Morgunblaðið - 08.10.1976, Side 22

Morgunblaðið - 08.10.1976, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1976 — Mistök Fords Framhald af bls. 1 verskum og tékkóslóvakískum upp- runa um að þessi lönd væru ekki undir yfir- ráðum og eftirliti Sovét- ríkjanna bak við járn- tjaldið. Stjórnmálafréttaritarar segja að milljónir Bandaríkjamanna hafi orðið felmtri slegnir að heyra forsetann segja þetta og kliður hafi farið um sjónvarps- salinn. Talsmenn forsetans hafa f dag sagt að hann hafi átt við að Bandaríkjamenn viður- kenndu ekki sovézk yfirráð i A-Evrópu.Talsmenn Carters segja að þetta hafi verið meiri- háttar mistök og sýni kunnáttu- leysi Fords í utanríkismálum. Segjast þeir munu minna Bandaríkjamenn á þessi um- mæli Fords hvern einasta dag fram að kosningum. Carter og Ford forseti voru sammála um fátt í sjónvarps- einvigi þeirra í gærkvöldi um utanríkis- og varnarmál. Báðir sýndu miklu meiri hörku en f fyrsta einvíginu fyrir hálfum mánuði og skoðanakönnun sem gerð var strax eftir að út- sendingartíma lauk benti til þess að 40% bandarfskra kjós- enda teldu Carter hafa staðið sig betur, 30% Ford og 30% að þeir hefðu komið jafnvel út. Hafa tölurnar frá þvf í fyrra einvíginu snúist við því að þá töldu 39% að Ford hefði staðið sig betur og 31% Carter, en 30% sögðu jafntefli. Jimmy Carter vann hlut- kestið og svaraði fyrstu spurningunni og hóf þá þegar sókn sem hann hélt áfram þær 90 mfnútur sem kappræðurnar stóðu yfir. 3 fréttamenn lögðu spurningar fyrir frambjóð- endurna og var þar fjallað um utanríkis- og varnarmál á breið- um grundvelli. Carter sakaði Ford um að hafa verið lélegur leiðtogi á sviði utanrfkismála sem annarra mála og sagði að f utanríkismálum hefði Henry Kissinger verið forseti Banda- ríkjanna. Ford varði utanrfkis- stefnu sfna sl. tvö ár af hörku og sagði að hún hefði einkennst af framförum og verið árangursrík. Carter sagði hins vegar að Bandaríkin hefðu misst virðingu meðal þjóða heims og sagði að I tilraunum stjórnar- innar til að bæta samskiptin við Sovétríkin hefði hún orðið undir á nær öllum sviðum samningaviðræðna við Sovét- menn. Hann sagði að nauðsyn- legt væri að endurreisa harða bardagagetu Bandaríkjanna með bættri stefnu í varnarmál- um. Ford svaraði því til að C. rter hefði hvatt til verulegs niður- skurðar á útgjöldum til varnarmála, 5—7 milljarða dollara og sagði að það væri ekki nokkur vegur að viðhalda hernaðarstyrk með slíkum niðurskurði. Slíkur niður- skurður myndi hafa í för með sér að loka yrði fjölda her- stöðva og fækka f hernum og sagði sfðan: „Og menn semja ekki við Leonid Brezhnev af veikleika." Ford sagðist ekki vilja snúa aftur til kaldastrfðs- stöðu gagnvart kommúnistum, samningar við andstæðinginn þjónuðu hagsmunum Banda- ríkjanna best. Hann benti á sem dæmi um árangur utan- ríkismálastefnu sinnar að Bandarfkin hefðu aldrei staðið jafn traustum fótum í Miðaust- urlöndum og Sovétríkin aldrei jafn illa. Hann sagðist ein- dregið fylgja eftir samningavið- ræðum um nýjan samning um takmörkun kjarnorkuvopna, er SALT I samningurinn rennur út í október 1977 og að hann hefði trú á því að hægt yrði að gera nýjan samning fyrir þann tima. Carter sagði að aðgerðir Bandaríkjanna í Afríku væru eitt dæmið um sýndarmennsku stjórnar Fords, það mál hefði ekki verið tekiö upp fyrr en nú rétt fyrir kosningar. Aðgerðirn- ar minntu á ummæli Kissingers rétt fyrir kosningarnar 1972 um að friður I Vietnam væri á næsta leiti. Carter sagði að ut- anrfkisstefna Fords