Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976 Utanríkis- ráðherra talaði á þingi SÞ Fulltrúar flokk- ana tilnefndir EIN'AR Agústsson, utanrlkisráð- herra, átti f gær að flytja ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna I New York. t fréttatilkynn- ingu frá utanrlkisráðuneytinu kemur fram, að utanrfkisráð- herra hafi f fyrradag átt fund með Hamilton S Amerasinghe, nýkjörnum forseta allsherjar- þingsins, en hann er jafnframt forseti hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna. Ræddu þeir m.a. um nýafstaðinn fund haf- réttarráðstefnunnar og stöðu mála þar. Stjórnmálaflokkarnir hafa nú nýlega tilnefnt fulltrúa sína sem sitja munu fyrrihluta allsherjar- þingsins fastanefnd Islands til fulltingis. Fulltrúarnir eru Oddur Ólafsson af hálfu Sjálfstæðis- flokksins, Soffia Guðmundsdóttir af hálfu Alþýðubandalagsins, Halldór S. Magnússon af hálfu Samtakanna, Ásgeir Jóhannesson af hálfu Alþýðuflokksins og Daníel Ágústínusson af hálfu Framsóknarflokksins. Þessir full- trúar munu sitja þingið næstu 4—5 vikurnar. Mjög mikið af loðnu finnst við Grænland RANNSÓKNARSKIPIÐ Arni Friðriksson fann f gærmorgun mjög mikið af loðnu um 15—20 mfiur frá austurströnd Græn- lands en að sögn leiðangursstjór- ans á Arna, Eyjólfs Friðgeirsson- ar, er loðnan þar vart f veiðanlegu ástandi sem stendur. íslenzku skipin, sem enn stunda loðnuveiðar, eru að veiðum um 70 mílur NNV af Straunmesi, en þar finnst ávallt nokkurt magn af loðnu. Þurfa skipin að kasta oft til að fá afla, og tekur 4—5 daga að ná fullfermi. Þótt ekki veiðist mikið á hverrí nóttu er verðmæti loðnunnar mikið, og 100 tonna dagveiði nemur um 800 þús. kr. í aflaverðmæti miðað við núver- andi verð. Aðalfundur ÆSK í Hólastifti Akureyri, 29. september. Sautjándi aðalfundur æskulýðs- sambands kirkjunnar í Hólastifti verður haldinn áHofsósi um helg- ina. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður rætt um framtíðar- áform og verkefni æskulýðsstarfs kirkjunnar í Hólastifti: sr. Krist- ján Valur Ingólfsson, sóknar- prestur á Raufarhöfn, flytur framsöguerindið og stjórnar um- ræðum. Almenn samkoma verður í Hofsóskirkju kl. 9 á laugardags- kvöld. Fundi verður haldið áfram á sunnudagsmorguninn, en kl. 2 þann dag hefjast guðþjónustur í kirkjum Hofsósprestakalls, og með þeim lýkur fundínum. For- maður sambandsins er sr. Bolli Gústafsson. — Sv.P. — Guðmundur Framhald af bls. 44 Guðmundur hefði sigrað júgóslavneska stórmeistarann Matulovic með svörtu í 1. umferð. Sax vann Bese, Bukic vann Popovic, Garcia og Marjan gerðu jafnteflí, og sömuleiðís Gligoríc og Hort, Ivkov og Buljovic. Þegar Friórik ætlaði að fara að skýra frá úrslitum í sinni skák, rofnaði skyndilega simasambandið, og náðist ekki samband við Friðrik að nýju. — Annar í gæzlu Framhald af bls. 44 staðfest hjá sakadómi Reykja- vfkur I gærkvöldi. Svo sem kunnugt er, hefur yfirmaður á kaupskipi setið i gæzluvarðhaldi vegna rann- sóknar þessa máls. Leikur grunur á að litsjónvarpstækj- um hafi verið smyglað með gámi frá Þýzkalandi, en einn slíkur gámur mun taka um 30 tæki. — Lýðræði Framhald