Morgunblaðið - 13.10.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.10.1976, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1976 17 Útgefandi Framk væmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auqlýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjórn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Áni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10100 Aðalstræti 6, sfmi 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Víðtækt samstarf í verðlags- og launamálum Geir Hallgrímsson, forsætis- ráðherra, hefur haft frum- kvæði að þvi að efna til víðtæks samstarfs um aðgerðir gegn verðbólgunni. í fyrradag varfrá þvi skýrt, að forsætisráðherra hefði sent öllum þingflokkum og ennfremur Alþýðusambandi íslands, Vinnuveitendasam- bandi íslands, BSRB og Stéttarsambandi bænda bréf og óskað eftir þvi, að þessir aðilar tilnefndu fulltrúa í nefnd ásamt fulltrúum rikisstjórnar- innar, en verkefni nefndar þessarar á að vera að gera tillögur um hvernig ná megi hraða verðbólgunnar niður i það, sem tíðkast í nágranna- löndum. Enda þótt vöxtur verð- bólgunnar hafi minnkað um helming á valdatíma núverandi ríkisstjórnar er Ijóst, að hann er ennþá tvöfalt til þrefalt meiri en í flestum nálægum löndum og gert ráð fyrir, að verðbólgan muni nema um 25 til 30% á þessu ári. Segir forsætisráð- herra í bréfi sínu að „verðbólg- an er því enn eitt alvarlegasta vandamál, sem þjóðin á við að stríða". Sérstök ástæða er til að fagna því frumkvæði, sem rikisstjórn Geirs Hallgrímssonar hefur haft í þessum efnum. Þótt greina megi ýmis bata- merkí í efnahagsmálum, hækk- andi verðlag á útflutnings- afurðum okkar erlendis og að gjaldeyrisstaðan versni minna en áður, eru horfur í efnahags- málum þjóðarinnar engu að siður mjög ískyggilegar. Því veldur fyrst og fremst sú stað- reynd, að enn er verðbólgu- vöxturinn alltof mikill. Þessi mikla verðbólga, sem nú hefur ríkt í landinu á 4. ár, hefur þegar haft mjög afdrifarikar afleiðingar á allt efnahags- og athafnalif. Þess vegna skiptir það nú mestu að ná tökum á verðbólgunni og draga úr hraða hennar. Það mun ekki takast, nema stjórnmálaöfl og aðilar vinnumarkaðar taki höndum saman. Á sama tíma og þessi viðhorf eru uppi i efnahagsmálum, er það staðreynd, sem ekki þýðir að horfa fram hjá, að mikils óróa er farið að gæta í launa- málum, enda þótt kjarasamn- ingar, bæði opinberra starfs- manna og annarra séu í fulli gildi fram á næsta vor. Óróinn vegna kjaramála er bersýnilega mestur í röðum opinberra starfsmanna og hann er svo mikill, að einstakir hópar þeirra hafa ýmist nú þegar gripið til ólöglegra aðgerða, eða hafa i hótunum um að gera það á næstu vikum og mánuðum. Jafnvel þótt menn kæmust að þeirri niðurstöðu, að opinberir starfsmenn hefðu rök fyrir sínu máli, er auðvitað Ijóst, að sér- stakar launahækkanir til þeirra mundu óhjákvæmilega breið- ast út um allt launakerfi þjóð- félagsins. Raunar er ástæða til að ætla, að nú þegar sé veru- legt launaskrið i gangi. Það eru þessi tvíþættu við- horf — of mikil verðbólga og órói í launamálum — sem valda því, að þörf er sérstakra aðgerða og að ástæða er til að reyna að ná víðtæku samstarfi milli ríkisstjórnar, þingflokka og aðila vinnumarkaðarins um stefnuna í verðlagsmálum og launamálum á næstu misser- um, ella kann illa að fara. Það er augljóst, að kaupgjald er mun lægra hér en í nálæg- um löndum, enda þótt verðlag á sumum vörum a.m.k. sé jafn hátt og í sumum tilvikum jafn- vel hærra en í nágrannalöndum okkar. Þetta er þróun, sem orðið hefur á nokkrum árum og það er augljóst, að við höfum orðið fyrir meiri áföllum af völd- um þeirrar efnahagskreppu, sem gengið