Morgunblaðið - 07.11.1976, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 07.11.1976, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 62 Amarcord, ítölsk/frönsk, gerð 1973. Leikstjóri: Federico Fellini. Kvikmyndataka: Giuseppe Rotunno. Sviðsmyndir: Danilo Donati. Tónlist: Nino Rota. Klipp ing: Ruggero Mastroianni. Austurbæjarbió hefur nú tekið til sýningar nýjustu mynd meistarans Fellinis Amarcord (Casanova verð- ur frumsýnd eftir hálfan mánuð á kvikmyndahátíðinni í Teheran) Amarcord, sem þýðir á mállýsku Fellinis ,,ég man' er ein skemmtileg- asta og auðskildasta mynd hans um langt skeið Hér rifjar hann upp atburði frá æskuárum sínum í Rim- ini, á árunum 1 935—'36, í einföld- um og mjög raunsæjum litlum frá- sögnum Hinu dúlúðuga táknmáli, sem einkenndi t d Satyricon hefur verið ýtt til hliðar og frásagnir fá að „Kvikmyndir líkjast mjög mikið sirkus. Ef kvikmyndir hefðu ekki verið til, ef ég hefði ekki hitt Rosselini og ef sirkusinn væri ennþá við lýði, þá hefði ég mjög gjarnan vilj- að stjórna stórum sirkus, vegna þess að sirkus er ein mitt samhæfing tækni, nákvæmni og viðbragði augnabliksins." Fellini. njóta sin i eðlilegu umhverfi meðal persónu, sem finna hljómgrunn hjá áhorfendum. En það er ef til vill dálítið sterkt tekið til orða, þegar fjallað er um mynd eftir Fellini, að segja að hún sé „raunsæ' Kvik- mynd er, og hefur alltaf verið blekk mg, — og Fellini er meistari í því að nota þetta blekkingarform í fyrstu mynd sinni Hvíta furstanum, fjall- aði Fellini einmitt um þessa blekk- ingu, þegar unga frúin fór að leita uppi draumaprinsinn sinn,-furstann í lélegri Ijósmyndaseríu, sem birtist í einhverju itöslku vikuriti. Síðan þessi mynd var gerð 1952 hefur Fellini æ oftar gert myndir í sjálfs- ævisögulegum stíl, en þegar hann hefur heimsótt þetta land minning- anna hefur hann gert það í misjöfnu hugarástandi og oft hafa honum birst furðusýnir miklar En Fellini gagnrýndi þessar furðusýnir ekki, hann endurskapaði þær í myndum sínum, áhorfendum annaðhvort til mikillar ánægju eða armæðu eftir atvikum Jafnframt þvi sem Fellini fór lengra inn í land minninganna breyttist stíll hans smám saman. Einna skýrast kemur mismunurinn fram milli Satyricon, þar sem tákn- málið var allsráðandi, og Roma, þar sem gætti nokkurra áhrifa frá heim- ildarmyndum í Roma fjallaði Fellini um hina tímalausu heimsborg, allt frá fortíð til nútiðar (efni heimilda- myndar) en hann gerði það út frá sínum eigin hugmyndum en ekki sögulegum staðreyndum í Roma Ijeði hann heimildamyndaforminu nýja vídd, nýtt sjónarhorn, þar sem hann skapaði Róm í sinni mynd, enda var myndin aldrei kölluð annað en Fellini's Roma. í Amarcord gengur Fellini enn nær heimilda- myndaforminu, en þótt lýsingar hans kunni að virðast „raunsæjar", leyfir Fellini sér, sem betur fer, að stílisera frásagnirnar misjafnlega mikið og halda sig þannig á per- sónulegum og listrænum fleti, langt fyrir ofan venjulega heimildamynd. Það er þess vegna ekki beinlínis rétt að tala um myndina sem raunsæja, en orðið gefur þó nokkra hugmynd um hina breyttu stefnu í myndum Fellinis Eins og áður sagði er Amarcord léttari og skemmtilegri en flestar af fyrri myndum Fellinis, atburðarásin er hraðari og brandararnir koma nánast á færibandi. Myndin ætti þess vegna að ná til fleiri áhorfenda en margar af fyrri myndum hans, en í þessu iiggur jafnframt sú hætta, að einlægir aðdáendur Fellinis verða ekki eins yfir sig hrifnir Þeim finnst ef til vill að nú hafi lítið lagst fyrir meistarann En Fellini hefur sjálfsagt ekki mikla áhyggjur af því Eins og fyrri myndir Fellinis er Amarcord byggð upp á stuttum at- riðum, skissum, án þess að um verulegan söguþráð sé að ræða Hún lýsir andrúmsloftinu í Rimini, I sjónvarpinu í kvöld KVIKMYNDASÍÐUNNI þykir rétt að vekja at- hygli á því, að í kvöld verður sýndur þátturinn af tveimur um einn af frumkvöðlum íslenskrar kvikmyndagerðar, Óskar Gíslason. Óskar, sem lét af störfum um síðustu áramót hjá sjónvarpinu