Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976 11 Uppgrefti norrænna minja að Ijúka Lloyd Decker, forustu- maður hinna 64 íbúa í L'Anse aux Meadows, verður eftirlitsmaður i þjóð- garðinum, sem verið er að stofna kringum rustirnar. Erfitt verður þó fyrir suma aðra íbúa að fá þar vinnu. Leit að fornleifum hefur haldið áfram í L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi allt frá 1960, þegar Helge og Anne Stine Ingstad fundu þar leifar af þúsund ára gamalli norrænni byggð. En á síðari ár- um hafa engar þýðingarmiklar fornminjar fundizt og ekkert sem vakið hefur jafn mikinn áhuga og fyrsti fundur bústaða- leifanna. Sænsk kona, Birgitta Wallace, sem lýkur verkefni sinu við uppgröftinn í haust í L'Anse aux Meadows, hefur starfað þarna I 7 sumur á veg- um kanadísku fornleifastofn- unarinnar I Ottawa, og hafa ibúar fiskimannaþorpsins L'Anse aux Meadows unnið við uppgröftinn. Jafnframt eru uppi áform um að gera staðinn að þjóðgarði, sem kunnugt er, og reiknað með að þessar fornminjar muni draga að ferðamenn vlðs vegar að frá Kanada og Bandarlkj- unum. I sambandi við það, segir norskur blaðamaður, sem I sumar var þar á ferð, Mauritz Sundt Mortensen, að næsta sumar sé ráðgert að fá íslend- ing til að koma og byggja nokkra torfbæi, af sömu gerð og Islendingar hafa búið i fram undir okkar daga. Eigi þeir bæir að standa skammt frá rúst- unum og vera dæmi um hvern- ig vistarverur fornmanna hefðu getað litið út. Mbl. hafði samband við Þór Magnússon þjóðminjavörð, sem taldi málið ekki komið svo langt, og hafði ekki verið beðinn um fyrir- greiðslu um að fá sllkan mann næsta sumar. Og sama sagði Þórður Tómasson á Skógum, sem fyrir 3 árum fór til L'Anse aux Meadows á vegum Kanada- manna til að kanna hvort not- hæft torf væri til þarna til byggingar á slíkum bæ. Munu þetta þvl vera siðari tíma áform. Munirnir, sem Anne Stine Ingstad fann með kerfisbundn- um uppgrefti á árunum 1961- 1968, eru nú geymdir á safninu I Ottawa og hafa aldursprófanir og samanburður við muni, sem notaðir voru á Islandi, Noregi og á Grænlandi, sannað að þarna var um norrænt fólk að ræða. Brigitte Wallace, sem er sér- fræðingur I norrænni fornleifa- fræði og vann I mörg ár I Noregi, m.a. við uppgröftinn í Sande I Vestfold og I östfold á árunum 1957-60, hefur unnió Þjóðgarður og íslenzkur torfbær á L’Anse auxMeadows Svona mun landslagið hafa verið í Nýfundnalandi þegar norrænir menn komu fyrst að Amerikuströndum fyrir tæpum þúsund árum og svona er það enn. eða gangandi. Enginn áætlunarvagn gengur þarna norður eftir. Áætlunarbáturinn fer einu sinni I viku til St. Anthony, en 700 km leið er frá ferjustaðnum Port aux Basques á suðuroddanum, þangað sem ferðamenn koma frá Nova Scotia. Og vegurinn er mjög slæmur, eins og þvottabretti og með lausamöl, segir norski blaðamaðurinn. — En bíðið þið bara þangað til vegurinn er kominn, segir MacLean. — Þá munu þúsundir ferðamanna koma til að sjá minjarnar um norræna landnámið hér. Það mun verða góð lyftistöng fyrir smástaðina á leiðinni, meðfram veginum og á ströndinni. Ekki eru ibúar L‘Anse aux Meadows jafn hrifnir. Þar búa 64 ibúar og hafa 12 fullorðnir haft vinnu við uppgröftinn. Þeir sitja þar alla daga og róta með skeið I moldinni — og dreymir um að vera komnir á þorskveiðar langt út á haf eða til selveiða á isnum, eins og forfeður þeirra hafa ávallt gert. Þar til fyrir 10 árum lá enginn vegur til L‘Anse aux Meadows. Læknis varð að vitja I opnum báti til St. Anthony og tók það heilan dag. Rafmagn fékkst fyrst fyrir 7 árum. Þangað til suóu menn og hituðu upp hjá sér með viði, sem sóttur var á hundasleðum. Nú sjóða þeir við rafmagn og aka um I torfærubilum. En konurnar halda áfram að baka allt sitt brauð, og fiskur fæst á firó- inum og er geymdur siginn. Nú finnst Ibúunum framtíðin ótrygg. Eftir að uppgrefti lýkur fá nokkrir sennilega vinnu I þjóðgarðinum, en þau störf nægja ekki öllum. 