hefur yfir hinn vestræna heim á síðustu árum, heldur en ýmsar nágrannaþjóð- ir okkar, sem hafa verið betur I stakkinn búnar til þess að taka víð þessum áföllum. Þess vegna höfum við dregizt aftur úr í lífskjörum og hljótum að horfast í augu við þá staðreynd og viðurkenna hana. Það er ekki nægilegt tilefni til almennra launahækkana hér á landi, þótt aðrar þjóðir hafi það betra en við um stundar$akir. Mjög almennar lau'nahækkanir í landinu nú eða á næsta vetri og vori hljóta auðvitað að verka eins og olía á eldinn og kynda enn undir verðbólguvextinum. Þess vegna vaknar sú spurn- ing, hvort hægt sé að ná víð- tæku samkomulagi allra helztu þjóðfélagsafla um stefnu í launa- og verðlagsmálum, sem kemur í veg fyrir áframhald- andi óðaverðbólgu og tryggir nokkrar lífskjarbætur, án þess að um almennar launa ækkanir sé að ræða. í þeim efnum skiptir mestu, ef útgjöld opinberra aðila yrðu dregin verulega saman og opinber gjöld og margvíslegar álögur lækkaðar til muna. Eins og nú horfir verður ekki séð, að önnur leið sé fær í verðlags- og kaupgjaldsmálum. Hvað sem um það er, ber að vænta þess að þeir aðilar, sem forsætisráð- herra hefur skrifað, muni taka boði hans vel og að þetta frum- kvæði Geirs Hallgrímssonar nú verði til þess að grundvöllur skapist til þess víðtæka sam- starfs í þessum efnum, sem íslenzku þjóðinni er augljóslega nauðsyn. Enn eitt táknið um goshættuna — segir Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur — ÉG TEL að þessi gufu- sprenging f nótt sé enn eitt táknið um hina miklu gos- hættu sem er við Kröflu, sagði Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur í við- taii við Morgunblaðið f gær. — Þessi sprenging þarf þó ekki að þýða, ef eldgos verður við Kröflu, að það verði á nákvæmlega þessum stað. Er gosið hófst f Öskju um þetta leyti árs árið 1961 áttu svipaðir at- burðir sér stað áður en sjálft gosið hófst. Sfðustu atburðir við Kröflu sýnast mér vel geta verið fyrir- boðar eldgoss á svæðinu, sambærilegir við það sem gerðist við Öskju fyrir 15 árum, sagði Eysteinn. Aðspurður um það hvort tengsl gætu ekki verið á milli boranna og gígsins sem myndaðist í fyrri- nótt, sagði Eysteinn, að hann teldi það harla ólfklegt. — Ég tel skynsamlegt að hætta borunum á svæðinu þar til Ijóst er hver framvinda mála verður, sagði Eysteinn. — Svæðið er mjög órólegt og ákaflega snöggar breyt- ingar þar. Þannig hafa orðið mikl- ar breytingar á hæð eða sigi landsins og skjálftavirknin hefur nær alveg dottið niður á um 3 vikum. Ég segi að þessar tíðu breytingar tákni að eitthvað sé að gerast fyrir neðan og greinilegt er að mikill massi er á ferð. Hvort hreyfing hans endar með gosi veit ég ekki, en mörg tákn finnast mér benda í þá átt, sagði Eysteinn Tryggvason að lokum. Verkstjórinn á Jötni: „Öry ggisráðstaf anirnar ekki upp á marga fiska Almannavarnir: „Ákvednir menn gleymdu að kenna hinum á kerfið” „ÞAÐ ER óhætt að segja það, að þessar öryggisráð- stafanir við Kröflu eru ekki upp á marga fiska,“ sagði Örn Sigurjónsson verkstjóri á Jötni, en hann var á vakt á bornum þegar gufuhverinn myndaðist með leir- og grjótkasti úr börmum hversins yfir Jöt- un. „Það var hreinlega ekkert eftirlit varðandi öryggi á staðnum,“ sagði örn, „Því þeir sem kunnu á tækin voru í fríi. Ég þurfti til dæmis að ræsa kokkinn til þess að komast að rofanum sem kveikir á aðvörunarkerfinu, en rof- inn var læstur inni.