Morgunblaðið - 13.10.1976, Side 18

Morgunblaðið - 13.10.1976, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 1976 10 Islendingar sæmdir stór- riddarakrossi FORSETI lslands sæmdi I gær eftirtalda tslenska ríkisborgara heiðursmerki hinnar Islensku fálkaorðu: Vilhjálm Þ. Gíslason, fv. út- varpsstjóra, stórriddarakrossi með stjörnu, fyrir störf að menn- ingarmálum. Agnar Kofoed-Hansen flug- málastjóra, stórriddarakrossi, fyr- ir embættisstörf. Brynjólf Ingólfsson ráðuneytis- stjóra, stórriddarakrossi, fyrir embættisstörf. Séra Garðar Þorsteinsson pró- fast, stórriddarakrossi, fyrir em- bættisstörf. Gunnar Guðjónsson, stjórnar- formann Sölumiðstöðvar hrað- SEX fslenzk sfldarskip seldu 406 lestir af sfld f Hirtshals f Dan- mörku í gærmorgun fyrir 31.6 milljónir króna og var meðalverð pr. kfló milli 77 og 78 krónur, sem teljast verður dágott. Síldveiði hjá skipunum hefur verið dágóð að undanförnu, enda Iftið um brælur. Skipin, sem seldu í gær, voru þessi: Eldborg GK seldi 105 lestir fyrir 8.3 millj. kr., meðalverð pr. kíló var kr. 79, Hrafn Sveinbjarn- arson GK seldi 62 lestir fyrir 4.7 millj. kr., meðalverð kr. 77, Svan- ur RE seldi 54 lestir fyrir 4.2 Sendibíl stolið UM HELGINA síðustu var stolið Renault-sendibfl í Reykjavík. Bíll þessi fannst í gær yfirgefinn og var hann kominn nær austur und- ir Hvolsvöll. Var bíllinn töluvert beyglaður eftir ökuferðína. Dregið í happdrætti Háskólans t GÆR, þriðjudag, var dregið f 10. flokki Happdrættis Háskóla ts- lands. Dregnir voru út 10.260 vinningar að fjárhæð kr. 135.630.000.-. Hæstf vinningurinn, ein milljón kr., kom á nr. 58461. Trompmiðinn og tveir aðrir voru seldir f Aðalumboðinu, Tjarnar- götu 4, og tveir f umboðinu í Grenivfk. Fimm hundruð þúsund króna vinningur koma á míða nr 35609. Trompmiðinn og tveir aðrir voru seldir í umboðinu í Bókabúð Safa- mýrar, Háateitisbr: - Einn mið- inn var seld f iiveragerði og einn miðinn í Borgarbúðinni i Kópavogi. Tvö hundruð þu und kr. vinn- ingur kom á nr 25807, Allir miðarnir voru' seldir.- i Aóal- umboðinu, Tjarnárgötu 4. Fimmtíu þús kr vinningar komu á eftirtalin númer: 171, 2073, 2346. 3181. 3407, 3548, 6297, 6510, 7587. 10597. 11823, 14108, 21727, 22736. 23169, 23578, 24132, 24369, 25137, 26252, 26331, 30575, 32727, 33516, 33630, 35298, 36937, 37936, 44445, 44556, 45078, 45342, 47063, 48163, 48349, 48589, 48611, 52481, 52740, 53325, 53381, 54282, 54344, 56897. .'7005. 57959. 58460, 58462, 58885, 59598. frystihúsanna, stórriddarakrossi, fyrir störf á sviði viðskipta- og fiskiðnaðarmála. Helgu Magnúsdóttur, fv. for- mann Kvenfélagssambands ís- lands, stórriddarakrossi, fyrir félagsmálastörf. Kristján Guðlaugsson hrl., stjórnarformann Flugleiða h.f., stórriddarakrossi, fyrir störf að flugmálum. Odd Ólafsson alþingismann, stórriddarakrossi, fyrir störf að heilbrigðismálum. Svein B. Valfells aðalræðis- mann, stórriddarakrossi, fyrir störf í þágu íslensks inaðar. Þórarin Þórarinsson, fv. skóla- stjóra, stórriddarakrossi, fyrir störf að skólamálum. millj. kr., meðalverð kr. 78, Grind- víkingur GK seldi 76.8 lestir fyrir 5.9 millj. kr., meðalverð kr. 77, Dagfari ÞH seldi 66.2 lestir fyrir 5.1 millj. kr., meðalverð kr. 77 og Sveinn Sveinbjörnsson NK seldi 44.6 lestir fyrir 3.4 millj. kr., með- alverð kr. 77. Þeir fiska sem róa VEGNA slæms veðurútlits reru aðeins þrfr reknetabátar frá Höfn f Hornafirði í fyrrakvöld, en áhafnir þeirra þurftu ekki að sjá eftir því að hafa róið, þvf bátarnir þrfr mokfiskuðu. Arney KE fékk 220 tunnur, Dalarafn VE 180 tunnur og Hvanney SF 120 tunn- ur. Bítarnir lögðu