Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976 27 Á ttrœðisafmæli: Salbjörg Jóhannsdótt- ir Ijósmóðir Lynghótí Áttatíu ára er í dag 30. septem- ber 1976 merkiskonan Salbjörg Jóhannsdóttir ljósmóðir að Lyng- holti í Snæfjallahreppi N-ís. For- eldrar hennar voru Jóhann Engil- bertsson frá Lónseyri við Kalda- lón og kona hans Sigrún Jónsdótt- ir, ættuð frá Breiðafirði. Salbjörg giftist tuttugu og eins árs að aldri Ingvari Ásgeirssyni smið og bók- bindara, sem var einum áratug eldri en hún. Þau bjuggu saman i farsælu hjónabandi i nærfellt fjörutíu ár, þar til Ingvar andað- ist vorið 1956. Þeim varð f jögurra barna auðið og eru þrjú þeirra á lífi, tveir synir og ein dóttir, en þriðji sonurinn var Jón Hallfreð f. 1921, d. 1945. Hann var lamaður allt frá barnsaldri og að miklu leyti ósjálfbjarga likamlega, en bráðgreindur og vel gefinn and- lega. Má nærri geta þeim áhyggj- um og því erfiði, sem sjúkleiki hans skapaði foreldrunum, er ávallt önnuðust hann af einstakri ástúð og umhyggju unz yfir lauk. Á árunum 1935—37 reisti Ingv- ar nýbýlið Lyngholt í landi Bæja á Snæfjallaströnd. Er það skammt innan við Dalsá, þar sem fyrr mun háfa heitið á Pétursmýri. Um líkt leyti var barna- og hér- aðsskólinn i Reykjanesi að risa á legg, fyrir forgöngu og atbeina Aðalsteins Eirikssonar skóla- stjóra þar og annarra mætra manna innan héraðsins. Til að byrja með stóðu að Reykjanes- skólanum einungis tveir innstu hreppar Djúpsins, Nauteyrar- og Reykjarfjarðarhreppur, en til tals mun hafa komið að Snæfjalla- hreppur yrði í samfloti með þeim um stofnun skólans, hvað þó ekki varð og hélzt þar þvi farkennsla enn um sinn. Haustið 1936 var svo horfíð að því ráði, að leigja stofu i ný- byggðu Ibúðarhúsi þeirra Lyng- holtshjóna og koma þar á fót föst- um heimagönguskóla fyrir Snæ- fjallahrepp, þar sem barnafjöld- inn var þá um eða yfir tvo tugi á mjög nálægum býlum. Þessi skip- an mála stóð svo lítt eða ekki breytt næstu ellefu vetur til árs- ins 1947, þegar börnum á skóla- skyldualdri hafði fækkað mjög i sveitinni og undirritaður aðal- kennari skólans flutti vestur til Álftafjarðar. Alla fyrrnefnda ell- efu vetur kenndu Lyngholtshjón- in skólabörnunum handavinnu. Ingvar bókband a.m.k. suma vet- ur en Salbjörg prjón og útsaum. Margs er að minnast frá þessum löngu liðnu árum, en þó líklega einskis meir en hlýleika og um- burðarlyndis Lyngholtshjónanna I garð skólans og barnanna, sem vetur eftir vetur gengu þar um garða eins og heima hjá sér i foreldrahúsum. Að svo mæltu sendi ég, kona min og börn, af- mælisbarninu alúðarkveðjur og innilegar óskir um bjarta og hlýja alla ólifaða ævidaga. Jóhann Hjaltason. 20% hærra verð fyrir Sví- þjóðarsíldina en í fyrra EINS og Morgunblaðið hefur skýrt frá áður hafa nú verið gerð- ir fyrirframsamningar um tæp- lega 120 þúsund tunnur af salt- aðri Suðurlandssfld. Mest fer til Sovétrfkjanna eða 60 þúsund tunnur. Til Svfþjóðar eru seldar 43 þúsund tunnur og til Finn- lands rúmlega 8 þúsund tunnur. Allt að 20% verðhækkun náðist nú f Svfþjóð frá fyrra árs verði og f Sovétrfkjunum 8% hærra er verð það, sem samið var um á sfðasta ári og 22% hærra en það, sem samið var um með viðbótar- samningnum við Sovétmenn s.I. vetur. Kemur þetta fram f upplýs- ingabréfi Sfldarútvegsnefndar. 