Morgunblaðið - 14.11.1976, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.11.1976, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NOVEMBER 1976 LOS ALAMOS *'*k<&T* #>•- .■ .* - .{A:y' •■r. í y> S , -*■ > y 5 ■¥ 4 ■• ( u. V^*\ • ■• V^, >-y'Vr V / , V - * .H, *' t V ~ % '• •'• ' '' ^ m VTruf^r *n V JL-iXtxJiaJX/ MENN OG MÚTURI í FYRSTU tilraunasprengingunni í Nýju Mexíkó bráðnaði stálturninn sem sprengjunni var komið fyrir í. í heimabæ heLsprengj- unnar eru þeir ennþá við sama heygarðshom LOS Alamos heitir bær S Nýja Mexíkó Þegar fyrir 32 árum bjuggu þar 6000 manns. Samt var látið opinberlega sem bærinn væri alls ekki til. Allra aðvega var vandlega gætt. Allt. sem þangað var sent var stílað á eitt pósthólf í póshúsi bæjarins. Engum óviðkomandi var hleypt inn í bæinn. Það var þarna, sem Bandaríkja menn smíðuðu atómsprengjuna, sem þeir vörpuðu á Hiroshima. Og það var ekki fyrr en í ágúst árið 1945, að yfirvöld i Bandarikjunum leyfðu, að Los Alamosbæjar væri getið i blöð um. Bærinn var jafnvel ekki opnaður almenningi fyrr en árið 1957. Og enn eru þar margir staðir lokaðir „óviðkomandi" mönnum. Los Alamos er nú orðinn allmiklu stærri en í stríðinu. Bæjarstæðið er fagurt, en bærinn sjálfur er heldur drunga legur. Enn eru smíðaðar þar kjarnorkusprengjur og vetnissprengj ur. Er það á vitorði flestra og þess vegna eru hugmyndir manna um bæ inn dálítið iskyggilegar. Þetta hafa forráðamenn sprengjusmiða fundið og eru þeir nú farnir að reyna að hressa upp á álit bæjarins. Menn eru hvattir til að koma i heimsókn, þeir. sem hafa heilsu til að skruðlast yfir fjallvegina þangað En þegar þeir koma til Los Alamos reka þeir sig á það, að einungis hálfur bærinn er til sýnis. Skuggahverfið stendur enn uppi, harðlokað „óviðkomandi". Strax sunnan við bæinn, á veginum frá Santa Fé stendur gamall varð- turn. Þar voru allir aðkomumenn stöðvaðir forðum og krafðir skilrikja. Þegar komið er inn úr bæjarhliðinu getur að líta verzlanir, ibúðerhús og gistihús, öll heldur lágreist og hrör- leg og mega menn reika þar um að vild sinni. En varla fer maður svo fyrir götuhorn, að hann rekist ekki á spjöld með viðvörunum, aðgöngu- banni og þvi um liku. Sums staðar er bannað að taka myndir, annars staðar lika bannað að teikna. Menn geta fengið kort af bænum til glöggvunar. Þá kemur í Ijós, að þar eru einir 55 staðir lokaðir óvið- komandi. Á kortinu eru skýringar á þvi, sem fram fer i þessum dularfullu byggingum. Skýringarnar eru fæstai mjög itarlegar. Á einum stað fars fram „rannsóknir á ýmsum sprengi fyrirbærum". Annars staðar fást Framhald á bls. 30 Örláti kaup- sýslumaður- inn frá Suð- ur-Kóreu NÝLEGA ákvað banda- ríska dómsmálaráðuneytið, að fram skyldu fara vitna- leiðslur um meintar mút- ur, sem ýmsar mikils háttar Bandaríkjamenn hefðu þegið af suðurkóreönskum sendiráðsmönnum og kaupsýslumönnum. M.a. á að rannsaka bankaviðskipti suðurkóre- anska sendiráðsins og allra sendiráðsmanna ítarlega. Þá verður einnig tekinn til bæna auðugur, suður- kóreanskur kaupsýslumað- ur, Tongsun Park að nafni. Park hefur mjög látið á sér bera vestra undanfarið. Hefur hann verið í Washington og haldið stór- mennum veizlur af stöku örlæti. Nú er komið á dag- inn, að sá ágæti gestgjafi er hátt settur í suðurkóre- önsku leyniþjónustunni og höfuðpaurinn í stórfelldri ráðagerð um það að blíðka þingmenn og aðra ráða- menn í Bandaríkjunum með fégjöfum. Það var markmið þessara áforma að „bæta pólitískt and- rúmsloft" — Suðurkóreön- um í hag. Það voru engar undirtyllur, sem fundu