Morgunblaðið - 13.10.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.10.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1976 Greinargerð fjárlagafrv. 1977; Dregið verður úr opin- berum f ramkvæmdum Itíkissjóður greiðir 2,2 millj- arða af skuld við Seðlabankann HÉR FER á eftir greinagerð með fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 1977, sem lagt var fram á Alþingi í gær: Matthfas Bjarnason sjávarútvegsráðherra og Matthfas Á. Mathiesen f jármálaráðherra. Viðskipta- halli 12% 1975, 5-6% 1976 Helstu markmið stefnu ríkis- stjórnarinnar i efnahagsmálum fyrir árið 1976 voru í fyrsta lagi að draga verulega úr viðskipta- hallanum við útlönd, í öðru lagi að hægja mikið á hraða verðbólg- unnar og í þriðja lagi að tryggja áfram fulla atvinnu. Utlit er fyrir, að fyrsta mark- miðið náist, þannig að viðskipta- hallinn í ár verði hálfu minni en 1975, eða 5—6% af þjóðarfram- leiðslu samanborið við um 12% 1975. Nokkuð mun einnig draga úr hraða verðbólgunnar á árinu, þó alls ekki nægilega. Atvinnu- ástand hefur verið gott. I heild verður þvf ekki annað sagt en að verulega hafi miðað f jafnvægis- átt í efnahagsmálum þjóðarinnar á þessu ári. í þessu sambandi verður þó jafnframt að hafa í huga, að fyrst töldu tvö markmið- in voru aðeins sett sem áfangar á lengri leið, þar sem stefnt er að því að minnka viðskiptahallann enn meira, svo og að koma hraða verðbólgunnar niður á það stig, sem algengast er í nálægum lönd- um. Til þess að tryggja að þessi árangur náist, er nauðsynlegt að beitt verði áfram traustu aðhaldi f fjármálum rfkisins á næsta ári. Þessi viðleitni setur svip sinn á þetta frumvarp. Enginn vafi er á, að þróun ríkis- fjármála á þessu ári hefur átt sinn þátt í því, að miðað hefur í átt til jafnvægis f þjóðarbúskapn- um öllum. Ein af forsendum þess bata, sem horfur eru á að verði í ríkisfjármálum á árinu 1976, má rekja til strangra aðhaidsaðgerða og breyttra vinnubragða hjá fjár- málaráðuneytinu við eftirlit með útgjöldum ríkissjóðs. Gerð áætl- ana um greiðsluþarfir ríkisstofn- ana innan fjárlagaársins, ásamt vikulegum samanburði við greiðslur úr ríkissjóði, hefur stuðlað að virkari heildarstjórn ríkisfjármálanna. En nú er gert ráð fyrir, að jöfnuður náist í fjár- málum ríkisins og grynnt verði á skuldum rikissjóðs við Seðlabank- ann sem myndast hafa vegna greiðsluhalla undanfarin tvö ár, ekki síst vegna þess að of snöggur samdráttur rfkisútgjalda í kjölfar rýrnandi viðskiptakjara hefði teflt atvinnuöryggi í tvfsýnu. Traustur fjárhagur ríkisins er nú enn brýnni en fyrr, þar sem versl- unarárferði hefur að nýju snúist okkur í hag. Okkur er þess vegna mikil nauðsyn að virkja þann straum til þess að styrkja stöðu þjóðarbúsins út á við en veita honum ekki viðstöðulaust til aukningar þjóðarútgjalda. Af þessari ástæðu og þeirri, að út- gjöld til landhelgisgæslu og haf- rannsókna er enn mjög mikil, svo og vegna brýnna þarfa á öðrum sviðum, auk þess sem samnings- bundin lækkun á tollum skerðir tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins, hefur ekki þótt rétt að gera ráð fyrir lækkun 18% vörugjaldsins á næsta ári. Gjaldið var sem kunn- ugt er hækkað úr 10% í 18% f maf s.l. með lögum um fjáröflun til landhelgisgæslu, fiskverndar, rfkisfjármál o.fl., en með þvf var tryggt víðunandi jafnvægi í ríkis- fjármálum