net sfn á milli Tvfskerja og lands. Waldheim r 1 • •• • i kjori New York, 12. október. Reuter. KURT Waldheim, aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði f dag að hann mundi gefa kost á sér til endurkjörs þeg- ar fimm ára kjörtfmabili hans lyki f lok ársins. Utanríkisráðherra Austurríkis Willibald Pahr, sagði blaðamönn- um að hann áliti að Kínverjar mundu ekki leggjast gegn endur- kjöri Waldheims. Talið er að hin stórveldin fjögur sem eiga fasta- fulltrúa i Öryggisráðinu muni styðja hann þótt þau hafi ekki lýst þvi yfir. — Orkustofnun vill . . . Framhald af bls. 32 gær og þennan fund sátu auk ráðsmanna þeir Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur, Eysteinn Tryggvason jarðeðlis- fræðingur og Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Frá Orkustofnun: „Um klukkan 4.40 i morgun urðu bormenn á jarðbornum Jötni varir við það, að rigna tók yfir þá leir og smáhnullungum. í ljós kom, að rétt sunnan víð borstað hafði myndazt leirhver, sem blés frá sér gufu og leir, hátt i loft upp. Voru þá strax gerðar ráðstafanir til að flytja fólk brott af virkjunarsvæðinu, ef vera kynni að þetta væri upphaf cldgoss. Gekk brott- flutningurinn vel. Þegar birti, sáust vegsum- merki betur en áður, hverinn blés gufu og leir, og var hver- skálin þá orðin um 15 metrar í þvermál. Gosið í hvernum datt niður öðru hverju, þannig að sjá mátti í botn hans. Ekkert bendir til þess, að svo stöddu, að hér sé um upphaf eldgoss að ræða. Jarðskjálftamælir á sjálfu Kröflusvæðinu sýndi ekki teljandi virkni, miklu minni en oft undanfarið. Lík- legt er talið að opnazt hafi rás eftir sprungu og I gegnum hana streymi gufa upp af jarðhita- svæðinu og rifi með sér ieir og grjót af tiltölulega litlu dýpi. Náin athugun fer nú fram á því, hvort aðgerðir við nálægar borholur, það er steypuvinna eða dæling á köldu vatni niður i holurnar, gæti hafa átt þátt i að koma þessu gufugosi af stað. Slikt hefur áður komið fyrir, t.d. við Námafjall. Rétt er að geta þess, að á því svæði sem hér um ræðir, þ.e. vestan undir Kröflufjalli, hafa áður myndazt svipaðir leirhver- ir, síðast í kringum 1940. Hveravirkni á- þessu svæði hefur farið heldur vaxandi á liðnu sumri, og hugsanlegt er að myndun nýja hversins sé framhald þeirrar þróunar. Vegna leir- og grjótflugs og af fleiri ástæðum er ekki talið rétt að halda áfram borun á því borstæði, sem Jötunn er nú. Verður hann fluttur frá þessu borstæði. Ekki er talin ástæða til annars en að halda áfram framkvæmdum á virkjunar- svæðinu að öðru leyti. Sérstök gæzla verður höfð umhverfis leirhverinn og er umferð óvið- komandi fólki þangað bönnuð af öryggisástæðum." — Skák Framhald af bls. 32 ekki til með að blanda sér í efstu sætin. Aðspurður sagði hann að á vissan hátt hefði fargjaldamálið jafnvel sett þá eitthvað út af strikinu. Skáksamband Islands kom sam- an til fundar í gær, þar sem fjallað var um beiðni Júgóslava um að Skáksambandið tæki þátt i ferðakostnaði Friðriks og Guðmundar á mótið í Novi Sad. Niðurstaðan á fundinum varð sú, að skeyti var sent til Júgóslavanna þess efnis, að Skák- sambandið myndi ekki taka neinn þátt í ferðakostnaðinum, enda mótið því algjörlega óviðkomandi. Það var og tekið fram í skeytinu, að Skáksambandið myndi síðar bjóða hingað júgóslavneskum skákmönnum og þá greiða allan ferðakostnað þeirra. — ASÍ os VSf Framhald af bls. 32 Jóni Bergs, formanni Vinnuveit- endasambandsins, sem kvað sam- bandið hafa ákveðið þátttöku í nefndinni og að á framkvæmda- stjórnarfundi Vinnuveitendasam- bandsins í gær hefði hann verið tilnefndur fulltrúi þess