Morgunblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 S.Í.F. getur ekki leyst vandamál eins ákveðins aðila — segja Tómas Þorvaldsson og Helgi Þórarinsson — VIÐ viljum taka það fram, að Sölusamhand fslenzkra fiskfram- leiðenda getur engan veginn leyst mál, eins innflytjanda á netum frá Portúgal, þð svo hann hafi verið svo óforsjáll að sitja uppi með mikið af botnvörpunetum, er möskvastærð var breytt úr 120 mm f 135 mm, sögðu þeir Tómas Þorvaldsson, stjórnarformaður S.l.F. og Helgi Þórarinsson fram- kvæmdastjóri þegar Morgunblað- ið spurði þá f gær hvort portú- galskir viðsemjendur S.I.F. hefðu beðið fslenzku samningamennina um að reyna að leysa þetta mál. Þeir Tómas og Helgi sögðu að rétt væri, að viðsemjendur þeirra f Portúgal hefðu minnzt á þetta. Það sem hér væri um að ræða væri botnvörpunet og hefði inn- flytjandinn haft tvö ár til að að- laga sig að breyttri möskvastærð. Það að fyrirtækið lægi nú með miklar birgðir af óseljanlegum netum, væri engum að kenna nema fyrirsvarsmönnum þess. S.Í.F. getur ekki leyst vandamál eins ákveðins aðila, menn sem starfa á þessum vettvagi eiga að leysa sfn mál sjálfir og vona ég innilega að þetta einstaka tilfelli verði ekki til að spilla samskipt- um islands og Portúgal, sögðu Tómas og Helgi að lokum. Skrafad við skemmtilegt fólk Ný samtalsbók eftir Guðmund Daníelsson , m ixis' fH tvif r í r.'fidOrfisM V-4 J7* f I S jþtf0c rt ! «>«««« t«, 'ÆlSív m, ‘5«%fefeí < Cit t,H «■ /y %:m tTj ffulii g m .. . , ú ’»C« Fágætar bækur komnar heim Titilsfðan á Nýja testamenti Guðbrands, sem prentað var á Hólum 1604, en þetta er eitt af örfáum eintökum sem eru til af þessari bók. Á minni myndinni sjást bækurnar 13 sem Guðmundur f Klausturhólum hefur keypt til landsins af Damms fornbókasölunni f Noregi, en Damms keypti bækurnar á uppboði f Frakklandi þar sem þær voru á sfnum tfma f eigu Napoleons III. KOMIN er út ný bók eftir Guð- mund Danfelsson, „Skrafað við skemmtilegt fólk“. Þetta er fimmta bókin f flokki svonefndra viðtalsbóka Guðmundar. Áður eru komnar út f þessum flokki „I húsi náungans", „Verkamenn f vfngarði“, „Þjóð f önn“ og „Staðir og stefnumót". Geódeild: Aðeins 3/5 lokið 1980 — með óbreyttum framkvæmdahraða MISHERMT var f frétt Morgun- blaðsins f gær, að með óbreyttum framkvæmdahraða yrði byggingu geðdeildar Landspftalans ekki lokið fyrr en 1980. Hið rétta er að það ár yrði aðeins lokið við 3/5 spftalans ef haldið verður þeim framkvæmdahraða, sem áætlanir hafa verið gerðar um. Á kápusiðu segir m.a.: „Hér ræðir Guðmundur Dan- ielsson við konur og karla af ýms- um stéttum: Tómas I ölgerðinni, Stefaniu vígslubiskupsfrú, Bjarna lækni Guðmundsson. Þá Framhald á bls. 18 Verðbólgan hefur eyðilagt rekst- ursgrundvöll Sædýrasafnsins — segir stjórnarformaður safnsins, Hörður Zóphaníasson, skólastjóri Guðmundur Danfelsson SAMBAND dýraverndunarfélaga íslands krafðist þess á ársfundi sfnum að Sædýrasafninu við Hafnarfjörð yrði tafarlaust lokað, svo sem skýrt var frá í Morgun- blaðinu f gær. Hörður Zóphanfas- son, stjórnarformaður Sædýra- safnsins, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær að aðstand- endur safnsins hefðu gert það sem f þeirra valdi stóð til þess að búa eins vel að dýrunum og frek- ast hefði verið kostur, en hann kvað fjárhag safnsins ekki hafa verið nógu góðan, en hann hefði sniðið framkvæmdum stakk. Hörður Zóphaníasson sagði að sér sem skólamanni væri ljós sú brýna þörf, sem slíkt safn getur Indriói G. Þorsteinsson, rithöfundur: Fyrirspurn um tekjur í ósamræmi við reglugerð MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til Indriða G. Þorsteinsson- ar rithöfundar, sem áttí sæti f reglugerðarnefnd launasjóðs rithöfunda, vegna þess að nú hefur komið f ljós, að þeir rit- höfundar, sem sækja um starfs- laun, verða að gefa upp ýmsar persónulegar ástæður úr einka- Iffi, börn