upp á þessu. Mun full- vfst, að forseti Suðurkóreu, Park Chung, hafi verið með í ráðum frá upphafi. Þá er einnig nefndur til Moon sá prédikari, sem mjög hef- ur verið í fréttunum fyrir undar- legan boðskap. Sagt er, að suðurkóreanar í Bandarfkjunum hafi fengið 500.000—1.000.000 dollara (98—187 millj. kr.) árlega til þess að „bæta pólitískt andrúmsloft". Urðu þeir enda vel kynntir fljót- lega, ósparir á veizlur, beinharða peninga og gjafir í annarri mynd. En auk þess gerðu þeir „vafa- sama“ samninga um hrfsgrjóna- kaup. Bandarfsk yfirvöld hafa haft gát á Suðurkóreönunum um nokkurt skeið, og alríkislögreglan dregað að sér sönnunargögn, sem hún er nú búin að leggja fyrir rétt. Líklegt virðist, að einhverjir suðurkóreanskir sendiráðsmenn verði reknir úr landi, þ.e. „beðnir að hverfa úr landi“. Þeir Kórean- ar utan sendiráðsins, sem riðnir eru við mútumálið kunna aftur á móti að hljóta fangelsisdóma. Bæði Norður- og Suðurkórean- ar hafa árum saman reynt mjög að vinna sér hylli og stuðning vesturlandamanna. Norður- kóreanar hafa dálftið sérstæðan hátt á; þeir kaupa heilsfður I út- breiddum dagblöðum undir aug- lýsingar um leiðtoga sinn, Kim II Sung. Suðurkóreanar fara hins vegar að með meiri leynd. Bandaríkjastjórn hefur veitzt æ örðugra að fá þingið til að styrkja Suðurkóreana. Til þess eru ýmsar ástæður, en sú e.t.v. helzt, að Bandarfkjamönnum fellur æ verr meðferð Suðurkóreustjómar á andstæðingum sínum — raun- verulegum og ímynduðum. Ford forseti hefur m.a. deilt opinber- lega á Park, forseta Suður-Kóreu. Aftur á móti halda þeir Ford og Kissingar þvf enn fram, að Banda- ríkjamenn verði að taka hags- muni sfna á Kóreuslóðum fram yfir mannréttindin þar. Þrátt fyrir það hefur Suður- kóreustjórn fundist hún þurfa að treysta stöðu sína í Bandaríkjun- um, og beitt vafasömum aðferð- um mestan part. Hefur stjórninni stundum gengið furðu vel. Einum útsendaranum kom hún í vinnu í skrifstofu þingforseta. Var það liðsforingi í suðurkóreönsku leyniþjónustunni. Hann er nú yf- irmaður Menningar- og frelsis- stofnunarinnar í Kóreu; það fyr- irtæki lætur fúslega fé af hendi rakna gegn „réttu hugarfari“ f garð Suðurkóreumanna. Og ekki má gleyma Tongsun Park, sem keypti ekki aðeins bandárísk hrís- grjón en líka vináttu háttsettra Bandarfkjamanna. Tongsun var yfirleitt allur af vilja gerður að gleðja vini sfna. Þegar bandarfsk stórmenni fóru til Suðurkóreu sá hann til þess, að þeir sem vildu fengju með sér eftirlátar „leið- sögukonur". A.m.k. 15 núverandi og fyrrver- andi þingmenn hafa verið sakaðir um það að þiggja mútur af Suður- kóreönum. Ríkisstjórinn í Edwards, rfkisstjóri f Louisiana, ásamt með konu sinni, en bæði hafa nú játað að hafa þegið gjafir frá hinum örlátu Kóreumönnum. Amin ætlar að segja af sér—seinna UM TVÖLEYTIÐ einn sunnudag- inn fyrir skömmu var hringt til mfn f Kampala og mér sagt, að Amin Ugandaforseti byði mér f mat. Eg var að vfsu rétt þúinn að borða, en ekki tjóaði að malda f móinn. Eg hafði átt von á boðinu f tvo sólarhringa. Ég var sóttur von bráðar og mér ekið til veitingastaðar skammt fyrir utan Kampala. Embættis- maður tók á móti mér. „Æstu hann ekki upp“, sagði hann fljót- mæltur, „neitaðu ekki matnum, og mundu að kalla hann ávallt „hátign“. Máltfðin stóð f þrjá tfma. Amin lék á als oddi. Samt fann ég vel, að ég varð að gæta mfn og Iftið þurfti til að vekja reiði hans. Við ræddum um heima og geima, þó mest um stjórnmál. Leikið var á gftar og dansmær lék listir sfnar milli rétta. Amin hafði boðið mér til tJganda vegna