í nefnd- inni. Eins og fram kemur á undan munu þingflokkar stjórnarand- stöðunar taka fyrir tilmæli ríkis- stjórnarinnar um þátttöku í’ nefndinni. Karvel Pálmason, for- maður þingflokks Samtakanna, sagði að sér þættu þessi tilmæli eðlileg en eftir væri að sjá hvort hugur fylgdi máli, en Gylfi Þ. Gíslason vildi hins vegar ekkert segja um málið að svo stöddu. Morgunblaðinu tókst ekki að ná sambandi við Lúðvík Jósepsson né heldur Kristján Thorlacius, formann BSRB, og Gunnar Guðbjartsson, formann Stéttar- sambands bænda. Megintilgangur nefndar þessar- ar verður annars vegar að kanna vandlega horfur í verðlagsmálum á næstu misserum og greina ástæður þeirra verðhækkana, sem oróið hafa að undanförnu og or- sakir verðbólguþróunar hér á landi undanfarin ár og hins vegar að gera tillögur um ráðstafanir til þess að draga úr verðbólgu. Þess- ar tillögur skulu taka mið af því að þau markmið sem sett eru á þessu sviði þurfi að vega og meta við hlið annarra markmiða stefn- unar í efnahagsmálum, svo sem jafnvægis í utanrikisviðskiptum og fullrar atvinnu. — Setuverkfall Framhald af bls. 2 ina að veita starfsmönnum sfnum sömu kjör og tfðkast á frjálsum vinnumarkaði fyrir sambærileg störf, svo og láta starfsmenn sina njóta sanngirni um túlkun og framkvæmd umsaminna kjara- atriða. Ósanngirni ríkisvaldsins í þessum efnum er þegar farin að skerða starfsvilja ríkisstarfs- manna og lama starfsemi opin- berra stofnana. Núgildandi samningsréttar- ákvæði hafa ekki náð að tryggja ríkisstarfsmönnum eðlilegan kaupmátt launa og er fullreynt að Kjaradómur fer ekki að lögum. Fundurinn krefst þess að stjórn- völd verði þegar í stað við óskum BHM um raunhæfar kjarabætur og verkfallsrétt. Vaxandi skæruhernaður og uppsagnir sýna ljóslega hvert stefnir ef stjórnvöld sjá ekki að sér í þessum efnum. Fundurinn skorar á stjórnir að- ildarfélaganna að kanna allar færar leiðir til aðgerða fyrir 15. nóvember n.k. og vera við þvi búnar að beita þeim. — Leynd Framhald af bls. 15 komulagi sem fyrst, en vildi ekki segja hvernig Rússar hefðu tekið opinberlega í þá ákvörðun Norð- manna að lýsa yfir 200 mflna efnahagslögsögu 1. janúar á fund- inum í dag. Vitað er að Rússar eru ekki mótfallnir efnahagslögsögu en telja að slík svæðakerfi eigi að eiga sér stoð í hafréttarsamningi sem enn hafi ekki náðst sam- komulag um. Gregory Shigalov aðstoðarutanríkisráðherra sagði í gær að sú ráðstöfun margra strandrfkja að færa út lögsögu sína hefðu valdið miklum erfið- leikum á Barentshafi. En hann sagði að tóm væri til að leysa vandann og Rússar stefndu aó endanlegri lausn deilunnar við Norðmenn sem fyrst. — Víkingur og Víðir Framhald af bls. 3 ing sem á aðra „siðutogara". Áður var valinn maður í hverju rúmi og Víkingur oftast með aflahæstu togurunum. Samkvæmt samningi á Vfking- ur að verða tilbúinn til loðnu- veiða í byrjun næsta árs. Júlíus — Kína Framhald af bls. 1. ing og ferðamenn segja að sömu sögu sé að segja frá landsbyggð- inni. Frú Mao og stuðningsmenn hennar þrír komust öll til áhrifa í Shanghai á dögum menningar- byltingarinnar. Húgsanlegt er tal- ið að margir mánuðir geti liðið áður en handtökur þeirra verði staðfestar. Ef fréttirnar reynast réttar hafa fremstu leiðtogar rót- tækra verið hreinsaðir. Útlendingur í Peking segir að hann telji að látið hafi verið til skarar skrfða á fimmtudag, tveim- ur dögum áður en hengd voru upp veggspjöld þar sem sagði að Hua væri eftirmaður Maos og vörður settur við heimili hinna róttæku. Sérfræðingar eru sannfærðir um að þó nokkuð langt sé síðan ákveðið var að Hua tæki við. Þeir telja að