Morgunblaðið - 08.10.1976, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 08.10.1976, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. OKTÖBER 1976 FIMM LEIKMENN SLOVAN BRATISLAVA í LANDSLIÐI TÉKKA ER VANN RÚMENA LEIKMENN Slovan Bratislava, sem leika með tékkneska lands- liðinu, voru atkvæðamestir er Tékkar mættu Rúmenum I vin- áttulandsleik sem fram fór I Prag I fyrrakvöld að viðstöddum rösk- lega 25.000 áhorfendum. Sérstak- Iega var það hinn frægi leik- maður Ondrus sem lét að sér kveða og var konungur vallarins. Skoraði hann sjálfur eitt mark og átti gððan þátt I tveimur öðrum Jan Pivarnik, fyrirliði tékkneska landsliðsins. mörkum sem Tékkar skoruðu I leiknum, en þeir sigruðu 3:2. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Tékka, þar sem Rúmenum tókst að skora þegar á 8. mlnútu eftir slæm varnarmistök Einn af varnarleikmönnum Tékka ætlaði að senda knöttinn til mark- varðarins en hinn fljóti framherji Rúmenanna, Balaci, komst á milli og skoraði. Tékkar jöfnuðu síðan á 39. mínútu og var þar að verki tengi- liðurinn Panenka, en Rúmenar náðu aftur forystu snemma I seinni hálfleik. Þegar það mark var skorað var einnig um að ræða slæm varnarmistök hjá Tékkum. Eftir aukaspyrnu töldu Tékkar að leikmaður Rúmena væri rang- stæður og hreyfðu hvorki legg né lið er hann sendi knöttinn í mark þeirra. Dómarinn var hins vegar á öðru máli og dæmdi markið gilt. Það sem eftir lifði leiksins voru Tékkarnir I nær stanzlausri sókn og fór svo að undir lok leiksins skoruðu þeir tvö mörk. Hið fyrra gerði Dobia eftir sendingu frá Ondrus en Ondrus gerði svo sjálfur síðasta markið sem reynd- ist vera úrslitamark leiksins. Fimm leikmenn frá Slovan Bratislava — liðinu sem Fram lék við í UEFA-keppninni — voru í tékkneska landsliðinu að þessu sinni. Landsleikur Tékka og Rúmena i fyrrakvöld var „upphitun" fyrir tékkneska liðið sem leikur sinn fyrsta leik i undankeppni heims- meistarakeppninnar 13. október n.k. og mætir þá Skotum I Prag. .Aðeins þrjú lið eru í riðlinum, Tékkóslóvakia, Skotland og Wales. Gera Tékkar sér miklar vonír um sigur i riðlinum, og hafa vissulega ástæðu til eftir sigur í Evrópubikarkeppni landsliða fyrr á þessu ári. 1 Lirt Dankersen sem kemur hingað I heimsókn. Efri röð frá vinstri: von Oepen, Kramer, Waltke, Axel Axelsson, Arsenijevic (þjálfari), Ölafur H. Jónsson, Buddenbohm og Busch. Neðri röð frá vinstri: Meisolle (aðstoðarþjálfari), Siidmeier, Meyer, Niemeyer, Karcher, Grund, Becker og Böversen (nuddari) Leika skemmtilegan og hraðan handknattleik - sagði Stefán Gunnarsson um Dankersen- liðið sem leikur hér fjóra leiki í næstu viku — ÉG TEL að Dankersen sé betra en a.m.k. flest fslenzku hand- knattleiksliðin, sagði Stefán Gunnarsson, hinn kunni hand- knattleiksmaður úr Val á fundi sem Fram boðaði til með frétta- mönnum f gær til þess að kynna A Kópaskeri seljast 200 raðir - engin á Akranesi! - DREGIÐ VERÐUR UM FLESTA LEIKI NÆSTA GETRAUNASEÐILS — ÞAÐ var búið að ákveða leik- ina á seðlinum fyrir löngu, prenta miðana og senda þá út, sagði Ólafur Jónsson hjá ts- lenzkum getraunum I viðtali við Morgunblaðið I gær, en sú staða er nú komin upp I sam- bandí við leiki þá sem eru á næsta getraunaseðli að menn geta sparað sér vangaveltur um úrslit þeirra. Fjórir leikir