Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976 viomvnflir aðuta 0 Ein af uppáhaldsgreinum Nelson Rockefellers varafor- seta Bandaríkjanna á sviði stjórnmálaíþróttanna hefur löngum verið að kveða í kútinn þá, sem hafa haft uppi hróp og köll á fundum hjá honum Svo virðist þó nú, að ýmsum finnist Rockefeller vera farinn að ganga of langt í þeim efnum og hafa ýmsir vinir hans áhyggjur af honum. Síðasta atvikið á þessu sviði gerðist fyrir rúmri viku, er Rockefeller kom fram á kosningafundi með Robert Dole öldungadeildarþingmanni og varaforsetaefni Fords í Bing- hamton i New York, þar sem hópur háskólastúdenta var með hávær hróp og ásakanir í garð Rockefellers og gerðu miður kurteislegar fingrabend- ingar máli sínu tíl áherzlu. Rockefeller lét þetta sig engu skipta og kynnti Dole fyrir fund- armönnum, en er andófsmenn- irnir gerðust háværari hló vara- forsetinn og svaraði þeim með sömu fingrabendingu Þeim sem voru í föruneyti Rockefell- ers krossbrá, enda slíkar ben ingar almeimt^akki flokkaða sagði sjálfur%ð pi,rlb»h'efði a eins látið augnablikið ná tökum á sér og svarað i sömu mynt. Margir af samstarfsmönnum Rockefeller með fingurinn á lofti. hans hristu hins vegar höfuðið og sögðu að hann hefði ger- samlega tapað sér. Þetta er ekki eina dæmið undanfarið, þar sem Rockefeller hefur þótt haga sér einkennilega eða segja eða gera eitthvað, sem menn hafa ekki átt von á. Þeg- ar forkosningarnar stóðu sem hæst lét hann eitt sinn svo um mælt i einkaviðræðum, að hann teldi að kommúnistar gætu hafa komist inn í starfslið Henry Jacksons öldungadeild- arþingmanns. Þessi ummæli hans láku siðai:,4M>g varð hann að kveða^ér hljóðsá bin og feiðja Jacksoi framboðt fyrir demókrata, af'- sökunar svo og alla deildina. í slúðurdálki timaritsins New Times var nýlega sagt frá því að Rockefeller hefði komið að hann sé farinn að drekka of mikið. Þeir segja að hann drekki aðeins Dubonnet og menn geti ekki orðið fullir af því. Einnig mótmæla þeir því að honum sé farið að förlast fyrir aldurs sakir. Þeir segja að Rockefeller hafi alltaf verið harður baráttumaður og hörku-- karl i sér Margir hafa sifellt verið að reyna að egna hann og ögra honum og hann hafi stað- ið upp og svarað fyrir sig. Auk þess sé þrýstingur embættisins brátt á enda og því þurfi hann ekki að halda eins aftur af sér Umdeildur varaforseti þéttkenndur i samkvæmi i Washington og sagt: ..Castró drap Kennedy Það hlýtur að hafa verið hroðalegt fyrir Bobby að vita, að tilraunir hans til að láta myrða Xastró hafi _ . _ . _ ' : i£//Á & orðið til þess að Jack var \ tockefeller sér éínkennilega á flokksþingi repúblikana, er hann reif plakat úr höndum eins af stuðnings- mönnum Ronald Reagans og gekk með það í burtu. Nokkr- um sekúndum síðar sleit ösku- reiður stuðningsmaður Reagans sima New York sendi- nefndarinnar úr sambandi i hefndarskyni. Rockefeller veif- aði þá simtólinu og sagði Maður verður að geta ák r svofitið" Mun ýmsum fínnast að vara- forsetinn sé farinn að ganga of langt í að skemmta sér og benda á að hann sé varaforseti og geti orðið forseti fram i janúar, hverníg sem kosning- arnar í nóvember fara. Vinir hans visa á bug ummælum um fyrir kurteisis sakir. Mun ýms- um þó f.innast að RockefeHgr eigi