Morgunblaðið - 13.10.1976, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTOBER 1976
Olafur Jóhannes-
son - Minningarorð
Ólafur Jóhannesson, Skriðu-
stekk 29, lést að heimili sínu þann
4. þessa mánaðar.
Hann var fæddur 17. 10. 27 hér
í bæ og hefði orðið 49 ára 17.
þessa mánaðar.
Foreldrar Ólafs eru hjónin
Jóhannes Ólafsson og Kristín
Alexandersdóttir, til heimilis að
Austurbrún 6.
Ég kynntist Ólafi er við vorum
drengir í barnaskólanum við
Tjörnina í Reykjavík og er margs
að minnast frá þeim tíma. Oft
minntist Ólafur á það er við vor-
um á Tjörninni á skautum á
veturna því Ólafur var mikill
skautamaður og stundaði þá
íþrótt lengi fram eftir aldri. Hann
tók oft þátt I skautamótum sem
voru haldin við Tjörnina. Hann
vann oft til verðlauna og var hann
skautakóngur íslands eitt árið.
Ólafur byrjaði senmma að vinna
fyrir sér. Sem unglingur stundaði
hann algenga vinnu sem til
lagðist á þeim tíma. Ólafur lagði
stund á sjómennsku um tíma, á
bátum og togurum. Hann vann
lengi við efnalaugar hér i bæ,
lengst af í Glæsi.
Er Ólafur hætti því stofnaði
hann þvotta- og bónstöð fyrir bíla
hér I Reykjavík. Undanfarin 12 ár
rak hann bónstöðina hjá Shell við
Reykjanesbraut.
Ólafur var félagslyndur maður
og áhugasamur í þeim félags-
+
Móðir okkar
SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hvarfi, Víðidal
andaðist 1 1 þ.m
Þórdls Valdemarsdóttir,
Guðrún Valdemarsdóttir,
Ásgeir Valdemarsson,
Erlingur Valdemarsson.
Faðir okkar, +
ÓLAFUR VIGFÚSSON,
Hávallagötu 1 7,
andaðist að Sólvangi, Hafnarfirði að morgni 12 október. Jarðarförin
auglýst siðar
Fyrir hönd ættmgja og vma, Anna Ólafsdóttir
Herborg Ólafsdóttir
t
Eiginkona min og móðir okkar
ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR
lést i Landspitalanum þriðjudaginn 1 2 október
Bóas Jónatansson.
Erling S. Tómasson,
Guðrún Bóasdóttir.
Sigurgeir Bóasson.
+ Eiginmaður minn.
EINAR B WAAGE,
hljómlistarmaður.
lézt i Borgarspítalanum aðfaranétt 12. þ m
Jarðarförin auglýst siðar
Magnea Waage.
t
Amma mín,
GUÐRÚN AÐALBJÓRG JÓNSDÓTTIR.
frá Sandfelli, Stokkseyri,
verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju, föstudaginn 1 5 okt kl 2
Fyrir hönd barna,
Guðrún Jónasdóttir.
t
Hjartkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
MARTHA MARÍA EYÞÓRSDÓTTIR,
Skarphéðinsgötu 6.
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 1 4 okt. kl 3 e h
Fyrir hönd systkína hinnar látnu,
Sigrfður Einarsdóttir, Jón Geir Árnason.
Diana Vera Jónsdóttir.
t
SIGURGEIR KARLSSON,
Bjargi
sem lézt 4 okt verður jarðsunginn laugardaginn 16 okt frá
Melstaðarkirkju, kl 14 30 Kveðjuathöfn, fer fram frá Fossvogskírkju,
fimmtudaginn 14 okt kl 1 3 30 Blóm vinsamlega afþökkuð
Minrnngarkort fást ! Bókabúðinni. Hlíðar, Miklubraut 68 og á
Hvammstanga. Anna Axe,sdótljri
Arinbjörn Sigurgeirsson, Elfnborg Sigurgeirsdóttir,
Axel Sigurgeirsson, Kristfn Sveinbjörnsdóttir,
Karl Sigurgeirsson, Anne Marý Pálmadóttir
og barnabörn.
störfum sem hann var I og lét
ekki sitt eftir liggja. Hann var
meðlimur I F.R. klúbbnum og
mikill áhugamaður I þeim efnum.
Hann studdi skátahreyfinguna I
sínu heimahverfi og var einn af
stofnendum sportbátaklúbbsins
Snarfara og vann mikið fyrir
félagið. Ólafur var mikill áhuga-
maður I blóma- og trjárækt enda
bar garðurinn hans að Skriðu-
stekk 29 þess merki, meðal annars
gróðurhúsið sem hann var búinn
að koma sér upp við heimili sitt.
Fróðlegt var að koma heim til
hans að sumri til er allt stóð í
blóma. Það var hans eitt og allt að
sýna garðinn og fræða mann um
þau blóm sem hann var að rækta
og koma upp.
Ólafur var ákveðinn i skoðun-
um, sama um hvað var rætt. Hann
sagði sína meiningu og var hrein-
skilinn.
Ólafur var tvlkvæntur. Hann
eignaðist þrjú börn í fyrra hjóna-
bandi: Kristinu, gifta Eggerti
Þorfinnssyni skipstjóra, Sigurð
sem er látinn og Jóhannes sem er
giftur Svanhildi Jónsdóttur.
Seinni kona Ólafs er Thora
Hammer Jóhannesson og
eignuðust þau fimm börn:
Þórunni 17 ára, Þór Ólaf 16 ára,
Sigríði 14 ára, Jens 12 ára og
Lárus 8 ára og eru þau öll I skóla.
Fjölskyldu hins látna og öðrum
ástvinum hans sendi ég samúðar-
kveðju. Blessuð sé minning góðs
drengs.
