Morgunblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976
Jón Björnsson:
Jörgen Bukdahl
áttræður í dag
I dag, þ. 8. des. er einn af þeim
mönnum sem íslenzka þjóðin á
einna mest að þakka áttræður að
aldri. Það er danski rit-
höfundurinn og gagnrýnandinn
Jörgen Bukdahl.
íslendingar hafa átt því láni að
fagna að ófáir erlendir lærdóms-
menn hafa sýnt mikinn áhuga á
málefnum þjóðarinnar, bæði
stjórnmálalegum og menningar-
legum. Nægir hér að minnast á
Konrad Maurer, sem var öflugur
stuðningsmaður Jóns Sigurðs-
sonar í baráttu hans fyrir sjálfs-
forræði okkar á öldinni sem leið.
Ennfremur átti hann ríkastan
þátt i að styðja Jón Arnason að
þjóðsagnasöfnun hans og stuðlaði
að þvi að safnið var pentað í
Leipzig laust eftir 1860. Þjóð-
sögur Jóns Arnasonar eru einn af
bókmenntadýrgripum þjóðar-
innar, þótt þær jafnist að
sjálfsögðu ekki við forn-
bókmenntirnar, sem skráðar eru
á þeim handritum sem nú eru að
koma heim eftir að hafa verið
fjarri Islandi um aldir.
Margra fleiri útlendinga, sem
hafa helgað íslandi starfskrafta
sína i ræðu og riti og aukið hróður
íslenzkrar menningar víða um
heim mætti geta, en til þess er
ekki tækifæri i þetta sinn, enda
eru margir færari til þess en sá
sem þetta ritar. Hér verður aðeins
með nokkrum orðum getið eins
manns sem gnæfir einna hæst á
hópi þessara ágætismanna.
Jörgen Bukdahl er fæddur á
Falstri 8. desember 1896 þar sem
faðír hans var kennari. Hann varð
stúdent 1916, las síðan
bókmenntir og sögu, ferðaðist um
Þýzkaland 1921, var búsettur i
Osló árin 1925—31 og næsta ár
dvaldist hann í Stokkhólmi, en
síðan hefur hann verið búsettur i
Askov á Jótlandi. Þar hefur hann
helgað sig ritstörfum og fyr-
irlestrahaldi víðsvegar um Dan-
mörku og Norðurlönd, auk þess
sem hann hefur verið fastur fyrir-
lesari við hinn þekkta lýðháskóla
Askov sem mörgum Islendingum
er að góðu kunnur. Er ekki ofsagt
að Bukdahl hafi um áratugi verið
einn vinsælasti starfsmaður
skólans, og það var ekki til það
„murmeldyr", eins og hann
sjálfur komst að orði í öðru
sambandi, sem ekki vaknaði af
dvalanum þegar Bukdahl var I
ræðustólnum.
Annars hafa verið margir
ágætismenn vað Askov lýð-
háskóla. Nægir að nefna skóla-
stjórann, J. Th. Arnfred, sem
gekk fram fyrir skjöldu í
handritamálinu og heimsótti
Island með fyrstu handrita-
sendingunni, og dr. Holger Kjær,
sem skrifaði á sinum tima merka
bók um íslenzka menningu.
Á Oslóarárum sinum kvæntist
Bukdahl Magnhild ödvin, norskri
að ætt. Hún hefur staðið við hlið
manns síns af óbifanlegu þreki og
sterkast þegar mest blés á móti.
Efnahagur þeirra var framan af
ekki góður, en nú er Bukdahl
fyrir löngu kominn á föst rithöf-
undalaun frá rikinu, eins og sjálf-
sagt var um mann sem er tákn
hins bezta í danskri menningu.
Bukdahl byrjaði ungur
rithöfundarferil sann. Fyrsta bók
hans kom út 1921 „Den gamle bys
dröm“, og var skáldskaparlegs
eðlis. Svo var og um næstu tvær
bækur hans „Den sidste frist“ og
„En mosaisk novelle“. Síðan tók
hann að kynna sér norskt þjóðlif
og bókmenntir og árangurinn af
því voru tvær stórar bækur
„Norsk national kunst" og „Det
skjulte Norge“. Eftir það helgaði
hann sig að mestu leyti
bókmenntasögu og gagnrýni. Hef-
ur hann skrifað yfir 30 bækur og
eru sumar engin smásmíði, mörg
hundruð síður. Á því leikur
enginn vafi að hann er í dag
fremsti gagnrýnandi Norður-
landa og hefur verið það um ára-
tugi.
