavegi 178. Sýn-
ingin verður opin frá kl. 17.30 til
19 á þriðjudögum og fimmtudög-
um og kl. 14—18 á laugardögum.
Þá verður einnig efnt til fyrir
lestra og kvikmyndasýninga i
tengslum við þessa sýningu. Nat-
alja Konjús, ballettmeistari við
Bolsoj, mun segja frá ferli sínum
á sunnudaginn kl. 15. Meðal kvik-
myndanna, sem verða sýndar. er
óperan „Evgení Onegin” eftir
Tjaikovsky, „Boris Godunof” eft-
ir Mussorgski og „Spaðadrottn-
ingir eftir Tjaikovsky. Þá verð-
ur einnig sýnd heimildakvikmynd
um Maju Plísetskaju, eina fræg-
ustu ballettdansmey vorra tfma.
aldarinnar sfðari. Að sögn for-
svarsmanna stofnunarinnar var
ákvörðun f máli þessu tekin eftir
að lögfræðingar hennar höfðu yf-
irheyrt vitni I lsrael og kann svo
að fara að allt að 30 fsraelsk vitni
verði flutt til Bandarfkjanna til
að vera við réttarhöld yfir sjö-
menningunum, sem ekki verða
nafngreindir fyrr en formlega
hefur verið höfðað mál gegn þeim
en það verður trúlega innan 60
daga. Menn þessir munu hafa átt
aðild að strfðsglæpum f Lettlandi
og Litháen og þeir komu allir til
Bandarfkjanna skömmu eftir
styrjaldarlok. Þrfr þeirra hafa
ekki fengið bandarfskan rfkis-
borgararétt, en reynt verður að fá
hina fjóra svipta þeim réttindum
á þeim forsendum að þeir hefðu
aldrei átt að fá að fara inn f
landið vegna aðildar að glæpum
þessum.
<3\ CJ
(gFoo
/ SUÐURLANDSBRAUI32
Vorum að fá Wilton gólfteppi
í mörgum gerðum og stærðum
t.d.: 1 70X240 cm 200x300 cm 250x350 cm 300x400 cm
FRIÐRIK BERTELSEN,
LÁGMÚLA 7, SI'MI 86266
SKÓLi
JAFNT
FTRIR ÁHUGAFÓLK
’ SFM SKÓLAFÓLK
SÁLARFRÆÐl
BÓKF4RSl°'fy
SKRIFT 06 LETURGtRt-
SKÖU ÞAK SEM ÞÚ
ÁKVEÐUR HVAÐ ÞÚ LÆRIR
x'* - ■■■ •...•••
SKÓU SEM STARFAR ALLT
ÁRIÐ
SKÓU SEM HEFUl
36 NÁMSGRF.IN. \
BJÓÐA