á þessu ári. I frumvarpinu er gert ráð fyrir 136 m.kr. greiðsluafgangi 1977 og hefur þá verið reiknað með 2.252 m.kr. afborgun af skuld rfkis- sjóðs við Seðlabankann Þessi greiðsluafgangur verður að telj- ast algert lágmark miðað við ástand og horfur í efnahagsmál- um. Opinber umsvif og þjóðar- framleiðsla Á útgjaldahlið hefur megin- áherslan verið lögð á að umsvif í almennri opinberri starfsemi aukist alls ekki meira en sem nemur líklegri aukningu þjóðar- framleiðslu á næsta ári, eða innan við 2%, og að nokkuð verði dregið úr opinberum framkvæmdum í heild á næsta ári, þar sem nú er verið að ljúka stórum áföngum í orkuframkvæmdum. Felur þetta í sér, að aðrar opinberar fram- kvæmdir verði svipaðar og í ár, þótt í heild sé dregið úr fjárfest- ingum. Sama stefna ræður ákvörðun um lánsútvegun til opinberra framkvæmda. Miðað við tölur frumvarpsins verður hlutur ríkisútgjalda I þjóðarfram- leiðslu á næsta ári um 29,5%, og er óliugjaldið þá innifalið. Þetta er ámóta og sambærileg tala fyrir árið 1976, en útgjöld ríkissjóðs 1975 eru áætluð 31,5%. Frum- varpið felur þannig ekki í sér aukna hlutdeild rikisins i þjóðar- framleiðslu. Þess hefur nú verið gætt við fjárlagagerðina, að út- gjaldatölur frumvarpsins séu sem raunhæfastar og í því sambandi stuðst við tölur ríkisreiknings 1975 og þegar heimiluð útgjöld 1976. Reynsla undanfarinna ára sýnir glöggt, hve örðugt er að stjórna ríkisútgjöldum, þegar útgjöld i stórum greinum ráðast algerlega af sérstakri löggjöf. Utflutnings- uppbætur á landbúnaðarafurðir hafa farið mjög vaxandi á undan- förnum árum. í fjárlögum 1976 var gert ráð fyrir verulegri tak- mörkun á verðábyrgð ríkissjóðs á útfluttum landbúnaðarvörum miðað við framkvæmd gildandi laga um þetta efni. Horfur eru á, að sú fjárhæð, sem verja þarf til útflutningsuppbóta á árinu 1976, verði allmiklu hærri en ráð var fyrir gert á fjárlögum þessa árs, eða allt að 1550 m.kr. í stað 890 m.kr. Hámarksverð ábyrgðar mið- að við óbreytta framkvæmd stefn- ir yfir 2.000 m.kr. á næsta ári. í frumvarpi þessu er fjárveiting til útflutningsuppbóta áætluð 1.800 m.kr., sem er lægri tala en nefnd er hér að framan til þessara þarfa. Hvort þessi áætlun reynist rétt eða ekki, fer vitaskuld eftir markaðs- og framleiðsluþróun. Sérstök nefnd vinnur nú að endurskoðun laga um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins o.fl., en í þeim lögum er að finna ákvæðið um útflutningsuppbæt- ur. Einn megintilgangur verð- ábyrgðarinnar er að tryggja, að landið sé sjálfu sér nægt um þess- ar vörur og þoli árferðissveiflur. Hafa þarf þetta í huga við endur- skoðun laganna, og einnig það, að lögin verði hvati til að selja land- búnaðarvörur á sem hæstu verði. 1 þessu frumvarpi hefur þó ekki verið reiknað með áhrifum breyt- inga, sem kynnu að verða i sam- bandi við framkvæmd á greiðslu útflutningsuppbóta. Endurskoðun á útflutnings- uppbótum Kostnaður af sjúkratryggingum hefur vaxið ört. Utgjöid til heil- brigðismála hafa vaxið jafnt og þétt, þótt afturkipps hafi gætt í framleiðslu og tekjum þjóðarinn- ar. Mikils er um vert, að þessi mikilvæga þjónustugrein lúti traustri og ábyrgri fjármála- stjórn. Rikisstjórnin hyggst koma breyttri skipan á fjármál og skipt- ingu kostnaðar af sjúkratrygging- um, sem hafi það meginmarkmið að samhæfa betur