Morgunblaðið - 08.10.1976, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1976
Björn Sigfússon:
I Hvaða fræðslu
leitarðu eftir?
Tilgangur þessa landafræði-
stúfs um sumar aðstæður iðnaðar
í grannlandi er fræðsla. Þó ég
minni menn um leið á skemmra
komna þróun íslands, eru það
engar tilteknar ráðleggingar; sitt
kann að henta hvoru landi, og
iðnaður er mér ekki nákomnari
en aðrir atvinnuvegir þeirra.
Nú telja skýrslur, að 36.5%
þjóðartekna vorra komi frá iðnaði
(27 þús. mannára starf a.m.k.) og
tæpur sjöundi partur af erlendri
gjaldeyrisöflun sé þaðan runninn.
í Noregi berst að meira af gjald-
eyri frá stóriðjufyrirtækjum og
auk þess nýtast Eftatollkjör þar
betur við útflutning. Samt get ég
sparað lesendum ómak og látið
vera að ræða áhrif þessa útflutn-
ings á staðsetningar. Hitt sýna
tölur, að litill sem enginn stigs-
munur er á viðleitni þessara
frændþjóða til að hafa iðnað fyrir
stærstu tekjugrein sína og efla
með honum útflutning, að sjófeng
ógleymdum. Hvorug á hins vegar
svo góða hnattstöðu og auð að
unnt sé að flytja meirihlut at-
vinnulífs yfir á hið „Postindu-
striella" þróunarskeið, sem menn
hlakka mjög til í Bandaríkjunum
og kannski eftir kjarnorkuvera-
níðurrifið f Svíþjóð; hver veit?
Annað, sem nú skilur sjaldan
milli staðarvals fyrir iðnað hér og
í Noregi, en gerði það fyrr, er
auöveldun á flutningi raforku
byggð úr byggð og akstri timburs
til hentugra hafna. Nú myndast
ekki nýir bæir í hafnleysu af því,
aö virkjun eða skógarhögg sé á
staðnum. Eldri bæir sprottnir af
þeirri orsök eða við skammlífa
málmnámu eiga oft torvelt með
að lifa nú. Svíar efla gamlar borg-
ir sínar jafnt þó höfn þeirra sé
engin lengur eða væri aldrei nein.
Járnbraut og krossvegamót eiga
að bjarga, og það dugir í Noregi
smáborgunum við vatnið Mjörs
(Mjösa) á Upplöndum — svo er
markaðsnálægðinni við Osló fyrir
að þakka.
Það virðist sameinkenni á stað-
setningu elztu kaupstaða í Noregi
og á tslandi (ólíkt hlýrri lönd-
um), að ekki réð markaðsþörf fyr-
ir búsafurðir neinum úrsiitum
um hafnarval, heldur sigling og
sjávarafli og svo líka að stunda,
meðan stætt var, útróður úr
hverri Krummavík og Svalvogum
nesbyggðar og skerjagarðseyja.
Einkum meðan sildveiða naut
meó gömlu aðferðunum blómgað-
ist margt þeirra staða en eru ört
að týna tölunni samfara stækkun
skipa og batnandi aðstöðu i
meginhöfnum. Miklar og
árangurslitlar tilraunir að koma í
veg fyrir slíka samfærslu atvinnu-
vegar tek ég ekki til frásagnar
hér, þó oft væri þarna verksmiðja
reist aða pöntuð. Likt og varð
fyrir norðan og sunnan á Islandi,
meðan vara var sjóflutt, hafa við-
skipti mest flutzt í fáa hafnarstaði
og iðnaður aldrei leitað óbeðinn
nema þangað, sem hann gat treyst
á bærilegt viðskiptalíf og ýmsa
samhjálp.
Grundvallarmismunur milli
íslands og Noregs kemur fram í
því, að hver þeirra 4 meginhluta
lands, sem taflan hér á eftir sýnir,
hefur i 140 ár haldið nær alveg
hlutdeild sinni I fjölgun Norð-
manna. Suðrið, sem hér er nefnt,
nær bæði yfir Sörlandet (=Agð-
ir) og Östlandet (yfir 2 millj.