Ólafur Guðmundsson.
SVAR MITT QR
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég er tvftugur og ætla að fara að kvænast átján ára
gamalli stúlku. Hún heillar mig, því að hún segir, að hún
vilji eiga tólf börn. Þetta finnst méð aðdáunarvert, þvl að
nú um stundir beinist áhugi margra stúlkna helzt að
fötum, frftfma og fæðu. Hvað finnst yður: Ætti ekki
stúlka, sem vill eiga „tólf börn“, að vera efnileg eigin-
kona?
Sérhver eðlileg stúlka vill eiga „tólf börn“. í
þessum orðum kemur fram móðurhvöt stúlkunnar.
Sérhver taug, hver æð í likama hennar eflir þrá
hennar til að verða móðir og til að vonir hennar og
draumar sem konu rætist. Sérhver eðlileg stúlka vill
verða móðir. Móðurást er þeim meðfædd, eins og
fram kemur, þegar þær leika sér að brúöum.
En ég skal vera hreinskilinn: Ég fæ ekki séð, að
þar með sé tryggt, að stúlkan verði góð eiginkona.
Hún gæti að vísu átt börn, jafnvel mörg, en ef hana
skortir aðra eiginleika, þá geta orðið vandræði fyrr
en varir í hugsanlegu hjónabandi yðar. Margar
konur eru góðar mæður, en slæmar eiginkonur. Þær
lifa börnum sínum, en hafa litinn tíma og litla
tillitsemi gagnvart mönnum þeim, sem þær eru
giftar. Sumar eru ráðríkar, gerast jafnvel húsbænd-
ur á heimilum sínum (stjórna þá líka manninum) og
ríkja með festu og valdi.
Hér eru nokkrir eiginleikar, sem mér finnst þurfi
að prýða góða eiginkonu: 1) Styrk trú á Guð. 2)
Hæfileiki til að semja sig að öllum aðstæðum, þvi að
í hjónabandi er mikil þörf á slíkum eiginleika. 3)
Jafnaðargeð. 4) Kunnátta í meðferð barna og i
heimilishaldi. 5) Einlæg ást á eiginmanninum. 6)
Ást á börnum. Ég held ég mundi kjósa að finna
þessa eiginleika í þessari röð.
Minnizt þess, að svo til allar stúlkur eru færar um
að eiga börn, en það þarf sitthvað fleira til að geta
haldið heimili og vera góð eiginkona.
Námskeið um markaðsmál
og arðsemisáætlanir
I þessum mánuði efnir Félag
fslenzkra iðnrekenda til nám-
skeiða fyrir stjórnendur fyrir-
tækja. Hafa I því skyni verið
+
Innilegt þakklæti til allra sem sýndu vinarþel við andlát og útför
fósturmóður minnar,
JÚLÍÖNU GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR.
sérstaklega skal þökkuð góð hjúkrun starfsfólks Heilsuverndarstöðvar-
innar við Barónstíg um langt árabil
Marla Ester Þórðardóttir
+
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og jarðariör systur okkar,
PÁLFRÍÐAR HELGADÓTTUR.
Guðrún Helgadóttir.
Andrea Helgadóttir,
Þorsteinn B. Helgason.
Elln M. Helgadóttir,
Sigrlður Helgadóttir.
Anna M. Helgadóttir.
+
Innilega þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför litla drengsins okkar og bróður,
RÓBERTS BÁRÐARSONAR.
Torfufelli 21.
Guðný Lúðvlksdóttir, Bðrður Sigurðsson,
Lúðvlk Bárðarson,
Gerður Bárðardóttir,
Sigurður Bárðarson.
fengnir hingað til lands tveir dan-
ir, þeir René Morthensen frkvstj.
og Vagn Thorsgaard Jacobsen
verkfr. Fyrir tæpum tveim árum
tók Félag fslenzkra iðnrekenda
upp á því að veita fyrirtækjum
ráðgjöf varðandi rekstur þeirra
og hafa sfðan starfað tveir menn
við það verkefni eingöngu. Nám-
skeiðin eru haldin f framhaldi af
þessu starfi og er þess getið f frétt
frá Félagi fsi. iðnrekenda að Dan-
irnir, sem fyrr voru nefndir, hafi
getið sér gott orð fyrir leiðbein-
ingar og staðið fyrir námskeiðum
á Norðurlöndum, Englandi,
Hollandi, Sviss og I Þýzkalandi.
Fyrra námskeiðið, sem haldið
verður 18.—20. október, fjallar
um arðsemisáætlanir. Tilgangur
þess er að kenna stjórnendum
gerð áætlana sem auðvelt sé að
aðlaga breytingum og gefa jafn-
fram t hugmynd um hvernig bezt
sé að bregðast við breyttum við-
horfum í rekstri fyrirtækja. Sfð-
ara námskeiðið, sem stendur frá
20. okt. og stendur einnig I þrjá
dag, fjallar um markaðsmál og
verður m.a. fjallað um hvernig
hagkvæmasta vöruverðið næst,
hvernig skipuleggja eigi sem
árangursrfkasta markaðsáætlun
og hvernig bezt verði fylgst með
markaðsstarfseminni. Bæði nám-
skeiðin fara fram á Hótel Loft-
leiðum.
+
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður,
GUÐLAUGAR STEFÁNSDÓTTUR
Austurbraut 5,
Keflavfk
Eyjólfur Guðjónsson,
Guðjón Eyjólfsson Guðlaug Ottósdóttir
Marla Eyjólfsdóttir. Þorleifur Sigurðsson,
Guðlaugur Eyjólfsson, Halla Glsladóttir,
Sigurður Eyjólfsson, Guðrún Jónsdóttir.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á I mið-
vikudagshlaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
lfnubili.