Morgunblaðið - 14.11.1976, Side 18

Morgunblaðið - 14.11.1976, Side 18
I 18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1976 Sr. Þórir Stephensen: Dómkirkian 180 ára Árið 1785 var hiskupsstóllinn ( Skálholti fluttur til Reykjavíkur. Sumarið áður höfðu jarðskjálftar lagt Skálholtsstað f eyði að mestu. Hannes biskup Finnsson flýði staðinn, skólahald lagðist niður og þvf var sú ákvörðun tekin, að Reykjavfkurkirkja skyldi verða dómkirkja Skálholtsbiskupsdæmis. Sú kirkja stóð í hinum forna kirkjugarði við Aðalstræti, þar sem nú heitir Bæjarfógetagarð- urinn og mun stytta Skúla fógeta standa í kirkjugrunn- inum. Þetta var timburkirkja, allmyndarleg á þeirrar tíðar mælikvarða, með háum turni. Á þeim grunni munu kirkjur Reykjavíkur hafa staðið frá upphafi. Reykjavlk var frá fyrstu tið eitt af höfuðbólum landsins og þvl má víst telja, að þar hafi kirkja risið fljótlega eftir kristnitöku. Ári síðar en biskupsstóllinn var fluttur hingað fékk Reykjavík kaupstaðarréttindi. Þar með var hún i raun gerð að höfuðstað Islands enda fylgdu aðrir embættismenn I kjölfar biskupsins og settust að I Reykjavík. II. 1786 reis hér einnig Hóla- vallarskóli, arftaki Skálholts- skóla. Allt varð þetta til að efla hinn nýja höfuðstað. Og flutn- ingur stóls og skóla til Reykja- víkur varð og upphaf þess að gera nánast aldanskan bæ að íslensku menningarsetri. En timburkirkjan gamla var að verða ónothæf. Þess vegna var ákveðið að byggja nýja kirkju, steinkirkju I útjaðri Austurvallar, hæfilegan spöl frá kirkjugarðinum. Byggingarsaga hennar skal ekki raki hér. Kirkjan bar að vísu raunalegan vott rausnar- skorti dönsku valdhafanna, en engu að síður mun hún hafa verið veglegasta hús hins unga bæjar. Hannes biskup Finnsson var andaður fyrir fáum mánuðum, er krikjan skyldi vlgð, og eftirmaður hans, Geir Vídalín, ekki kominn til embættis. Þess vegna var kirkjan vígð af merksiprest- inum sr. Markúsi Magnússyni, stiptprófasti I Görðum, 6. nóvember 1796. Reykjavík var þá 10 ára sem kaupstaður. Ibúar hennar voru ekki fleiri en svo, að hin nýja kirkja mun hafa rúmað þá nálega alla I sæti. En Reykjavík óx og Reykjavíkurdómkirkja fékk brátt það hlutverk að verða dómkirkja Islendinga allra eins og hún er enn I dag. Árið 1801 voru bæði biskups- stóll og skóli fluttir frá Hólum I Hjaltadal og til Reykjavíkur. III. Er fimm áratugir voru liðnir frá vígslu gömlu Dómkirkj- unnar var hún orðin of lftil og þvf ákveðið að stækka hana og endurbæta. Veggir hennar voru notaðir áfram. Þeir eru hlaðnir úr grágrýti, sem tekið var úr Þingholtunum. En nú var hlaðið ofan á þá dönskum múrsteini, bætt við kór og for- kirkju og á kirkjuna settur nýr urn, sem þó varð, vegna fjár- skorts sennilega, allur annar en !að hafði verið. I hinni nýju nd var Dómkirkjan svo ndurvfgð 28. október 1848. ;>að gerði Helgi biskup ’hordersen. Enn fór fram mikil viðgerð á .rnkirkjunni 1879. Var hún þá endurvlgð af Pétri biskupi Péturssyni, 14. september það ár. Þá fyrst var upphitun sett I hana, kolaofnar. Upphaflega var kirkjan lýst með kertaljósum. Slðar komu olluljósin. Eatthvað mun enn t|l af olíulampakrónunum vestur á Hrafnseyri og f Minjasafni Reykjavfkur. Sfðan komu gas- ljós, og eru þau ljósaáhöld notuð enn á kirkjuloftinu, en i þau hefur að sjálfssögðu verið leitt rafmagn, sem nú lýsir reyndar alla kirkjuna. Fyrsta orgelið kom I kirkjuna 1840. Fram til þess tíma var sungið án undirleiks, en undir leiðsögn góðs forsöngvara. Á myndum má sjá, að á fjórum hornum kirkjunnar voru stöplar, og hefur sr. Bjarni Jónsson sagt svo frá, að honum hafi verið sagt að á þá hafi átt að setja steinmyndir, krjúpandi engla. Af því varð hins vegar ekki, og voru þessir stólpar teknir burtu um alda- mótin. Dómkirkjan, I núverandi mynd, var upphaflega eikar- máluð að innan, en þótti þá of dimm og því var hún hvítmáluð árið 1911. Að henni hefur á ýmsan hátt verið hlynnt slðan, en þó alltaf þannig, að hún hefur haldið sínum sérstæða svip. Hún er enn hið sama hús og helgað var 1848 og að miklum hluta, og vissulega að stofni til, einnig hið sama hús og vígt var 6. nóvember 1796. IV. Ekkert hús er eins