Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976
„Ekki á hverjum degi sem
maður skorar í Evrópuleik"
BLAÐAMAÐUR Mbl. ræddi við
nokkra aðila að leik IBK og
Hamburger að honum loknum:
Steinar Jóhannsson:
Ég er ákaflega ánægður með
leikinn, þetta var skemmtilegur
baráttu leikur, sem við áttum
talsvert f, sérstaklega i seinni
hálfleik. Það var gaman að gera
jöfnunarmarkið, það er ekki á
hverjum degi sem maður skor-
ar í Evrópuleik, annars var
þetta ósköp auðvelt. Markmað-
urinn lagði sig niður til vinstri
og ég renndi boltanum bara
hægra megin við hann. Það er
mun betra að spila á móti þessu
þýska liði heldur en liðum frá
Bretlandi.
Jón Ólafur Jónsson:
Nú spila ég ekki fleiri Evr-
ópuleiki, þetta var sá 16. Það er
kominn tími til að lofa þeim
yngri að fá tækifæri. Mér finnst
þetta skemmtilegasti Evrópu-
leikurinn, sem ég hef spilað.
Það var góö barátta í liðinu og
okkur gekk vel, jafntefli er jú
nokkuð gott. Besta liðið, sem ég
hef sp að á móti er tvfmælalausl
ungverska liðið Ferencevaros
en það er langt síðan og þá var
munurinn meiri á okkur og at-
vinnumönnunum.
Árni Þorgrfmsson, formaður
knattspvrnuráðs ÍBK:
Það varð bullandi tap á
þessu, eins og við bjuggumst nú
reyndar við. Við þurftum að fá
þrjú þúsund áhorfendur til að
sleppa, en fengum aðeins 1309.
Við reynum að gera eitthvað til
að vinna tapið upp og það er
ætlun okkar að halda áfram að
spila okkar Evrópuleiki hér
heima eins og við höfum gert
undanfarið. Ég er svo auðvitað
hæstánægður með leikinn, það
var mikil barátta f öllum og
flestir sýndu góðan leik.
Kuno Klötzer þjálfari HSV:
Keflvíkingar spiluðu þennan
leik bæði nokkuð vel og skyn-
samlega, eins og þeir gerðu
reyndar í Hamborg lfka. Þeir
fara allir í vörn og eru svo
fljótir fram þegar þeir vinna
boltann. Þetta leikskipulag
gerði okkur mjög erfitt fyrir,
við komumst Iftið áfram gegn
hinum sterka varnarleik
þeirra. Beztu menn keflvfkinga
voru nr. 1 Þorsteinn Ólafsson,
sem varði mjög vel í fyrri hálf-
leik, og nr. 6, 8 og 10. (Gísli
Torfason, Ólafur Júlfusson og
Steinar Jóhannsson).
T. Perry dómari frá Irlandi:
Þetta var mjög auðveldur
leikur, engin harka eða illindi.
Keflvíkingar stóðu sig nokkuð
vel, en Þjóðverjarnir léku und-
ir getu. Annars er alltaf greini-
legur munur á áhugamönnum
og atvinnumönnum og ég tel að
Þjóðverjarnir hefðu frekar átt
að vinna leikinn. Besti maður
Keflvíkinga fannst mér mark-
vörðurinn, en það er alltaf erf-
itt fyrir dómara að segja til um
það hvaða leikmaður sé beztur.
Skagamenn sóttu
meira en töpuðu
samt í Tyrklandi
Eftir fremur slaka leiki að
undanförnu tókst Akurnesingum
að sýna sitt rétta andlit I seinni
leik sfnum við tyrknesku meistar-
ana Trabzonspor I Evrópubikar-
keppni meistaraliða sem fram fór
I Trabzon I Tyrklandi f gærkvöldi
að viðstöddum eins mörgum
áhorfendum og völlur Trabzon-
spor frekast rúmaði, eða um
25.000 manns. Urslit leiksins
urðu þau að Tyrkirnir báru sigur
úr býtum 3—2, en leikurinn var
lengst af mjög jafn og Skaga-
menn sýndu á tfðum skemmtileg
tilþrif og sköpuðu sér hin ágæt-
ustu tækifæri.
Úrslit leiksins í gærkvöldi
undirstrika hversu gremjulegt
það var, að Akurnesingar skyldu
ekki ná sér betur á strik í leiknum
á Laugardalsvellinum en raun
bar vitni. Að tapa með tveggja
marka mun á heimavelli, en eiga
svo jafnmikið f leiknum á útivelli
og andstæðingurinn er nokkuð
sem heyrir nánast til undantekn-
inga í slíkri keppni sem Evrópu-
bikarkeppninni.