Bukdahl hefur lent í mörgum
ritdeilum um dagana og hvergi
látið undan síga. Ég minnist frá
skólaárum minum í Askov harðr-
ar deilu sem hann lenti I við
skáldið og gagnrýnandann Kai
Friis-Möller. Þar tókust á tvær
gagnstæðar stefnur, þjóðleg
stefna Bukdahls og sjónarmið
fagurkerans. Voru vist flestir
sammála um að Bukdahl hafi far-
ið þar með sagur af hólmi. Gekk
það svo langt að sá siðarnefndi
talaði um „udyret Bukdahl"
þegar rökin þraut. Annars var
Friis-Möller merkt skáld og
bókmenntamaður á sinni tíð.
Hér að ofan var minnzt á bækur
Bukdahls um norskar bókmennt-
ir. Þar leggur hann aðaláherzluna
á nýnorskar bókmenntir, sem
voru lítið eða ekki kunnar í
nágrannalöndunum og sama
mátti segja um heimaland
nýnorsku höfundanna, þar sem
rikismálsmennirnir voru í mikl-
um meirihluta. Bukdahl kynnti
rækilega landsmálshöfundana, en
meðal þeirra er Olav Duun, sem
er einn af öndvegisskáldsagna-
höfundum Norðurlanda. Mesta
saga hans „Juvikingar" var þýdd
á dönsku nokkrum árum eftir að
bók Bukdahls kom út. Bækur
Olavs Duun voru þýddar á þýzku
og mörg fleiri mál. Geta má þess
að Gunnar Gunnarsson þýddi eina
af beztu skáldsögum hans „Med-
menneskje" á dönsku um 1930.
Nýnorskir höfundar hafa engan
betri málsvara átt en Bukdahl,
enda hafa þeir kunnað að meta
það á ýmsan hátt.
Bukdahl var málsvari allra
minnihlutahópa og var jafnan á
varðbergi þegar honúm fannst á
þá hallað. Þannig tók hann
málstað Færeyinga í deilu þeirra
við Dani um löggildingu færeysku
sem skólamáls, og finnskunnar,
sem lengi varð að lúta í lægra
haldi fyrir sænskunni, en hún var
gamalgróið yfirstéttarmál í
Finnlandi lengi frameftir öldum.
Danski minnihlutinn i Slésvik átti
góðan málsvara í Bukdahl, þegar
honum fannst hallað rétti þeirra
af þýzkum yfirvöldum. Hann er
svarinn andstæðingur skandi-
navismans, sem átti rætur að
rekja alla leið aftur til
Kalmarsambandsins, og telur að
yfirráðaþjóðirnar, Danir og Svíar,
verði að bæta fyrir það ranglæti
sem smáþjóðirnar voru beittar
undir yfirráðum þeirra. Hann
leggur rika áherzlu á þjóðernið og
alþýðumenninguna sem hinn eina
grundvöll fyrir sannri alþjóða-
hyggju. Bukdahl er norrænn í
anda og evrópumaður um leið,
eins og ljóst kemur fram í bók
hans „Det europæiske menneske"
sem fjallar um sænska skáldið
Esajas Tegner.
Pessar skoðanir Bukdahls
leiddu óhjákvæmilega til þess að
hann lét sig handritamálið miklu
skipta. Krafa Islendinga um af-
hendingu skjala og handrita úr
dönskum söfnum á sér langa-sögu
sem ekki verður rakin hér.
Skömmu eftir lýðveldisstofnun-
ina var af Islands hálfu gerð
krafa um afhendingu, sem fékk
heldur slæmar undirtektir af
hálfu danskra safna- og vísinda-
manna. En hugmyndin um að
handritin yrðu afhent
Islendingum sem þjóðargjöf frá
Dönum mun fyrst hafa komið
fram í útvarpserindi sem Bjarni
M. Gislason flutti I danska út-
varpið 1938. Þessi hugmynd fékk
góðar undirtektir meðal lýðhá-
skólamanna og margra annarra.
Snarpar deilur urðu í blöðum um
óskir Islendinga og urðu þær til
þess að C.P.O. Christiansen lýð-
háskólastjóri gekkst fyrir þvi að
lýðháskólamenn skrifuðu Ríkis-
deginum og stjórninni bréf með
áskorun um að skila handritun-
um. Askorunin vakti mikla at-
hygli og hafði víðtæk áhrif.
Bukdahl lét ekki á sér standa og
studdi að þvi í ræðu og riti að
handritunum yrði skilað. Þetta
var fyrir honum norrænt málefni
sem yrði fram að ganga. I þeim
harðvitugu deilum sem urðu um
málið í blöðum og á mannfundum
lét hann ekki sitt eftir liggja.
