Morgunblaðið - 08.10.1976, Side 11

Morgunblaðið - 08.10.1976, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÖBER 1976 11 Sigrfður Eyþórsdðttir Námskeið í leiklist LEIKARARNIR Kjuregej Alexandra og Sigrfður Eyþórs- dóttir efna til námskeiðs í leik- rænni tjáningu, sem hefst þann 15. október. Er námskeið- ið ætlað fólki á aldrinum 11 til 15 ára. Kenndur verður Iát- bragðsleikur, spuni, leiktúlk- un og andlitsförðun. Þær Kjuregej og Sigríður eru báðar starfandi leikarar hjá Leik- félagi Hafnarfjarðar. Kjuregej hefur kennt mikið leiklist, meðal annars i Menntaskólan-, um á Akureyri og hjá Sál í Reykjavík, en Sigríður hefur sett upp leikrit í skólum. Nám- skeiðið stendur til 16. desem- ber og verður kennt tvisvr í riku, tvær stundir í einu á Langholtsvegi 135. Kjuregej Alexandra Leiðarinn í fyrradag: Leiðrétting I leiðara Morgunblaðsins í fyrradag, sem fjallaði um örbirgð stórs hluta mannkyns, féllu nokk- ur orð niður í tveimur málsgrein- um sem hljóða áttu svo: „Sú staðreynd, að fjármagns- fyrirgreiðsla til hinna fátæku þjóða hefur verið misnotuð, jafn- vel til vígbúnaðar, réttlætir ekki sök hinna rfku, sem halda að sér hjálparhendi. Slfkt er hvorki rétt- lætanlegt, siðrænt séð, né hyggi- legt. Viðreisn hins vanþróaða heims virðist beinlinis forsenda þess, að framleiðni og hagvöxtur hins tæknivædda hluta jarðar geti verið með eðlilegum hætti.“ „Við höfum að vísu við okkar eigin vandamál að glíma, heima- tilbúin og innflutt. Við höfum t.d. lifað um efni fram og safnað þungbærum skuldum erlendis. Hver starfsstétt þjóðfélagsins virðist þó hafa hendur fullar af kröfum á samfélagið. En réttlætir eigið sjálfskaparvíti, sem góður vilji getur afmáð á nokkrum miss- erum, það, að við lokum augum fyrir þvf alþjóðlega vandamáli, sem örbirgð 1000 milljóna manna er, og skyldum okkar sem full- valda ríkis f alþjóðlegu samstarfi? Ef svo er þá er gleymdur grunn- urinn, sem hin fornu hreppalög voru byggð á, að allir skuli tjón bera ef bær brennur eða búsmali fellur." AUGLVSINGASÍMtNN ER: i'ri. 22480 JRorcimliInbiíi Afmæliskveðja: Ólafur Beinteins- son 65 ára í dag 65 ár er ekki talinn ýkja hár aldur f dag, én þó eru margir sem náð hafa þeim dldri sem telja að starfsævinni sé lokið og setjast í helgan stein. Ekki er þvf þó svo varið með Ólaf Beinteinsson, sem er 65 ára í dag. Hann er fæddur hér f Reykjavík, nánar til tekið í húsi því sem þá nefndist Aberdeen, en er nú Vesturgata 3, hinn 8. októ- ber 1911. Bernskuskónum sleit hann hér f Reykjavík en á æsku- árunum dvaldist hann hjá frænd- fólki sínu á Hurðarbaki f Borgar- firði, en við þá fögru sveit tók hann strax miklu ástfóstri, sem haldist hefir æ síðan. Frá ferm- ingaraldri hefir Ólafur stundað verzlunarstörf, byrjaði sem sendi- sveinn hjá einu glæsilegasta fyrirtæki landsins í þá daga, Skóverzlun Lárusar G. Lúðvfks- sonar. Síðan hefir leið hans á sviði verzlunar verið honum greiðfær, bæði við heildsölu- og smásöluverzlun. Nú er hann verzlunarstjóri í byggingarvöru- deild Jóns Loftssonar h.f. Má full- yrða að þar sé réttur maður á réttum stað, því lipurð hans og prúðmennska í starfi er sérstök. En Ólafi er margt fleira til lista lagt. Þar ber sönginn og hljómlist- ina hæst. Þeir sem muna nokkuð aftur f tfmann, muna að sjálf- sögðu eftir þeim Ólafi og frænda hans og fósturbróður, Sveinbirni Þorsteinssyni frá Hurðarbaki, en þeir ferðuðust um landið þvert og endilangt f fjölda ára, og skemmtu fólki með söng og gítar- leik. Seinna kom svo Blástakka- tríóið með Ólafi, Gunnari Ásgeirs- syni (Volvo) og Sveini Björnssyni (Saab). Þetta tríó var eitt vinsæl- asta skemmtiatriði um allt land á sínum tíma, og gerði m.a. Pálínu- lagið landsfrægt. Svo kom Kling- Klang kvintettinn með Ólaf í broddi fylkingar og hjá karla- kórnum „Kátir félagar“ Tryggva Tryggvasyni og félögum var Ólaf- ur vel liðtækur svo sem við má búast. Ekki má geta þessa ferils Ólafs svo að ekki sé minnst á konu hans, Sigurveigu Hjaltested óperusöngkonu. Komu þau víða fram á skemmtunum hér áður fyrr (og gera reyndar enn). Þar sem góður fagnaður er, þá er Ólafur reiðubúinn til að taka lagið og leika á gítarinn sinn, öll- um — jafnt ungum sem öldnum — til mikillar ánægju. Það mun hann væntanlega einnig gera f dag, þegar hann heldur upp á 65 ára afmælisdag sinn með fjöl- skyldu, ættingjum og vinum f sumarhúsi þeirra hjóna að Fagra- nesi við Vatnsenda. Heill og hamingja fylgi þér og fjölskyldu þinni, kæri frændi og svili, um ókomin ár. Þ.H. AUGLÝSINGASÍMrNN ER: ^22480 J JRírounblnbiþ >JAKKAR<

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.