“ Vegna þessara ummæla Arnar ræddi Mbl. við þá Jón Illugason, formann almannavarnanefndar Mývatnssveitar og Guðjón Peter- sen hjá Almannavörnum ríkisins. Jón sagði að strax og almanna- varnanefndin var komin saman í fyrrinótt, hefði hún hringt upp til Kröflubúða en þá hefði engin svarað. „Við reyndum árangurs- laust að hringja uppeftir til að biðja menn þar að setja að- vörunarsírenur í gang en náðum ekki sambandi. Bormennirnir tóku þvi þá ákvörðun, þegar ekk- ert heyrðist í okkur, að setja sjálf- ir sírenurnar í gang og hófst þá brottflutningur manna af svæð- inu. Þarna brást eitthvað í kerf- inu og við munum athuga þetta sérstaklega," sagði Jón Illugason. Guðjón Petersen sagði að ástæð- an fyrir „bilun“ aðvörunarkerfis- ins væri sú, að þeir menn sem sjá áttu um kerfið fóru allir í helgar- frí og voru ekki væntanlegir til vinnu fyrr en á þriðjudags- morgni. „Þessir menn áttu að sjá um það að kenna öðrum á kerfið, ef þeir yrðu ekki til staðar en það gerðu þeir ekki. Þannig að enginn á staðnum kunni á kerfið þegar á reyndi. Var ég þó við Kröflu fyrir nokkrum dögum, til að leggja áherzlu á það að hver kynni sitt hlutverk. Þetta var þörf lexía og það verða gerðar ráðstafanir til þess að þetta komi ekki fyrir aft- ur,“ sagði Guðjón að lokum. Þegar verst lét puðraðist jarðvegur úr hverbarminum upp f 10—30 metra hæð. Ljósmyndír mi>i Friðþjófur. Gossagan” rakin í stuttu máli Leirleðjan hreinsuð af tækjum við Jötun. ALMANNAVARNA- NEFND Mývatnssveitar var tjlkynnt um leirgosið strax og þess varð vart. Gerði það Guðrún Gísla- dóttir, sem var á skjálfta- vakt í Reynihlíð. Bormenn við Kröflu hringdu til Guð- rúnar og hún hringdi áfram til nefndarmanna, samkvæmt ákveðnu kerfi. Að sögn Jóns Illugasonar, formanns nefndarinnar, kom hún saman til fundar eins fljótt og unnt var. Voru sfðan gerðar ráðstaf- anir samkvæmt þeirri áætlun, sem samþykkt hafði verið. Sagði Jón að starfið hefði gengið vel, nema hvað aðvörunarkerf- ið við Kröflu hefði ekki gengið nærri nógu vel. Varzla var sett upp í stjórnstöð Almannavarna í sfmstöðinni í Reykjahlfð og er áformað að hafa vörzlu þar áfram. Almannavarnanefndin skráði niður það markverðasta í sam- bandi við hinn nýja leirhver. Hér á eftir verða raktir nokkrir punkt- ar og að miklu leyti stuðzt við skýrslu almannavarnanefndar: Klukkan 4,35: Bormenn við Kröflu tilkynna skjálftavakt Orkustofnunar í Reynihlið sím- leiðis, að leirgos sé nýhafið í námunda við borinn Jötun. Klukkan 4,40: Almanna- varnanefnd kölluð út. Bormenn við Kröflu setja sjálfir sírenur á staðnum i gang og starfsmenn byrja að yfirgefa staðinn. Al- mannavörnum I Reykjavik til- kynnt um málið skömmu siðar. Klukkan 5,00: Jón Illuga- son, Valgeir Guðmundsson og Þorsteinn Gústafsson úr almannar varnanefnd fara upp til Kröflu og líta á aðstæður. Starfsmenn halda áfram að yfirgefa Kröflusvæðið og fara á hótelið í Reynihlíð, eins og tiltekið var í áætluninni. Klukkan 5,40: Valgeir til- kynnir stjórnstöð, að leirhver hafi myndað 50—60 metra frá bornum Jötni og spúi hann leir og grjóti í loft upp. Hverinn sé aðeins sunn- an holu 9 (sem Jötunn var að bora), milli holu 3 og holu 9. KÍukkan 6,00: Þremenning- arnir gefa nákvæmari skýrlu. Segja til viðbótar að um sé að ræða gufugos með grjóti og leir- slettum. Strókurinn sé óslitinn, 50—60 metra upp í loftið. Allir starfsmenn sem voru við Kröflu, að undanskildum 10—15 mönn- um, voru nú komnir niður í Reykjahlíð. Álitið er að þetta séu um 200 manns, eða 2/3 vinnuafls á staðnum. Aðrir voru ókomnir úr helgarfríi. Klukkan 6,15: Gisli ólafs- son yfirlögregluþjónn á Akureyri hringir og tilkynnir að fylgzt verði með umferð frá Akureyri til Mývatns. Klukkan 7.55: Fyrstu jarð- fræðingarnir koma að Kröflu. Klukkan 8.45: Tilkynnt aó gufugosið sé hætt. Þetta stopp stóð í 15 minútur, en þá byrjaði hverinn að blása gufu að nýju en ekki með sama krafti og áður. Klukkan 9.03:Lögreglu- „Heyrði dynja á þakinu