af bls. 1. anna, sem þeir voru sammála að flestu leyti. Indriði hóf mái sitt á því að gera athugasemdir við mál- flutning Baldurs Óskarssonar, starfsmanns ASl, hér i gær, þar sem fram komu ýmsar hæpnar fullyrðingar um menn og mál- efni á íslandi. Baldri varð tíð- rætt um spillingu á islandi og blandaði til dæmis í því sam- bandi látnum manni inn í um- ræðurnar en málflutningur hans hefur þótt stinga í stúf við það, sem hér hefur farið fram, enda hafa umræður hér verið mjög málefnalegar. Baldur tók síðar til máls og svaraði Indriða, og þá fór þetta nú að verka á mig eins og innbyrðis deilur í Framsóknarflokknum." „Menn eru mjög ánægðir með ráðstefnuna, og greinilegur áhugi er á því að Norðurlanda- ráð beiti sér fyrir áframhald- andi starfi á grundvelli þess, sem hér hefur komið fram, þótt ekki sé það í verkahring þessar- ar ráðstefnu að taka neinar ákvarðanir f því efni,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir í lok samtalsins. — Krafla Framhald af bls. 44 Jötunn aðeins verða færður lftið eitt til en gufuborinn mun væntanlega einnig verða á svipuð- um stað og hann var meðan á borun 8. holunnar stóð. „Litla” krónan að koma SVO SEM Morgunblaðið skýrði frá fyrir nokkrum mánuðum er fyrir hugað að setja f umferð nýjan krónupening, sem er all- miklu minni en sú króna, sem nú er f umferð. Verður peningurinn jafnframt sleginn f ál. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Seðlabankanum á þessi pen- ingur að koma í umferð frá og með 1. október og er hann 17 mm í þvermál og 0,61 g að þyngd. Að öðru leyti er útlit peningsins óbreytt frá þvi sem verið hefur. í fréttatilkynningu Seðlabank- ans segir ennfremur að krónu- peningar þeir, sem verið hafa i umferð, verði áfram í gildi, þar til annað verði ákveðið. Innköllunar- frestur samkvæmt gjaldmiðilslög- um er tvö ár frá þeim tíma, sem hann er auglýstur. Engey seldi fyr- ir 16,8 millj. kr. ÞRJC fslenzk skip seldu fisk f V-Þýzkalandi f gærmorgun og náðu allsæmílegu verði fyrir afl- ann. Búist hafði verið við betri sölum, en 14 stiga hiti dró úr boðum, þar sem hér var um neyslufisk að ræða. Árni í Görðum seldi 49 tonn af ufsa í Cuxhaven fyrir rúmar 5 millj. kr. og var meðalverðið kr. 117. í Bremerhaven seldu Gunnar SU 56 lestir af ufsa fyrir 6.2 míllj. kr., meðalverð kr. 110.50, og skut- togarinn Engey RE sem seldi 176.2 lestir fyrir 16.8 millj. kr. Meðalverð hjá Engey var kr. 96. Uppistaðan i afla Engeyjar var karfi. — Kjördæma- fundir Framhald af bls. 44 heldur forsætisráðherra fund á Selfossi og verður hann i Selfoss- bíói og hefst kl. 21.00. Reykjaneskjördæmi Mánudaginn 11. október efnir Geir Hallgrímsson til kjördæma- fundar í Hafnarfirði og hefst hann í Skiphóli kl. 21.00 en þriðjudaginn 12. október verður slikur fundur i Stapa fyrir íbúa Suðurnesja og hefst hann kl. 21.00. Austurlandskjördæmi Kjördæmafundir forsætisráð- herra á Austurlandi verða á Eski- firði 21. október n.k. kl. 21.00 f félagsheimilinu Valhöll og á Höfn í Hornafirði laugardaginn 23. október kl. 14.00 i-Hótel Höfn. Á fundum þessum mun for- sætisráðherra halda ræður og sfð- an