Morgunblaðið - 08.10.1976, Page 30

Morgunblaðið - 08.10.1976, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKT0BER 1976 30 Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURDUR B. JÓNSSON ^ Grundargorði 31 er látinn Sigrtður Danlelsdóttir. og börn. t BALDUR B. SIGURLAUGSSON bifreiðastjóri Skólagótu 8 Ísafirði lézt á ísafirði 6 október Sofffa Ingimarsdóttir og börn. Móðir min, tengdamóðir og amma MARTHA MARÍA EYÞÓRSDÓTTIR Skarphéðinsgötu 6 lést I Landakotspítala 6 október. Fyrir hönd systkina hinnar látnu Sigrfður Einarsdóttir, Jón Geir Árnason, Diana Vera Jónsdóttir t Utför föður okkar tengdaföður og afa, GUNNARS SIGURÐSSONAR Sóleyjargötu 12 Akranesi fer fram frá Akraneskirkju, laugardaginn 9 október kl 1 4 Helga Gunnarsdóttir Sigurður Gunnarsson Gunnlaugur Gunnarsson Gunnar Gunnarsson tengdabörn og barnabörn t Faðir okkar, tengdafaðir og afi. GUÐMUNDUR EYJÓLFSSON frá Eiðum verður jarðsunginn frá Landakirku, i Vestmannaeyjum, laugardaginn 9. okt kl 4 Stella Guðmundsdóttir, Róbert Arnfinnsson Sigurður Guðmundsson, Kristfn Karlsdótir, Arni Guðmundsson, Jóna Hannesdóttir, Ólafur Guðmundsson, Guðlaug Jóhannsdóttir. Anton Guðmundsson, Úlfhildur Úlfarsdóttir. og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBERGUR G. JÓHANNSSON sjómaður frá Hafnarfirði sem andaðist 30. september, verður jarðsungínn frá Frikirkjunni i Hafnarfirði, laugardaginn 9 október kl 1 0 30 f h Blóm vinsamlegast afþökkuð þeir er vilja minnast hins látna er bent á starfsemi K.F.U.M. Guðný Guðbergsdóttir Guðbjörg Guðbergsson Jóhann Rúnar Guðbergsson Guðmundur Guðbergsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð vegna jarðarfarar ÓLAFS JÓNSSONAR Vesturgötu 94 Akranesi. Sigrfður Órnólfsdóttir Arnór Ólafsson Marfa Ágústsdóttir Kristján Ólafsson Fjóla Runólfsdóttir Gréta Ólafsdóttir Jón S. Kristjánsson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR BREIOFJORÐS jónssonar. sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum deild 1 — B Landspít- alans fyrir góða umönnun og hjúkrun Ásgeír SigurSsson Gúrún Gunnarsdóttir Valgeir Sigurðsson Sigrfður Sæmundsdóttir Steinunn SigurSardóttir Árni Steingrfmsson Auður Sigurðardóttir Sigurjón Guðmundsson Kristfn Sigurðardóttir Jón Steingrímsson Sigrlður Sigurðardóttir Jóhannes Þór Guðbjartsson Edda Sigurðardóttir Óttarr Ingimarsson Hilmar Sigurðsson Rúnar Sigurðsson og barnabórn Marta Jónsson - Minningarorö Fædd 19. ágúst 1891 Dáin 3. október 1976 í dag verður til moldar borin frú Marta Máría Jónsson. Marta er fædd 1891 að Grenjum í Alfta- neshreppi, Mýrum, en þar bjuggu þá foreldrar hennar Sesselja Soffía Nielsdóttir og Bjarnþór Bjarnason bóndi. Marta ólst upp í hópi sjö systkina, en þau voru Þórdfs, Sigriður, Hildur, Jón, Ás- geir og Sveinn. Af þeim eru enn á lífi þeir Ásgeir og Sveinn. Hildur lést einnig á þessu ári. Marta vann að búi foreldra sinna, eins og þá var títt til sveita og er enn. Síðar fluttu foreldrar hennar og fjölskylda til Borgar- ness, og starfaði hún þar ein- hvern tima hjá systur sinni Þór- dísi, sem rak þar gistihús ásamt eiginmanni sínum. Marta giftist Friðriki Jónssyni kaupmanni, sem var annar hinna kunnu Sturlu bræðra. Þeir áttu stóran þátt í vexti athafnalifs Reykjavík- ur í byrjun þessarar aldar. Þau eignuðust tvö börn, Sigþrúði og Sturlu. Sigþrúður er gift Arinbirni Kol- beinssyni lækni. Sturla er erfða- fræðingur, og hans eiginkona er Sigrún Laxdal. Heimili Mörtu og Friðriks var á Laufásvegi 49, og var þar mjög gestkvæmt alla tið. Margt í heim- ili, svo einna helst minnti á stóru sveitaheimilin hér áður. Eigin- mann sinn missti Marta árið 1936. Marta tók síðar þátt í uppeldi dótturbarna