Morgunblaðið - 13.10.1976, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÖBER 1976
29
VELVAhCAI>JDI
Velvakandi svjirar f slma 10-
100 kl. l^—11 f.h. frá mánu-
degi til föstudags.
0 Nýju krónurnar
Eins og kunnugt er hefur ný-
lega litið dagsins ljós ný gerð af
krónupeningum. Jóhanna
Stefánsdóttir skrifar eftirfarandi
um nýju krónuna:
„Kæri Velvakandi.
Ég hef nú ekki fyrr beðið þig að
taka línur frá mér, en nú get ég
ekki orða bundizt. Þegar ég kom
út í mjólkurbúð og fékk tilbaka
svokallaðar krónur hélt ég að ver-
ið væri að fá mér okkar gömlu
tíeyringa, en þá var þetta nýja
krónan. Hvað meina okkar bless-
aðir bankastjórar með því að gefa
hana þá ekki út í þeirri stærð sem
krónan var? Er það vegna þess að
þetta mun frekar týnast? Enda
veit ég að það mun gefa þeim
milljónir í þjóðarbúið og það er
vel, ef það hefur þá nokkuð að
segja i þá hit, sem aldrei er hægt
að metta. En mér finnst það vera
að fara aftan að þjóðinni að gefa
út svona mynt. Dæmi svo hver
sem vill.
Jóhanna Stefánsdóttir."
Undir þessi orð geta eflaust
margir fleiri tekið, nýja krónan er
ekki beint ásjáleg. En mörgum
hefur fundizt jafnframt að þetta
væri hin eina og sanna mynd, er
krónan á skilið, hún sé ekki verð-
meiri en svo að þessi litli búning-
ur hæfi henni bezt. Það er líka
rétt sem Jóhanna bendir á að hún
er mjög áþekk 10 — og 25-
eyringunum, en sennilega er ekkí
hætta á að fólk eigi eftir að rugl-
ast á þessum mynt-tegundum þar
sem hinir fyrrnefndu eru nær al-
gerlega horfnir úr umferð. Þessi
nýja gerð krónunnar mun vera
tilkomin vegna þess að hún er
ódýrari en hin fyrri en Velvak-
andi lætur ósagt hvort hefði verið
hægt að hafa hana í þeirri stærð
sem hin gamla, það hefði senni-
lega verið æskilegra. Þeim, sem
kunna á því skýringu, er velkom-
ið að færa hana fram hér í dálk-
unum.
% Kennsla í
afbrotum?
Er það rétt að hingað sé að
bera,st kvikmynd, þar sem glæpir
og annað sem fyrir kemur i mynd-
inni sé leikið af börnum? spurði
kona nokkur í samtali við Velvak-
anda. Og hún hélt áfram:
Er ekki hægt að stöðva sýningar
á svona myndum eða er ekki hægt
að koma í veg fyrir að þær komi
hingað til lands. Það vekur hjá
manni hræðslu og kvíða allt þetta
agaleysi og hversu ungt fólk er á
um Jack eins notalega og unnt
var I framsætinu.
— Miguel! Jack þrýsti hönd
hans.
Senor! Mér þykir afar leiðin-
legt hvað ég var lengi að þessu.
En þegar ég sá hvaða leið þeir
fóru vissi ég að það þýddi ekki
annað en fá vörubíl.
Chevrolettinn minn hefði fest sig
strax. Má ég kynna yður yfir
honum Jesús, Seavering.
Augu Jacks Ijómuðu.
— Jesús er I fjölskyldu með
fólkinu sem ég hef búið hjá f
Cabo San Lucas. Þetta er vöru-
bfllinn hans. Hann varð að Ijúka
verkefni sem hann hafði lofað
áður en við gátum lagt af stað að
leita yðar.
— Eltir þú okkur f nótt?
— Já. Eftir það sem kom fyrir
vin yðar — að hverfa svona um
miðja nótt... Ég gætti þess að
vera langt á eftir og kveikti aldrei
bflljósin. Það var heppiiegt að ég
skyldi gera það, þá kom ég auga á
vörubflinn sem beið á afviknum
stað eftir ykkur. Hann ók á eftir
fólksbflnum, þegar þið ókuð frá
þjóðveginum.
