Morgunblaðið - 14.11.1976, Page 22

Morgunblaðið - 14.11.1976, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NOVEMBER 1976 — TILGANGURINN með þvf að efna til ráðstefnu um mengun ferskvatns á Hótel Sögu f fyrra- dag, var að vekja til umhugsunar um þessi mál. Og þó ekki sé hér mikil mengun, þá er hún fyrir hendi. Það hefur greinilega kom- ið fram á þessari ráðstefnu. Á þessa leið fórust Hákoni Jóhanns- syni, formanni Landssambands stangaveiðimanna, orð, er hann sleit ráðstefnunni um kl. 6 sfð- degis eftir daglangan erinda- flutning og umræður. En lands- sambandið átti upptökin að þess- ari ráðstefnu og fékk til liðs við sig Búnaðarfélagið, Heilbrigðis- eftirlit rfkissin, heilbrigðisáðu- neytið, landbúnaðarráðuneytið, Landssamhand veiðifélaga, Land- vernd, Náttúruverndarráð, veiði- málanefnd og veiðimálastofnun. Frá ráðstefnu um mengun ferskvatns á Hótel Sögu. Ráðstefna um meng- un ferskvatns vek- ur til umhugsunar Mörg fróðleg undirstöðuerindi um viðfangsefnið voru flutt: Gutt- ormur Sigurbjarnarson, jarðfræð- ingur, talaði um vatnið sem auð- lind, endurnýjun vatns, vatns- þarfir, áhrif mannvirkjagerðar og orkuvera. Þór Guðjónsson, veiði- málastjóri flutti erindi um Líf í fersku vatni, einkenni lífs, fersk- vatn sem umhverfi lífs og íslenzk séreinkenni. Sigurður Pétursson, gerlafræðingur talaði um gerla- rannsóknir í ferskvatni, tilgang og gildi gerlarannsókna. Og Pétur Sigurjónsson, forstjóri flutti er- indi um mögulega mengun vatns hér á landi og áhrif hennar, skil- greindi mengun, breytilegt meng- unarstig, áhrif lífrænna úrgangs- efna á líf í vatni, og aðra áhrifa- þætti, hvers sé að vænta og hvern- ig verði snúist við hættum á þessu sviði. Eftir hádegisverðarhlé flutti Guðmundur Pétursson forstjóri erindi um áhrif mengunar á heil- brigði vatnafiska. Baldur John- sen, yfirlæknir talaði um um- hverfasvernd við veiðivötn og ár, um eftirlit með hreinsun frá- rennslis og annars úrgangs. Eyjólfur Sæmundsson, efnaverk- fræðingur ræddi fyrirbyggjandi ráðstafanir til varnar mengunar frá þéttbýli. Og loks fluttu erindi um mengunarlög og reglugerðir prófessor Þorkell Jóhannesson og Ingimar Sigurðsson lögfræðing- ur. Nokkrar umræður urðu og fyr- irspurnir til fyrirlesara. Fundar- stjórar voru Arni Jóhannsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Karl Omar Jónsson. útgeröamenn ULSTEIN þverskrúfur Vid viljum vekja athygli viðskiptavina vorra á því.að tœknisérfrœðíngur frá ULSTEIN verksmiójunum veróur staddur hjá okkur dagana 15. til 19. nóvember. Helsta X framleiðsla ULSTEIN: Skipasmíði Skiptiskoifubúnaður Þverskrúfur Stöðugleikatankar Þeim viðskipavinum, sem áhuga hafa á að hitta hann, er vinsamlegast bent á að hafa samband við véladeildina. HEKLA hf VÉLADEILD Laugavegi 170 -172 - Sími 21240 Kristniboðsdagurinn er í dag: Sveitakonur selja mals á þorpstorgi 1 Konsó Starfið í Konsó kostar um 12 millj ónir á þessu ári Hinn árlegi kristniboðsdagur verður að þessu sinni sunnu- daginn 14. nóvember. Verður kristniboðsins i Konsó þá minnzt f mörgum kirkjum og samkomuhúsum og tekin sam- skot til kristniboðsstarfsins. Skúli Svavarsson kristniboði mun predika í útvarpsmessu. Nú eru liðin 20 ár, sfðan fyrsti Konsómaðurinn sneri baki við hinni landlægu djöfla- dýrkun og játaði trú á Krist. Maður þessi heitir Barrisja Germó og á heima í þorpinu Dokottó, um hálfrar stundar gang frá islenzku kristniboðs- stöðinni. Barrisja var raunar voldugur seiðmaður og djöfla- prestur og hafði fært margar fórnir um dagana, meðal ann- ars kaffi að drykkjarfórn við tré, sem stóð fyrir framan kofa hans og talið var, að iilur andi hefði aðsetur í. Sinnaskipti hans vöktu óskipta athygli á sínum tíma. Síðan hefur mikil andleg hræring verið meðal Konsómanna fyrir áhrif kristni- boðsins, og má segja, að mörg vígi djöfladýrkenda hafi fallið. Þó eru enn stór svæði í Konsó, þar sem fólk fer að míklu eða öllu leyti á mis við kristna boð- un og er fjötrað í hinum forna sið. Um þessar mundir munu vera um sex þúsund manns í kristnu söfnuðunum í Konsó. Sjúkraskýlið á fslenzku kristniboðsstöðinni gegnir veigamiklu hlutverki í Konsó- héraði, enda er það eina lækn- ingamiðstöðin meðal þjóð- flokksins. Þangað leituðu um 40 þúsund manns í fyrra, eða fleiri en nokkru sinni fyrr. Gíf- urlegur skortur er á hvers kon- ar hjúkrunarfólki í Eþíópíu, og rfkir mikil fáfræði meðal al- múgans. Skóla hafa ísl. kristniboðarn- ir rekið frá upphafi starfsins, og hafa margir æskumenn í Konsó sótt einu menntun sína til kristniboðsstöðvarinnar. Á liðnum vetri gegnu um 250 nemendur í skólann, auk nem- enda í lestrarskólum, sem söfn- uðirnir standa fyrir. Herstjórnin f Addis Abeba vinnur að því að koma á sósfal- isma um allt landið og boðar guðleysi. Samt hafa kristniboð- ar enn þá fullt frelsi til starfa, og í mörgum byggðum Konsó er beinlínis beðið eftir því, að kristniboðarnir komi og hefjist þar handa. Áætlað er, að kostnaður kristniboðsstarfsins verði á þessu ári aUt að 12 milljónir króna, Kristniboðið er algjör- lega háð stuðningi vina þess og velunnara. Er þess að vænta, að margir minnist starfsins á kristniboðsdaginn og leggi fram nokkurn skerf til málefn- isins. Benedikt Arnkelsson Jólafatnaður á börnin Stuttir og siðir kjólar. Drengjaföt á 1—5 ára, buxur, skyrta og vesti frá kr. 3.500.-. Terylenebuxur og peysur, margar gerðir. Loðfóðraðar kuldaúlpur, húfur, vettlingar, ungbarnafatnaður, sængurgjafir. Póstsendum. Bella, Laugavegi 99. Sími 26015.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.