stjórnaraðild og fjárhagslega ábyrgð á heil- brigðisþjónustunni i landinu. I þessu frumvarpi hefur verið stig- ið það skref, að áætlaður kostnað- ur af ríkisspítölunum verði færð- ur í A-hluta fjárlaga, og er þá reiknað með þvi, að ríkið kosti stofnanir þessar að öllu leyti. Hins vegar hefur í B-hluta verið reiknað með því, að sveitarfélögin greiði hluta sinn af heildarkostn- aði sjúkratrygginga samkvæmt gildandi reglum, og jafnframt verði 1.200 m.kr. af kostnaðinum bornar af fjáröflun, sem samsvari núverandi 1 % sjúkratrygginga- gjaldi af útsvarsstofni. í frum- varpinu er ekki tekin afstaða til þess, hvort þessi fjáröflun verði á vegum ríkisins eða sveitarfélaga, enda hlýtur sú ákvörðun að bíða niðurstöðu viðræðna, sem áform- aðar eru um fjárhagslegt skipulag sjúkratrygginganna og skiptingu kostnaðar af þeim milli ríkis og sveitarfélaga. Þá virðist einnig brýnt i þessu sambandi að endur- skoða reglur um þátttöku hins opinbera i kostnaði af hinum ýmsu þáttum heilbrigðisþjónust- unnar. Áður en endanleg af- greiðsla fjárlagafrumvarpsins fer fram mun heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra leggja fram til- lögu um nauðsynlegar breytingar á tryggingarlöggjöf, sem tryggir fyrirhugaða nýskipan. Ör hækkun trygginga og heilbrigdismála Með þessu frumvarpi er veru- lega tekist á við að treysta fjár- hagslega undirstöðu dómgæslu og lögreglu. Annars vegar hefur eft- ir föngum verið reynt að hafa við fjárveitingar til þessara mála hliðsjón af allra nýjustu tölum um raunverulegan rekstrarkostn- að dóm- og löggæslu á þessu og siðasta ári, fremur en á fjárlaga- tölum, og hins vegar með því að heimila ráðningu nýrra starfs- manna til mikilvægra starfa á þessum vettvangi. Gert er ráð fyr- ir, að við meðferð frumvarps þessa á Alþingi verði heimiluð útgjöld vegna fyrirhugaðrar stofnunar ríkisrannsóknarlög- reglu. Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp þar að lútandi nú I þingbyrjun, og stefnt er að af- greiðslu þess fyrir áramót. Ríkisrannsókn- arlögregla, nýr útgjaldalidur Fjáreitingar til vegamála mið- ast við, að heildarútgjöld til þess niálaflokks séu á verðlagi fjár- lagafrumvarpsins jöfn raungildi fjárveitinga yfirstandandi árs. Er gert ráð fyrir 5400 m. kr. til vega- mála, þar af 3900 m. kr. af skatta- fé en 1500 m. kr. af lánsfé. Auk þess greiðir ríkissjóður afborgan- ir og vexti af lánum, sem tekin hafa verið til vegagerðar, sem áætlað er 1130 m. kr. á árinu 1977, en þessi útgjöld hafa ekki verið færð á vegaáætlun og eru því heildarútgjöld til vegamála 6530 m. kr. Gert er ráð fyrir afgreiðslu vegaáætlunar samtimis afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1977, og mun samgönguráðherra leggja hana fram i nóvembermánuði n.k. Fjárveitingar til vegamála Við samanburð talna í fjárlaga- frumvarpi 1977 við fjárlagatölur 1976 ber að hafa í huga, að frá því að fjárlög ársins 1976 voru sam- þykkt hefur verið gripið til ýmissa efnahagsráðstafana, er aukið hafa ríkisútgjöld, og hið sama á við áhrif kjarasamninga og afleiddar hækkanir bóta al- mannatrygginga. Þessar ráðstafanir verða til þess, að út- gjöld yfirstandandi árs munu fara fram úr fjárlögum. Hliðstæð eru áhrif almennra verðlagshækkana, en fjárlög 1976 byggðust yfirleitt á verðlagi undir lok ársins 1975. Heildarútgjöld ríkissjóðs á árinu 1977 