væri alltof oft hjúpuð leynd — Slátursamlag Framhald af bls. 40 sláturhús á Sauðárkróki frá árinu 1965. Tvö síðustu haust hefur sláturúsið ekki fengið leyfi til sauðfjárslátrunar og þrátt fyrir gagngerar lagfæringar og endur- bætur á húsinu hafði yfirdýra- læknir, Páll A. Pálsson, ekki viljað mæla með að húsið fengi sláturleyfi á þessu hausti. Slátursamlagi Skagfirðinga hefur bæði haustið 1974 og 1975 verið synjað um leyfi til sauð- fjárslátrunar í sláturhúsi þess, þar sem það uppfyllti ekki kröfur þær um útbúnað sláturhúsa, sem nú eru gerðar. Stjórn Samlagsins ákvað því að gera þær lagfæring- ar á húsinu, sem nauðsynlegar væru til að það gæti hafið starfrækslu á ný. I samráði við yfirdýralækni var fenginn arki- tekt til að gera tillögur um endur- bætur en yfirdýralæknir hefur ekki enn viljað gefa út endan- legan úrskurð um hvort hann mæli með því að húsið fái slátur- leyfi, þó að þrjár mismunandi teikningar hafi verið gerðar af breytingum á húsinu og allar vegna athugasemda frá honum. Guðmundur Stefánsson, bóndi á Hrafnhóli og formaður Slátur- samlagsins, sagði í samtali við blm. Mbl., að ástæðan fyrir því að hluthafar Slátursamlagsins hefðu tekið ákvörðun um að lagfæra sláturhúsið hefði verið tekin m.a. vegna þess að sláturhús Kaup- félags Skagfirðinga hefði ekki getað annað allri stórgripaslátrun í héraðinu og í fyrra hefði Slátur- samlagið slátrað um 1000 stór- gripum en Sláturhús , Kaup- félagsins hefði verið að fram undir jól en þó ekki getað komið öllu því frá sem ætlunin hefði verið að farga. — Ég get ekki séð að það þurfi að vera grundvöllur þess að hægt sé að reka sláturhús að það hafi einokun .1 heilu héraði. Við sem að þessu fyrir- tæki stöndum viljum vera frjálsir að því hvernig við ráðstöfum okkar vöru, sagði Guðmundur og tók fram að auk þess væri líka meira öryggi í því að hafa tvö sláturhús í héraðinu ef illa virð- aði á haustin. — Ef við missum féð niður á haustin getur það táknað hundruð þúsunda króna tjón hjá bændum. Slátursamlegið hefur lika greitt grundvallarverð fyrir innlegg og stundum greitt það alveg upp strax á haustin, sagði Guðmundur að lokum. Sigurpáll Árnason, bóndi í Lundi og stjórnarmaður í Slátur- samlaginu tók fram að ýmsir hefðu viljað láta í það skína að þarna væru menn að takast á eftir flokkspólistiskum línum en svo væri ekki. — Þetta eru menn úr öllum flokkum en þetta er ein- faldlega spurningin um hvort það eigi að vera frjáls verzlun í þessu landi og menn ráði hvað þeir geri við sína framleiðslu, sagði Sigur- páll að lokum. Ólafur Sigurðsson arkitekt, sem vann að gerð tillagna um endur- bætur á sláturhúsi Slátursamlags- ins, sagði að Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir, hefði strax í upp- hafi tjáð sér að hann væri á móti því að starfrækt yrðu tvö slátur- hús á Sauðárkróki og væri ástæð- an sú að þetta væri vitlaust frá þjóðhagslegu sjónarmiði. — Það er rétt hjá yfirdýralækni að ég hef ekki komið nálægt byggingu sláturhúsa nú siðustu árin eða siðan ég hætti hjá Sambandinu. En fyrst hann á annað borð var að benda á mig og hvetja mig til að annast þetta verk, hefði hann að mínum dómi átt að koma með sínar athugasemdir strax og stöðva mig í þeim vitleysum, sem hann telur mig hafa gert, sagði Ólafur. Um siðustu athugasemd yfirdýralæknis, þar sem getið var 22 atriða, sem ekki væru í sam- ræmi við reglugerð og þyrfti að lagfæra, sagði Ólafur. — Yfir- dýralæknir getur haldið lengi áfram því það er hægt að tina fjölmargt tii í gömlu húsi, og