fyrir aldurssakir, komst fyrst í kynni vað kvik- myndagerð, þegar hann sem ljósmyndanemi 1919 aðstoðaði kvikmynda- tökumanninn í Sögu Borgarættarinnar við framköllun á ýmsum prufumyndum. í þessum tveimur þáttum er rak- inn starfsferill Óskars og það aðstöðuleysi, sem hann þurfti að berjast við. Einnig er sýnt úr öll- um helstu myndum hans og í fyrri þættinum m.a. brugðið upp svipmynd- um úr fyrstu frétta- myndum hans, og sýnd aðriði úr myndum eins og Lýðveldishátíðin 1944, Reykjavík vorra daga, Björgunarafrekið við Látrabjarg og Reykjavík- urævintýri Bakkabræðra. í seinni myndinni er fjallað meir um leiknar myndir Óskars og rætt við ýmsa aðila, sem störf- uðu með honum á þessu tímabili. Þá verður m.a. sýnt úr Síðasta bænum í dalnum, Ágirnd, (sem var bönnuð af yfirvöld- unum), Töfraflöskunni og Nýju hlutverki, svo eitthvað sé nefnt. Vinnsla þessara mynda hefur staðið í nærfellt ár, en höfundar eru þeir Erlendur Sveinsson og Andrés Indriðasón. heimabæ Fellinis, séð með augum unglingsins, sem er ekki nógu gam- all til að skilja umhverfi sitt til fulls en of gamall til þess að láta á þvl bera Fellini kynnir okkur fyrir fjöld- anum öllum af persónum, sem taka meiri og minni þátt í einstökum atriðum, jafnframt því, sem hann beitir hér fyrir sig velþekktu og of- notuðu bragði í sjónvarpi Maður I mynd, sem ræðir við áhorfandann Munurinn er aðeins sá, að persón- an, sem talar til áhorfandans hverju sinni kemur labbandi upp að myndavélinni út úr viðkomandi at- riði Þannig byrjar Fellini myndina á manni á torginu, sem er að eltast við undarlegar, svifandi hvítar flyksur, uns maðurinn snýr sér að myndavél- inni og segir okkur hvað þetta sé Svipað gerist I lokin, þegar sami maður labbar út úr síðasta atriðinu og segir okkur, að nú sé myndinni lokið Og inn i myndinni er alltaf öðru hvoru á ferðinni menningarleg- ur maður á reiðhjóli, sem finnur sig knúinn til að labba hvað eftir annað upp að myndavélinni og segja okkur sitt af hverju, en hann fær litinn frið til þess fyrir óknyttastrákum, sem alltaf eru að trufla hann Og þegar minnst varir, og alveg úr samhengi við það sem er að gerast, kemur lítil kona hlaupandi út úr kvikmynda- húsi, grátbólgin, og segir okkur um leið og hún hleypur hjá: „Þetta var góð mynd, ég grét," Hvort Fellini er þarna að hæðast að sjálfum sér eða þeim sem gera grátmyndir er opið til túlkunar Fehini kemur einnig að- eins inn á fasismann, sem var stór þáttur í lífi ítala á þessum tíma og sú mynd, sem hann dregur upp af þeim atburði, þegar sjálfur foringinn kemur í heimsókn, lýsir vel viðhorfi hans til þessarar hugmyndafræði. Þorpsbúar hafa safnast saman við aðalhliðið og lúðrasveitin leikur af fullum krafti Allir bíða í ofvæni en ekkert gerist. Smám saman fer að þyrlast upp ryk við hliðið, og þorps- búar fara að hrópa „hann kemur, hann kemur". En það kemur enginn, rykið heldur aðeins áfram að þyrlast upp og verður smám saman að dökku skýi. Þegar eftirvænting fólks er loks komin í hápunkt, sjáum við aðeins glitta i foringjann og fylgdar- lið hans í rykmekkinum Gleðikonan Gradiska er yfir sig hrifin og klappar saman höndum eins og lítið barn Fellini sýnir okkur Gradisku aftur í nákvæmlega sama hugarástandi þegar hún horfir ásamt öllum þorps- búum á risaskipið Rex sigla fram hjá. Aðdáunin er sú sama, hvort sem hún beinist að hugmyndafræði eða dauðum hlut Ég er á móti allskyns merki- miðum og orðskýringum. Merkimiða á aðeins að nota á ferðatöskur; í list eru þeir þýðingarlausir. Fellini. Þannig mætti endalaust telja upp og fjalla um einstök atriði i Amarcord.en að sjálfsögðu er sjón sögu ríkari. Ég vona aðeins, að þess verði ekki langt að biða, að íslenskir áhorfend- ur fái að sjá nýjustu mynd Fellinis, Casanova, svo hægt verði að fylgj- ast með þróun Fellinis, því í þessari mynd fer hann efnislega inn á nýjar brautir, sem tengjast þó gerð heim- ildamynda, þar eð hann fjallar um líf heimsþekktrar persónu SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.