þess, að hann vildi auka álit sitt hjá blaði mfnu, Sunday Telegraph. Við höfðum verið talsvert gagnrýnir á hann. Eftir þessa löngu máltfð f hótel- inu hittumst við á hverjum degi f sex daga og áttum langar samræð- ur. Amin kom vfða við f máli sfnu. Fyrst minntist hann á það, að hann hefði sloppið naumlega, er tilræðismenn reyndu að sprengja hann f loft upp f júnf f sumar. Kvað hann eina handsprengjuna hafa komið á öxl ser og hrokkið frá og væri ekkert minna en kraftaverk, að hann slapp tifandi. f næstu andrá sagði hann mér, að Bretar væru ævinlega velkomnir til Uganda. „Þið eigið hér heima", sagði hann. „Þið byggðuð staðinn". Það virðist runnið upp fyrir Amin, að hann þarf mjög á bjálp vesturlandamanna að halda. Nú er illa komið f Uganda. Efnahag- urinn er afar bágur og leynist það engum þótt Amin reyni að fela það stóryrðum og kokhreysti. Kampalaborg er með fallegustu höfuðborgum f Afrfku — og þeim hreinlegustu eftir, að Amin fyrir- skipaði þrifnaðarherferð mikia fyrir nokkrum árum. Vfða eru háreist hús, verzlanir margar. En fátt er um vörur f þeim. Verðlagið er óhemjuhátt. Talar þetta sfnu máli um ástandið f landinu: iðn- aðurinn er orðinn f rúst og verzl- un þar af leiðandi, hvort tveggja vegna aigerrar óstjórnar. Svarta- markaðsbrask er feykilegt f land- inu. Kaup manna er svo sem fimmtungur þess, sem gerist f Bretlandi, en verðlagið álfka. Sumar vörur eru hins vegar langt- um dýrari en Evrópumenn þekkja dæmi til. Leðurskór á svörtum markaði geta t.d. kostað 60 pund (18.500 kr.). Amin kveðst vera að endurreisa iðnað- inn. En það verður varla merkt enn. Allt virðist staðnað. Það má segja, að óhamingju Uganda- manna verði flest að vopni. Þeir búa við miklar auðlindir. I Uganda vex kaffi, bómufl og te, þar er kopar og þar má rækta sykur. En þetta nýtist ekkert. Það vantar menn til að hafa umsjón með vinnslunni! Og jafnvel þótt VANGASVIPURI tækist að auka framleiðsluna er ekki vfst að neitt rættist úr. Það eru nær engin flutningatæki und- ir hana! Þrátt fyrir kreppuna virtist allt með kyrrum kjörum f höfuðborg- inni. Hermenn sjást Sjaldan á ferli, en aftur á móti leyniþjón- ustumenn. Vissast er að vara sig. En manni dettur sfzt f hug, er hann gengur um götur Kampala, að mörg þúsund borgarbúa og landsmanna yfirleitt hafi fallið fyrir héndi þjóðhöfðingjans og handbenda hans. Þetta er þó áreiðanlegt. Ekki er vfst, hve marga Amin hefur látið myrða fyrir litlar sakir, en hitt er vfst að ekki þarf mikið til og menn eru fljótafgreiddir. „Burt með hann“. Það er allt og sumt. Eg fékk heilmikla dagskrá f hendur, er ég kom til Kampala. Ég átti að fylgjast með Amin hvert, sem hann færi. Ég elti hann á fundi, hátfðir og alls kyns samkomur. Hvarvetna klöppuðu menn, er hann tók til máls og hlýddu sem hugfangnir á. Þeir hugsa Ifklega sem svo, að það sé hollast. Amin gaf tilheyrendum sfnum lfka jafnan góð ráð, sama hverjir voru. Ráðin voru öll á þá lund, að þear skyldu bara hafa hægt um sig, þá yrði þeim ekki mein gert. Amin vakir mjög yfir stjórn landsins, eða ölfu heldur stjórn undirmanna sinna. Hann fer eld- snemma á fætur og seint að sofa. Er sfhringjandi f allar áttir að minna menn á sig og halda þeim við efnið. Það er sennilega þess vegna, að hann heldur völdunum. Hann er ævinlegá á verði. Þó var hann ekki nógu vel á verði þegar tsraelsmenn komu sællar minn- ingar. Amin kvað þá hafa komið að óþörfu, hann væri enginn mannræningi og hefði aðeins vilj- að stilla til friðar. Samt hefðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.