Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976 V etraráætlun Flugleida med svipuðu sniði Ljósmynd Mbl. Ól.K.M. Myndin var tekin I hófi I Rússneska sendiráAinu I Reykjavfk I fyrradag þar sem rússnesku vfsindamenn irnir 12 voru saman komnir ásamt fslenzkum vfsindamönnum sem hafa fylgst með störfum þeirra hér á landi. A myndinni eru einnig nokkrir úr starfsliði sendiráðsins. Rússneskir vísindamenn á íslandi: Reyna kortlagningu berg- laga með bergmálstækni 1 sumar hefur hðpur sovéskra jarðeðlisfræði- vfsindamanna dvalið hér á landi við bergmáls- mælingar á iandi. Flestir voru vfsindamennirnir 20 talsins, en að undanförnu hafa 12 þeirra verið að Ijúka við verkefnið. Rergmálsmælingarnar eru framkvæmdar með sprengjutækni og er þessi bergmálstækni einnig notuð f sambandi við olfu- leit djúpt f jörðu. Meginhluti rannsóknanna byggðist á mælingum f Borgarfirði, Skorradal og inn f gosbeltið sem gengur frá Þingvöllum og að Langjökli. Tilgangurinn var art.sjá hvort unnt er með bergmálstækni að kortleggja berglög djúpt í jörðu og er þetta f fyrsta skipti sem þessi tækni er reynd hér á landi til að fá fram bergmál frá mismunandi berglögum. Meginhluti rannsókna sovézka leiðangursins beindist að þvf að kanna hvort unnt væri að rekja ákveðið jarðlag langar leiðir djúpt f jörðu, en niðurstaða f slfku sam- bandi gæti t.d. komið að notum fyrir fslenzka vfsindamenn f sambandi við túlkun á þvf hvernig vatn, bæði heitt og kalt, rennur f berglagastaflan- um. Tilgangur sovésku vfsindamannanna er að kanna hvort það hafi orðið landrek hér og hvort rekja megi gömul berglög inn undir virka gos- beltið. í eftirleitir á þyrlu A myndinni er Gunnar örn Jónsson að kynna væntanlegum kepp- endum leiðina, sem hjóla á, og annað varðandi tilhögun keppninn- ar. Milli sjötíu og áttatfu drengir voru á fundinum. Reiðhjólarall KFUM- pilta á laugardaginn VETRARÁÆTLUN utanlands- flugs Flugfélags Íslands, Loft- leiða og Air Bahama gengur f gildi hinn 1. nóvember nk. og stendur til 31. marz á næsta ári. Verður hún með svipuðum hætti og var f fyrra og flugkostur hinn sami eða þrjár DC-8 Super 63 þotur, sem taka 249 farþega hver, og tvær Boeing 727 þotur með sætum fyrir 126 farþega. Tvær DC-8 þotur annast áætlunarflugið til Bandarfkjanna og Luxemborg- ar en sú þriðja áætlunarflug Air Bahama milli Luxemborgar og Bahamaeyja, en Boeing 727 þoturnar annast flugið milli Is- lands og Norðurlanda og Bret- lands. Til New York verður flogið alla daga vikunnar en tvisvar í viku til Chicago, þ.e. á þriðjudögum og fimmtudögum. Til Evrópu verða samtals 18 flug á viku og skiptast þau þannig að til Kaupmanna- höfnar er áætlun daglega og flog- ið beint tvo daga vikunnar en með viðkomu í Osló aðra tvo daga vik- unnar og í Giasgow á mánudögum miðvikudögum og föstudögum. Beint áætlunarflug er til London á þriðjudögum en um Glasgow á laugardögum. Gert er ráð fyrir einu flugi til Færeyja í viku og verður það á sunnudögum. Vikulegt sætaframboð f áætlunarflugi milli Islands og Bandarfkjanna verður 2.241 sæti, til Luxemborgar 2.241, til Bret- lands allt að 600 og til Norður- landa um 800. Vetraráætlun innanlandsflugs hefst mánuði fyrr en millilanda- flugáætlunin, þ.e. 1. okt. og stend- ur til 30. aprfl 1977. Breytingar frá fyrra vetri eru engar aðrar en nokkrar tfmabreytingar og verða flug samtals 70 á viku frá Reykja- vfk til tíu staða víðsvegar um land. Fimm Fokker Friendship skrúfuþotur, sem rúma 48 far- þega hver, annast flugið og er sætaframboð frá Reykjavfk því 3,360 á viku. Þannig ætti allt að helmingur þjóðarinnar að geta tekið sér far í innanlandsflugi frá Reykjavík á tímabili vetraráætl- unar, eða samtals 100,800 manns. Flestar eru ferðirnar til Akur- eyrar, en þangað eru þrjú flug á dag. Þá er flogið tvisvar á dag til Vestmannaeyja og daglega til Egilsstaða og ísafjarðar. Flug og ferðatiðni frá Reykjavík til annarra staða eru sem hér segir: Til Hafnar í Hornafirði er flogið alla þriðjudaga, fimmtu- daga, föstudaga og sunnudaga; til Húsavfkur mánudaga, miðviku- daga, föstudaga og sunnudaga; til Vökublad- ið komið út VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur sent frá sér 1. tölublað 39. árgangs Vökublaðs- ins. Efni blaðsins er fjölbreytt og auk frétta af