Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976 7 Skiptast Sam- tökin upp? Landsfundur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem haldínn verð- ur I endaðan októbermán uð, mun einkum taka af- stöðu til þess, hvort þau skuli starfa áfram á sama veg og verið hefur, eða leita samstarfs eða sam- runa við önnur þau stjórn- málasamtök, sem fyrir eru í landinu Kjördæmisráð SFV á Vestfjörðum, sem var eina kjördæmið þar sem SFV fékk kjördæma kjörinn þingmann, hefur gert skorinyrta samþykkt, sem bendir til kosninga- bandalags við Alþýðu- flokkinn. Talsmaður litils hóps, sem klauf sig úr Framsóknarflokknum á sínum tíma (Möðruvalla- Sighvatur Björgvinsson, yngsti þingmaður Alþýðu- flokksins. hreyfingin), Ólafur Ragnar Grímsson, gerir þvi hins vegar skóna, að betur muni um þann hóp fara innan Alþýðubandalags en Alþýðuflokks. Lands- fundar SFV er þvi beðið með nokkurri forvitni. í forsiðufrétt Alþýðu blaðsins sl. þriðjudag seg- ir m.a.: „Á framkvæmdanefnd- arfundi Samtakanna nú fyrir stuttu var tekin ákvörðun um að segja upp starfsmönnum samtak- anna í Reykjavík, Elíasi Sn. Jónssyni, ritstjóra nýrra Þjóðmála, og öðrum starfsmanni, en það er starfskraftur flokksins. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins mun þetta gert vegna erfiðrar fjár- hagsstöðu samtakanna. Alþýðublaðið reyndi i gær að fá staðfestingu á þessari frétt hjá Magnúsi Torfa Ólafssyni, formanni SFV, og átti við hann eftirfarandi samtal: — Er það rétt að samþykkt hafi verið á framkvæmda- stjórnarfundi SFV að segja upp starfsfólki flokksins, þ.e. ritstjóra og skrifstofumanni? — Hver segir það? — Hann vill ekki láta nafns sins getið. — Það hefur engum verið sagt upp. — En hefur ver- ið tekin ákvörðun um að gera það? — Það hefur engum verið sagt upp ENNÞÁ. Þetta svar verður 'að nægja þér." Alþýðublaðið endar þessa forsiðufrétt svo: „Þar með varð ekki meira upp úr formanninum tog- að. En lesendum er að sjálfsögðu heimilt að leggja þann skilning i orð- ið „ennþá" sem þeir vilja." Framboðs- raunir Alþýðuflokkurinn hefur þegar kynnt efsta mann á tveimur framboðslistum, Norðurlandi vestra og Suðurlandi, þótt tvö ár séu til reglulegra kosn- inga. Þessi snemmkynntu framboð kunna að standa í einhverju sambandi við þann vanda, sem samstarf Alþýðuflokks og SFV, eða samruni, kann að skapa við framboð i næstu kosn- ingum, þar sem báðir muni telja sig eiga nokk- urt tilkall til efstu sæta á framboðslistum. Hugsan lega kunna að verða ein- hverjir árekstrar milli stuðningsmanna Sighvats Björgvinssonar og Karvels Pálmasonar á Vestfjörð- um, en báðir hafa búið nokkuð vel um sig, póli- tiskt séð, vestra. Hugsan- legt framboðssamstarf þessara flokka í Reykjavik kann og að verða erfið- Karvel Pálmason eini kjör- dæmakjörni þingmaður SFV. leikum bundið, þvi for- maður samtakanna, Magnús Torfi Ólafsson, myndi ósennilega sætta sig við minna en annað af tveimur efstu sætunum á sameiginlegum framboðs- lista, þar sem Gylfi Þ. Gíslason, Eggert G. Þor- steinsson og Björn Jóns- son sitja fyrir. Og Bene- dikt Gröndal gerir nú til- kall til framboðs i Reykja- vík. „Sameining jafnaðar- manna" myndi að likum koma Alþýðuflokknum vel, en hann kom ekki of vel út úr siðustu þing- kosningum og hefur aug Ijóslega fremur veikt en styrkt stöðu sina. Sam- starfið kann hins vegar að hafa í för með sér fram- boðsátök milli stuðnings- manna tiltekinna fram- bjóðenda. Það á því eftir að koma i Ijós, hvern veg frambjóðendum úr SFV gengur innan Alþýðu- flokks og/eða Alþýðu bandalags, ef samtökin leysast upp, sem þó er of snemmt að spá neinu um. Gólfdúkurinn frá BYKO Þar sem mikið er gengið, hef- ur BYKO jafnan gólfklæðninguna, sem endist bezt. Þar sem minna geng- ur á, hefur BYKO það, sem ódýrast er. Hverju, sem þú stefnir að, hefur BYKO það rétta undir iljarnar, gólf- dúka eða flísar, fjölbreytt úrval efnis og lita. Þar sem fagmennirnir verzla, er yður óhætt IttNS Innrhun stendur yfir í síma 84750 frá kl. 10—12 og 1— 7 og síma 52996 frá kl. 2—7 Framhaldsnemendur Jittebug, rokk að aðrir hafið sam- band sem fyrst við skólann, vegna niðurröðunar á tímum. Jittebug og rokk keppni verður um áramótin á vegum skólans Kennslustaðir: Reykjavik, Hafnarfjörður og Akranes Reykjavík. Afhending skirteina fer fram 4. okt. kl. 4—7 í Ingólfs- kaffi. Akranes: Innritun og afhending skirteina í Rein þriðjudaginn 5. okt. kl. 3. Skólinn hefst sama dag. Allt til sláturgerdar í Hagkaup RÚGMJÖL á 70 kr. kg. 5 SLÁTUR í pk. á kr. 4.850.- HAFRAMJÖL SLÁTURGARN KRYDD EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.