Morgunblaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.10.1976, Blaðsíða 29
29 Pallborðsumræður um orku- og iðnaðarmálefni: Búa þarf betur að iðnaðinum Frumvarp að lögum um tæknistofnun fullbúið í iðnaðarráðuneytinu PALLBORÐSUMRÆÐUR landsmála félagsins VarSar um stefnumótun I iSnaSar og orkumálum, sem fram fóru aS Hótel Sögu sl. mánudag. drógu til sln fjölmenni og voru I senn fróSlegar og fjörugar. MorgunblaSiS hefur birt framsöguræSu Gunnars Thoroddsen iSnaSarráSherra, þar sem glögg grein var gerS fyrir viS- horfum núverandi rlkisstjórnar I þessum efnum. Hér á eftir verSur lauslega rakinn efnisþráSur pall- borSsumræSnanna. Viðbrögð gegn orkukreppu Jónas Elfasson verkf ræðingur svaraði fyrirspurn frá stjórnanda pall- borðsumræðna, Sveini Björnssyni verkfræðingi, um réttmæti fslenzkra viðbragða við orkukreppunni. Hann sagði m.a að fyrstu viðbrögð hefðu verið viðleitni í þá átt að nýta innlenda orkugjafa í mun rfkara mæli en verið hafi. í þeirri viðleitni hefði allgóður árangur náðst. Viðbrögðin hefðu sum verið skynsamleg, önnur ekki. Efling raforkukerfisins hefði t d verið af skyn- samlegum toga, þótt stöku fram- kvæmdir hefðu ekki verið nægilega undirbúnar og jafnvel rangt tímasettar. Raforkuframkvæmdir á s/v-horni landsins hefðu verið vel heppnaðar, en sfður utan þess. Þá hefði það verið óhyggileg ákvörðun hjá vinstri stjórn á sinum tfma, við þá rlkjandi raforkuað- stæður, að „sleppa lausri" rafhitun, sem í senn hefði leitt til orkuskorts og vaxandi olíunotkunar f dieselrafstöðv- um, sem hefði orðið þjóðarbúinu dýrt með hækkandi olíu — Sé hins vegar litið á viðbrögð okkar síðustu árin, má svara þvi til, að þau hafi á heildina litið verið eðlileg og skynsamleg Skipulag orkuiðnaðar Þorvaldur Garðar Kristjánsson, formaður Orkustofnunarstjórnar, svaraði fyrirspurn um vankanta á skipulagi f orkuiðnaði Þorvaldur sagði að lögum samkvæmt bæri Orkustofn- un að annast frumathuganir og rann- sóknir á virkjunarmöguleikum. í fram- kvæmd hefði þó orðið sú raun á, að fleiri opinberir aðilar hefðu komið þar við sögu. jafnvel með þeim afleiðing- um að fleiri en einn sinntu sama verk- efni. Þetta dreifði kröftum og seinkaði árangri. Hann taldi og hættu á því að sá virkjunarvalkostur yrði jafnan ofan á; sem lengst væri kominn í könnun, enda þótt annar hagkvæmari væri fyrir hendi en skemmra á veg kominn í könnun. Könnun valkosta og niður- stöður slfkra kannana væru forsendur skynsamlegrar ákvarðanatöku. Þor- valdur taldi rétt að efla Orkustofnun og setja henni þingkjörna stjórn. Þá ræddi Þorvaldur um landshlutavirkjanir og landshlutaveitur eða orkubú, sem tryggðu dreifingu valds í þessu efni og væru f samræmi við stefnu sveitar- stjórnarmanna almennt, stefnumörkun Sambands fsl. rafveitna og raunar flestra sjálfstæðismanna. Hann minnti og á skipun landhlutanefnda til rann- sókna á virkjunarmöguleikum sem iðnaðarráðherra hefði sett á legg. Hvað dvelur orminn langa? Davlð Sch. Torsteinsson, formaður iðnrekendafélagsins. svaraði fyrir- spurn um, hver hefði orðið stefnan I iðnaðarmálum, hefði hann haft að- stöðu til að móta hana. Davlð minnti á að því hefði verið heitið, við inngöngu landsins I EFTA, að tryggja islenzkum iðnaði jafna samkeppnisaðstöðu við iðnaðarmanna EFTA-rikja, bæði á heimavigstöðvum og bandalagsmark- aði með framleiðslu slna Siðan væru 6'/2 ár liðið en fátt væri enn fram- kvæmt af fyrirheitunum Þess vegna byggi iðnaðurinn enn við hina verri vlgstöðu Hann sagði nauðsynlegt að llta á þjóðfélagið I heild er stefna væri mörkuð. ekki eina afmarkaða atvinnu- grein. Hann bæði um jafnrétti fyrir iðnaðinn, engin forréttindi Á heildina litið myndi það jákvætt fyrir iðnað og atvinnurekstur almennt ef sjálfvirkni