Morgunblaðið - 30.09.1976, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976
41
VELVAKANDI
Velvakandi svarar f sfma 10-
100 kl. 10—11 f.h. frá mánu-
degi til föstudags.
*»•*#***•*
• • : • tk te
£ Um unga
fólkið
„Kæri Velvakandi.
Ég les Velvakanda á hverjum
degi, það er að segja hvern dag
sem Mogginn kemur út. Eg las
pistil frá táningi sem kvartar yfir
því að það sé ekki nokkur staður
fyrir 16—20 áara fólk til að
skemmta sér á. Svo las ég pistil
frá manni er svaraði þessum tán-
ingi og augljóst er af skrifum
hans að hann er ekki táningur og
hefur ef til vill aldrei verið. Þið
eigið að vera sjálfum ykkur nóg
og ekki heimta allt frá öðrum
segir hann. Gaman væri ef hann
segði frá á hvern hátt hann er
sjálfur sjálfum sér nógur með
skemmtanir og ef til vill lærdóms-
ríkt líka. „Þið gangið illa um allt
og skemmið og eruð með skríls-
læti fyrir utan Tónabæ,“ slettir
hann líka framan í táninga okkar.
Hann er víst ekki vanur að vera á
skemmUstöðum antitáninga eins
og Sögu, Sigtúni, Klúbbnum o.fl.,
þá segði hann ekki margt. Inni á
þessum stöðum er og á að vera
aðeins fullorðið fólk frá 20 til 100
ára. En Guð minn góður, eða hef-
ur þetta vesalings fullorðna fólk
smitazt af táningunum landsins
og hagar sér þess vegna eins og
það gerir, því varla eru táningarn-
ir að leika fullorðið fólk með lát-
um sínum og drykkju. Þvi ekki að
taka Sögu undir aldurinn 16—20
ára eða Sigtún, varla fara þeir
fullorðnu mikils á mis. Þeir eru
hvort sem er svo duglegir að vera
sjálfum sér nógir. Þvi hefur Þjóð-
leikhúsið ekki eina sýningu á
viku fyrir ungt fólk, leikið og
sungið og dansað af ungu fólki
(klæðnaður fyrir ungt fólk). Því
er ekki útvarpið með sér rás á
daginn fyrir ungt fólk, ég meina
alian daginn, af nógu er að taka.
Því gefur sjónvarpið ekki ungu
fólki í „skemmtanabransanum"
þátt tvisvar í viku og þá meina ég
að það fái fullkomlega frjálsar
hendur um efnisval og meðferð.
Ungt fólk á öllum aldri myndi
una sér vel þær stundirnar fyrir
fram sjónvarpsskermínn. Við eig-
um stóran hóp af ungu fólki, sem
er ákaflega skemmtilegt og fært á
sínu sviði hvort sem er í músik,
söng, leiklist eða dansi auk margs
annars. Því ekki að viðurkenna
unga fólkið okkar. Af hverju á
fullorðna fólkið að ráða alls stað-
ar með „viti“ sínu og smekk eða
smekkleysu. Eg segi gefið unga
fólkinu pláss, virðið unga fólkið
og elskið og þá munuð þið fá
þrefalda uppskeru.
Elín.“.
Þetta voru skoðanir Elinar á því
hvernig við getum gefið unga
fólkinu tækifæri til að spreyta
sig. Það er eflaust rétt að þeim
yngri eru ekki alltaf veitt þau
tækifæri sem þau'þyrftu að fá til
að reyna með sér við eitt og ann-
að, en þau verða þá jafnframt að
axla þá ábyrgð sem þvi fylgdi,
hvert sem hlutverkið kynni að
verða.
% Strætis-
vagnar og
spítalinn.
Stundum hefur verið kvartað
yfir þvi i dálkunum hér að um-
ferð við Landakotsspítala trufli
mjög sjúklinga þá sem þar dvelja
og eru að fá þar sinna meina bót.