svara fyrirspurnum fundar- gesta og eru fundir þessir öllum opnir. — 20 þúsund... Framhald af bls. 2 tunnu, og fyrir stærstu síldina eru greiddar 69.30 pr. kfló, ef miðað er við óskipt verð. Kost- ar þvf hráefnið 10.118 kr. Verkunarkostnaður, þar með talin söltunarlaun, er talinn nema um 4500 krónum, hver tunna og salt kostar 3300 kr. Sfðan bætast við um 1000 kr. sem fara af hverri fullverkaðri tunnu í útflutningsgjöld og fleiri liði. Auk þess þurfa sfldarsaltendur að greiða tryggingarkostnað o.fl., þannig að heildarkostnaður við að verka hverja tunnu af stórsfld er ekki undir 20 þúsund krón- um. — Rhódesía Framhald af bls. 1 samlyndi f landinu, en aðeins framtíðin gæti skorið úr um hvort það væri hægt. Robert Mugabe leiðtogi svartra þjóðernissinnaskæruliða í Rhódesfu virtist f dag vera að koma fram á sjónarsviðið sem lyk- ilmaður í lausn Rhódesfudeilunn- ar. Mugabe hélt f dag áleiðis til Zambíu í flugvél stjórnarinnar þar til Mozambique til viðræðna við Samora Machel forseta. Mugabe er leiðtogi 12000 skæru- liða, sem hafa bækistöðvar í Mosambique. Áreiðanlegar heimildir í Gaborone í Botswana hermdu í kvöld að viðræður þess- ar gætu ráðið úrslitum um af- stöðu þjóðernissinnanna til til- lagna Breta og Bandaríkjamanna og hvort strfð eða friður yrði i Rhódesíu. Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, er nú staddur f New York, þar sem hann mun á morgun ávarpa Alls- herjarþing S.Þ. Hefur ráðherrann verið á stöðugum fundum í allan dag og segja stjórnmálafréttritar- ar að hann leggi höfuðáherzlu á að allir, sem aðild eiga að Rhód- esíudeilunni og lausn hennar, hraði störfum sínum eins og unnt er til að koma í veg fyrir að snurða hlaupi á þráðinn. Háttsett- ur bandarískur embættismaður f föruneyti Kissingers sagði að ráð- herrann óttaðist að Sovétrfkin myndu gera allt sem f þeirra valdi stæði til að spilla fyrir samkomu- lagi. Kissinger átti að ræða við Grómýkó, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, í kvöld, en Grómýkó sagði f gær að samkomulagið væri pólitískur sjónleikur. Kissinger er sagður mjög ánægður með ár- angurinn af för sinni, en leggur samt áherzlu á að mikið starf sé enn óunnið. — Pundið Framhald af bls. 1 skilyrði fyrir lánveitingu og sagði að sjóðsstjórnin yrði að gera sér grein fyrir að traust verkalýðs- hreyfingarinnar á ríkisstjórninni væri alveg jafnmikilvægt fyrir Bretland og traust á alþjóðavett- vangi. Denis Healey sem frestaði í gær för sinni til Hong Kong, aflýsti í dag endanlega förinni. Hann var á leið til að sitja fund fjármála- ráðherra samveldislandanna og síðan fund Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins, sem hefst í Manilla á Filipseyjum í næstu viku. Það sem nú liggur fyrir hjá brezku stjórninni er að Healey fjármálaráðherra gangi frá form- Iegri umsókn um fyrrgreint lán og geri grein fyrir þeim aðgerð- um, sem Bretar þurfi að grípa til í baráttunni gegn verðbólgu, en verðbólga er helzta orsökin fyrir veikri stöðu pundsins. Eftir að umsóknin hefur verið lögð fram er búist við að sjóðurinn sendi lið sérfræðinga til Bretlands til að