íbúa). Vesturlandið nær yfir fylki
Rygja, Hörða, Sygna og Mæra.
Þrændalög eru þriðji hlutinn.
Enda þau norðan við Naumudal, á
þeirri breiddargráðu er hér fjall-
ið Gerpir. Loks er Norðrið, Nord-
Norge.
Neðsta línan sýnir, að síld og
þorskur hafa á efrihluta 19. aldar
dregið talsvert af sjósóknarmönn-
um Þrænda og Vestlendinga norð-
ur til Lófótsbyggða eða Troms, en
margir fóru einnig á siglingaflot-
ann, sem einkum hafði aðsetur i
Suðri. Næstliðnu 50—60 árin hef-
ur Vesturlandið smám saman ver-
ið að vinna þetta upp til hálfs, en
siðan 1950 hafa nyrðri landshlut-
arnir misst dálitið af fólki til
Suðurs. Meginþróunin var þó sú,
þrátt fyrir örar Ameríkuferðir og
hraðvöxt borga, að með þjóðar-
vexti úr 1.240 þús. 1940 i 4
milljónir um næstliðin áramót
hefur fjölgunin skipzt á lands-
hlutana eftir þvi, hversu mann-
Haugasund (yfir 30 þús.) handan
Bóknfjarðar, kemst nú einnig á
stórborgarstigið sem leiðandi mið-
stöð olíuleitar og borpallasmíðar.
Þrándheimur hefur um 140 þús.
íbúa, en tekur ólikt minni þátt en
hinar þrjár i útflutningi og sigl-
ingum. Fyrir iðnað skiptir þann
bæ mestu, að þar er norski verk-
fræðiháskólinn sem er nýorðinn
að hluta fjölmenns háskóla
Þrænda. Háskólaborgin Tromsö
með liðug 40 þús. íbúa og Ale-
sund, jafnstór bær, teljast
iðnaðarmiðstöðvar Norður-
Noregs og Mærafylkja, sin hvors
umdæmis. Annan iðnað en út-
gerðinni var tengdur skorti báðar
illa, a.m.k. til síðustu ára. Miðstöð
iðnaðar á ögðum ( = Sörlandet) er
Kristiansand, 60 þús. Séu allir
mestu byggðakjarnar við Oslóar-
fjörð meðreiknaðir I iðjusegul-
svæði höfuðstaðarins, skiptist
Noregur í sjö slík „umdæmi“ iðn-
aðar með ofangreindar 7 megin-
Dreifing á
iðnaði Noregs
margir þeir voru fyrir. Hefði
stöðnun verið í tækni og atvinnu-
greinum var það óhugsandi. Þá
hefðu fleiri farið suður. Fiskiðn-
aður og þvi næst fjölbreyttur ann-
ar iðnaður bæjanna hefur vaxið I
takt við fjölgun hinna vinnufæru
og við þörfina til að láta fram-
leiðslu á mann hvern margfald-
ast. 1 nokkra staði innan hvers
landshluta hefur komið sam-
þjöppun margs konar fyrirtækja
og dregið frá öðrum stöðum hans
(eða Noregi öllum) fólk, sem ella
hefði farið til Ameríku eða næsta
nágrennís við Osló. Fá lönd eru
skýrari dæmi en Noregur um það,
að án iðnvæðingar næst ekkert
byggðajafnvægi og þá er brýnna
að sjá fyrir sumu öðru en þvi, að
allir þéttbýlisstaðir hvers kjálka
vaxi jafnhratt.
Taka ber fram um leið, að at-
vinna við samfélagsþjónustu fer
alstaðar í spor vaxandi fram-
leiðslutækni, sem gjaldeyrisins
aflar, en sjálfsnægtabúskapur
fortíðar og handiðnaður gat ekki.