sem eru á seðlinum hafa þegar farið fram, og útlit er fyrir að a.m.k. fimm leikjum verði frestað. Kann svo að fara að aðeins tveir leikir sem eru á seðlinum fari fram, leikir Norwich og Middlesbrough og Nottingham Forest og Sheffield United. Það er undirbúningur Eng- lendinga fyrir landsleik þeirra við Skotland sem setur svona mikið strik I reikninginn. Hing- að til hafa leikir í 1. deild haft algjöran forgang í ensku knatt- spyrnunni, en nú hefur blaðinu verið snúið við og landsliðið er komið I öndvegi. Ölafur Jónsson sagði að í reglugerð Islenzkra getrauna væru ákvæði um það, að ef einn eða tveir leikir sem eru á seðl- inum fara ekki fram, eru þeir felldir út þegar seðlar eru metnir til vinnings, en ef þrír eða fleiri leikir falla niður er dregið um alla þá leiki sem ekki fara fram. Mun dráttur fara fram hjá getraunum á svipuð- um tima á laugardaginn og úr- slit leikja I ensku knattspyrn- unni liggja venjulega fyrir. Ölafur Jónsson sagði að sala getraunaseðla hefði verið frem- ur dræm það sem af væri. — Hún tók þó góðan kipp i siðustu viku, og við erum bjartsýnir á að þetta fari betur f gang þegar á haustið liður, sagði hann, — hins vegar höfum við orðið fyr- ir vonbrigðum með kerfisseðl- ana. Þeir seljast alls ekki eins mikið og við áttum von á, og virðist sem menn kunni enn ekki að notfæra sér þá. Sölu- aukning í þeim hefur þó verið nokkuð jöfn og þétt, en við átt- um von á mun meiri áhuga á þeim, heldur en orðið hefur. — Annars er greinilegt að sölumennirnir hjá félögunum eru orðnir þreyttir á þessu starfi, sagði Ölafur, — það lend- ir á sömu mönnunum ár eftir ár, og þvi er vel skiljanlegt að þeir séu ekki eins atkvæðamikl- ir í sölustarfinu og var til að byrja með. Einhvern veginn er það þannig að félögunum tekst ekki að dreifa þessu starfi á fleiri félaga sina. Einstök félög standa sig frábærlega vel og hafa verulegar tekjur af sölu seðlanna. Má þar nefna Knatt- spyrnudeild KR sem selur helmingi meira en nokkur önn- ur deild hér í Reykjavík. Mun það ekki langt frá lagi að deild- in hafi haft 600—800 þúsund krónur í tekjur af þessari sölu- starfsemi í fyrra. Aðrar deildir sem standa sig vel I Reykjavík eru t.d. handknattleiksdeild Fram og knattspyrnudeild Vals. Ólafur sagði að dofnað hefði enn meira yfir sölustarfinu úti á landi en á Reykjavikursvæð- inu, og væri nú svo komið að hætt væri að senda seðla á nokkra staði. — Það er annars furðulegt hvað þetta er mis- jafnt, sagði Ólafur. Á Kópa- skeri eru t.d. seldar um 200 raðir í hverri viku, og virðist sama á hverju dynur hjá þeim. Hvergi á landinu eru seldir fleiri seðlar en þar. Næst kem- ur svo Keflavík, en þar er lika mikill kraftur í sölunni og dug- legir menn sem fást við hana. Aftur á móti eru Akurnesingar — þeir hinir miklu knatt- spyrnuáhugamenn — ekkí einu sinni með I getraunastarfinu í vetur. komu vestur-þýzka liðsins G.W. Dankersen hingað til lands I keppnisferð, en Stefán dvaldi tiu daga fyrir skömmu hjá vini sfn- um, Olafi H. Jónssyni, og fylgdist þá bæði með æfingum Danker- senliðsins og leikjum þess. — Aðalmunurinn á Dankersen og íslenzkum liðum er sá að hjá þeim er valinn maður I hverju rúmi, sagði Stefán. Liðið er með mjög góðar skyttur, góða línu- menn og markvarzlan er einnig ágæt. Flestir leikmenn liðsins