15 fullorðnir karlmenn þurfa vinnu og margir þeirra hafa þegar selt fiskibátana sína. Lloyd Decker, sem hefur orð fyrir þeim, og er sonur manns- ins sem átti landið undir rúst- unum hefur fengið starf sem umsjónarmaður I þjóógarðin- um væntanlega. Þorpið liggur I útjaðri þjóð- garðsins og Lloyd segir, að íbú- arnir þar verði alveg háðir hon- um. Smástaðirnir meðfram veg- inum þangað norður eftir njóti góðs af ferðamannastraumnum, geti sett upp veitingastofur, söluskála og tjaldstæði, en ibú- ar LAnse aux Meadows eiga ekki sllkra kosta völ, því ekki verður leyfð nein sala eða einkarekstur í sjálfum þjóð- garðinum. við uppgröftinn I L'Anse aux Meadows undanfarin ár. Hún hefur orðið fyrir vonbrigðum með árangurinn, að þvl er Sund Mortensen segir. — Við höfum leitað mjög ákaft að blásturs- tækjunum, þar sen járnið var unnið með rauðablæstri. Við vitum að þau voru þarna, þvl merki sáust um smiðju og járn- leifar, sem eiga upptök I mýrar- málmi á þessum stað, segir hún. En þó nú sé komið að lokum uppgraftar I þetta sinn, þá höf- um, við ennþá ofurlitla von um að finna a.m.k. eitthvað. 1974 fannst raunar hluti af hólki, sem notaður mun hafa verið með færi við fiskveiðar. I sumarlok 1975 fannst trébútur með trénöglum I. Og I sumar komu upp nokkrir bútar af til- höggnum eða tilskornum viði, m.a. leifar af tágareipi, segir hún. Birgitte Wallace upplýsir, að nú sé búið að grafa upp um fjórðung þess svæðis, sem veki áhuga. Líklega muni það, sem eftir er enn, fá að hvlla l friði I um 50 ár, I von um að fornleifa- fræðingar framtíðarinnar kom- ist yfir aðferðir og viðhorf, sem geti veitt þeim betri innsýn I það, sem raunverulega hefur gerzt á L‘Anse aux Meadows. Kanadlska stjórnin lltur á norrænu mannvistarleifarnar i L‘Anse aux Meadows eina af slnum merkustu söguminjum og hefur þvi keypt staðinn og hyggst gera hann að þjóðgarði. Forstöðumaður fornleifadeild- ar Þjóðgarðastofnunar Kanada, Jervis D. Swannack, segir að byggt verði sögulegt safn á staðnum. Rústirnar, sem grafn- ar hafa verió upp, verði merktar þannig að aðkomufólk geti áttað sig á hvernig bæir hafa verið. Og hann nefnir torf- bæinn með íslenzku sniði, sem reistur verði, svo sem fyrr er sagt. Telur hann, að þessi stað- ur hafi alveg sérstöðu meðal þeirra 100 sögulegu staða og garða, sem Kanadastjórn hefur tekið að sér aó varðveita. Þetta sé eini staðurinn, sem örugg- lega megi tengja komu norrænna manna, þó kröfur séu um að um 160 aðrir munir eða staðir I Norður-Ameriku séu taldir slikar minjar. Skozkur maður, að nafni Ian J. MacLean, hefur á hendi upp- byggingu þjóðgarðsins I L‘Anse aux Meadows. Hann á að baki langa reynslu I brezka hernum sem lögreglumaður I Kenýa við eftirlit með veiðidýrum og starfaði meðal indjána I Norð- ur-Amerlku, en fluttist I árs- byrjun s.l. til St. Anthony, um 50 km frá L‘Anse aux Meadows, vegna þessa verkefnis. Þar hefur hann þegar komið upp lltilli en áhugaverðri sýningu með kortum og munum og lýs- ingum á lifnaðarháttum norrænna manna fyrir 1000 árum. Nokkur þúsund ferðamenn hafa I sumar lagt leið sína til L‘Anse aux Meadows, þrátt fyrir erfiðleikana á að komast þangað. Þeir hafa haldið þang- að I bílum, bátum, á reiðhjólum Fornleifafræðingurirtn Birgitta Wallace, sem hefur stjórnað uppgreftinum á L'Anse aux Meadows sl. 7 ár sýnir Jervis D. Swannack, forstöðumanni fornleifadeildar Þjóðgarða- stofnunar Kanada, uppgröftinn. Jarðvegurinn er þarna mjög þunnur og norrænu mannvistarleifafhar blandaðar leifum eftir byggð indjána og eskimóa á sama stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.