Borgvaxtaráhrif, sem samfélags-
þjónusta í flestum myndum hefur
i enn ríkari mæli en iðnaðarfyrir-
tækin sjálf, eru óbeint séð líka
iðnvæðingarávöxtur. Látum svo
vera, að nokkrar þjónustugreinar,
t.d. “ferðamannaiðnaðurinn"
(það að búa til túrista og tekjur af
þeim) sé, einkum eftir 1968, er
töflu lýkur, ekki bundið við bæ
ina, en það er þó eingöngu borgar
búaatferli selflutt út í sveitirnar
Aðsókn ferðamanna gefur dálít
inn iðnaðarvörumarkað, ef ekk
skortir tæknigetu framleiðenda
Hvað svo sem er „ávöxtur“ hvers
er um þær starfsgreinar að ræða
sem ekki geta lifað án merkra
þátta i iðnbyltingu landsins.
Norðmenn eru skemmra komn-
ir áleiðis en Svíar til háþróunar í
iðnaði sínum. Með svona alls-
herjardómi mættu fylgja mörg
en. Þau væru efni i aðra grein.
Meðan 62% af iðnaðarstarfsliði
landsins eru í Suðri, 26% á
Vesturlandinu og aðeins 12% i
tveim nyrðri hlutunum, er þetta
áþekkt þeirri skiptingu nothæfs
timburskógar sem er, milli
Suðurs og nyrðri hlutanna, og
stöðugt er unnið að plöntun gren-
Landshlutar í% 1840 1900 1930 1950 1968
Suðrið 53,5 53.6 53.8 53.4 54.1
Vesturlandið 27.7 26.1 24.6 24.8 24.9
Þrændalög 11.7 9.8 9.6 9.5 9.1
Norðrið 8.1 11.6 12.0 12.3 11.9
Noreguri% 100 100 100 100 100
is lengra norður en það getur sáð
sér sjálft. Eins er sáð niður iðju-
fyrirtækjum. Svíar gera eftir
kosningar áætlanir um orku-
niðurskurð og væntanlega hið
„postindustriella“ ríkdómssam-
félag. Þannig horfir, vegna oliu
mest, að um aldamótin hafi Nor-
egur á hendi iðnaðarforystu
Norðurlanda, nema á fáeinum
sérsviðum Svía. Það, að vinstri-
hreyfingin “Grænt Gras“ (Græna
bylgjan) berst móti og sér í þessu
ógæfuna eina fyrir Noreg og
(hvítt) mannkyn, er önnur saga.
Eftir skraf þessa inngangskafla
þyrftu viðfangsefnin að kvíslast i
spurnir og svör um eitthvað alveg
sérstakt, annars tæki greinin ekki
enda. Um komandi iðjustaðsetn-
ing vegna oliulinda ræða menn af
stakri varúð enn, tæknivandinn
með pipulögn undir „Norsku
rennuna" biður óleystur og bor-
anir til að reyna að ná upp ólíu úti
fyrir Hammerfest hefjast víst I
sumar sem kemur. Eftir 1980
munu olíutekjur nema a.m.k.
15% þjóðartekna, en hvar þær
nemi sér land i Noregi eða I fjár-
festingum (á Grundartanga og
viða um heim?) er ég ekki réttur
maður til að spá. Miklar olíuefna-
verksmiðjur eru að rísa í Mong-
stad norðan við Björgvin og I
Bamble á Þelamörk.
Efnin, sem ég staðnæmist því
við, varða einkum týpugreining
helztu borga og smáborga og
ágrip þess, hvað norsk fyrirtæki
telja hentugt að framleiða til út-
flutnings.
II Norsk borg er
samgróin fylkinu
eða þó nokkru héraði
Orðtakið „Björgvin er sjálfri
sér nóg“ mætti mér með talsverð-
um þunga fyrsta dag sem ég kom
á Hörðaland fyrir 42 árum, en
hefur ekki lengur mótstöðuafl
gegn samfléttun hagsmuna. Ut-
þensla allra þéttbýliskjarna, sem
menn gátu ferðazt úr til dagvinnu
i borginni, hafði margar afleiðing-
ar, og þar settust mörg fyrirtæki
fremur að en í henni sjálfri, sem
1960 hafði aðeins 116 þús. íbúa.
