Morgunblaðið - 07.11.1976, Side 12

Morgunblaðið - 07.11.1976, Side 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 Bundinn er bátlaus maður, segja Færeyingar og má með sanni segja, þvf sjóleiðis hafa Færeyingar lengst af skroppið á milli bæja innan eyja. Þarna er póstbáturinn að fara út f Skúfey. AUKNAR FERÐIR ISLENDINGA TIL FÆREVJA MEÐ hverju ári hafa auk- izt heimsóknir tslendinga til Færeyja og hefur það nær eingöngu verið yfir sumartímann vegna hag- stæðra ferðamöguleika, þá með 2—3 flugferðum f viku, en nú hafa Fiugleiðir ákveðað að fljúga f vetur tvær ferðir í viku til Fær- eyja í stað einnar á vetrum um árabil og verða þessar ferðir farnar á fimmtudög- um og sunnudögum. Þeir sem þekkja vel Færeyjar vita að þar er unnt að kynnast mörgu skemmti- legu í fasi lands og þjóðar og þarf ekki marga daga til þess að fá skemmtilega ferð. SKJÓTAR FERÐIR ASJÓOG LANDI Samgöngur innan Færeyja eru mjög góðar, bæði á sjó og landi, ýmist fólks- eða rútubíiar, og far- þegaskip sigla á milli staða í tíð- um reglubundnum ferðum. Þeir Islendingar sem hafa heimsótt Færeyjar koma þaðan með góðar minningar af kynnum v'ið einstaklega gestrisið fólk og sérstæða náttúrufegurð. Færey- ingur sagði einu sinni við mig að Færeyingar vildu heldur Islend- inga en gull og stundum trúir maður því nánast, því svo mikil er sérstaða íslendinga í Færeyjum. VILJUM AUKA MÖGULEIKA A TENGSLUM VIÐ FÆREYINGA I samtali við örn Johnson for- stjóra Flugleiða sagði hann um Færeyjaflugið: „Manni finnst óhugsandi að það séu ekki sam- göngur milli tslands og Færeyja, en það er erfitt að láta þær standa undir sér. Færeyjaflugið hefur verið síðan 1963, það hefur gengið vel á sumrin og náð hámarki um mitt sumar og oft hefur einnig verið talsvert að gera bæði vor og haust, en veturinn hefur verið ákaflega daufur með einni ferð á viku. Mér finnst að við getum ekki verið þekktir fyrir að leggja niður flug til Færeyja mestan hluta ársins og því ætlum við nú að reyna að bæta möguleika fólks til að skreppa til Færeyja í nokkra daga eins og margir skreppa á millí staða innanlands árið um kring. Með þessum mögu- leikum að dvelja í það minnsta 3—4 daga í Færeyjum skapast einnig góðir möguleikar fyrir leikfélög, söngflokka, skólafólk og íþróttafólk og margs konar önnur félög til að skreppa til frænda okkar í Færeyjum í skyndiheimsóknir. En slíkar heimsóknir eru rómaðar af öllum sem reynt hafa. Um leið og við viljum ná upp þessu flugi til Fær- eyja að vetrinum viljum við reyna að auka tengsl og samskipti þess- ara tveggja þjóða sem standa svo nálægt hvor annarri." Yfir vetrar- tímann er einmitt mjög hægt fyrir hin ýmsu félög að skipu- leggja heimsóknir til góðra vina í Færeyjum og þá er reyndar einn- ig mun betri tími fyrir slíkar ferðir en að sumarlagi. Þá er veðurfar talsvert mildara I Fær- eyjum en á lslandi, meðalhiti í desember er 7 gráður og verð á flugfargjaldinu er nánast áannan- landsgrundvelli." ÓDVRAR VETRARFERÐIR Flugfargjaldið fram og til baka milli Færeyja og Reykjavíkur kostar 22.930 kr. og unnt er að fá gistingu með morgunmat á Hótel Hafnia fyrir liðlega 10 þús.kr. Flogið er um Egilsstaði bæði á fimmtudögum og sunnudögum og er fargjaldið talsvert ódýrara það- an, eða liðlega 18 þús. kr. Þá hafa Flugleiðir einnig skipu- lagt ferðir hér á landi frá Færeyj- um og eru þeir ferðapakkar mið- aðir við gistingu á Hótel Esju og Hótel Loftleiðam auk skoðunar- ferða. Flugleiðir hafa komizt að sam- komulagi við Hótel Hafnia, sem er stærsta og eitt bezta hótelið í Aðskjótast til frœnda í Fœreyjum Ferðamöguleik- ar um eyjarnar árið um kring Byggðin Skarfanes er á Sandey, en f fjarska sést til Litla Dfmons og Stóra Dímons og lengst til Suð- ureyjar. Færeyjum og þetta samkomulag byggir á lækkuðu gistiverði yfir vetrarmánuðina fyrir þá sem kaupa gistingu og flugfar samtím- is. Þá eru ýmsir aðrir staðir sem bjóða hagkvæmt gistiverð, svo sem Farfuglaheimilið, Sjómanna- heimilið og heimili vfða í Færeyj- um bjóða gistiaðstöðu. Hótel eru í allflestum byggðum Eyjanna. Drangarnir við Saurvog, en vfðast f Færeyjum er stutt til náttúrurfkra staða. Þannig er samgöngukerfið mjög gott með hinum nýju glæsilegu ferjum sem flytja menn og bila á örskammri stundu milli eyja. Jarðgöng hafa verið byggð til að tryggja landleiðir og stytta þær milii byggðarlaga og brú tengir nú saman Straumey og Austurey. FJÖLMARGIR FERÐAMÖGULEIKAR INNAN EYJA Frá Þórshöfn til Klakksvíkur er nú aðeins liðlega tveggja stunda ferð, að mestu um landveg. Mikil náttúrufegurð er á leiðinni og mjög margir gestir sem koma til Færeyja, heimsækja einnitt Klakksvík. Þar er stór bær, nokk- ur þúsund íbúar með tilheyrandi bæjarbrag, hversdagslegu mann- lífi, íþróttum listalífi o.fl. að lokn- um vinnudegi við fiskvinnslu. Þá hefur það aukizt mjög með hinum stórbættu samgöngum inn- aneyja að menn heimsæki litla staði sem búa yfir mikilli stemmningu og náttúrufegurð. Má þar nefna t.d. Sumba, Viðar- eyði og allt þar á milli en þetta eru syðsti og nyrsti staðurinn í Færeyjum. Það hefur verið sagt, og ekki út í bláinn, að snyrtileg- ustu bæir I heimi séu I Færeyjum, litagleði húsa I manneskjulegum bæjum sem ekki eru ofskipulagð- ir. Hús af húsi i hlíð og gjarnan kýr á beit á blettinum hænsni í varpa, þvottur á snúrum og hvergi drasl á vlðavangi við byggðir eins og víða má sjá á Islandi. LlFLEGUR BÆJARBRAGUR _______I ÞÓRSHÖFN_______ I Þórshöfn búa um 13.000 manns og þar er margt að skoða Séð yfir hluta Þórshafn- ar. Hin glæsilegu sjúkra- hús eru f forgrunni. Nýtfzkulegar ferjur eru f skotferðum milli staða f Færeyjuni. ................................................... !. ............................................................... * «»*» *««• v»*««**J !>.*»i»«'*:**»**«*»'»**J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.