nátengt sögu íslensku þjóðarinnar s.I. 180 ár og Dómkirkjan. Flestir hinir stærri atburðir sögunnar hafa á einhvern hátt komið þar við, hvort heldur hefur verið I gleði eða sorg. Þannig átti kirkjan að lfta út eftir teikningu. Þar var þjóðsöngurinn frum- fluttur á þjóðhátlðinni 2. ágúst 1874. Þar var sjálfstæði land- sins fagnað 1. desember 1918 og blessun lýst yfir stofnun lýð- veldisins 1944. Frá því Alþingi var endurreist 1845, hefur setn- ing þess alltaf hafist með guðs- þjónustu I Dómkirkjunni. Hinn 4. maí 1880 voru tvær kistur fluttar af skipsfjöl og inn I Dómkirkjuna. Þá fór fram út- för Jóns Sigurðssonar og k.h. Ingibjargar Einarsdóttur. Þá var I fyrsta sinn sunginn hinn fagri sálmur sr. Matthíasar: „Beyg kné þín, fólk vors föður- lands, þinn fjötur Drottinn leysti." I spönsku veikinni 1918 voru oft 8 og 9 kistur fyrir kórdyrum I Dómkirkjunna og það tvisvar og þrisvar á dag. Sorgin var llka Dómkirkjan og Miðbærinn (Myndin eftir Jón Helgason biskup). Dómkirkjan gamla. oft mikil, er mislingarnir geis- uðu hér fyrst 1882. En gleðihátáðirnar hafa verið fleiri, brúðkaupin, skírnarat- hafnirnar, fermingarnar og jól, páskar og hvítasunna. Skemmst er að minnast þess þakklætis, er borið var fram á sjómanna- degi s.l. vor vegna sigursins I landhelgisdeilunni, málefnis, sem mikið var búið að biðja fyrir I íslenskum kirkjum. I Dómkirkjunni hafa flestir islenskir biskupar verið vígðir á þessum 180 árum og um 800 prestar. V. Sérhvert hús, sem slíka sögu á, hlýtur að helgast af áhrifum viðburðanna. Atburðir þjóðar- sögunnar ganga ekki sporlaust yfir jörð. Skóhljóð aldanna skilur eftir sig andrúmsloft, sem kallar fram lotningu I mannssálinni. Slfkt andrúms- loft geymir okkar ástsæla, aldna Dómkirkja. Þess vegna er hún orðin að þjóðarhelgidómi Islendinga allra. Og þess vegna er það hefð orðin, að á helgustu hátíð ársins, á aðfangadags- kvöld jóla, er alltaf útvarpað frá guðsþjónustunni I Dóm- kirkjunni. Þaðan berst Jóla- boðsskapurinn út um allar landsins byggðir. Það er þvl táknrænt, að Thorvaldsens- félagið er einmitt með mynd af Dómkirkjunni og Alþingishús- inu I jólamerki slnu í ár og jólastjarnan skln þar yfir. Dómkirkjuprestarnir eru orðnir margir. Dómorganistarn- ir einnig. Saga þeirra, ásamt fleiru Dómkirkjuna varðandi, mun birtast hér I Morgunblað- inu á næstu vikum. VI Dómkirkjan er þjóðarhelgi- dómur. Þó hlýtur hún að snerta Reykvfkinga mest. I augum þeirra mjög margra er hún kirkjan. Ég minni á orð Ðórs Magnús- sonar þjóðminjavarðar er hann mælti á aðalfundi Dómkirkju- safnaðarins nú nýlega. Hann sagði: „Dómkirkjan er lffakkeri gömlu byggðarinnar hér I Reykjavík og eitt sögurfkasta hús landsins. Kirkjan og Al- þingishúsið mynda hornstein Reykjavlkur." Hann talaði um, að þá ein- ingu, sem þessi hús tvö mynda, mætti ekki rjúfa og Dóm- kirkjuna þyrfti að varðveita vel. Hún þarf nú mjög á ýmsum viðgerðum að halda innan dyra og einnig endurbótum, en þó öllu á þann veg, að hennar hefðbundni svipur raskist ekki. Rætt hefur verið um breytingu á bekkjum svo að þeir verði þægilegri sæti, breytingu á inn- réttingu skrúðhússins og fleiru, auk málningar og nýrra teppa. Allt kostar þetta mikið fé, en sóknarbörnum og þar með gjaldendum fer nú ört fækk- andi, vegna þess að skrifstofur verslanir og ýmis fyrirtæki önnur taka ntl æ meira húsnæði innan sóknarmarkanna. Því verður nú á næstunni leitað eftir fjárframlögum tjl stuðn- ings endurbóta á hinni öldnu kirkju. Þeir, sem eiga heimilis- fang innan sóknarmarkanna, fá um þetta bréf, en öllum, sem Dómkirkjunni unna, er að sjálf- sögðu heimilt að styðja þetta mál með framlögum, sem við prestarnir og sóknarnefndin munum veita viðtöku með þakklæti. 6. nóvember 1796 var mikill merkisdagur I sögu Reykja- vfkur og sögu Islands. Upphaf þróunar, sem miklum heillum hefur valdið f lífi borgaranna og þjóðarinnar I heild. Látum þau tímamót, sem vió stöndum nú á, minna okkur á, að það sem skóp mesta heill fortfðar á einnig erindi inn I framtíðina. Því getum við sagt I dag: Gef, að blómgist, Guð, þín kirkja. Guð oss alla leið og styð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.