Þeir urðu 214 þús. 1975, þvf hér-
aðið í kring hafði verið innlimað,
likt og Akerhérað er fyrir löngu
orðið að Osló. Þessar tvær eru þá
stórborgir landsins. Stavanger,
jafnstór Reykjavík og með 30 þús-
unda Sandnesbæ i líkri afstöðu
við sig (og Sólaflugvöll) og
Hafnarfjörður er f hér, og með
borgir að tæknimiðstöð hvers um
sig.
Hverjar eru þá smáborgir Nor-
egs?— Rúmlega 50 aðrir hafnar-
staðir landsins auk hinna fyrr-
greindu (og innlandsbæja) hafa á
næstliðnum 200 árum aflað sér
kaupstaðarréttinda að lögum
(byer), og svo voru margir út-
skipunarstaðir löggiltir (lading
þar leyfð).í þeim skilningi eru
Seyðisfjörður og Osló jöfn fyrir
lögunum, en þetta veitir enga
týpuskipting.
Miðlungskaupstaðastærðin á
íslandi hefur 1.8 til 8 þús. fbúa, og
þá týpu kalla menn almennt í
Noregi „en by“, þær sem hjá land-
fræðingum gætu vist kallazt litlu
smáborgirnar, ef viðskipta— og
framleiðslutegund þeirra er ekki
alveg einhæfð.t.d. við rekstur
einnar mannfrekrar verksmiðju I
sveit. Þjóðverjar og fleiri telja
eðlilegt, að 5—20 þúsunda stærð-
in sé það, sem ganga skuli undir
nafninu smáborg, og þær halda
oft áfram að vera það ofan við 20
þús., meðan athafnasemin er enn
ekki farin að sýna mikinn fjör-
kipp né heimsmennskukröfur
vaxnar.
I Nordlandsfylki (Hálogalandi)
eru fylkishöfuðstaðurinn Bodö og
járnbræðsluborgin Mo í Ranafirði
með um 30 þús. ibúa hver, og
Steinkjer er lika á leið upp
þangað. Þessar eru með stærstu
smáborgum lands, en allt er af-
stætt, svo ýmsir mundu tvflaust
benda á, að stærst allra smáborg-
anna norsku sé Drammen (minni
en Rvk), þvi sú sem sé útborg
stórborgar komist aldrei af smá-
borgarstigi við það að vaxa að
víðáttu og mergð.
Vöxtur Oslóar er að stöðvast, en
kringborgir hennar og allar
strendur Oslóarfjarðar bæta við
sig ríflega eftir meðaltali fjölg-
unar í Noregi. Það er I smáborg-
um allra landshluta sem meiri-
hluti fjölgunar mun setjast að
þennan áratuginn og í stórstöðun-
um Stavanger og Kristiansand.
Þetta hefur við nokkra athugun
reynzt vera I góðri samsvörun við
það, hvar þróun léttiðnaðar og
byggingaiðnaðar, svo og þjónustu-
fyrirtækja, hefur orðið hröðust.
Stjórnun á útlánum banka og
sjóða hefur stutt eitthvað að
þessu, en nýr aldarháttur að
nokkru, og væri ógerlegt að raða
upp orsökum eftir mikilvægi
hverrar um sig; sagnfræðingar
gizka á það síðar.
Fyrrum gerði það gæfumun
milli smáborga, hvort járnbraut
náði þangað eða ekki. Margar
þeirra eru merkar brautarstöðvar
enn. Halli er á rekstri flestra
norskra járnbrauta. Ein orsök
þess skal nú tilgreind.