skoða vandamálin. Talið er hugs- anlegt að brezka stjórnin muni setja einhver innflutningshöft, hækka óbeina skatta og jafnvel skera ríkisútgjöld eitthvað niður. — Sýrlendingar Framhald af bls. 1 inu, sem nú hefur staðið í 17 mánuði og kostað um 40 þúsund mannslíf. Stjórnmálafréttaritarar f Lfban- on og Egyptalandi segja að nú sé óttast, að erfitt verði um friðar- umleitanir eftir sókn Sýrlendinga og starf S:rkis forseta Líbanons mjög erfitt. — Línusjómenn Framhald af bls. 44 Við endurskoðun sjóðakerfis- ins voru samningar gerðir milli allra þeirra aðila sem áttu aðild að sjóðakerfinu. Þar lögðu þeir til að nýtt útflutningsgjald yrði lögfest og ný lög um stofnfjár- sjóð fiskiskipa. Þetta var i raun samningur, þar sem þessi ósk kom fram til mín og rfkis- stjórnarinnar. Tókum við við þessari ósk og beitti ég mér fyrir því — sagði Matthías, að þessi frumvörp voru flutt og fengu þau góða og skjóta afgreiðslu á Alþingi. Þessari breytingu fylgdi mikil tilfærsla í sjávarútvegi, um 4.000 milljónir króna. Eftir að nýju útflutningsgjöldin voru sett á gerðu þau kleift að fisk- verðshækkun fékkst fram f Verðlagsráði og það var for- senda fyrir þvf að samkomulag næðist um nýja kjarasamninga, enda sagði Matthias aó ekki væri réttlátt, að þau sjómanna- félög sem samþykktu samning- ana og tækju á sig þessar fórnir að þau ættu ein að gera það, en félög, sem ekki samþykktu þá og ekki einu sinni bæru þá und- ir atkvæði, fengju ein þá fisk- verðshækkun, sem tilfærslan í sjóðakerfinu skapaði, án þess að láta nokkuð á móti. Þetta jafnvægisleysi — sagði Matthfas Bjarnason, er búið að vera sfðan í febrúarlok, að samningar náðust, og gera bráðabirgðalögin ráð fyrir því að samningarnir sem gerðir voru séu lögfestir svo og sú sáttatillaga, sem sáttanefndin bar fram 28. júlf og fól f sér hækkun frá gildandi samning- um og fulltrúar sjómanna og útvegsmanna i samninganefnd- inni höfðu undirritað, en voru svo felldir í allsherjaratkvæða- greiðslu. Flýtir minn — sagði ráðherra — var nú ekki meiri en svo, að liðnir eru 7 mánuðir, sem ,gefizt hafa til samninga. Hafði ég þá beðió og jafnan hvatt menn til þess að ljúka samningsgerðinni. Bráða- birgðalögin gera ráð fyrir því að allir sjómenn njóti þessara beztu kjara, sem felast í sátta- tillögunni og sömuleiðis að hún gildi frá 16. febrúar til 15. maí 1977, en kjör sjómanna á togur- um yfir 500 brúttólestir gildi til 1. janúar 1977. Bráðabirgðalög- in kveða ekki á um neitt annað en það að verkbönn og verkföll, þar á meðal samúðarverkföll eru óheimil. Hins vegar er samningsaðilum heimilt að koma að breytingum á þeim Stöðum þar sem samningar hafa ekki náðst og þar er frjáls sá réttur hvers verkalýðsfélags og vinnuveitenda til samnings- gerðar. Samningarnir f Súg- andafirði eru einmitt gerðir f samræmi við bráðabirgðalögin. Aðeins verkföll eru ekki leyfð og óvissan í sambandi við upp- gjör frá 16. febrúar er úr sög- unni. Ekkert er mér kærara en samkomulag og samningar ná- ist — sagði ráðherrann og bætti við: Ég vil að lokum taka fram, að ég er sannfærður um það að sjómenn og allir þeir, sem vilja