o.fl. og m.a. tekjur s.I. árs skv. skattaframtali, en slfkt er hvorki f samræmi við inntak né anda reglugerðarinnar, eða það samkomulag, sem náðist um hana á sfnum tfma. Indriði G. Þorsteinsson hvet- ur þvi I svari sínu rithöfunda til að sniðganga spurninguna um tekjurnar, enda voru starfs- launin ekki hugsuð sem fátækrastyrkur, heldur fjár- munir til að auðvelda rit- höfundum ritstörf sín og bæta þeim upp oft á tiðum léleg rit- laun fyrír verk sín og ennþá minni þóknun fyrir not verka þeirra í bókasöfnum. Indriði G. Þorsteinsson svar- aði spurningu Mbl. um rétt- Indriði G. Þorsteinsson mæti fyrrnefndrar spurningar á eyðublaði sjóðsstjórnar á eftirfarandi hátt: „I reglugerð um greiðslur úr ‘ Launasjóði rithöfunda stendur ekkert, sem heimilar að leitað sé upplýsinga um tekjur um- sækjenda. Hið eina, sem ber að virða, hvað tekjur snertir, er ákvæði reglugerðar um, að höf- undur „skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfs- launa“. Þessi kvöð nær þó ekki til tveggja mánaða starfslauna, enda eru þau einvörðungu veitt vegna verka sem birzt hafa ári áður. í reglugerð segir ennfremur: „í umsókn skal getið verka, sem höfundur hefur látið frá sér fara eða vinnur að. Að öðru leyti ákveður sjóðsstjórn og til- tekur í auglýsingu, hvaða upp- lýsingar fylgja skuli umsókn um starfslaun.“ Samkvæmt þessari almennu heimild sjóðsstjórnar til að segja fyrir um fyr’rkomulag umsókna hefur verið prentað sérstakt umsóknareyðublað, þar sem nefnd eru atriði, sem sjóðsstjórnin óskar að fá upp- Framhald á bls. 18 verið börnum og unglingum úr þéttbýli. Slíkt dýrasafn sé mjög gagnlegt kennslutæki við náttúru- fræðikennslu. Hörður kvað dýra- verndunarsamtökin hafa fundið að ýmsu, en að sinu mati kvað hann það hafa verið með misjafn- lega sterkum rökum. Hann sagði að ekki færi milli mála að sitthvað mætti að safninu finna, en dýrum hefði ekki liðið þar illa. Hins veg- ar hefði umhverfi safnsins ekki verið eins snyrtilegt og æskilegt hefði verið, en það kvað hann vera vegna f járskorts. Eins og menn rekur minni til drápust ljónin I Sædýrasafninu úr kattarfári. Hörður var spurður að þvi, hvort ekki hefði veríð unnt að bólusetja þau fyrir þess- ari landlægu veiki meðal kattar- dýra. Hörður Zóphaniasson kvaðst telja að það hefði verið unnt, en stjórnendur safnsins hefðu ekki fengið vitneskju um Framhald á bls. 18 Steinunn, fyrrv. biskupsfrú, látin LÁTIN er 1 Reykjavik frú Stein- unn Magnúsdóttir, ekkja Ásmundar Guðmundssonar biskups. Steinunn var fædd 10. nóv. 1894, dóttir séra Magnúsar Andréssonar áGilsbakkaog konu hans, Sigrlðar Pétursdóttur Slvertsen. Steinunn giftist Ásmundi 1915, en Asmundur var þá nývígður og aðstoðarprestur séra Sigurðar Gunnarssonar í Stykkishólmi og tók við embætti af honum ári síðar. Steinunn vann við kennslu í Stykkishólmi, en siðan fluttu þau hjón að Eiðum þar sem séra Asmundur var skólastjóri um 10 ára skeið eða þar til hann tók við kennaraembætti við Háskóla Is- lands. Biskupsfrú var Steinunn frá 1954—1959. Síldveiðum að ljúka í Norðursjó: Síld seld fyrir tæp- ar 1000 millj. króna SÍLDVEIÐUM fslendinga í Norðursjó er nú að mestu lokið á þessu ári og um helgina voru síldveiðiskip- in búin að selja alls 12.936,9 tonn af síld í Dan- mörku fyrir 961.824.680,- kr. og er meðalverð á hvert kílð kr. 74,35, sem er 30,64 kr. hærra á kíló en f fyrra. Á síðastliðnu ári voru síld- veiðiskipin búin að selja 20.217,2 lestir af síld fyrir 883.632.642.- kr. en þá var meðalverð á hvert kíló kr. 43,71. Á timabilinu 22. nóvember til 4. desember seldu þrjú sildveiðiskip — alls 5 sinnum í Danmörku, 375 lestir fyrir 30,5 millj. - kr. og meðalverð á kiló var kr. 81,25. Mestan afla I einstakri söluferð var Guðmundur RE með, 132 lestir, sem seldust fyrir röskar 8 millj. kr. og meðalverð á kíló var kr. 83,99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.