Hér er eitt bréf sem fjallar um
þetta mál:
„Kæri Veivakandi.
Ekki veit ég hverju það sætir að
stra'tisvagnar eru látnir ganga
hér framhjá Landakotsspítala
þ.e.a.s. upp Túngötu og beygja
svo niöur Ægisgötu á Öldugötu
með tilheyrandi drunum og
bremsuískri til sárra óþæginda
fyrir þá sem hér dvelja sjúkir og
þurfa á allri þeirri ró að halda
sem tiltæk er. Heimsóknartími er
frá 6:30 til 7:30 að kvöldi. Væri nú
ekki hægt að láta breyta um leið
eftir þann tíma öllum að meina-
lausu, en okkur eða þeim sem hér
dvelja til góðs. I von um að ráða-
menn taki þetta til vinsamlegrar
athugunar. Það flýtir fyrir bata
að véra velsofandi. Velvakandi
minn.
Virðingarfyllst,
K.L.“
Það er vafalaust rétt að umferð
strætisvagna nærri Landakoti
truflar frið sjúklinga þar rétt eins
og önnur umferð þar um nágrenn-
ið. Að hafa spítala inni í miðju
borgarhverfi með tilheyrandi um-
ferð hlýtur þó alltaf að vera dálít-
ið erfitt, svo ólíkir sem hagsmunir
að miklu leyti eru. Þó er það viss
nauðsyn á, eins og bréfritari læt-
ur að liggja i bréfinu en það eru
heimsóknartímarnir. Ekki eru all-
ir aðstandendur sjúklinga á bilum
og ekki heldur allt starfsfólk
spítalanna. En sjálfsat ma'tti taka
upp einhvers konar takmörkun á
umferð þarna nærri eins og var
reyndar gert hér áður fyrr og
Velvakandi minnist þess ekki að
hafa heyrt skýringu á þvi hvers
vegna það var gert. En orðið er
laust ef yfirvöld vilja fa'ra fram
skýringar á máli þessu.
--------Vlst hafði þeim tekizt
upp þeim félögum hans, þegar
Linn birtist svona ðvænt, hugsaði
Jamie Everest beizklega. Ef bæði
Art og Reg hefðu verið þarna
hefði þetta aldrei gerzt.
Hins vegar höfðu þeir aðeins af
illri nauðsyn farið á brott I dag.
Þeir höfðu talið nauðsynlegt að
reyna að komast eftir þvl hvað
væri að gerast á Hardy. Þeir
höfðu farið til að komast I sfma.
Lucille hafði farið með Linn
afsíðis, sennilega til að skrafa, en
þð að lfkindum ekki sfður til að
láta hana vita hversu mikilvægt
væri fyrir hana að hún héldi sér á
mottunni og segði ekkert. Dan
hafði farið með Seavering út til
að sýna honum næsta umhverfi
og Eli fylgdist með Jamie sem sat
við borð og las yfir greinina.
Hann velti fyrir sér hvort hann
hefði einhverja möguleika á að
koma boðum inn á milli lfna með
ðsýnilegu bleki eða einhverjum
Öðrum leiðum.
Hann leit upp frá þvf að skrifa
athugasemdír sfnar á blað.
— Ætlarðu ekki að fá þér að
borða.
— Ég hef nógan tfma ... matur-
inn er tilbóinn.
HOGNI HREKKVÍSI
Tilkynning
Frá 1 . október n k. verður söluskrifstofa okkar
að Lækjargötu 2 opin kl. 9 — 5, laugardag kl.
9 — 12.
Flugleiðir.
fV HÚSMÆÐUR
©
Kryddkynning í dag fimmtudag
kl. 2 — 6 í versluninni Aðalstræti 9
Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna
ýmsu kryddtegunda
VERIÐ
VELKOMIN
g\rqi Matardeildin,
Aðalstræti 9