Morgunblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 31 FJOGURRA mánaða STARF TONY KNAPP KOSTAÐI KSÍ 2,9 MILU. KR. 1 ársreikningum Knattspyrnu- sambands tslands sem lagðir voru fram og samþykktir á ársþingi þess, kemur fram að kostnaður við landsliðsþjálfarann i knatt- spyrnu, Tony Knapp, nam 2.890.901.- kr. Sem kunnugt er starfaði Tony Knapp hér fjóra mánuði á árinu, þ.e. frá júnf til október og eftir þvl hafa mánaðarlaun hans verið um 725 þúsund krónur, sem er óneitan- lega allmiklu meira en gerist og gengur á fslenzkum vinnumark- aði, að ekki sé talað um laun knattspyrnuþjálfara, a.m.k. inn- lendra. Morgunblaðið hafði I gær sam- band við Friðjón Friðjónsson, gjaldkera Knattspyrnusambands- ins, og spurðist fyrir hvernig kostnaðurinn við landsliðsþjálfar- ann skiptist. Sagði Friðjón að inn I nefndri tölu væri ýmiss kostnað- ur við störf Tony Knapp, m.a. ferðakostnaður við ferðir hans til þess að „njósna“ um lið Hollend- inga og Finna, en Knapp fór tví- vegis utan í þeim erindagjörðum, þá væru inni I þessari tölu bif- reiðakostnaður Knapps, svo og áætluð opinber gjöld af launum hans, sem Knattspyrnusambandið greiddi. Þá sagði Friðjón einnig að Knapp hefði verið ráðinn sem landsliðsþjálfari frá og með síð- ustu áramótum, en hefði ekki komið til starfa fyrr en í júni ýmissa orsaka vegna. Jafnvel þótt kostnaður við „njósnaferðir" Tony Knapps séu dregnar frá upphæðinni sem KSI varð að greiða, kemur I ljós að laun hans eru verulega há og í hrópandi ósamræmi við aðrar launagreiðslur Knattspyrnusam- bandsins á árinu, en þær námu ekki nema 856 þúsund krónum. Eru það laun allra þeirra er greitt fengu fyrir störf sfn hjá samband- inu. Heildarkostnaður við skrif- stofurekstur sambandsins nam 1,4 milljónum króna, eða helm- ingi lægri upphæð en sambandið varð að greiða vegna landsliðs- þjálfarans. Knapp — dýr starfskraftur James Hunt kjörínn „íþróttamaður ársins" IÞRÚTTAMAÐUR ársins hefur þegar verið valinn I Englandi og varð heimsmeistarinn I kappakstri, James Hunt, fyrir val- inu. Voru það enskir íþrótta- fréttamenn sem stóðu að þessu kjöri, og þykir það einn mesti heiður sem fþróttamanni I Eng- landi getur hiotnast að ná útnefn- ingu I kjöri þessu. James Hunt sigraði með nokkr- um mun í atkvæðagreiðslu Iþróttafréttamannanna. Hlaut hann 792 atkvæði. I öðru sæti varð svo John Curry, er varð Ölympiu- og Evrópumeistari í list- hlaupi á skautum, en hann hlaut 712 atkvæði. I þriðja sæti varð svo sundmaðurinn David Wilkie sem sigraði í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum I Montreal, og var raunar eini karlmaðurinn sem sigraði i sundi á Olympiu- leikunum, sem ekki var frá Bandarikjunum. Hlaut Wilkie 692 stig i atkvæðagreiðslu íþrótta- fréttamannanna. Iþróttakona ársins í Englandi var kjörin Gilliam Gilks, bad- mintonkona, en hún sigraði i hinni svonefndu „All England” badmintonkeppni í fyrravetur — en þar er um að ræða óopinbera heimsmeistarakeppni I bad- minton. I öðru sæti varð Sue Barker tennisleikari, og Debbie Johnsey knapi varð i þriðja