Morgunblaðið - 08.10.1976, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1976
27
United stærst
SWISSAIR hefur birt lista yfir 25 stærstu flugfélög heims hvað snertir
farþegafjölda, vöruflutninga, farþega-kflómetra, flotastærð og starfs-
mannafjölda. Ef stærðin er metin eftir fjölda farþega, þá eru banda-
rfsk flugfélög f 5 efstu sætunum. Efst er United Airlínes, sem flaug
með 29,92 milljónir farþega 1975 þá Eastern með 27.68 m., Delta 26.53
m., American með 21.17 m., og TWA með 16.27 m. Þau ffugfélög utan
Bandarikjanna sem fluttu flesta farþega segir Swissair vera Nippon,
British Airways og Air Canada.
United og Eastern eru einnig
stærst hvað snertir fiotastærð
með 375 og 239 flugvélar. Siðan
koma American (232), TWA
(231), og Delta (189). Utan
Bandaríkjanna eru mest British
Airways með 166 flugvélar og Air
Canada með 122.
Pan American hefur mesta
vöruflutninga en næst á eftir
koma Flying Tiger Lines, Luft-
hansa, Japan Airlines og United.
British Airways hefur flest starfs-
fólk (52.102), næst eru United
(46.609) og American Airways
(35.014).
„íslenzk fyrirtæki”
vekja áhuga erlendis
MIKIL eftirspurn hefur verið eftir bókinni „tslenzk fyrirtæki",
sem nýlega kom út hjá Frjálsu framtaki. Að sögn Jóhanns Briem,
framkvæmdastjóra spyrjast erlend fyrirtæki, stofnanir og við-
skiptarit mikið fyrir um bókina en í henni er m.a. að finna ýmsar
viðskiptalegar upplýsingar á ensku. I „tslenzkum fyrirtækjum"
eru viðtækar upplýsingar um fyrirtæki, svo sem stofnár þeirra,
nafnnúmur, söluskattsnúmer, telexnúmer, stjórn, starfsmenn og
starfsmannafjölda, framkvæmdastjórn, starfssvið og fleira. Einn-
ig er sagt frá starfssviði ráðuneyta og opinberra stofnanna,
sendiherrum, ræðismönnum og fleiru. Þá er að finna viðskipta- og
þjónustuskrá, sem nær til fyrirtækja um allt land svipaða þjón-
ustuskrá simaskrárinnar yfir Reykjavík.
Birgdastöð SÍS í
gagnið um áramót
Samband íslenzkra samvinnufélaga mun taka í notkun nýja
birgðastöð sina við Elliðavog í Reykjavik nú um eða fljótt eftir
áramót. Birgðastöðin, sem ætluð er sem geymsluhúsnæði fyrir
vörur, sem dreift er til kaupfélaga, breytir mjög lageraðstöðu SlS.
Hún býður upp á vinnuhagræðingu og fullnægir ein þörfum
Sambandsins fyrir geymsluhúsnæði en það skiptist nú á þrjá
staði. Ekki er ljóst hver kostnaður við bygginguna verður en
upphaflega var áætlað að hann yrði um 1100 milljónir. Ekki tókst
að fá upplýingar um stærð húsnæðisins.
Venezuela vill hækka olíu
Venezuela mun beita sér fýrir verðhækkunum á oliu og benzíni á
næsta fundi samtaka oliuframleiðslurikja (OPEC). Haft er eftir
oliumálaráðherra Venezuela, Valentin Hernandes, að stefnt sé að
20% hækkun.
Nýr Fiat - júgóslavneskur
CRVENA Zastava i Júgóslavíu og Itölsku Fiat-verksmiðjurnar
hafa gert samkomulag um framleiðslu á nýjum smábíl í Júgó-
slavíu, Zastava 102. Framleiðslan á að hefjast 1979 og á fram-
leiðslugetan að vera 50.000 bílar á ári, sem fara bæði á innlendan
og erlendan markað. Fiat mun sjá júgóslavneska fyrirtækinu
fyrir verkfærum og bilhlutum.
TV-Guide mesta aug-
lýsinganáman í USA
ÞEGAR kveikt á sjónvarpinu á 69 milljónum heimila í Bandaríkj-
unum, hafa um 20 milljónir manna notað tímaritið TV-Guide til
að velja sjónvarpsrás, skrifar bandaríska timaritið Business
Week. TV-Guide slær öll met hvað varðar tekjur af auglýsingum.
Árið 1975 voru auglýsingatekjurnar 127.4 milljónir Bandaríkja-
dala og komst tímaritið þar með fram úr Time, sem fram að þvi
hafði allra blaða mestar tekjur af auglýsingum. Næst á eftir Time
komu Newsweek, Sports Illustrated, Readers Digest, Business
Week og Womans Day. Ástæðan fyrir velgengni TV-Guide er
álitin vera sú, að tímaritinu er að mestu dreift i gegnum kjörbúð-
ir, þar sem því er komið fyrir á áberandi stað við 300 þúsund
kassa í 91 þúsund verzlunum.
10 stærstu fyrir-
tækin í Danmörku
SAMKVÆMT bókinni
„Danmarks 1000 störste virksom-
heder“ er Det östasiatiske
Kompani stærsta fyrirtækið i
Danmörku en það var einnig
stærst í fyrra. Var velta fyrir-
tækisins 16.1 milljarður d.kr. I
öðru sæti er Fællesforeningen for
Danmarks Brugsforeninger. Því
næst koma ESS-FOOD númer 3,
Dansk Landbrugs Grovareselskab
4, F.L. Smidth samsteyan 5, De
forenede bryggerier 6, Gulf Oil 7,
Dansk Esso 8, Póstur og sími 9, og
Superfos i 10. sæti.
fGÆÐA
(STEREO)
_TÆKI FRÁ
fliD PIOMEER
SA-7300 magnarinn er
óvenju nákvæmur magnari.
SA-7300 er vandlega
byggður af reyndum tækni-
mönnum Pioneer og er
vissulega þess verður að á
hann sé hlustað.
CT-F2121 framhlaðna
kassettutækið er ekki aðeins
óvenju glæsilegt heldur
einnig eitt það fullkomnasta
sem völ er á. CT-F21 21 er
með innbyggðu „Dolby
system".
PL-510 plötuspilarinn
er sá nýjasti frá Pioneer
og sá hljóðlátasti
á markaðnum.
Frábær spilari.
HPM-60 hátalararnir
nýju frá Pioneer virðast
ætla að ná geysilegum
vinsældum vegna
gæða og verðs.
KOMIÐ OG HLUSTIÐ.
Hljómdeild
LAUGAVEG 6E Stmi tti skiptibotOi