Morgunblaðið - 07.11.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 07.11.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 39 V erdbólga er ekkert nýtt f yrirbæri Hið þurra loftslag á Egypta- landi hefir orðið til þess, að skjöl, rituð á papyrus, hafa varðveitzt fram á okkar daga. Þessi skjöl hafa að geyma m.a. upplýsingar um verðlag og laun á hverjum tima. Þessar upþs- ingar ásamt peningum frá sama tímabili gefa okkur innsýn í landshagi á hinu eða öðru tfma- bili. Peningar skrá mannkyns- söguna, þótt þeir segi kannski ekki mikið við fyrstu sýn, en þegar gögn eins og papyrus- blöðin eru lesin, og skoðaðir eru peningar frá sama tima, sést hvernig peningarnir endurspegla þjóðláf hvers tíma. Peningar geymast vel og þola oft hundruða eða þúsunda ára geymslu í jörðu, án þess að skaddast það mikið að þeir verði ólæsilegir. Við skulum nú skoða 2 pen- inga frá Egyptalandi, en þeir eru báðir frá þriðju öld fyrir Krist. Fram að árinu 220 f. Kr. höfðu silfurpeningar verið notaðir í utanríkisviðskiptum, en innanlands i Egyptalandi hafði verið notazt við koparpen- inga. Þetta var vegna þess, að Ptolemaiosarnir, en svo voru egypzku konungarnir kallaðir á þeam tfma, höfðu ekki yfirráð yfir neinum silfurnámum. Aftur á móti réðu þeir yfir eynni Kýpur (þaðan er orðið kopar komið), og þaðan fengu þeir nægan kopar fyrir kopar- myntina sfna. Þeir bjuggu til stóra koparpeninga; sumir voru allt að 100 grömm. Um þetta leyti lá hlutfallið milli kopar- og silfurpeninga svona 1 á móti 60 og hafði verið svo lengi. Af einhverjum ókunnum orsökum kom upp skortur á silfurdrökm- um og hækkaði drakman þá svo i verði, að árið 217 f. Kr. þurfti 240 bronsdrökmur fyrir eina úr silfri. Furir árið 220 f. Kr. átti að gjalda suma skatta í silfri, en aðra í kopar. Þegar þessum sið var haldið við, rauk allt verð á vörum, sem greiða mátti með bronspeningum, upp um 400 prósent árið 217 f. Kr. Arin 200 — 210 f. Kr. var ákveðið að styðjast eingöngu við bronspeninga innanlands. Þetta var hægt, og hafði litil áhrif á hið opinbera silfurverð, þar sem Egyptaland hafði verið því sem næst lokað land frá tímum Ptolemaiosar fyrsta (323 — 283). Hagkerfið var lokað, með eigin myntfæti og opinberu eftirliti með inn- og útflutningi. Það litur út fyrir, að utan- ríkisverzlun hefjist aftur árin 183/82, og nú var verri vandinn að vernda koparmyntfótinn, sem gilti heima fyrir. Kaup- mennirnir urðu að greiða með silfurpeningum erlendis, en þar eð gengi koparmyntarinnar var allt of hátt skráð móti silfrinu, varð hagnaður þeirra að engu, er þeir seldu vöruna á innanlandsmarkaði. Þess vegna var nú silfur- Silfurtetradrakma frá tfma Ptolemaiosar fjórða (221 — 205 f.Kr.). A fram- hliðinni er mynd af Ptolemaiosi fyrsta en mynd af erni á bakhlið- inni. myntfótur tekinn upp árið 174 f. Kr., og var ein silfurdrakma á móti 480 kopardrökmum. Árangurinn af þessu varð sá, að verðlag þaut upp og varð 400% hærra en árið 183 f. Kr. og verðbólgan, sem ríkt hafði í 40 ár, fór að bitna áfólki. Fólkið tapaði smám saman trúnni á koparpeningunum og reyndi eftir mætti að komast yfir silfurpeninga. öll við- skipti, sem voru ætluð til