Hann hafði afskrifað Miguel f
nótt og talið að hann væri að
skemmta sér og þá hafði hann
margan hátt ókurteist og slæmt.
Það eru allt niður í 11 og 12 ára
börn sem eru að slæpast úti síðla
kvölds og nætur jafnvel og hvern-
ig er það? Ná engin lög lengur
yfir útivistartíma barna og ungl-
inga? Þau eru öfurölvi hér að þar
og það liggur við að miðbærinn í
Reykjavík sé orðinn eins og ræn-
ingjabæli, þar sem varla er þor-
andi að vera á ferðinni á kvöldin
um helgar.
Það er víst nóg um glæpamat
fyrir börnin og unglingana þó að
ekki sé verið að bera á borð fyrir
þau einhverja kvikmynd sem
leikin er af börnum og ég held að
biskupinn hafi einhvern tima
farið fram á það, að ekki yrði
sýnd hér kvikmynd. Getur hann
ekki gripið inn í í þessu tilviki og
farið fram á að umrædd mynd
verði ekki sýnd hér? En ég tek
fram að þetta er kannski mis-
minni hjá mér, það er ekki víst að
það eigi að fara að sýna myndina
hér á landi, en finnst samt rétt að
vekja athygii á þessu. Kvik-
myndaeftirlit er starfandi og það
er auðvitað hlutverk þess að segja
til um hvort myndir teljast hæfar
til sýningar fyrir börn og ung-
linga en mér finnst einhvern
veginn að það eftirlit sé ekki eins
strangt og það var fyrir fáum
árum. Hefur tíðarandinn ger-
breytzt svo að tilslakanir eru
leyfðar í öllum atriðum í kvik-
myndum. Við eigum það efnilega
æsku.og góða, þótt með undan-
tekningum sé, að það er ekki vert
að skemma hana á nokkurn hátt
með lélegum kvikmyndum og hún
má ekki fara i hundana aðeins
vegna þess sem borið er á borð
fyrir hana i kvikmyndahúsum
landsins."
Þetta var hugleiðing konunnar
um málefni unglinga. Ekki getur
Velvakandi frætt hana á því hvort
myndin sem hún talar um eigi að
koma hér til sýninga eða hvort
aðeins var verið að segja frá til-
vist hennar í blaði á dögunum. En
hvað um það, hugleiðingin er rett-
mæt og það er rétt að æskan er
það efnileg að leggja verður rækt
við að fóstra hana upp á heil-
brigðan hátt, eða hvað segja les-
endur um það?
HOGNI HREKKVISI
„Guð sé oss næstur.
Það verður þrumukonsert í kvöld.
SlGGA V/öGA g liLVtmi
Nýkomin ungversk
píanó
Þeir, sem eiga pantanir, vinsamlegast hafi samband
við okkur, nokkrum stykkjum óráðstafað. Sýnishorn á
staðnum.
Kristinn Bergþórsson,
heildverzlun,
Grettisgötu 3.
Notaðir bílar til sölu
Á söluskrá eru eftirtaldar bifreiðar:
UAZ 469 B torfærubifreið, árg. 1975, ekin aðeins ca
7 þús. km. Billinn er með nýuppgerðri B.M.C. diesel
vél.
Lada 2103 (Topas) árg. 1 976, ekinn ca 5 þús. km.
Lada 2103 (Topas) árg. 1976, ekinn ca. 10 þús. km.
Lada 2103 (Topas) árg. 1975, ekinn ca. 20 þús. km.
Ennfremur Lada 2101 og Lada 2102 (station).
Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hí.
Suðurluud'braut 14 - He>kja\ik - Sími llRtiOO
A
CHD
EIGENDUFT^)
r Volkswagen-, Golf-, Passat- og Audi
m
5*
Látið smyrja bflinn reglulega.
SMURSTÖÐIN ER OPIN
frá kl. 8 f.h. til kl. 6 e.h.
HEKLAhf
Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240