eru áætluð 83 129 m. kr. Ef samanburður er gerður við fjár- lög 1976 án tillits til siðari ráðstaf- ana i ríkisfjármálum, sem sam- þykkt hafa verið á Alþingi, er hækkunin 41,2%. Sé hins vegar höfð hliðsjón af framangreindum efnahagsráðstöfunum og verð- lagsþróun, ásamt reynsiu fyrstu átta mánaða ársins, má gera ráð fyrir að ríkisútgjöldin verði ná- lægt 68.000 m. kr., sem þýðir að útgjöld verða um 19,9% hærri skv. frumvarpi 1977, eða 13 529 m. kr., þegar tekið hefur verið tillit til ráðstöfunar oiíugjalds um 1600 m. kr. Við slíkan samanburð er þess einnig að gæta, að frum- varp til fjárlaga fyrir árið 1977 felur í sér áætlun um laun og tryggingabætur fram á mitt næsta ár, en við gerð fjárlagafrumvarps hefur yfirleitt verið miðað við kauplag og bótafjárhæðir, er gilda á þeim tíma, sem frum- varpið er samið, eða fyrirsjáanleg hafa verið í nánustu framtið. Ef frá frumvarpstölum eru dregnar áætlunartölur af þessu tagi, sem nema samtals 4667 m. kr., auk fyrrnefndra 1600 m. kr. vegna olíugjalds, yrði hækkun ríkisút- gjalda samkvæmt frumvarpinu 18005 m. kr. eða 30.6% og er það sambærilegastur grundvöllur við hækkunartölur, sem venjulega hafa verið settar fram i greinar- gerð með fjárlagafrumvarpi. Hækkun frá áætlaðri útkomu 1976 yrði 8862 m. kr., eða 13.0%. Raunhæfur samanburdur milli áranna 1976 og 1977 Heildartekjur ríkissjóðs 1977 eru í frumvarpinu áætlaðar 84 milljarðar króna. Þessi áætlun felur I sér líkt hlutfall rikisskatta af þjóðartekjum og verða mun á þessu ári, eða 29—30%, eftir því hvort olíugjaldið er talið með ríkistekjum eða ekki. Áætlun frumvarpsins um óbeina skatta er reist á þeirri meginforsendu, að almenn þjóðarútgjöld aukist um 2% á næsta ári, eða um líkt hlut- fall og þjóðarframleiðslan. Verð- lagsgrundvöllur tekjuáætlunar er hinn sami og útgjaldahliðarinnar. Reiknað er með um 600 m. kr. lækkun tolltekna vegna ákvæða fríverslunarsamninganna við EFTA og EBE. Að öðru leyti er reiknað með óbeinum sköttum óbreyttum eins og nú gilda. Beinu skattarnir eru áætlaðir á grund- velli gildandi laga. Hins vegar verða fyrir afgreiðslu fjárlaga flutt frumvörp um breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt, þar sem meðal annars verða ný ákvæði um skattmeðferð á tekj- um hjóna, einföldum á tekju- skatti einstaklinga almennt og breytta skattlega meðferð þeirra, sem sjálfstæðan atvinnurekstur stunda. Einnig verða gerðar til- lögur um nýja skattmeðferð sölu- hagnaðar af fyrnanlegum eignum f tengslum við breyttar fyrningar- reglur til skatts. Eignarskattsstig- inn verður samræmdur nýju fast- eignamati. í heild er ekki reiknað með verulegum breytingum á skattfjárhæðum, en hins vegar munu þessar breytingar væntan- lega hafa áhrif til þess að deila skattbyrðinni á sanngjarnari hátt en gildandi reglur fela í sér. Þá er einnig ráðgert að taka ákvarðanir um lækkuð aðflutningsgjöld og söluskatt af vélum, tækjum og hráefnum til samkeppnisiðnaðar, sem munu væntanlega fela I sér einhvern tekjumissi fyrir rikis- sjóð. Þetta mál verður þó ekki metið til fulls fyrr en við endan- lega afgreiðslu fjárlaga og I tengslum við endurskoðun toll- skrárlaga sem nú er unnið að, en frumvarp að nýjum tollskrárlög- um, sem samið verður með sér- stöku tilliti til samninganna við Framhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.