langs tíma, voru reiknuð í silfri, en kopar eingöngu notaður við smáviðskipti. Þeir, sem átt höfðu auð sinn í koparpening- um, flýttu sér að kaupa sér hús. Flest það, 'sem ritað er á papyrusblöð i Egyptalanda um húsakaup, er einmitt frá þess- um tíma. Þeir, sem lítið áttu, urðu að iosa sig smám saman við eigur sínar, en er þær þraut, að taka lán. Lánakjörin höfðu þróast þannig smám saman á verð- bólgutímabilinu, að vextir voru komnir upp i 24%. Nú var láns- tíminn aftur á móti miklu styttri, vextirnir lægri, en ef ekki var greitt á réttum tíma hækkaði skuldin um 50%. Lánardrottnar gerðu í því að koma skuldunautum sinum á kaldan klaka, og hirtu siðan eigur þeirra fyrir sama og ekki neitt. Mörg lánin voru kornlán, en bæði landbúnaður og iðnað- ur var févana, þar eð enginn festi lengur fé i þessum grein- um. Verzlunin stöðvaðist, þvi allir vildu vörur en ekki kopar- peninga. Verðbólgan skall eins og holskefla yfir alla þjóðina. Æðri embættismenn fundu hvernig kaupmáttur launa þeirra minnkaði mjög, og þeir eftir RAGNAR BORG lægra launuðu og daglauna- menn áttu i erfiðleikum með að afla daglegs matar fyrir sig og sína. Spilling komst brátt i skattakerfið þar sem skatt- heimtumenn notuðu svikin mál, svo þeir slyppu sjálfir skaðlausir. Margir karlmenn létu innrita sig i herinn, því þar fengu menn þó að éta, en árið 167 f. Kr. stöðvaði konungurinn slika innritun, vegna þess, að honum þótti herinn nógu dýr og stór. Margir hermenn, sem höfðu vanizt betra lifi i herförum til Sýrlands, "sættu sig ekki við skorinn mála og tóku sig saman I hópa, sem síðan fóru svo rupl- andi og rænandi um rikið. Þetta vandræðaástand stóð lengi, en smám saman bötnuðu viðskiptakjörin við útlönd, og kaupmáttur launa varð meiri heimafyrir. Fyrir konungdæm- ið þýddi þessi verðbólga bylt- ingu, því valdið minnkaði mikið og smám saman var tekin upp á ný vöruskiptaverzlun og ný stétt efnamanna komst til valda. Mér finnst alveg sláandi, hve margt líkt gerist nú á seinustu áratugum hér á Islandi, og gerðist þarna á Egyptalandi fyrir 2100 til 2200 árum siðan. Hagsmunahóparnir heita kannski eitthvað annað í dag og myntin er önnur, en ástandið....? Ja; það getur hver sem er ímyndað sér hvað sem er, og hugsað hvað sem honum sýnist. En mér sýnist sem svo, að verðbólga sé ekkert nýtt fyrirbæri. ír*t$œ- Koparpeningur frá Egyptalandi. Sleginn á timum Ptolemaiosar þriðja (246—221 f. kr.) A framhlið er mynd af Zeus Ammon, en mynd af erni á bakhliðinni. Kuldajakkar Okkar vinsælu dönsku kulda- jakkar komnir aftur V E R Z LU N I N GEísiP^ AIGLVsINGASIMINN ER: 22480 Magnús Hreggvidsson vidskiptalr VÉLABÓKHALD og RÁÐGJ0F Siéumúla 33 símar: 86 888 - 86 86 8 Þreföld afköst við okkur viðskiptamönnum með möguleika á að að veita þeim eftirfarandi þjónustu: • Vélaþókhald — Uppgjör • Skattauppgjör — Ráðgjöf • Eftirlit með rekstri • Endurskoðun • Eignaumsýsla Við höfum þrefaldað afkastagetu okkar með eftir- farandi ráðstöfunum: 1. Flutt í stærra húsnæði. 2. Fengið fullkomnari bókhaldsvél. 3. Bætt við okkur starfsfólki. Vegna þessarar auknu afkastagetu getum við bætt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.