Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976
Börnin í
Bjöllubæ
eftir INGIBJÖRGU JÓNSDÓTTUR
brjósta, því að það tilheyrir nú einu sinni
í köngurlóaheimi, en ekki var hún fyrr
farin að vefa sinn eigin vef, en hún komst
að því að hún gat ekki borðað flugur og
það eiga köngurlær að gera.
— Svona var nú það, sagði köngurlóin.
— Svona var nú það.
— Hvað gerðirðu þá? spurði Lilla for-
vitin. — Er sagan búin?
— O, nei ekki alveg, sagði köngurlóin.
— Ég ákvað að fara heim til hennar
mömmu, en hér var hörmuleg aðkoman,
þegar ég kom. Hérna lá hún mamma dáin
á gólfinu.
— Nú, það hefur þá verið hún sem.. .
byrjaði Lilla, en sem betur fer sagði hún
ekki allt, sem henni bjó í brjósti. Köngur-
lónni hafði nú einu sinni þótt ósköp vænt
um hana mömmu sína og það gat verið,
að hún tæki það óstinnt upp, ef hún
frétti, að mamma Lillu hafði gengið af
þessari harðbrjósta köngurló dauðri.
— Já, það var hún, sem var dáin, sagði
köngurlóin sorgmædd og þurrkaði sér
um augun. — Æ, já, það var þá heim-
koma til elsku -góðu mömmu, en eitt get
ég þó huggað mig við.
— Og hvað er það? spurði Lilla, sem
var fegin aö hafa ekki lokið við setning-
una.
— Það er þó alltaf bót í máli, að hún
komst aldrei að því, hvílíkur hugleysingi
og ræfill ég er. Góðhjörtuð köngurló,
ekki nema það þó! Nei, mamma hefði
aldrei lifað það af. Og nú skaltu fara í
bólið þitt að sofa, því að þú ert búin að
lofa mér að segja engum söguna af mér.
Ég treysti þér, mundu það!
Svo fór köngurlóin undir kommóðuna,
en Lilla fór upp að borðinu með hann
Púnta sinn.
Hún hafði steingleymt að þakka fyrir
söguna, en það var af því, að hún var svo
syfjuð.
Hún komst naumlega upp borðfótinn
með Púnta sinn og lagðist svo niður á
baðmullarhnoðrann, sem var rúmið
hennar.
— Þetta var skrítin saga, finnst þér það
ekki, Púnti? hvíslaði Lilla.
VlEP
MORödN
KAFfíNO
GRANI göslari
Jæja, ég er búinn að finna
það. — Hann var benzfnlaus.
Vitleysurnar sem þú gerir eru
slfkar að aðeins má jafna við
tölvuheilana f rfkiskerfinu.
Það var skemmtilegt og Ifka
elskulegt uppátæki hjá þér að
gera hana mömmu að skip-
stjóra á snekkjunni.
Hann: Fyrstu vikuna eftir
giftinguna langaði mig til þess
að eta konuna mfna af ein-
skærri elsku, en þegar ég fór að
reyna skapsmuni hennar, þá
fór sú hugsun að dofna, og nú
iðrast ég að hafa ekki fram-
kvæmt mfna fyrstu hugsun.
— Sem betur fer hefur engin
kona fengið leyfi til þess að
hafa mig fyrir flfl.
Nú, hver hefur þá gert það?
Hún: Ég álft, að karlmenn
eigi alltaf að vera f fötum sem
eru á litinn eins og hár þeirra.
— Hvernig ættu fötin mfn að
vera á litinn? spurði hann og
strauk yfir beran skallann.
Læknirinn: Sjóndepra yðar
stafar af of mikilli áfengis-
neyzlu.
Sjúklingurinn: Það er
ómögulegt. Þvert á móti, þvf
þegar ég er drukkinn, sé ég allt
tvöfalt.
Þér krefjið mig um 1000
krónur, læknir, fyrir eina vitj-
un. Er það nú ekki heldur mik-
ið?
Læknirinn: Það er þó lægra
en ég er vanur að taka.
— Getur vel verið. En mér
finnst nú Ifka, að þér mættuð
sjá það við mig f einhverju, að
það var ég, sem kom með inflú-
enzuna f héraðið.
34
íð sagt að hún væri hingað komin
og hafði ekki vitað hver gesturinn
sem var með Jack Seavering var.
Skyndilega varð Linn Ijóst hvers
vegna Jamie hafði verið svona
fjarrænn f fasi. Hvorki vörðurinn
Bayles né litli maðurinn Eli vissu
að hún var persónulegur vinur og
það leyndarmál varð að varðveita.
— Góðan dag, ungfrú Everest,
sagði Jack. Bayles var vonandi of
langt f burtu til að heyra hvfsl
hennar.