fjárlaga væri rofm, arðsemissjónarmið fengju að ráða I fjárfestingu, verðjöfn- unarsjóðir efldir til að mæta verðsveifl- um, útflutningsbætur afnumdar, virðis- aukaskattur kæmi I stað söluskatts. staðgreiðslukerfi yrði upp tekið, aðföng atvinnurekstrar yrðu ekki skatt- stofn heldur hagnaður, að afskriftir gætu tryggt endurnýjun vélbúnaðar og tækjakosts sem úreltist ofl. Davið minntist og á auðlindaskatt Davlð sagði aðstöðu iðnaðar hér á þann veg, að ekkert erlent fyrirtæki myndi fáanlegt til að setja hér upp atvinnurekstur I almennum iðnaði, að óbreyttum aðstæðum, ekki einu sinni fiskiðnaði, hvað þá öðrum greinum framleiðsluiðnaðar Svo illa væri að atvinnugreininni búið I samanburði við önnur vestræn riki. Er stefnt a8 algjörum ríkiskapltalisma? Jón G. Sólnes alþingismaður svaraði fyrirspurn stjórnanda um, hvort hér á landi stefndi að algjörum ríkis- kapitalisma, hvort einkaframtak eða samframtak gæti f raun fjármagnað fyrirtæki, sem færi til dæmis yfir 1 50 til 200 m. kr i stofnkostnaði? Jón sagði ástand betra en hann hygði, ef einkaframtakið gæti fjár- magnað fyrirtæki af þeirri stærð nú Þó mætti minna á myndarlegt einkafram- tak í útgerð og fiskiðnaði og raunar á fleiri sviðum. Hins vegar væri langt I að hér ríkti í raun frjálst efnahagskerfi, sambærilegt við það sem væri I flest- um vestrænum ríkjum. Einstaklings- framtakið hefði að hluta til verið sett úr leik hér á landi Um of hefði verið stefnt að algjörri ríkisforsjá. Hann rakti málflutning sinn á Alþingi um frjálsari gjaldeyrisviðskipti, sem fælu I sér gull- in tækifæri fyrir þjóðina, en þar hefði hann talað fyrir daufum eyrum. Kom Jón með mörg skemmtileg dæmi er sýndu sjálfheldu okkar í þessum efn- um. Rannsóknarstofnanir f þágu iðnaðar SigurSur Kristinsson, formaður Landssamb. tsl. iðnaðarmanna, svaraði fyrirspurn um tækniaðstoð við iðnaðinn Hann fagnaði þeim upplýs- ingum iðnaðarráðherra að tiltækt væri frumvarp til laga um tæknistofnun iðnaðar Rannsóknarstofnanir iðnaðar- ins væru i senn ungar og smáar og fjármagnsskortur hefði háð þvl, að þær hefðu getað vaxið til þess hlutverks, sem æskilegast hefði verið. Á vegum þeirra hefði þó sitt hvað verið vel gert. Sigurður rakti fyrri tilraunir I þá átt að koma sllku frumvarpi gegn um Alþingi, sem hér um ræddi Vonandi tækist betur til nú, er frumvarp lægi fyrir um Tæknistofnun íslands, þann veg að viðbrögð okkar á þessum vett- vangi yrðu I takt við tlmann og þarfir vaxandi iðju og iðnaðar. Sigurður sagði að hlutur iðnaðar hefði aldrei verið sambærilegur við aðra atvinnu- vegi, hvað fjármagni til rannsókna við- véki Nefndi hann töluleg dæmi þar um. Nú horfði að vlsu I rétta átt, en þó væri enn langt I land, að samræmi væri komið á milli fyrirheita og efnda I þessu efni. Gufuaflsvirkjanir og framtiðin. Þóroddur Th. Sigurðsson verk- fræðingur svaraði fyrirspurn um hlut- verk gufuaflsstöðva í raforkufram- leiðslu framtiðarinnar. Hann sagði m a að vatnsföll byðu ekki upp á ótæmandi virkjunarmöguleika. og það væri sin trú, að gufuaflsvirkjanir ættu stóru framtiðarhlutverki að gegna hér á landi Að Kröflu undanskilinni væri að visu ekki rætt um gufuaflsvirkjanir í allra næstu framtíð Þó mætti benda á, að ein allra hagkvæmasta virkjun, sem nú væri i könnun, væri lítil gufuafls- virkjun í Svartsengi, sem gæti þjónað mjög jákvæðu hlutverki á Reykjanesi. Fleiri slik dæmi nefndi hann. Almennt séð hefðu gufuaflsvirkjanir þann kost, að virkjun þeirra Mæki verulega skemmri tíma en vatnsaflsvirkjanir og þær mætti virkja í áföngum (einingum) til samræmis við markaðsþörf hverju sinni. Hugsanlegt væri þvi, að gripið yrði til gufuaflsvirkjana til að brúa bil á milli stærri virkjana á vatnsafli jafnvel fyrr en siðar. Og horft