lfta á myndina í réttu ljósi og án allra öfga, þeir skilja það að nauðsynlegt var að setja þessi bráðabirgðalög. En þeir, sem hafa það fyrir sið að ala á tor- tryggni og fjandskap f þjóð- félaginu, eins og ritstjóri Þjóð- viljans, er þetta mjög kær- komið. Hins vegar hlýtur hann að vera mjög ánægður yfir því að bátar séu bundnir í höfnum, því að allt þetta ár hefur hann krafizt þess af mér að binda fiskiskipaflotann, þar sem hann hefur ekki mátt heyra minnst á þorskveiðar. — Skarkoli Framhald af bls. 44 aðeins 5 kg af þorski og 2 kg af ýsu. Vfða varð alls ekki vart við þessar tegundir, en smálúðuafli var víðast 30—60 kg að jafnaði. Þá segir, að niðurstöður bendi eindregið til þess, að veiða megi töluvert af skarkola á þessum svæðum án þess að um teljandi þorsk- og ýsuafla sé að ræða. Leið- angursstjóri við þessar tilraunir var Guðni Þorsteinsson. — Finnland Framhald af bls. 1 sæti f, féll fyrir 12 dögum vegna deilu við kommúnista og jafnaðarmenn um f járlög. Tveir flokkar auk Miðflokks Miettunens eiga sæti f nýju stjórninni, Sænski þjóðarflokkur- inn og Frjálslyndi flokkurinn auk tæknikratans Esko Rekola, sem er fjármálaráðherra. Flokkarnir ráða aðeins yfir 58 af 200 sætum f finnska þinginu, en stjórnmála- fréttaritarar segja að Miettunen virðist hafa tryggingu fyrir breið- um stuðningi á þingi. Gert er ráð fyrir að Miettunen muni reyna að fá jafnaðarmenn til þátttöku í stjórnarsamstarfinu á ný eftir sveitarstjórnarkosningar, sem fram fara f Finnlandi í næsta mánuði. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir aö hann bjóði kommún- istum til stjórnarsamstarfs. Finnska stjórnin var eina lýð- ræðislega kjörna rfkisstjórnin f V-Evrópu, sem kommúnistar áttu sæti í, þar til hún sagði af sér sem fyrr segir. Kommúnistar höfðu krafist þess að meira fjármagni yrði á fjárlögum veitt til bygg- ingariðnaðarins, sem kommúnist- ar ráða og varð hart úti í efna- hagskreppu undanfarinna ára. Miettunen brást illa við og sagði að kommúnistar væru ekki hæfir til stjórnarsamstarfs fyrr en þeir hefðu leyst innbyrðis deilur. Hörð Stalinistaöfl eru f kommúnista- flokknum og tókst flokksleiðtog- unum ekki að hafa vald á at- kvæðagreiðslu þeirra afla á þingi. Helztu ráðherrar auk Miettunens eru Athi Karjalainen aðstoðarfor- sætisráðherra og efnahagsmála- ráðherra, Keiji Korhonen utan- rfkisráðherra, báðir úr Mið- flokknum. — Viðræður Framhald af bls. 21 þar sem ásökunum Rússa er mót- mælt en neitað að taka við bréf- unum. Bréfin eru bæði dagsett 7. september. Höfundur bréfanna kveðst ekki vilja snúa aftur til Sovétríkjanna heldur búa f Bandaríkjunum og segir að hann hafi tekið þá ákvörðun af fúsum vilja. Hann neitar einnig að hitta sovézka full- trúa þótt sendiráðið telji það nauðsynlegt og þrátt fyrir jap- anska tillögu um slfkan fund. I New York var málið rætt á 75 mfnútna fundi utanríkisráðherr- anna Zentaro Kosaka og Andrei Gromyko, sem vísaði enn á bug kröfu Japana til Kúrileyja þótt þeir setji það sem skilyrði fyrir endanlegum friðarsamningi að þeim verði skilað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.