og um leið var kallað: I>að er komið gos „Við vorum að ganga frá holutappa á holu 9 þegar JfaSÁ þetta byrjaði,“ sagði örn Sigurbjörnsson verkstjóri á Jötni við Mbl. “ eftir að hafa lokið að fóðra og steypa í holuna. Við vorum alls 8 þarna hver á sínum stað við vinnu. Ég var í vélaskúrnum þegar ég heyrði dynja á þakinu og um leið heyrði ég kallað: Það er komið gos. — Við gerðum strax ráð- stafanir og vorum fljótir að koma okkur í burtu og vor- um komnir frá svæðinu eftir 10 mín. eða þar um bil, því þetta magnaðist óðafluga. Þó var þetta mest milli kl. 7 og 9, en síðan fór það að dala“. sagði örn. Skjálftamælarnir sýndu enga hreyfingu GUÐRtJN Gísladóttir mælavörð- ur I Reynihllð varð furðu lostin þegar hún fékk hringingu frá bor- mönnunum við Kröflu og henni var tilkynnt að leirgos væri hafið. Slritandi jarðskjálftamælarnir þrír sýndu nefnilega enga hreyf- ingu, ekki einu sinni mælirinn, sem er uppi við Kröflu. Skjálftatíðnin á Mývatnssvæð- inu hefur verið mjög lítil undan- farna daga, þetta 2—3 skjálftar á sólarhring. „Skýringin er sú,“ sagði Páll Einarsson eðlisfræðing- ur, „að landið er nú að siga eftir risið. Þannig hefur slaknað á spennunni, og mjög litió er um jarðskjálfta." Menn voru að velta því fyrir sér upp við Kröflu í gær, hvers vegna upphaf leirgossins kom ekki fram á mælinum og var sú skýring gef- in, að umbrotin hefðu verið svo ofarlega í jarðveginum, að þau hefðu ekki verið mælanleg.“ Fólksvagninn sem stóð við Jötun cftir leirbaðíð, en steinn braut vélarhllfina eins og sjá má. menn koma frá Húsavík. Þeir tóku sér stöðu við veginn að Kröflu og hleyptu þangað aðeins fólki sem var í brýnum erinda- gerðum. Klukkan 9.26: Tilkynnt frá Kröflubúðum, að nýi hverinn gjósi likt og sjálfskaparvíti, þ.e. borholan sem breyttist í hver í fyrra. Þó dragi úr gosinu með köflum. Hverinn færist aðeins neðar í hlíðinni og stækkar og er byrjaður að grafa i sundur veginn að Jötni. Gera þarf nýjan veg til að hægt verði að flutja Jötun til á svæðinu. Klukkan 10: Von á fjórum alþingismönnum, Jóni Sólnes, Ragnari Arnalds og Ingvari Gísla- syni úr Kröflunefnd og Inga Tryggvasyni, alþingismanni Norðurlands-eystra. Klukkan 10.30: Tilkynnt höstuglega frá Kröflubúðum, að þar hafi safnazt saman stór hópur manna, sem ekkert erindi eigi á staðinn eins og á standi. M.a. séu þetta starfsmenn, sem eigi að vera i Reykjahlíð. Beðió var um hertar lögregluaðgerðir við veg- inn að Kröflu. Fleiri lögreglu- menn voru settir á vakt siðdegis. Stöðvuóu þeir alla þá sem fóru að Kröflu og rituðu niður nöfn þeirra, sem þangað fengu að fara. Klukkan 11.30: Jarðfræð- ingar hefja fundarhöld. Fleiri sérfræðingar voru komnir með flugvél frá Reykjavík, m.a. orku- málastjóri. Undir hádegi bættust alþingismenn í hópinn. Klukkan 13.00: Verulega hefur sljákkað I nýja hvernum. Um miðjan dag var vatni veitt í hverinn og dró þá enn úr virkni hans. „Vorum vaktir upp með sírenuvæli,, ÞEGAR Morgunblaðsmenn komu I Hótel Reynihllð snemma í gær- morgun var þar fjöldi starfs- manna við Kröflu. Margir spiluðu en aðrir sátu þögulir og hugsandi og enn aðrir lásu I blaði eða bók. „Við vorum vaktir upp með slrenuvæli I býtið f morgun," sagði Ingvar Ellasson rafvirki, einn starfsmanna, við blaðamann Mbl. „Við drifum okkur f fötin og það gekk greiðlega að koma mannskapnum niður á hótel.“ Morgunblaðsmenn ræddu við nokkra fleiri starfsmenn við Kröflu og bar þeim saman um að biðin væri leiðinleg og flestir sögðust bfða eftir vinki um að mega að byrja vinnu að nýju. Kröflustarfsmenn bfða f Hótel Reynihlfð. Flestir voru orðnir leiðir á biðinni og vildu fara að vinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.