Morgunblaðið - 13.10.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1976
13
Þingmannafrumvarp og tillögur:
Sundlaug við end-
urhæfingardeild
Borgarspítalans
Umboðsnefnd Alþingis,
bann við gjöfum til opin-
berra starfsmanna, vot-
heysverkun og ferðafrelsi
EFTIRTALIN þingskjöl vóru
lögð fram I gær: 1) frumvarp
til laga um umboðsnefnd Al-
þingis, flm. Benedikt Gröndal,
2) tillaga til þingsályktunsar
um samningu iagaákvæða, er
banni opinberum starfsmönn-
um að veita viðtöku umtals-
verðum gjöfum, flm. Sighvatur
Björgvinsson o.fl., 3) tillaga
um votheysverkun, flm. Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, 4)
tillaga til þingsályktunar um
sundlaug við Grensásdeild
Borgarspftala, flm. Magnús
Kjartansson, Jóhann Hafstein,
Einar Agústsson og Eggert G.
Þorsteinsson, 5) tillaga til
þingsál. um ferðafrelsi, flm.
Magnús Kjartansson.
Umboðsnefnd
Alþingis
Alþingi hefur þegar sam-
þykkt tillögu um að undirbúa
embætti umboðsmanns. Stjórn-
arfrumvarp þess efnis hefur
verið lagt fyrir, en ekki hlotið
afgreiðslu. Hér er málið tekið
upp á nýjum grundvelli, þ.e. að
í stað þess að setja á legg emb-
ætti umboðsmanns Alþingis
verði kjörinn fastanefnd þings-
ins, er sinni hlutverki hans, en
það er að styðja menn til að ná
rétti sinum, hindra að stjórn-
völd beiti nokkurn mann rang-
indum og stuðla þann veg að
góðri, opinberri stjórnsýslu.
Bann við gjöfum
til opinberra
starfsmanna
Tillagan felur það i sér að
dómsmálaráðherra feli aðilum,
er vinna að endurskoðun á lög-
um um réttindi og skyldur op-
inberra starfsmanna, að gera
sérstaka tillögu um ný og af-
dráttarlausari fyrirmæli en nú
er að finna í lögum, er banni
opinberum starfsmönnum að
veita viðtöku umtalsverðum
gjöfum, endurgjaldslausri
þjónustu, sérstökum fríðindum
eða óvenjulegri fyrirgreiðslu
umfram starfsréttindi.
Votheysverkun
Tillaga Þorvaldar Garðars
um votheysverkun felur það i
— Greinargerð
Framhald af bls. 12
EFTA og EBE, mun verða lagt
fram fljótlega eftir þingbyrjun.
Tekjur ríkis-
sjóds í hlutfalli
af þjódartekjum
Eins og undanfarin ár fylgir
frumvarpinu yfirlit yfir fram-
kvæmdir samkvæmt A- og B-hluta
fjárlagafrumvarps 1977, sem ráó-
gert er að fjármagna með lánsfé,
og fjáröflun til þeirra. Þessi fram-
kvæmda- og lántökuáform mynda
síðan hluta af lánsfjáráætlun
þeirri, sem nú er unnið að og
fjallar um alla lánastarfsemi i
landinu á næsta ári. Tölurnar I
fyrrgreindu yfirliti munu taka
einhverjum breytingum í þessari
áætlunarvinnu.
Lánsfjár-
áætlun 1977
Lánsfjáráætlun 1977 verður
lögð fram á Alþingi fyrir eða um
sér að ríkisstjórnin geri ráðstaf-
anir til að stuðla að almennri
votheysverkun, m.a. með því
að: 1) kynna bændum reynslu
þeirra, sem um árabil hafa
byggt heyöflun sína að öllu eða
mestu leyti á votheysverkun, 2)
veita hærri stofnlán til bygg-
ingar votheyshlaðna en þurr-
heyshlaðna og 3) veita sérstök
stofnlán til að breyta þurrheys-
hlöðum í votheyshlöður. Tillag-
an er m.a. rökstudd með til-
tækri reynslu í heyöflun viða
um sveitir á undangengnum
óþurrkasumrum.