Áhorfendur í Trabzonspor
þurftu ekki að bíða lengi eftir
marki í gærkvöldi. Það kom þegar
á sjöttu mfnútu er Huseyin skor-
aði fyrir heimamenn við mikii
fagnaðarlæti. En aðeins 4 mínút-
um síðar breyttist hljóðið í heima-
mönnum er Karl Þórðarson skor-
aði og jafnaði fyrir Skagamenn
A og Víkingur unnu
Tveir leikir fóru fram i Reykjavikur-
mófmu i handknattleik i gærkvöldi
Ármann sigraði Fylki 21— 15 i
keppni um 7 sætið og Vikingur sígr
aði KR 30 24 i keppni um þriðja
sætið
eftir mjög skemmtilega útfærða
sókn liðsins. Var staðan þannig í
hálfleik 1—1, en bæði liðin höfðu
átt tækifæri til þess að hafa mörk-
in fleiri, einkum þó Akurnes-
ingar.
Á 5. mínútu seinni hálfleiks
náði Huseyin aftur forystu fyrir
Trabzonspor, en rétt eins og f
fyrri hálfleiknum leið ekki á
löngu unz Skagamenn jöfnuðu og
gerði Teitur Þórðarson það mark.
Um miðjan seinni hálfleik náði
Trabzonspor forystunni í þriðja
sinn með marki Engins og kom
mark þetta eftir mistök í vörn
Akurnesinganna. Það sem eftir
var leiksins sóttu Skagamenn
ákaft en Tyrkirnir vörðust mjög
vel, og gáfu fá færi á marki sínu.
Þá tókst Teiti Þórðarsyni einu
sinni að snúa á vörn þeirra og
komst hann f skotfæri við víta-
teigslfnuna. Skaut Teitur þrumu-
skoti að marki Tyrkjanna, en
knötturinn hafnaði f þverslá og
hrökk þaðan út á völlinn, þar sem
Tyrkjunum tókst að bægja hætt-
unni frá.
Svo sem fyrr segir voru Akur-
nesingar atkvæðameira liðið f
þessum leik og sýndu hina ágæt-
ustu knattspyrnu. Má það heita
mjög gott hjá liðinu að ná sér
svona á strik eftir þá erfiðleika
sem verið hafa í þjálfaramáium
þess að undanförnu. Sem kunn-
ugt er sögðu Skagamenn þjálfara
sínum, Mike Ferguson, upp eftir
fyrri leikinn við Tyrkina og ann-
aðist Helgi Hannesson undirbún-
ing liðsins fyrir leikinn í Tyrk-
landi og er greinilegt að það hef-
ur tekist að hressa upp á „mór-
alinn" sem ekki var orðinn of
góður hjá liðinu.
Steinar Jóhannsson jafnar metin fyrir IBK með góðu marki á 73. mfnútu.
MILLJONAMENNIRNIR
Ánu í VÖK AÐ VERJAST
ÍBK-Hamburger 1:1
„ÉG hafði ekkert að gera f markinu
langtímunum saman f seinni hálfleik
og varð að hlaupa um vftateiginn til
að halda á mér hita/' sagði Þor-
steinn Ólafsson markvörður Keflvlk-
inga eftir leikinn við Hamburger SV
á Laugardalsvellinum í gærkvöldi.
Og Þorsteinn bætti því við, að hann
hefði svo sannarlega ekki átt von á
aðgerðarleysi á móti þessum þýzku
atvinnumonnum
Það voru fleiri en Þorsteinn, sem
ekki áttu von á því að Keflvíkingar
myndu halda hinum þýzku köppum frá
vítateig sinum meginhluta seinni hálf-
leiks Þá náðu Keflvikingar sinum bezta
kafla i leiknum, börðust eins og Ijón og
uppskáru gullfallegt mark, sem tryggði
þeim jafntefli 1:1. Þetta eru sannarlega
athyglisverð úrslit, ekki sízt þegar ýms-
ar stórtölur birtast úr Evrópuleikjunum
utan úr heimi
Það var heldur kalt á Laugardalsvell-
inum í gærkvöldi þegar liðin leiddu
saman hesta sina, og strekkingur á
nyrðra markið Völlurinn var i þokka-
legu ástandi Þjóðverjarnir léku undan
vindinum i fyrri hálfleik og höfðu
greinilega yfirburði- Þeir léku vel sam-
an úti á vellinum, knatttæknin var i lagi
eins og vænta mátti og þeir gátu skotið
á markið En i marki ÍBK mættu skot-
menn Hamburger ofjarli sínum Þor-
steini Ólafssyni, sem hvað eftir annað
sýndi snilldarmarkvörzlu, einhverja þá
beztu, sem sést hefur á Laugardalsvell-
inum Aðeins einu sinni brást Þorsteini
bogalistin, og það kostaði mark
Þetta var á 40. minútu fyrri hálfleiks
Þjóðverjarnir léku sig i geqnum vörn
ÍBK hægra megin, útherjinn Steffen-
hagen (no 1 1) komst óhmdraður upp
að endamörkum og gaf háan bolta inn
i markteig Þorsteinn virtist hafa knött-
inn örugglega, en hann hrasaði og féll
á bakið þegar hann ætlaði að stökkva
upp og Peter Hidien (no 5), sem fylgt
hafði á eftir náði að stýra knettinum i
netið með hnénu.
Þrátt fyrir þetta ólán var Þorsteinn án
nokkurs vafa maður fyrri hálfleiksins.