1 upplýsingabréfinu segir: „Svo sem kunnugt er gengu samningaviðræður við Svía mjög erfiðlega á s.l. ári og slitnaði þá tvívegis upp úr samningaviðræð- um við þá vegna ágreinings um verð og stærðir. Var þá að lokum samið við Svia um aðeins 15 þús. tunnur af stórsild („3/500“). Sölumagnið til Svíþjóðar i ár er þvi næstum þrefalt miðáð við fyrra árs samningsmagn. All mik- il verðhækkun náðist nú I Sviþjóð frá fyrra árs verði eða um 20%. Búizt hafi verið við þvi að Finn- ar ykju kaup sin frá íslandi á þessu ári, en sú varð ekki raunin, þvi sölumagnið þangað minnkaði um 20%. Ástæðan er su, að Finn- ar fá síld frá öðrum löndum á allt að 30—40% lægra verði en Is- landi. Mest af þeirri sild sem Finnar nota, er sykursöltuð, en einnig nota þeir takmarkað magn af kryddsaltaðri sild. Verð það, sem nú var samið um við Finna á sykursaltaðri Suðurlandssíld, er 5% hærra en verðið á s.l. ári. I upphafi viðræðnanna við Sovétmenn skýrðu þeir frá þvi, að þeir hefðu f höndunum tilboð frá 4 framleiðslulöndum saltsíldar um sölu á heilsaltaðri sild af sömu stærðum og með svipuðu fitu- magni og Íslendingar byðu á 36—43% lægra verði en endan- lega var samið um í Moskvu um heilsaltaða Suðurlandssild. Gert hafði verið ráð fyrir að semja við Sovétmenn um að afgreiða mætti hluta hins umrædda sölumagns með sykur- og kryddsild, en þar sem Sovétmenn treystu sér ekki til að greiða neitt svipað verð fyr- ir þessar tegundir og samið hafði verið um við Svia og Finna, var eingöngu samið við þá um sölu á heilsaltaðri sild. Alla heilsöltuðu sildina selja Sovétmenn til neyt- enda eins og hún kemur upp úr tunnunum. A s.l. ári voru gerðir fyrirfram- samningar við Sovétmenn i sept- ember um sölu á 20 þús. tunnum af heilsaltaðri síld, en þar sem heildarsöltunin I fyrra fór langt fram úr því, sem gert hafði verið ráð fyrir áður en vertíð hófst, var hluti umframsöltunarinnar heil- saltaður i trausti þess að Sovét- menn myndu fást til að auka kaup sín siðar á vertiðinni eða eftir að nýr viðskiptasamningur milli landanna lægi fyrir. Þetta reynd- ist þó miklum erfiðleikum bund- ið, þar sem hinir sovézku kaup- endur kröfðust mikillar lækkunar á söluverði umframmagnsins og tók það um tvo mánuði að ná endanlegu samkomulagi um við- bótarsölu þangað. Ekki fengust þó Sovétmenn til að semja um kaup á nema % hlutum viðbótar- magnsins eða 10 þús. tunnum. Með tilliti til þessarar reynslu síð- astliðinnar vertíðar svo og þess að mikil óvissa rikir um það hvaða stærðarflokkar verði uppistaðan i veiðinni i ár, var þegar i sumar óskað eftir þvi, að reynt yrði að tryggja sölu á 60 þús. tunnum til Sovétrikjanna með fyrirfram- samningum. Eins og áður er greint frá, hefir þetta tekizt og er hið nýja sölu- verð til Sovétríkjanna 8% hærra en verð það, sem samið var um með fyrirframsamningum á sið- asta ári og 22% hærra en verð það, sem samið var um með áður- nefndum viðbótarsamningi síðast- liðinn vetur. Á s.l. ári voru saltaðar samtals um 95.000 tunnur af Suðurlands- síld og er því fyrirframsalan í ár u.þ.b. 25% meiri en söltunin nam á s.l. ári.“ Innrirun í síma 3-21-53 Skírteini afhent skólanum á morgun kl. 4-7. BALLETSKOLI b'IGRIÐAR ÁRMANN ISKÚLAGÖTU 34—4.HÆÐ. Kvikmyndasýning í Franska bókasafninu Franska kvikmyndin Vincént, Francois, Paul Et Les Autres, verður sýnd í Franska bókasafninu Laufásvegi 12, fimmtudaginn 30. september 1 976 kl. 20.30. Myndin er með enskum texta og er frá árinu 1974. Aðalleikarar eru: MicheT Piccoli, Yves Montand og Stephane Audran. Allir eru vel- komnir. GOLFKLÚBBUR REYKJAVlKUR Felagar, mumð bændaglímuna laugardaginn 2. október. Keppnin hefst kl. 14 Borðhald hefst um kl. 19.30 og að lokum verður dansað Vinsamlega tilkynnið þátttöku i sima 84735 (Golfskálínn) og í sima 85044 (Olafur Þorsteinsson). Skemmtinefndin. Morgunblaðið óskareftir blaóburóarfólki í eftirtalin hverfi: Blesugróf — Tjarnargata, Faxaskjól — Reynimelur 1 —56. Upplýsingar í síma 35408 JltagutiItfflifeUk Austurstræti 17 Starmýri 2 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ■m AUGLYSINGA- SÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.