til lengri tima mætti telja öruggt, að gufuaflsvirkjanir skipuðu sivaxandi sess i orkuöflun ís- lendinga Almennar fyrirspurnir. Inn i pallborðsumræður var skotið fyrirspurnum fundarmanna og hugleið- ingum en ráðherra og fyrrnefndir þátt- takendur I umræðunum urðu fyrir svörum. Ekki er hér rúm til að rekja þær umræður, sem voru hinar fjörug- ustu. Guðjón Tómasson, framkv.stj. Málm- og skipasmíðasambandsins, gagnrýndi harðlega þá aðbúð, sem þessari veigamiklu atvinnugrein væri búin og tíndi til ýmis dæmi því til sönnunar, m.a. á sviði tolla- og lána- mála Fram kom að söluskattur á vél- um til iðnaðar hefði lækkað um helm- ing í tíð núverandi rikisstjórnar. Jón Sveinsson f Stálvík tók i sama streng og Guðjón, gagnrýndi vaxandi sósialís- eringu i þjóðfélaginu og taldi að Sjálf- stæðisflokkurinn væri kominn á stöku sviðum til vinstri við sóslaldemókrata á Norðurlöndum eða svo virðist af verk- um samstarfsstjórna að dæma Albert Guðmundsson alþingismaður sagði kröfugerð of áberandi þátt i þjóðfélag- ínu og væri iðnaðurinn þar ekki undan- skilinn. Hann bauðst þó til þess að flytja á Alþingi þau mál, sem iðnaður- inn fæli honum, enda fylgdi þeim nauðsynlegur rökstuðningur. Hann ræddi og um gildi og hlutskipti verzl- unar í þjóðarbúskapnum. Þá gagnrýndi Albert mjög harðlega, að þau skilyrði skyldu sett fyrir hugsanlegri staðsetn- ingu Norðmanna á nýju álveri hér, að þvi yrði valinn staður utan Faxaflóa- svæðisins, sem Norðmenn hefðu þó haft mestan áhuga á. Taldi hann hér gengið gróflega á hagsmuni Reykja- vikursvæðisins, sem á ýmsum fleiri sviðum Umsögn ráðherra um Kröftuvirkjun Gunnar Thoroddsen ráðherra sagði m.a. efnislega aðspurður um Kröflu virkjun: Varðandi þetta mál hefur gætt bæði misskilnings og missagna Norð urland allt hefur verið í orkusvelti um árabil og rafmagn þar framleitt að stórum hluta i dieselstöðvum. sem fylgt hefur ógnvekjandi oliukostnaður. Byggðalina, sem væntanlega kemst l gagnið um áramót nk., flytur ekki nema um Va hluta af þvi rafmagni, sem i dag skortir nyrðra, sem talið er vera um 16 Mw, eða ekki fyrr en eftir a.m.k tvö ár, er tenging kemst á milli Geitháls og Borgarfjarðar, en sú teng- ins kostar einn milljarð króna Ekki var um annan valkost að ræða en ráðast í Kröfluvirkjun, til að ráða bót á þessum orkuskorti í tima. Aðrir valkostir nyrðra voru komnir skammt á veg i athugun að taka hlaut allmörg ár að koma heim í höfn. Alþingi samþykkti; Kröfluvirkj- un samhljóða og þar var lögð áherzla á að hraða virkjuninni, sem frekast væri kostur, vegna orkuástandsins i Norð- lendingafjórðungi Hér var þvi staðið að málum eftir einróma vilja Alþingis, i samráði við niðurstöður sérfræðinga Orkustofnunar, og vonandi tekst þann veg til, sem að er stefnt i þágu ibúa Norðurlands Stóriðja — og eignarhluti íslendinga í lokaorðum sínum á fundinum sagði ráðherra m a svo, efnislega Ég tel að við þurfum að athuga vel alla möguleika, varðandi stóriðju, en fara þó mjög varlega á þeim vettvangi, þvi margs er að gæta Ég taldi rétt. vegna viðblasandi áhættu, þegar álver- ið reis í Straumsvik. að íslendingar væru þar ekki eignaraðili, en tækju sinn hlut i orkugjaldi, skattheimtu og Framhald á bls. 25 Frð pallborðsfundi landsmálafélagsins Varðar um stefnumótun í iðnaðar- og orkumálum Gömlu kynnin gleymast ei! Eftir 30 ára óslitinn rekstur opnar Þórscafé nú í gerbreyttum og stórglæsilegum husakynnum, þar sem gestum verður boðið upp á fjölbreyttar veit- ingar í mat og drykk. Við bjóðum alla þá sérstaklega velkomna, sem eiga gamlar og góðar endurminningar frá gullaldarár- unum í Þórscafé, til að koma og sannfærast um, að lengi lifir í gömlum glæðum. Þórscafé 1946-1976

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.