Sjö sinnum varði hann hin erfiðustu
skot og i sumum tilvikum var mark-
varzla hans á heimsmælikvarða Kefl-
víkingunum varð litið ágengt við mark
Hamburger i fyrri hálfleik, hættuleg-
asta færið fékk Guðni Kjartansson upp-
úr aukaspyrnu á 28 mínútu en mark-
vörðurinn Kargus varði skot hans.
í byrjun seinni hálfleiks bar fátt til
tiðinda en þó mátti merkja að Keflvík-
ingar voru að sækja í sig veðrið Þeir
Texti: Sígtryggur Sigtryggsson og
Hjörtur Gíslason.
Myndir Friðþjófur Helgason og
Heimir Stigsson.
börðust vel i vörninni og náðu af og til
sóknarlotum, sem komu Þjóðverjunum
úr jafnvægi Þar með var Ijóst að ekki
var ýkja mikið rstæða til hræðslu við
Þjóðverjana og þar með hófst bezti
leikkafli Keflvíkinga í leiknum. Á 59.
mínútu braust Friðrik Ragnarsson af
harðfylgi upp að vítateig Hamburger
þar sem honum var brugðið og auka-
spyrna dæmd Ólafur Júiiusson tók
spyrnuna og skaut þrumuskoti í sam-
skeyti þverslár og stengur. Ólafur átti
skömmu siðar tvö skot að markinu, en
bæði framhjá Þrátt fyrir þennan fjör-
kipp Keflvíkinga átti fæstir von á marki
frá þeim og þvi varð fögnuðurinn mikill
hjá leikmönnum ÍBK og áhangendum
þeirra þegar jöfnunarmarkið kom á 73
minútu, enda markið sérlega glæsilegt
Sóknarlotan byrjaði þannig, að Gisli
Torfason sendi knöttinn til Ólafs
Júlíussonar, sem síðan sendi frábæra
stungusendingu inn fyrir vörn Þjóð-
verjanna. Steinar Jóhannsson var fljót-
ur að kveikja á perunni Hann tók á rás
eftir knettinum, komst inn fyrir vörn
Þjóðverjanna og skoraði örugglega
framhjá úthlaupandi markverðinum.
Það sem eftir lifði leiksins hugsuðu
Keflvíkingarnir fyrst og fremst um að
halda jafnteflinu og það gerðu þeir
Aðeins einu sinni komst mark ÍBK í
verulega hættu, þegar miðherjinn
Reimann átti skot að marki, en Gísli
Torfason bjargaði á linu
í heild var leikurinn fjörugur og
skemmtilegur og ágæt skemmtun fyrir
áhorfendur. Frammistaða Keflvikinga i
leiknum er þeim vissulega til sóma og
úrslit leiksins vekja eflaust athygli
erlendis. Liðið stóð sig i heild mjög vel
en þeir Þorsteinn Ólafsson, Ástráður
Gunnarsson, Gísli Torfason, Guðni
Kjartansson, Einar Gunnarsson, Ólafur
Júlíusson og Friðrik Ragnarsson stóðu
sig þó sérstaklega vel Var það furðu-
leg ráðstöfun hjá liðsstjóra Keflvikinga
að taka Friðrik útaf i seinni hálfleik, og
veikja þar með sóknina, én hann hafði
verið einn beittasti sóknarmaður liðs-
ins. Ekki bar mikið á Steinari en sér-
lega var vel unnið að markinu.
Lið Hamburger SV er skipað mörg-
um ágætum leikmönnum, en i þessum
leik var liðið ekki sannfærandi og það
átti reyndar í vök að verjast langtim-
unum saman i seinni hálfleik. Beztu
menn voru Kaltz (no. 2), Hidien (no
5), Eigl (no. 10) og Steffenhagen (no
1 D
Dómari var írskur, Parry að nafni, og
dæmdi hann leikinn mjög vel
Fram tapaði
0-5 í
Bratislava
FRAMARAR léku seinni leik
sinn við tékkneska liðið Slov-
an Bratislava 1 UEFA-
Evrópubikarkeppninni I knatt-
spyrnu f gærkvöldi og fór leik-
urinn fram 1 Bratislava. Þrátt
fyrir ftrekaðar tilraunir tókst
ekki að afla meiri vitneskju
um leik þennan en það að Slov-
an Bratislava sigraði í leikn-
um 5:0, eftir að staðan hafði
verið 2:0 f hálfleik. Gerði hinn
frægi leikmaður Ondrus fyrsta
mark leiksins en önnur mörk
Slovan skoruðu þeir Barto,
Capkovic og Pekarik. Framar-
ar hjálpuðu svo upp á sakirnar
sjálfir er sfðasta markið í
leiknum kom. Framarar töp-
uðu einnig fyrri leiknum, 0:3
og hafa því fengið heldur
slæma útreið á móti þessu
fræga liði, eða 0:8 f leikjunum
tveimur.
Þorsteinn liggur í valnum eftir að hafa hrasað illa og
Hidien nær að setja boltann í markið með hnénu. Þar
með tók Hamburger forystuna 1:0.