Morgunblaðið - 08.10.1976, Síða 5

Morgunblaðið - 08.10.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTOBER 1976 5 Gigtarfélag íslands stof n- að á morgun ALÞJÓÐASAMTÖK gigtar- félaga hafa f samvinnu við alþjóða heilbrigðisstofnunina helgað árið 1977 baráttunni gegn gigt (World Rheumatism Year). Á morgun kl. 15:00 verður stofnað Gigtarfélag tslands 1 Domus Medica, félag áhuga- fólks um gigtvarnir, greiningu og meðferð gigtsjúkdóma. Gigt- sjúkdómafélag (slenskra lækna hefur forgöngu um stofnun þessa nýja félagsskapar og hefur fengið til liðs við sig ýmsa aðila, svo sem gigtar- sjúklinga og fulltrúa ýmissa heilbrigðisstétta, t.d. sjúkra- þjálfara, iðjuþjálfara og hjúkrunarfræðinga. finnanlega skortir viðunandi, fræðslu um þennan sjúkdóm. Gigtsjúkdómar færast í vöxt og finnast í fólki á öllum aldri, einnig í börnum og mega flestir búast við þvi að komast í kynni við þá einhvern tímann á æv- inni. Gigt veldur margvíslegum þjáningum hjá gigtveikum og er ein algengasta orsök skertr- ar starfsorku og afleiðingar af því eru vinnutap og er þess vegna einn dýrasti sjúkdómur, sem herjar þjóðfélagið. Gigtlækningum hefur fleygt fram á undanförnum árum. Þekking á gigtsjúkdómum fer stöðugt vaxandi, bæði hvað varðar varnir og lækningu. Undirbúningsnefnd Gigtarfélags Islands á fundi með forsvars- mönnum norrænu gigtarfélaganna ( Reykjavík 23. jún( 1976. Veikko Laine, Finnlandi, Einar Engellau, Svlþjóð, Einar A. Jónsson, tslandi, Magnús Jónasson, tslandi, Aage Reimer, Dan- mörk, Carla Just-Olsen, Danmörk, Kári Sigurbergsson, tslandi, Jón Þorsteinsson, tslandi, Halfdan Boe, Noregi, Erling Thoralvs- son, Noregi, Einar Ingólfsson, Isl. Á myndina vantar Jóhann Gunnar Þorbergsson. Undirbúningsnefnd skipa: Stjórn Gigtsjúkdómafélags íslenskra lækna, Jón Þorsteins- son, Kári Sigurbergsson og Jóhann Gunnar Þorbergsson, og ennfremur eru í nefndinni Einar A. Jónsson, aðalféhirðir, Einar Ingólfsson, lögfræðingur, og Magnús Jónasson, læknir. Gigtlæknar harma hve alltof algengt sé að gigtsjúklingar komi of seint til meðferðar. Astæður fyrir því geta verið af ólíkum toga spunnar, en megin- ástæðan er eflaust sú, að til- Liðagigt er til að mynda ekki ólæknandi eins og margir halda. Sífellt koma fram ný og betri lyf og sífellt er beitt nýj- um og betri aðferðum, bæði í endurhæfingu og bæklunar- lækningum. Félagsleg aðstoð er og talin mikilvægur þáttur í gigtlækningum. Gigtarfélagið hyggst ná til- gangi sínum með þvi að annast fræðslu um gigtsjúkdóma og m.a. með því að gefa út leið- beiningarit fyrir gigtsjúka, Framhald á bls. 25 233 fulltrúar sitja 30. þing BSRB sem hefst á mánudag 30.ÞING BSRB verður sett kl. 10 f.h. mánudag 11. okt. n.k. ( Súlna- sal Hótel Sögu. Fulltrúar eru 233 frá 33 bandalagsfélögum, en félagafjöldi þeirra var 12.134 um slðustu áramót. Þingflulltrúum var send skýrsla stjórnar með mánaðar- fyrirvara og hefur hún siðan verið send öllum félagsmönnum. Einnig hafa fulltrúum verið send drög að ályktunum um lagabreyt- ingar, sem kveða m.a. á um hvernig haga skuli uppsögn kjara- samninga, verkfallsboðun og alls- herjaratkvæðagreiðslu vegna breyttra laga um samnings- og verkfallsrétt. I drögum að tillögum um kjara- mál felst stefnumótun fyrir gerð fyrstu kjarasamninganna með verkfallsrétti á næsta ári. Einnig liggja fyrir tillögur um skattamál, efnahagsmál, jafnréttismál, fræðslustarf og hugsanlega aðild við hlið ASÍ að norrænu samstarfi stéttarsamtaka. Áformað er að fjalla um skýrslu stjórnar á mánudag og þá verða lögð fram mál frá stjórn og ein- stökum fulltrúum. Nefndir starfi fyrri hluta þriðjudags en síðan hefjist afgreiðsla mála. Þinginu lýkur sfðdegis á fimmtudag. Veski tapaðist VESKI tapaðist I gær annað hvort í nágrenni við Skáta- búðina á Snorrabraut eða við Hlemm. t veskinu var banka- bók, nafnskfrteini og ökuskír- teini og 4.960 krónur f peningum. Finnandi veskisins er vinsamlegast beðinn að koma því til skila 'l lögreglu- stöðina eða til viðkomandi. KOFLOTTAR FLAUELSBLÚSSUR HERSEY- OG FROTTEBOLI HÚFUR OG TREFLA KJOLA PILS HERRAJAKKAPEYSUR HERRALEÐURJAKKA ■■ • ... TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.