eru stórir og þéttir á velli. Liðið leik- ur skemmtilegan og hraðan hand- knattleik, og er engan veginn eins gróft I varnarleik sinum g þýzku liðin hafa yfirleitt fengið orð fyr- ir. Dankersen kemur hingað til lands n.k. sunnudag og mun leika hér fjóra leiki. Fyrsti leikur liðs- ins verður I Laugardalshöllinni n.k. mánudagskvöld og þá mun það mæta gestgjöfum sinum, Fram. 1 Hafnarfirði leikur liðið n.k. miðvikudag 13. október við Islands- og bikarmeistara FH. Á fimmtudagskvöld mætir Danker- sen svo Val I Laugardalshöllinni og laugardaginn 16. október leik- ur Dankersen við úrvalslið lands- liðsnefndar I Laugardalshöllinni. — Það er alllagt slðan það kom til umræðu að fá Dankersen hing- að, sagði Ólafur A. Jónsson, tals- maður handknattleiksdeildar Fram á fundinum I gær. — Þegar svo Fram átti rétt á haustheim- sókninni núna var málið sett i fullan gang. Reyndust leikmenn Dankersen hafa mikinn áhuga á þvl að koma hingað, en mörg ljón voru þó I veginum. Þegar búið var að ganga endanlega frá Islands- ferðinni kom vestur-þýzki lands- liðsþjálfarinn til sögunnar og til- kynnti að hann hefði valið fjóra af leikmönnum Dankersen I landsleik við Noreg og þeir fengju þvl ekki fararleyfi til Is- lands. Leikmennirnir vildu hins vegar ekki sætta sig við þetta og var þeim þá hótað þvl að færu þeir með liði slnu kæmu þeir ekki til greina I þýzka landsliðið I framtlðinni. Eftir langa fundi og stranga urðu málalok þau, að að- almarkvörður Dankersen mun leika með landsliðinu, tveir leik- mannanna fengu leyfi til þess að fara til Islands og einn ákvað að gefa landsliðið upp á bátinn og koma hingað. — Þegar þetta mál var leyst kom annað upp, sagði Ólafur, — það að tveir leikmanna Danker- sen, Axel Axelsson og félagi hans, áttu að ganga undir próf I skóla sfnum 13. október. Tók einnig langan tfma að fá málum þannig komið fyrir, að þeir fengju próf- unum frestað. Dankersen kemur þvf með sitt bezta lið hingað, að þvf undan- skildu að markvörðurinn, Rainer Niemayer, mun leika með þýzka landsliðinu. Hinn markvörður liðsins, Martin Karcher, er þó enginn nýgræðingur og á hann t.d. 13 landsleiki að baki með vest- ur-þýzka landsliðinu. Alls koma hingað 12 leikmenn, einn þjálfari og 6 fararstjórar og aðstoðar- menn. Ásgeir á fullri ferð ÁSGEIR Sigurvinsson var maður- inn á bak við góðan sigur Standard Liege I leik við Ware- gem I belglsku 1. deildar keppn- inni ( fyrrakvöld. Standard sigraði I leiknum 3—1, og er nú I fjórða sæti I belgfsku 1. deildar keppninni með 8 stig. Anderlecht og FC Briigge hafa hlotið 11 stig og Antwerpen 9 stig. Ásgeir Sigurvinsson hefur sem kunnugt er verið töluvert frá vegna meiðsla að undanförnu, en hefur nú náð sér sæmilega og sýndi sína beztu takta I leiknum I fyrrakvöld. Atti hann mestan þátt I sfðasta marki Standard I leikn- um þótt það væri annar sem að lokum renndi knettinum I netið. Lið Guðgeirs Leifssonar, Charleroi, tapaði hins vegar I fyrrakvöld á heimavelli sínum við RWD Molenbeek 0—2. Urslit ann- arra leikja I Belgíu I fyrrakvöld urðu þessi: Antwerpen — CS Briigge 2—1 Malinois — Beveren 2—2 Courtrai — FC Liegeois 2—0 Anderlecht — Ostend 4—0 Lokeren — Lierse 2—1 FC Bríigge — Beerschot 4—1 Beringen — Winterslag 0—2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.