Sundlaug við Grensásdeild
Borgarspftala
Flutningsmenn þessar ar til-
lögu hafa allir dvalizt á Endur-
hæfingardeild Borgarspitalans
við Grensásveg. Þeir benda á að
bygging sundlaugar vió endur-
hæfingarstöðina sé brýnt fram-
faramál að dómi stjórnenda
hennar. Vitna þeir i itarlega
greinargerð þar um, er yfir-
læknir deildarinnar, dr. Ásgeir
B. Ellertsson, hefur samið. Þar
er einnig vitnað til tillögu
borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins um þetta efni sem
einróma var samþykkt í borgar-
stjórn Reykjavikur. Flutnings-
menn leggja áherzlu á að þetta
mál fái skjóta afgreiðslu i með-
förum þings og verði tekið með
í f járlagadæmið fyrir árið 1977.
Ferðafrelsi
(f Bandarfkjunum).
Tillaga Magnúsar Kjartans-
sonar um þetta efni er I formi
áskorunar á utanrfkisráðherra
„Að tryggja fulla gagnkvæmni i
samskiptum við önnur ríki að
þvi er varðar ferðafrelsi. Skal
stefna íslenzkra stjórnvalda
vera sú að ryðja úr vegi öllum
hindrunum á ferðafrelsi. Vilji
önnur riki ekki fallast á þessa
skipan, heldur leggi hömlur á
ferðir Islendinga, skulu þegnar
þessa ríkis sæta sömu tálmun-
um ef þeir kjósa að ferðast til
íslands." — í greinargerð telur
flutningsmaður að íslendingar
njóti ekki gagnkvæms ferða-
frelsis í Bandarikjum Norður-
Ameríku.
miðjan nóvember. Lánsfjáráætl-
un er til þess gerð, að um leið og
fjárlagaákvarðanir eru teknar, fá-
ist skipuleg yfirsýn um lánastarf-
semina i landinu og erlendar lán-
tökur þjóðarinnar. Með gerð láns-
fjáráætlunar fyrir árið 1976 var
stigið stórt skref til samræmingar
á sviði lána- og fjármála. Hún var
fyrsta heiilega áætlunin um láns-
fjármarkaðinn, sem gerð hefur
verið hér á landi, og að sjálfsögðu
hefur komið í ljós, að framkvæmd
hennar þarf að bæta í ýmsum
atriðum. Mun fjármálaráðuneytið
gera tillögur um það. Gæti t.d.
verið æskilegt, að þegar í áætl-
unargerðinni væri tekin ákvörð-
un um lánskjör, samskipti
einstakra fjáröflunaraðila o.fl.
Ljóst er að gerð lánsfjáráætlunar-
innar hefur orðið til þess að auð-
velda að mun stjórn fjármála og
peningamála í landinu, og skiptir
miklu, að áframhaldandi aðgerðir
á þessu sviði verði samstilltar að
þeim markmiðum 'að draga úr
verðhækkunum og viðskipta-
hallanum við útlönd.
Ljósm. Ól. K. M.
Gunnar Þórðarson og Steven Sinclair undirrita samninginn ( gær.
Plata Gunnars á
markað vestan
hafs í febrúar
FORMLEGA var í gær
gengið frá hljómplötu-
samningi milli Gunnars
Þórðarsonar, hljómlistar-
manns, og bandaríska um-
boðsfyrirtækisins L. K.
Products í Los Angeles.
Bandríska fyrirtækið hef-
ur með því einkarétt á
hljómplötuútgáfu með
framlagi Gunnars um allar
álfur í eitt ár. Samningur-
inn nær þó ekki til íslands,
þar sem Gunnar hefur eft-
ir sem áður algjörlega
frjálsar hendur um hljóm-
plötuútgáfu.