sinna, en hún eignað- ist alls sex barnabörn. Hélt hún sitt eigið heimili alla tíð. Marta var vissulega stórbrotin kona, kvenskörungur ef svo mætti kalla. Ég, sem þetta skrifa, kynntist Mörtu ekki fyrr en hún var að verða 75 ára. Hún var þá enn glæsileg kona, sem bar aldur sinn svo af bar. Ekki var hægt að finna stöðnun f afstöðu hennar til manna og málefna. Var þar sem miklu yngri kona væri. Lifandi áhugi og skilningur á Iffinu. Þó áhuginn mótaðist mest af um- hyggju fyrir fjölskyldunni voru áhugamálin mörg og margvísleg. Hin almennu mál þjóðfélagsins ljóð og skáldskapur og vandamál daglegs lífs. Minni hennar brást ekki, og fróð var hún um þá tíma, sem nú fjarlægjast, svo og lfðandi stund. Á áttugasta aldursári veiktist Marta og voru síðustu ár hennar stöðug barátta við að end- urheimta mátt sinn. Kom þrek hennar og viljastyrkur þar að góðu haldi. Hér er horfin á braut kona sem skilað hefur sfnu ævistarfi með heiðri og áunnið sér virðingu og traust allra sem til þekkja. Við kveðjum með virðingu eina mikilhæfustu konu þeirrar kyn- slóðar, sem nú er óðum að hverfa. Bergsteinn Gizurarson. Það fer ekki milli mála, að eftir- minnilegastur og áhrifaríkastur af þrem afburðakennurum guð- fræðideildar háskólana á námsár- um mínum þar var Haraldur Níelsson prófessor. Það ver því mikið gleðiefni, þegar ég kom sem ungur prestur að Borg, að ekki færri en fimm af systkinum hans voru búsett í prestakallinu, ásamt fleiri eða færri af börnum þeirra og barnabörnum, og reynd- ist mér allur sá ættbálkur ein hin styrkasta stoð í starfi mfnu þar, og við margt af þvf fólki hafði ég nána samvinnu og tengdist vin- áttuböndum, sem reyndust heil og traust. Og jafnvel brottfluttum niðjum þeirra kynntist ég meira eða minna, því að oftlega komu þeir á æskustöðvarnar til sam- funda við fjölskylduna, sem öll var mjög samrýnd. öll þau kynni voru mér mikils virði, en verða ekki nánar rakin hér. En eitt þeirra systkina varð okkur hjón- um fjölskylduvinur öðrum frem- ur, og þó einkum eftir að við « fórum til Reykjavíkur, og við urð- um næstu nágrannar. Það var frú Sesselja Níelsdóttir, en maður hennar, Bjarnþór Bjarnason, hafði andazt í Borgarnesi fyrsta sumarið sem við vorum á Borg. Hún var nú flutt til dóttur sinnar, Mörtu Maríu, ekkju Friðriks Jónssonar guðfræðikandidats og kaupmanns, sem bjó í næsta húsi við okkur. Jafnframt tókust þá nánari kynni við frú Mörtu og börn hennar, sem við höfðum að- eins kynnzt lauslega. Þau kynni reyndust okkur mjög mikils virði, og urðu okkur mjög dýrmæt, þeg- ar mest reið á. Ekki spillti það, að okkur veittist einnig sú ánægja, að vera í nábýli við hana einnig að sumrinu, þegar hún dvaldist í sumarbústað sínum við Laxfoss, en við í Lindarbrekku við Hreða- vatn.Urðu þá einnig gagnkvæmar heimsóknir, og nutum við gest- risni hennar og alúðar í ríkum mæli. Tryggð hennar og vinátta við okkur hefur aldrei brugðizt. Það er ekki ætlunin með þess- um línum að rekja æviferil frú Mörtu nánar né störf hennar, enda munu aðrir væntanlega gera það. En við hjónin og fjölskylda okkar vildum ekki láta hjá liða að tjá henni látinni þakkir fyrir órofa tryggð hennar, höfðings- skap hennar og einlæga vináttu, og það vil ég gera með þessum fátæklegu orðum. Svo viljum við einnig votta börnum hennar, frú Sigþrúði og doktor Sturlu, og börnum þeirra og öðrum ættingj- um og venzlafólki, samúð okkar og þakklæti fyrir alúðarvináttu. Björn Magnússon. Marta fæddist að Grenjum, Álftaneshreppi, Mýrasýslu, 19. ágúst 1891. Foreldrar hennar voru Bjarnþór Bjarnason bóndi og kona hans, Sesselja Nielsdótt- ir, er þar bjuggu. Bjarnþór var bróðir Asgeirs I Knarrarnesi og þeirra systkina. Bjarnþór