sum þessara atriða eru ekki uppfyllt nema I mjög fáum sláturhúsum í landinu. Það er auðvelt að benda á fúna þröskulda, að sennilega sé loftræsting ekki nægjanleg og að það vanti hitamæla, þá má kaupa I næstu verslun. Ekki reyndist I gærkvöldi unnt að ná tali af Páli A. Pálssyni yfirdýralækni. — Jafntefli Framhald af bls. 40 hætta þátttöku I mótinu, ef Júgóslavar greiddu ekki kostnað- inn og létu þeir I minni pokanna um sfðir. Þó sagði Guðmundur að þeir hefðu þumbast lengi við. Þá ræddi forseti Skáksambands íslands, Einar S. Einarsson i gær- kveldi við þá félaga í Júgóslavíu. Eftir samtalið sagði Einar að Skáksamband íslands myndi ekki taka þátt í neinum samningum við Skáksamband Júgóslavíu. Réttur þeirra Friðriks og Guð- mundar væri skýlaus og þetta mál þvi sambandinu hér heima óvið- komandi. — Sláturleyfi Framhald af bls. 16 BRÉF EYJÓLFS KONRÁÐS Stjórn Slátursamlagsins vildi nú lá um það skýr svör hvort slátuleyfið fengist og fól Eyjólfi Konráði Jóns- syni að sækja það mál við land- búnaðarráðuneytið Ráðuneytið vildi hins vegar ekki endurskoða afstöðu slna en það hafði áður synjað um leyfið á grundvelli fyrri greinargerða frá yfirdýralækni Eyjólfur Konráð sendi þá frá sér sl. miðvikudag svo- látandi bréf: „Með bréfi þessu til- kynnist forsætisráðherra, land- búnaðarráðherra og dómsmálaráð- herra, að sauðfjárslátrun hefst I húsi Slátursamlags Skagfirðinga, Sauðárkróki, snemma morguns fimmtudag 7. þ.m. og mun ég með eigin hendi slátra fyrsta dilknum, hvort sem sú löggilding, sem skylt er að veita lögum samkvæmt hefur verið framkvæmd eða ekki. Þess er hér með krafizt að stjórn- völd sjái um, að dýralæknir eða fulltrúi hans verði I húsinu meðan slátrun fer fram og gegni skytdustörfum slnum. en slátrun stórgripa mun hefjast þegar að sauðfjárslátrun lokinni." í samræmi við fyrrgreint bréf fór Eyjólfur Konráð norður i gær- morgun en frá för hans og mála- lokum þessa máls er greint i frétt á baksiðu blaðsins i dag — Ráðherralisti Framhald af bls. 1 skattamálum og átt sæti I fjár- málanefnd og utanríkismála- nefnd sænska þíngsins. NTB-fréttastofan birti í gær- kvöldi ráðherralista Fálldins og eru I stjórninni frá Miðflokknum auk hans og Söders, Rune Gustavsson félagsmálaráðherra, Anders Dahlgren, landbúnaðar- ráðherra, Elvi Olsson húsnæðis- málaráðherra, Nils Asling iðnað- arráðherra, Ólof Johansson orku- málaráðherra, Johannes Antons- son byggðamálaráðherra. Frá íhaldsflokknum eru auk Bohmans Staffan Burenstand Linder viðskiptaráðherra, Eric Krönmark varnarmálaráðherra, Ingegerd Trodesson aðstoðarfé- lagsmálaráðherra, Bo Turesson samgöngumálaráðherra, Britt Mogárd aðstoðarkennslumálaráð- herra. Frá Þjóðarflokknum eru auk Ahlmarks, Ola Ullsten aðstoð- arutanríkisráðherra, Jan-Erik Wikström kennslumálaráðherra, Birgit Friggebo, aðstoðarhúsnæð- ismálaráðherra og Ingemar Mundbo fjárlagaráðherra. Utan- rlkisráðherra verður óháður, Sven Romanus, sem er 70 ára að aldri. — Flugturn Framhald af bls. 2 fer í flugturninum I Reykjavfk og suður í Keflavík. Á efri hæð verð- ur þessi stjórnunarmiðstöð, þjálf- unarherbergi, skrifstofur og ann- að slíkt, sem þessu tilheyrir, en á neðri hæð verður vélabúnaður- inn. rafeindabúnaður, vararaf- stöð og annað slíkt og verkstæði: Þessari byggingu tengist síðan turninn sjálfur, sem verður 7 hæðir. Efst verður venjulegur stjórnturn, sem stjórnar umferð- inni á flugvellinum flugumferð I ákveðnum umferðarhring. A næstu hæð fyrir neðan eru síðan herbergi fyrir tækjabúnað