starfi Vöku má nefna greinina Lýðræðisstefna á Islandi, sem Hannes H. Gissurar- son ritar. Frá þvf er skýrt í blað- inu að Vaka ætli á þesu starfsári að gefa út fjögur blöð. Þá kemur fram að Vaka hefur tekið á leigu húsnæði f Hótel Vík og verður þar félagsheimili Vöku, en félagið hefur ekki fengið inni í húsi Félagsstofnunar stúdenta. For- maður Vöku er Þorvaldur Frið- riksson sagnfræðinemi. Sauðárkróks mánudaga, miðviku- daga, fimmtudaga og föstudaga; til Norðfjarðar þriðjudaga, fimmtudaga, og laugardaga; til Patreksfjarðar mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga og til Þing- eyrar mánudaga og föstudaga. 110 lestir af síld til Eski fjardar Síldin sem hringnótabátarnir hafa verið að kasta á síðustu daga er nú að hraðri ferð austur fyrir Ingólfshöfða, en þegar sfldveið- arnar byrjuðu þann 25. sept- ember var sfldin rétt austan við Vestmannaeyjar. Það hve síldin gengur hratt og hve mikill straumur er um þessar mundir, gerir bátunum erfitt fyrir, og er Morgunblaðinu aðeins kunnugt um einn bát sem hélt til lands í gærmorgun með sfld. Var það Loftur Baldvinsson frá Dalvik, sem fór til Eskifjarðar með 110 lestir og er það fyrsta síldin sem berst þangað á þessu ári. Vitað er að nokkrir bátar aðrir fengu afla, en ekki það mikinn að þeir héldu til hafnar. UM SJÖTlU drengir söfnuðust saman I KFUM-húsinu I gær þar sem kynnt var fyrir þeim reirt- hólarall, sem unglingadeildir KFUM f Reykjavfk standa fyrir. Keppni þessi er firmakeppni og er hún til ágóða fyrir skála ungl- ingadeildanna við Hafravatn, sem keyptur var I sumar. Skáli þessi er notaður fyrir helgarferðir og aðra starfsemi unglingadeild- anna. Reiðhjólarallið, sem fram fer á laugardag, fer þannig fram að drengirnir eru ræstir með stuttu millibili þrír í senn og eiga þeir að fara um 13 km hring og leysa ýmsar þrautir á leiðinni, alls 12 þrautir, svo sem hjóla eftir stíg- um, jafnvægisakstur milli klossa, flytja hluti milli stólpa og fleira í svipuðum dúr. Hringurinn, sem hjóla á, er eins og fyrr segir um 13 km og fara þrautirnar fram á vissum köflum á leiðinni. Hefst keppnin við Kaupfélagið í Mosfellssveit og verður hjólað í átt til Reykjavík- ur, eftir Vesturlandsveginum, beygt út af honum inn á afleggj- arann til Hafravatns og framhjá Úlfarsfelli niður í Mosfellssveit- ina að nýju og endar keppnin á beinum malbikuðum kafla við bæinn Teig, áður en komið er inn á Vesturlandsveginn að nýju. Ald- ur þátttakenda skal vera 12—16 ár og eru það aðallega drengir í unglingadeildum KFUM sem eru þátttakendur. Að lokinni keppninni fer fram verðlaunaafhending í skála ung- lingadeildanna við Hafravatn, um klukkustund eftir að henni lýkur en veittar verða þrjár viðurkenn- ingar, verðlaunapeningar. Eins og fyrr segir er þetta firmakeppni og eru það ýmis fyrirtæki sem greiða þátttökugjald fyrir piltana sem keppa og hefst hún kl. 14 á laugardag. Ef veður hamlar keppni verður henni frestað til sunnudags, 3. okt. Á SÍÐUSTU árum hefur það farið mjög í vöxt að bændur fái þyrlur til liðs við sig f smalamennsku á haustin. Einkum á þetta þó við um svokallaðar eftir- leitir og geta bændur með þessu móti sparað sér löng ferðalög til að nálgast oft á tíðum fáar kindur. Á næst- unni fer þyrla frá Andra Heiðberg norður í land og verður leitað með henni á afréttum nokkurra sveitar- félaga þar. Jón Heiðberg sagði í gær að yfirleitt færu einn eða tveir gangnamenn með þyrlunni og hefðu með sér þjálfaðan fjárhund. Þær kindur sem fyndust væru oftast handsamaðar með aðstoð hunda þar sem þær fyndust og flogið með þær til byggða, en þyrlan getur borið allt að lA tonni við bestu skilyröi. — Vandinn er bara sá að til aö þetta leitarflug sé virkilega hag- Hér er Jón Heiðberg við sljórn- völinn 1 þyrlunni. kvæmt fyrir sveitarfélögin þyrftu þau að taka sig sam- an um þetta, þannig að hægt væri að leita með þyrlunni á stórum svæð- um. Okkur er ekkert að vanbúnaði að fara slíkar leitir um land allt, ef hægt er að skipuleggja það með nokkrum fyrirvara, því við þurfum að hafa flugvéla- benzín á stöðunum sagði Jón að lokum. Ljósm. Mbl. RAX. f EFTIRLEITIR — Vid sjáum hér hvar skuggi þyrlunnar nálgast kindurnar og þá er bara aó lenda og handsama þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.