skýringin á handtökunum geti verið tilraun til að hnekkja ákvörðuninni. Þeir telja mjög ólíklegt að Chiang og stuðnings- menn hennar hafi getað gert sér vonir um nægan stuðning í hern- um til að ná völdum. Ekkja Maos og vinir hennar komust til valda samtimis: 0 Chiang Ching var fjórða kona Maos og fyrrverandi leikkona. Hún gegndi engu pólitísku hlut- verki fyrr en hún hjálpaði manni sinum við að hleypa menningar- byltingunni af stað. 0 Chang varaforsætisráðherra var yfirmaður stjórnmáladeildar hersins og þeirra valdamestur. Talið var að hann gæti orðið for- sætisráðherra. 0 Wang er um fertugt og var yngstur af æðstu valdamönnum Kína. Þar til í fyrra var hann talinn líklegur arftaki Maos. 0 Yao var aðaláróðursmeistari landsins og hafði mikil áhrif á blöðunum. Hann er fyrrverandi blaðamaður og sérfræðingur f hugsjónafræði Maos. MIÐJUMAÐUR Hua, hinn nýi formaður, er al- mennt talinn miðjumaður á kín- verskan mælikvarða. Ef honum tekst að treysta sig í sessi er talið að hann muni fylgja þeirri raun- sæju stefnu sem Chou En-lai fyrr- verandi forsætisráðherra beitti sér fyrir. — Fjárlaga- frumvarp Framhald af bls. 1. tölum um raunverulegan rekstrarkostnað þessara stofn- ana. • Frumvarpið gerir ráð fyrir SVIPUÐU HLUTFALLI RlK- ISSKATTA AF ÞJÓÐAR- TEKJUM og á þessu ári eða 29—30%, eftir þvf hvort olíu- gjald er talið með rfkistekjum eða ekki. Reiknað er með óbreyttum óbeinum sköttum. 0 Gert er ráð fyrir að TOLLTEKJUR ríkissjóðs muni lækka um 600 milljónir króna vegna tollalækkana vegna samninga við EFTA og EBE. — Líbanon Framhald af bls. 1. sókn Sýrlendinga en ekki sé ljóst hve mikinn þátt hægrisinnar eigi í henni. Fyrir hálfum mánuði hröktu Sýrlendingar Palestínu- menn og stuðningsmenn þeirra úr mikilvægum .virkjum í fjöllunum austur af Beirút með 36 tíma sókn. Hæðnislegt þykir að sóknin fylgir í kjölfar yfirlýsingar sendi- manns Arababandalagsins, dr. Hassan Sabri Al-Kholi, þess efnis að samkomulag hafi tekizt f aðal- atriðum um þróun í friðarátt í viðræðum Sýrlendinga, Libana og Palestínumanna í bænum Shtoura í Austur-Libanon sem er á valdi Sýrlendinga. Sýrlendingar virðast reyna að opna veginn frá vígi sinu í Jezzin til Sídon sem er um 20 km í vesturátt. Nær stöðugar stór- skotaárásir hafa verið gerðar í tvo mánuði á Roum frá Jezzin sem er 4 km. í austurátt. Yfirmaður Palestfnumanna á svæðinu hefur spáð því Iengi að Sýrlendingar mundu ráðast á Roum ti, að opna veginn til Sfdon og sækja sfðan til Beirút sem er 40 km. í norður átt. Sókn Sýrlendinga hefur verið hröð og það er talið talsvert afrek vegna þess að djúp gjá er milli Roum og Jezzin, sem eru fjalla- bæir. Palestfnumenn og stuóningsmenn þeirra hafa sent liðsauka til Sídon og vegarins til Roum og treyst varnir sfnar þar síðan þeir biðu ósigurinn fyrir hálfum mánuði. — Vill rann- sóknarnefnd Framhald af bls. 5 fyrri dóma, og hversu algengt sé, að menn fái af ýmsum orsökum að afplána dóma, t.d fyrir fjársvik eða auðgunarbrot, annars staðar en f viðurkenndum fangelsum eða vinnuhælum, svo sem eins og sjúkrahúsum eða heilsuhælum, eða sleppi alveg við það. Neðri deild Alþingis samþykkir að veita nefnd þessari rétt til þess að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, af embættismönnum og öðrum starfsmönnum rfkisins og ráða sér til aðstoðar sérfróðan mann eða menn. Nefndin skai ljúka störfum á vetrinum 1976— 1977 og skila Alþingi skýrslu um störf sfn fyrir lok yfirstandandi þings. Kostnaður við störf nefndarinn- ar greiðist úr ríkissjóði." Sex seldu síld fyrir 31.6 millj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.