Norðmenn ferðast litið út úr
landshluta slnum nema þá til út-
landa Strandlengja þeirra, mæld
stytztu leið milli landsenda yfir
alla flóa, er talsvert á þriðja þús.
km„ og einnig er langt fyrir
Þrændur og Raumsdæli suður
fjallveg til höfuðstaðar. Við far-
miðatalningar kemur I ljós, að
lengri ferðalög en 200 km nema
aðeins sjöunda parti bókaðra
ferða og eru að miklu leyti flug
eða sigling. Minna en tíundi part-
ur vöruflutninga fer lengra en
160 km ökuleið eða sjóflutnings-
leið innan Noregs. Það útleggst:
Borgin „Trondhjem" (svo á
borgarmállýzku með áherzlu á
seinni hluta) er eins og fyrrum
nokkuð einhlít miðstöð Þrændum
og mönnum allt norður I Bodö,
Osló einhlit fyrir östlandet,
Stavanger ásamt Kristiansandi
fyrir syðstu héruð, og Bergen næg
stórborg fyrir alla vesturleiðina
með landinu fram. Enn virðist
Noregur vera e.k. sambandsriki
nokkurra þjóðlanda. Kannski
þessi lítið hægræna skýring kom-
ist langt áleiðis að skýra, hve vel
hverjum landshluta hefur haldizt
á fólki sinu, samanborið við Is-
land og mannfækkunarbyggðir
hálfrar Svíþjóðar?
Eftir tenging hringvegar sjást
æ smærri leifar ferðaeinangrunar
á Islandi; mætti reyna að leita á
Vestfjörðum. Svíþjóð er stærri,
og samt mun umferð allra lands-
hluta milli býsna ör.
ör vöxtur bílflutninga siðustu
30 árin skóp ekki kvislskúfa
norska vegakerfisins né byggða-
mynstur smáborga; þær uxu á
eldra stofni. En samdráttur mikill
í flutningum með strandferða-
skipum (sbr. Island) og örir bíl-
flutningar að og frá fylkjamið-
stöðvum og öðrum héraðakjörn-
um hefur gerzt samtímis nýrri
iðnaðarblómgun, á þeirri dreif
um strendur, sem ég hef lýst.
Ekki er vafi, að þessar breytingar
léttu mjög undir hvor með ann-
arri. Afurðir sveita berast nú
allar með bílum. Jafnvel fleyting
timburs í ám leggst niður, hvar
sem dráttarvélar og þungir bílar
geta komið I staðinn, og geta þá
orðið miklar tilfærslur á timbur-
iðnaðinum, oftast i mun færri
vinnslustaði en áður voru.
Stórmál tengt iðnaðar- og smá-
borgaþróun, samt utan greinar-
efnis míns, er það, að fyrir 10—15
árum brutu Norðmenn, eins og
aðrir Skandinavar, niður gamla
hreppaskipting sina, áður samda
eftir prestakallaskipaninni mest,
og gáfu hinum stækkuðu komm-
únueiningum sínum heitið
herred, hérað, sem rétt er að nota,
þó sýslur gætu það heitið hjá okk-
ur, eins og Árni G. Eylands ritaði
um fyrir löngu. Meðalfjöldi i
hverju herred er 5—6 þúsundir,
flest komast yfir 4 og fáein þó
undir 2 þúsundum, sakir lands-
hátta. Samgöngubætur þurfti, til
að samruninn ylli minni beiskju
en ella. Girt var fyrir að samhang-
andi þéttbýli væri áfram sundrað
í lítt vinguð hreppsfélög. Hafa því
kaupstaðir og iðnaðarsmáborgir
myndazt, sem ekki voru, en þá
þurfti líka miklar verklegar fram-
kvæmdir, sem studdu. Og auð-
velda þurfti tengsl þeirra við hina
stærri þjónustukjarna fylkis.
III Heimsverzlunar-
þjóð og ný hlutföll
milli útflutnings-
tegunda
I töflu norskra útflutnings-
tekna 1974, Sem fer hér á eftir, er
námugröftur áhangandi iðnvöru-
framleiðslunni, þvi allur má hann
heita í hennar þágu ger, hvort
tveggja er metið sem „secondary
industry." Oliuleitarboranir, inn-
lent mál, koma ekki fram í töfl-
unni, en einnig þær eru fráskild
ar frumatvinnuvegum og flokkast
hagnýtis vegna með öðrum stór-
iðjukostnaði; hver boruð hola i
sjó kóstar að jafnaði yfir milljarð
Framhald á bls. 25