— Helene, sagði Linn ofurlágt
— þú mátt ekki verða hissa,
en....
Og allt f einu laust þeirri hugs-
un niður f hug hennar, hvað
Helene virtist undarlega hávaxin.
Hún var hærri en Linn. Svona
slæmt minni gat hún ekki haft.
Það var eitthvað einkennilegt við
velþekktan vangasvipinn, nefið,
lag augabrúnanna og hökuna.
Helene sneri höfðinu við og
augu þeirra mættust. Og um Linn
fór Iskaldur hrollur. Hún stóð
augliti til auglitis við gersamlega
ókunnuga manneskju........
Það gætti undrunar f svip
þeirra beggja. Andartak horfði
konan á Linn, svo Ijómaði hún
sigri hrósandi:
— Linn!
Og nú sá Linn fyrir alvöru hvað
hún var ólfk Helene. Nefið var
breiðara, varirnar þynnri og
kynnbeinin ekki eins. Og þessi
Heiene brosti til hennar af-
skræmislegu brosi. En Helene!
Hvar var þá Helene?
Og konan greip hana f fang sér
og þrýsti fingrunum f arm henn-
ar.
— Þegiðu eins og steinn! var
hvfslað f eyra henni.
Hún sá aðvarandi augnaráð
Jamie — hann hrukkaði ennið og
hristi höfuðið svo að varla varð
greint.
— Þetta kemur okkur sannar-
lega á óvart — ekki satt, Helene?
sagði hann. — Eg býst við að Jack
Seavering hafi ráðið hana sér til
aðstoðar við að skrifa greinina.
Dan Bayles gekk nær og hönd
hans hvfldi á byssuhulstrinu.
Linn ætlaði að opna munninn en
fékk engu orði upp komið og þeg-
ar hún ýtti sér frá Helene, sneri
Jamie sér að verðinum, gerði
handarhrcyfingu og talaði við
hann f hálfum hljóðum, svo lágt
að engin orðaskil urðu greind.
Hann endaði með þvf að klappa
honum sefandi á öxlina eins og
hann væri dyggur og góður vinur
hans.
Bayles snerist á hæli og gekk
aftur á sinn fyrri varðstað en
hann horfði til skiptis á alla við-
stadda og tortryggnin lýsti af and-
liti hans.
Ég kemst bara ekki yfir undr-
unina, sagði Helene og horfði á
Linn.
Linn skildi núna lýsingu Jacks
á henni, enda þótt hún hefði ekki
fengið hana þá til að koma heim
og saman við það sem hún mundi.
Það er yndislega skemmtilegt
að sjá þig. Röddin var hlý en
andlitið var kalt og biturt.
Hver svo sem hún var kunni
hún hiutverkið sitt vel, hún
kunni svo góð skil á vinum Helen-
ar að hún þekkti aftur einn
þeirra.
— Já, það er orðið langt sfðan,
sagði Linn. Henni fannst rödd sfn
torkenniieg og hún varð að reyna
að vera eðlileg f fasi. En hvaða
skrfpaleikur var þetta?
— Nú, fyrst þú ert komin hing-
að verður þú að vera um kyrrt,
finnst þér það ekki Jamie? sagði
Helene vinalega. Og auðvitað
skildi Linn að ekki var óhætt
lengur að láta hana komast I
burtu.
Hann leit á Linn með augnaráði
sem áður fyrri fékk blóðið til á
ólga f æðum hennar.
— Jú, það þætti okkur vænt
um.
Sennilega hafði hann vonað að
hægt yrði að leyna konuna þvf
hver hún var. En tilraunin hafði
mistekizt vegna fljótfærni henn-
ar sjálfrar.
— Það getur hún ekki, byrjaði
Jack Seavering.
— Hvers vegna get ég það ekki?
Hún átti engra kosta völ. Hún
myndi aldrei fá að komast héðan
lifandi með þá vitneskju sem hún
bjó nú yfir. Leyndarmálið um
hvaða tak þeir höfðu á Jamie. Að
Helene, hinni raunverulegu, var
haldið sem gfsl.
— Það er engin ástæða til að
þér getið ekki farið aftur fyrst
þér eruð búnir með greinina,
Seavering, og leyft Linn að vera
hjá Jamie og mér. Það er svo
fjarska langt sfðan við höfum séð
hana.
— Þá er það ákveðið, sagði
Jamie.
Jack yppti öxlum.
— Hún er sá bezti aðstoðarmað-
ur sem ég hef nokkurn tfma haft
Hann hló Iftið og reyndi að
leyna óróleika sfnum.
— Ég gat vfst ekki búizt við ég
fengi að hafa hana endalaust.
Linn braut ákaft heilann um
það hvort hann heföi rennt grun f
sannleikann f málinu.