sæti. BANDARlSKA tennistimaritið „World Tennis" valdi Chris Evert sem „ tennisleikkonu ársins“, en hún sigraði í 44 af 66 mótum sem hún tók þátt í á árinu. Chris er 22 ára gömul/ Næstar i röðinni urðu Evonne Goolagong frá Ástraliu, Wirginia Wade, Bretalndi, Rose- mary Casals, Bandarikjunum, og Martina Navratilova frá Tékkóslóvakíu. EVERT BEZT Aformað að búa unglingalands- liðið vel nndir Norðuríandamótið UNGLINGALANDSLIÐSNEFND pilta I handknattleik hefur nú valið 22 manna hóp til landsliðs- æfinga pilta, 18 ára og yngri. Er þarna um að ræða frumval, og getur farið svo að breytingar verði þegar fram lfða stundir. Unglingalandsliðið mun æfa þrisvar i viku fram til áramóta undir stjórn landsliðsþjálfara HSI, Janus Cerwinski, en honum til aðstoðar við æfingarnar verður Jóhann Ingi Gunnarsson, einn af nefndarmönnum i unglinganefnd HSI. Æfingastaður unglinga- landsliðsins verður hið nýja Haukahús í Hafnarfirði. I jólafriinu er svo stefnt að þvi að æfingar verði daglega, og i framhaldi af þeim æfingum er áformað að velja 16—18 manna hóp til áframhaldandi æfinga. Aðalverkefni islenzka unglinga- landsliðsins i ár er þátttaka i Norðurlandamóti unglinga sem fram mun fara í Noregi i byrjun apríl. Takist að framkvæma þá æfingaáætlun sem nú hefur verið gerð má ætla að islenzka ungl- ingalandsliðið sem tekur þátt í þessu móti verði betur undir það búið en verið hefur nokkru sinni til þessa. Islenzka unglingalandsliðið hefur tekið þátt i Noröurlanda- móti unglinga allt frá árinu 1962. Einu sinni hefur islenzka liðið hreppt Norðurlandameistaratitil- inn, á móti sem haldið var í Finn- landi 1970. Tvívegis hefur liðið svo orðið I öðru sæti á mótinu, 1967 og 1974, sex sinnum I þriðja sæti, fimm sinnum I f jórða sæti og einu sinni I fimmta sæti. Þeir leikmenn sem nú hafa verið valdið til æfinga með ungl- ingalandsliðinu eru eftirtaldir: Markverðir: Brynjar Kvaran, Stjörnunni Egill Steinþórsson, Armanni Gissur Ágústsson, UBK Aðrir leikmenn: Arsæll Hafsteinsson, IR Birgir Jóhannsson, Fram Friðrik Þorbjörnsson, KR Guðmundur Þórðarson, IR Haukur Geirmundsson, KR Jón V. Sigurðsson, Armanni Kristinn Ingason, KR Kristján Gunnarsson, UBK Ólafur Lárusson, KR Óskar Ásmundsson, Ármanni Sigurður Gunnarsson, Víkingi Sigurður Sveinsson, Vikingi Sigurður Sveinsson, Þrótti Smári Jósafatsson, Ármanni Theodór Guðfinnsson, UBK Valur Marteinsson, Ármanni Þráinn Asmundsson, Armanni Árni Ingvi Hermannsson, Hauk- um McKenzie til sölu DUNCAN McKenzie, fyrrum einn af stjörnum Leeds-liSsins. en núverandi leikmaSur með belglska liðinu Anderlecht, hefur ekki átt mikilli vel- gegni að fagna I belglsku knatt- spyrnunni. Telur þjálfari Anderlecht. Goethals, McKenzie ekki nógu gó8- an knattspyrnumann til þess að vera I liSi slnu og hefur sett hann á sölulista. Er taliS aS leiS McKenzie liggi aftur til Englands, og er t.d. vitaS aS Everton hefur mikinn áhuga á aS kaupa hann og hefur boSiS upphæS sem svarar til 60 millj. Islenzkra króna I hann. LÆKJARGÖTU 2 - SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.