að reyna að halcta afí sér þar tii kosningarr v lri^*<(wliaí"'að hegðun %ns hjálpi repúblíkönum ekki i erfiðri kosningabaráttu og mun Ford forseti ekki mjög skemmt yfir tiltækjum varaforseta sins, Rockefeller hefur ekki látið þetta mikið á sig fá, þvi að hann hefur tekið til við að senda vinum sínum áritaða mynd, þar sem hann sést með fingurinn á lofti. t I I ÆVISAGA Sig Inggjaldssonar frá Balaskraði sem Indriði G Þorsteinsson flytur er gerðarleg saga og flutningur- mn í samræmi viðefnið, yfirlætislaus og óþvmgaður Indriði er notalegur kvóldgestur í stofu Sama er að segja um Guðmund Jónsson sem miðlaði okkur tónlist um regn og snjó og fleygaði stundma ágætu kryddi í bundnu máli og lausu Guðmundur og hans likar mættu vera oftar i dag skránm þegar hausta tekur Þeim er sýnt um að sætta konurnar við að halda sig heima við i rökkrunum Ein af tíu bestu kvikmyndum sem ég hef horft á um dagana er Hiroshima mon amour (Hírosima, ástm min) Hún var sýnd í Háskólábíói fyrir mörgum árum Höfundur handritsms var Marguerite Duras og jafnframt höfund ur fimmtudagsleikritsins Að loknum miðdegisblundi Ekki var annað að heyra en þýðing Ásthildar Egilsson væri með miklum ágætum Það sem fólst milli lina í samtölum verksms var vandmeðfarið — en Gísli Halldórsson stýrði þrennmgunni i verkinu af mikilli riærfærm, Ragnheiði Stemdórsdóttir, Helgi/ Bachmann og Þorstemi Ö Stephensen, nema mér fannst monsieur Andemas gerður meira en gamall Á stundum var því líkast að monsjörmn lægi þungt haldinn á sóttarsæng, en hann sat allan timann hvitklæddur og forríkur á verönd í blíðviðri og hafði ekki yfir nemu að kvarta nema elli það maður best vissi Raddsvið Helgu Bachmann, blæ birgðaauðgm, er með ólíkmdum Hún getur hlaðið eitt orð eins og ..komdu” þvilíkri munúð að hrollur fer um fólk, og á næsta andartaki túlkað slíkan tilfmnmgakulda að orðin snerta hlustir áheyrenda eins og grýlukerti En miklu rýrara var þetta verk í roðinu en Hirósima TVEIR KOSTIR TÓMASAR Fyrra fimmtudagsleikritið entist ég ekki til að hlusta á til enda og var þó vel flutt Þessi tegund franskra bók mennta, ástaflækjur þrihyrndar og fer hyrndar, gera mig veikan Ég get sagt eins og Tómas Guðmundsson sagði um bók sem reynt var að hampa umfram verðleika á sinum tíma Þegar ég var kominn á blaðsiðu sjö. sagði Tómas, var ég að byrja að verða veikur — og ekki nema um tvennt að velja kasta bókinni — eða kalla á heimilis- lækmnn — Höfundurinn tók þessi ummæli óstinnt upp, enda vaxið meira metnaður en vit eftir þvi sem árm hafa sáldrast á hann Grænn varstu dalur, heitir bók í útvarpi Þar leggja tveir góðir saman, þrir raunar, Ólafur Jó ann, Óskar Halldórsson — og velski höfundurinn Dagur Þorleifsson þýðir svo og les kvöldsöguna með mikilli prýði Dagskrá hljóðvarpsins er langtímum saman svo fjölbreytt og menntandi að manni er raun að tilhugsur.inm um að meirihluti þjóðarmnar skuli á sama tima vera að hesthúsa maggadúlluna i sjónvarpmu Það var i upphafi undan- látssemi við öfgahneigð þjóðarinnar að sjónvarpsendmgar skyldu hafðar oftar en sosum þrisvar i viku Þessu þarf að breyta, vanda betur til dagskrárinnar og spila þau kvöld svo til eingöngu hljómlist i hljóðvarpi Fjöldi manns reynir að gleypa samtimis hljóðvarps og sjónvarpsefnið — og hættir þannig á að taka sjúkdóm sem geðklofi heitir Sæmundurá Sjónarhæð, ritstjóri einhvers akureysks Ljósbera, skilst mér, flutti erindi um Salómon konung og var hrifinn af auðæfum kóngsa, gulltalentum hans og gimsteinum og eiginkonunum þrjú hundruð og hjá- konunum sjö hundruð Ekki svo vit laust hlutfall Hvað sögðu ekki forfeður okkar? Betra er að vera góðs manns frilla en illa gefin Luther hafði svo mikið að gera að hann varð að lesa biblíuna þrjá tíma á dag, sagði ritstjór- inn og var full alvara Og Drottinn sá svo sannarlega um sina Sjónvarp- sending féll nefnilega óvænt niður þetta kvöld þannig að öll þjóðin hefur væntanlega meðtekið þennan vísdóm að norðan Erindið sætti þannig tiðind- um í dagskránni — í tvennum skiln- ingi AÐ HAFA FÓLK í GREIP SINNI Nasasjómn af Birgi Sigurðssym var ágæt Birgir er blessunarlega laus við tilgerð og svör hans voru hrein g bein En gaman hefði venð að fá að heyra manninn syngja úr því að hann lærði það, þótt ekki heíði venð nema til að ganga úr skugga um hvort söngmaður hefði farið forgörðum i honum Birgir lýsti því yfir — og það fiafa fleiri leikritahöfundar gert — að honum hefði ekki heppnast að skrifa frambæri leg Ijóð né sögur Hvernig ber að skilja þetta? Ber að skilja það svo að nóg sé að afhenda leikhúsunum beinagrind, leikhúsið sjái svo um að klæða hana holdi og blása lifi i skapnaðinn? Eru þá ekki höfundarnir orðnir tveir eða fleiri? Birgir kvaðst njóta þess að hafa fólk i greip sinni — i merkingunni að taka hug þess fanginn, býst ég við Svona tal er della Listin á að leysa — ekki fjötra Vetur i vændum Bessíar Jóhanns- dóttur var nýtileg hugvekja Spurning- ar spyrilsins voru að vísu latneskjuleg- ar flestar, fyrirfram orðaðar, eins manns boltaleikur, en það kom ekki að sök vegna þess að kanna Gunnars Ásgeirssonar var alltaf fleytifull, og margt þarft orðið talaði hann í ekki lengri þætti Ég lagði á mig að hlýða messu einn sunnudagsmorgun Það hefði ég ekki átt að gera Ég hugsa til þess með skelfingu ef prestar landsins ætla að halda áfram að þrælast á texta þessa afgamla serkneska doðrants sem biblía' heitir það sem eftir er aldarinnar Mað- ur gæti haldið að tilgangurinn væri að klína óafmáanlegu óorði á kristnina. Gagnmerk heimspeki kristins dóms, mannúðarstefnan, á betra skilið Ann- að tveggja verður að gerast henni til framdráttar að prestarnir fari aftur að tala á latínu þannig að maður skilji ekki stakt orð af þvi sem þeir segja — eða þá að þeir verði skyldaðir til að láta vandamál liðandi stundar — sem yfrið nóg er til af — til sin taka á skiljanlegu máli Þriðji kosturinn er raunar til að maður fái að njóta kórsöngsins alfarið í friði fyrir þeim Biskupinn mun hafa sagt einhverntíma á kirkjuþingi að ef kirkjan giftist tíðarandanum yrði hún í eilifu ekkjustandi Hann sagði það Ég held það sé misskilningur Hún þarf ekki að vera í neinu ekkjustandi ef hún kappkostar að viðhalda æsku sinni Það gera kátar ekkjur — og hafa erindi sem erfiði Þaðer megurinn málsins Ég hef aldrei venð fyrir djass, en slysaðist til að hafa opið fyrir þáttinn Ljóð og djass á skjánum, ætlaði rétt að berja upphafið aurjum og loka svo, en þátturinn tók hug vnn fanginn Sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.