Að sögn Gunnars er að því
stefnt að gefa út I febrúar á næsta
ári í Bandaríkjunum breiðskífu
þá, sem hann lét frá sér fara fyrir
nokkru. Plata þessi er til hér á
stúdíóbandi og verður stuðzt við
það að miklu leyti nema hvað
bæta á hljómgæði hennar og lag-
færa með ýmsum hætti. Auk
þessa felst í samningnum að
Gunnar á að gera aðra plötu fyrir
bandaríska fyrirtækið, ef það ósk-
ar þess.
Fyrirtækið greiddi Gunnari all-
verulega fjárhæð við gerð samn-
ingsins en auk þess mun Gunnar
fá um 6% af plötusölunni. Hann
er hins vegar algjörlega sjálfráð-
ur um tónlistina sem hann lætur
frá sér fara og hefur fyrirtækið
bandaríska þar aðeins tillögurétt.
L.K.-Products sendi hingað til
lands fulltrúa sinn, Steven Sin-
clair, til að ganga frá samningn-
um við Gunnar en en Sinclair
mun auk þess sjá um kynningu á
Gunnari og íslandi vestan hafs.
Hefur plötu hans — a.m.k. til
bráðabirgða — verið gefið nafnið
Ice and Fire, og hyggst Sinclair
nota sérkenni landsins og
framandleika f augum Banda-
rikjamanna til að koma hinum
nýja, fslenzka viðskiptavini L.K.
Products á framfæri vestra.
Rádstefna um
almennings-
bókasöfn
A Fimmtudag og föstudag, 14.
og 15. október, verður haldin ráð-
stefna um almenningsbókasöfn á
vegum Sambands fsl. sveitarfél-
aga. Ráðstefnan er haldin f sam-
vinnu vió menntamálaráðuneytió.
Félag bókasafnsfræðinga og
Bókavarðafélag lslands og f beinu
framhaldi af ráðstefnunni verður
haldinn landsfundur bókavarða.
Við setningu ráðstefnunnar
flytur Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra, ávarp og
bókafulltrúi rikisins, Stefán
Júlíusson, flytur fyrsta framsögu-
erindið um samstarf almennings-
bókasafna og skólabókasafna.
Nokkrir sveitarstjórnarmenn og
bókaverðir fjalla um fjármál al-
menningsbókasafna og í ljósi þess
að ríkissjóður hætti um síðustu
áramót aðild sinni að rekstri
bókasafna og fjallað verður um
framtíðarskipulag bókasafns-
þjónustu í landinu.
Ráðstefnan verður haldin á
Hótel Esju og fyrri dag hennar
verða heimsótt bókasöfn i Reykja-
vík, Garðabæ og í Hafnarfirði.
Félag einstæðra
foreldra:__________
Fyrsti fundur
vetrarins hald-
inn annað kvöld
Um þessar mundir er vetrar-
starf Félags einstæðra foreldra að
hefjast, og verður fyrsti fundur-
inn á þessu hausti að Hallveigar-
stöðum annað kvöld, fimmtudag-
inn 14. október.
Á fundinum verður sagt frá
kaupum FEF á húseign í Skerja-
firði nýlega, skipað verður í
starfsnefndir og lýst eftir tillög-
um til stjórnarkjörs, auk þess sem
flutt verða skemmtiatriði og selt
kaffi, en fundurinn hefst kl. 21.
fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið!
Einstök þjónusta — yður að kostnaðarlausu
Við mælum flötinn og gefum yður fast
verðtilboð. Þér komið og veljið gerðina, við
mælum og gefum yður upp endanlegt verð
— án skuldbindinga af yðar hálfu.
Athugið að þetta á við bæði um smá og
stór verk.
f teppadeild JL-hússins finnið þér mesta
teppaúrval á landinu — hvers konar teppi
l öllum verðflokkum. Verð kr. 1180 til
13.000 ferm.
jii
Jón Loftsson hf.
/A ^ A ^
| lZj □ EZ íZi D □
Hringbraut 121 Sími 10600