turns- ins, kaffistofa fyrir starfsmenn og annað slfkt, en næstu hæðir fyrir neðan verða lftið annað en stigar og lyftuop. Utlit turnsins er enn ekki fullákveðið, þar sem turninn er enn f hönnun og af þeim sökum gat Mbl. ekki fengið teikningar af honum. Hafa Bandarfkjamenn- irnir ekki lokið störfum sínum og eins hefur húsameistaraembætti rfkisins ekki enn samþykkt turn- inn. Leifur Magnússon sagði að með tilkomu þessa turns og tækja hans yrði mikið stökk stigið fram á við, því að með turninum verður tekin upp ratsjárflugumferðarstjórn bæði I Keflavík og Reykjavík, sem hefur ekki verið enn hér nema að mjög takmörkuðu leyti. Sú ratsjá, sem verið hefur í Reykjavfk er gerð fyrir allt annað verkefni, er langdræg ratsjá, sem betur hent- ar flugstjórn á úthafsleiðum og innanlandsflugleiðum, en miklu síður fyrir þá umferð, sem er í næsta nágrenni við flugvelli f að- flugi og brottflugi. — Thailand Framhald af bls. 1 höfðu við helztu ríkisstjórnar- byggingar, voru kallaðir á brott. Hinir nýju valdamenn í landinu héldu I dag fundi með öllum helztu forstöðumönnum ríkis- stofnana, en ekkert hefur verið skýrt frá hvað þar var sagt. - 132 íbúðir Framhald af bls. 2 Páll Ásgeir sagði að það, sem síðan yrði eftir, rúmlega 150 fbúð- ir yrðu reistar á næsta ári. Byggingatími hvers sambýlishúss af þessari tegund er um 18 mánuðir. Húsin standa hægra megin, þegar ekið er inn á flug- vallarsvæðið. Páll kvað gffurlegar framkvæmdir vera á vellinum og væri margt I bfgerð, en hann kvað of snemmt að skýra frá því, þar sem samningar stæðu enn yfir. Á áðurnefndu samkomulagi frá 1974 var einnig samið um að Islendingar skyldu í ríkari mæli taka að sér störf innan vallar- svæðisins sem hermenn hefðu áð- ur gegnt. Páll Ásgeir Tryggvason sagði að nú væru 611 fleiri Is- Iendingar við störf á Keflavíkur- flugvelli en voru f aprfl 1975. Er þar um að ræða bæði menn, sem ráðnir hafa verið til starfa fyrir varnarliðió sjálft og eins menn sem starfa að ýmsum fram- kvæmdum á vegum íslenzkra aðalverktaka og Keflavfkurverk- taka. Vinna því nú yfir 2 þúsund manns á vellinum. Hermennirnir verða nú um 2.900 í stað 3.300 áður. — Jósafat Framhald af bls. 2 þykkt víxlana sjálfur heldur undirskrift hans verið fölsuð. Þetta hefur haft f för meó sér að fresta hefur orðið þessum málum fyrir bæjarþingi og málin verið send sakadómi til rann- sóknar með öllu því sem slíku er samfara. Hefur hér verið um röð vfxla með mismunandi gjalddaga að ræða frá sama aðila vegna tengdra viðskipta. Að þvf er full- trúinn taldi er angi þessa máls enn til rannsóknar frá sakadómi Reykjavfkur en annar angi sem rannsakaður var í Keflavík er til umsagnar hjá saksóknara. Morgunblaðið hefur haft af þvf spurnir að Jósafat muni hafa kært fleiri lögmenn fyrir misferli f vfxlamálum hans, en eins og blaðið skýrði frá f gær er ein slfk kæra á reykvískan lögmann _ til rannsóknar hjá sakadómi Reykja- vfkur. Morgunblaðinu tókst þó ekki að fá staðfest í gær, að fleiri mál af þessu tagi væru til rann- sóknar. Héraðsdómur féll i máli þvf sem Morgunblaðið skýrði frá í gær hinn 24. júnf 1975. Meðal gagna sem þar komu fram var bréf lögmannsins til lögmanns Jósafats þar sem fram kemur að sunnudaginn 2. september hafi hann ásamt þremur umbjóð- endum sfnum og fjórða manni verið staddur á skrifstofu lög- mannsins, þar sem þeir voru að selja bróður Jósafats hlutabréf sfn í fyrirtæki einu og hafi kaup- verðið verið greitt með vfxlum auk ávísunar, sem lögmaðurinn var beðinn að geyma en sfðan leyst út