var lit- ríkur persónuleiki, gamansamur og fyndinn þegar svo bar undir. Sesselja, móðir Mörtu, var dóttir hjónanna Sigrfðar Sveinsdóttur og Nielsar Eyjólfssonar bónda að Grímsstöðum (næsti bær við Grenja). Sesselja var gædd miklu and- legu atgervi og minnti í mörgu á afa sinn, sr. Svein Níelsson, ann- álaðan mælskumann. — Börn þeirra Sigrfðar og Níelsar voru sjö. Fimm þeirra reistu bú í fæð- ingarhreppnum, og ólu þar lengstan hluta ævinnar. Tvö syst- kinanna, Þurfður og Haraldur, áttu hins vegar heima f Reykja- vík. — Þess má geta, að ekkert ættmenni er nú lengur að finna í byggð þessara fimm systkina. — Þjóðflutningar virðast eiga sér stað, einnig í smáum stfl. Af sjö börnum þeirra Sesselju og Bjarnþórs eru nú á lffi aðeins þeir tveir, bræðurnir Ásgeir list- málari og Sveinn B. Valfells fram- kvæmdastjóri. Marta var gift Friðriki Jónssyni kaupmanni, sem reyndar var guð- fræðingur að mennt. Börn þeirra tvö eru: Sigþrúður, gift Arinbirni Kolbeinssyni lækni, og dr. Sturla náttúrufræðingur, kvæntur Sig- rúnu Laxdal. Þeir bræður Sturla og Friðrik Jónssynir voru um langt árabil miklir afhafnamenn hér f Reykja- vík. Starfræktu sölubúðir, ráku kúabú auk annarra umsvifa. Þeir urðu líka einna fyrstir til þess að byggja myndarleg íbúðarhús eins og t.d. sendiherrabústað Dana við Hverfisgötu og stóru húsin við Laufásveg, og er þar nú sendiráð Breta. Heimili þeirra Mörtu og Frið- riksvar alla tfð svipmikið. Friðrik var menntaður, listhneigður, hygginn fjáraflamaður að enskri fyrirmynd, Marta tfguleg kona, góðum gáfum gædd, unni bók- menntum, einkum ljóðum er hún löngum hafði á hraðbergi, og kunni svo undrum sætti. — Um árabil höfðu þau hjón vetursetu I Edinborg. Las Marta þá enska höfunda, og æ síðan, en hún réð yfir staðgóðri kunnáttu í enskra tungu. Fyrir kom að Einar skáld Benediktsson sótti þau hjón heim I Edinborg, en hann var vinur þeirra bræðra. Feður þeirra voru, sem kunnugt er, verðir laga og réttar á íslandi, Jón Pétursson háyfirdómari, og Benedikt Sveinsson assessor. 19. ágúst s.l. varð Marta Jóns- son 85 ára. Dóttir hennar Sigþrúð- ur og Arinbjörn læknir höfðu af þvf tilefni fjölmennt gestaboð. Af- mælisbarnið undi þessari til- breytni glöð í bragði, af heilum hug. — Fyrir fimm árum lamaðist Marta svo að erfitt var upp frá því um hreyfingar án aðstoðar. And- legt þrek hennar virtist að mestu ólamað og hetjulundin dugði henni vel þessi fimm erfiðu ár. Til dæmis sagði hún mér frá þvf f þessu síðasta afmælisboði að ný- lega hefði hún heyrt sungið þetta fallega erindi eftir Hannes Haf- stein og hafði það yfir orðrétt: Með slegið gullhár gengur sól að gleðibeð með dag á armi og dregur gljúpan, gullinn kjól af glæstum, hvefldum móðurbarmi og breiðir hann við rekkjurönd og roðnar, er á beð hún stfgur og brosi kveður lög og lönd og I júftf ægisfaðm svo hnfgur Þessi síðasti afmælisdagur, sem varð óvenjuleg kveðjustund, verð- ur börnum frú Mörtu, venslafólki og vinum dýrmæt minning, en hún lést hálfum öðrum mánuði síðar, 3. október. Aðstandendum öllum flyt ég samúðarkveðjur. Helgi Hallgrfmsson. t Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall MAGNÚSAR BRYNJÓLFSSONAR Holtsgötu 21. Hafnarfirði. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu HALLDÓRU JÓNSDÓTTUR, Guðný Ólöf Magnúsdóttir, Brynjólfur Brynjólfsson, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Einar Sigurjónsson, Jón Oddur Brynjólfsson, Guðný Hálfdanardóttir, Ásthildur B. Cates, James M. Cates. frá Súðavfk sérstakar þakkir færum við Súðvikingum fyrir veitta aðstoð við útför hinnar látnu. Bára Brynjólfsdóttir. Börn, tengdabórn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.