með peningum. I bréfinu segir lögmaðurinn ennfremur, að á meðan Jósafat samþykkti og gaf út vfxlana þá hafi hann (lögmaðurinn) fyllt vfxlana út eftir beiðni Jósafats, fyrst á ritvél, en sfðan með penna til að hraða þessu verki. Kveðst lögmaðurinn að mestu hafa lokið útfyllingu vfxlanna, þegar Jósafat hafi sagzt þurfa að fara og beðið hann (lögmanninn) að ljúka þessu verki, enda hafi þá verið samið um gjalddaga. Vfxlarnir hafi allir verið kr. 50 þús og útgefnir 2. sept, en dags. 3. sept- ember. Bróðir Jósafats hafi síðan tekið við víxlum þessum og greitt seljendum, sem fóru þá með vfxlana, en bróðirinn tekið síðar þann dag við lyklunum. Lög- maðurinn segir að 6—8 víxlar hafi verið óútfylltir þegar Jósafat hvarf á braut, en hann hafi áður verið búinn að fela lögmanninum að ljúka verkinu, sem hafi verið gert eftir fyrirsögn hans og með fullu umboði. Fram kemur f bréf- inu að Jósafat hafi þegar greitt 19 þessara vfxla án athugasemda, þ. á m. þá sem ekki hefði verið lokið á útfyllingu þegar hann fór. Þá segir lögmaðurinn, að áður en þessi víxlaskrif hafi byrjað hafi Jósafat áritað tryggingarvfxil eftir að lögmaðurinn hafi fyllt út texta skjalsins en Jósafat hafi áritað vfxilinn „tryggingarvíxill". Tryggingarvfxill sem þarna er um rætt er þannig til kominn, að samkvæmt kaupsamningi hétu kaupendur að losa hjá Alþýðu- bankanum fasteignaveð, sem seljendur settu f persónulegum eignum eða útveguðu I slfkum eignum til tryggingar yfirdrætti og víxlakaupum við bankann og skyldu þau laus fyrir tiltekinn tíma. Þessari skuldbindingu til tryggingar svo og til tryggingar því að bankinn eða annar aðili gengi að þessum veðum, skyldu kaupendur afhenda tryggingar- víxil að fjárhæð 1.260.000.- sem standa skyldi til tryggingar öll fjártjóni, sem seljendur kynnu að verða fyrir af þessum sökum. Stefnendur skýrðu svo frá fyrir dóminum, að hinn umræddi víxill hefði verið afhentur lögmanni þeirra samkvæmt ákvæðum kaup- samningsins og stafi hin umstefnda fjárhæð af vanskilum kaupenda á ákvæðum áður- greinds kaupsamnings. I greinargerð lögmanns Jósa- fats er hins vegar sagt, að Jósafat hafi afhent lögmanni seljenda tryggingarvíxilinn sunnudaginn 2. september 1973 og þá óút- fylltan hvað fjárhæð snerti en samningurinn sem gera átti hafi ekki verið gerður fyrr en daginn eftir. Lögmaðurinn hafi ekki haft töluna svo að hægt væri að útfylla víxilinn, en hann tekið við víxlinum óútfylltum með þeim skilmála að hann yrði ekki fylltur út fyrr en búið væri að hafa sam- ráð og fá samþykki Jósafats. Víxillinn sé þannig fram kominn fyrir misbrúkun lögmannsins, þar sem hann hafi fyllt hann út að eigin geðþótta án vitundar og samþykkis Jósafats og án þess að gerð væri grein fyrir hvað tryggja átti. I héraði féll dómur á þá leið að sýnt þætti að stefndu hefðu ekki sannað neinar varnarástæður sem komast mættu að í vfxilmáli og bæri þvf að taka kröfur stefnenda til greina. Jósafat áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar 17. júlf f fyrra. Gekk Hæstaréttardómur 14. júnf sl. og staðfesti hann héraðsdóminn. Jósafat kærði hins vegar lögmanninn til rannsóknar- lögreglunnar f Reykjavík á þeim forsendum, sem hann byggði vörn sína á í héraðsdóminum, og ekki voru teknar þar til greina né af Hæstarétti. Lögmanninum var ekki kunnugt um þessa kæru fyrr en greint var frá henni f blaðinu f gær. Rannsóknariögreglan hafði þó reynt að ná tali af lögmannin- um nokkrum sinnum en ekki tekist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.