Nokkrir danskir lærdómsmenn
tóku í sama streng og hann,
Martin heitinn Larsen, sem um
þessar mundir var sendikennari
hér við háskólann, var einn
þeirra. Lýðháskólamennirnir
kynntu handritamálið i skólum og
samkomuhúsum um alla Dan-
mörku og upplýstu landa sína um
aðalatriði þess. En árið 1947 skip-
aði menntamálaráðuneytið
danska nefnd til að fjalia um
málið. 1 nefndinni áttu sæti
margir af fremstu visinda-
mönnum Dana. Álit hennar kom
út í bók árið 1951. Var það vfir-
leitt andstætt kröfum íslendinga,
aðeins einn nefndarmanna,
kommúnistinn Thorkil Holst,
krafðist þess að öllum íslenzkum
handritum yrði skilað. I nefndar-
álitinu var gert eins lítið úr fram-
lagi Islendinga til útgáfustarf-
Á MERKISDEGI hins ágæta rit-
höfundar og menningarfrömuðar,
Jörgen Bukdahls, er hann nú er
áttræður, flytur íslensk ung-
mennafélagshreyfing honum hug-
heilar þakkir og árnaðaróskir.
Bukdahl er einn höfuðskörung-
ur dönsku lýðháskólanna, en mið-
að við erlend áhrif er ungmenna-
félagsskapur okkar næsta mjög
þaðan runninn.
Fyrst sá ég Bukdahl flytja ræðu
i Friðriksborgarlýðháskóla fyrir
30 árum.
Mælskan var meiri en ég hefi
fyrir hitt, fyrr eða síðar.
Það var eins og vera orðinn
barn aftur á Eyrarbakka og horfa
á brimið þar í almætti sínu, brím-
skaflana lengst sunnan af
Atlantshafi risa og hniga svo að
ströndin skalf og landið upp til
fjallaróta í fjarska.
Efni ræðunnar var menningar-
leg brúargerð, er tengdi Norður-
lönd saman — á fornum, og er
verða skyldi nýjum undirstöðum.
Skáld þess tíma tilbáðu brúna,
stálvirkið, er yki á hraðann og
seminnar og unnt var. Siðar var
efnt til mikillar sýningar á hand-
ritunum og sjónarmiðin túlkuð
jafn einhliða og í nefndarálitinu.
Lýðháskólamennirnir hakuðu við
að svara, hafa sennilega talið sig
eiga erfitt með að hrekja rök-
semdir visindamannanna og bið
varð á að íslenzkir sérfræðingar
svöruðu. En þá reis Bukdahl upp
og réðst harkalega gegn nefnd-
inni 1 blöðum og samkomuhúsum.
Mun barátta hans fyrir rétti
Islendinga hafa haft gifurleg
áhrif. Nokkru síðar svaraði
Bjarni M. Gíslason nefndinni i
bók og hrakti „röksemdir" henn-
ar lið fyrir lið, enda varð fátt um
svör af hálfu andstæðinganna.
Hér verður ekki meira rætt um
þetta mál, enda er það leyst að
fullu með samningum milli
danskra og íslenzkra stjörnvalda.
En það er ekki fullnægjandi skýr-
ing. Afhending handritanna varð
fyrst og fremst danskt innanríkis-
mál. Þess vegna þurfti að kynna
það, undirbúa dönsku þjóðina,
kynna málið fyrir almenningi, og
það gerði. Bukdahl í ótal fyrir-
lestrum og blaðagreinum. Ég veit
að það er ekki ofmælt sem Poul
Engberg skólastjóri segir í
bæklingi sínum „Nordiske breve
fra Jörgen Bukdahl modtaget af
Poul Engberg“, en orð hans
hljóða þannig i íslenzkri þýðingu:
eyddi fjarlægðum. Brú Bukdahls
var Bifröst norræns anda og krist-
ins, er tengdi saman fortið, nútíð
og framtíð, milli jarðar og himins
og frá himni til jarðar.
Bukdahl bað mig löngu síðar að
ganga með sér á Lögberg á Þing-
völlum. Honum nægði ekki ráð-
herraveizla I Valhöll, þar sem
hann raunar flutti eina af sínum
stóru ræðum, er lét súpuna kólna
en hjörtun hitna til róta.
Síðar gisti hann hjá mér heima
á Þingvöllum.
Hann svaf lítið. Þjóðlíf á Þing-
völlum til forna, er þá voru eins
konar höfuðborg Norðurlanda,
hélt fyrir honum vöku.
Við Bukdahl fórum saman um
söguslóðir Rangárþings ásamt
góðvini hans Guðmundi Hagalín
rithöfundi.
Einna snortnastur virtist hann
vera að koma að Hliðarenda.
I kirkjunni söng hann við raust
sálm Grundvigs: „Kirkja vors
Guðs er gamalt hús.“
Hann söng einnig siðasta vers
„Og hann (Bukdahl) barðist ár-
um saman fyrir því að islenzku
handritin yrðu send heim. Það er
mjög vafasamt hvort þetta mál
hefði leystst án stórmannlegrar
aðstoðar Bukdahls og baráttu
hans fyrir rétti Islendinga."
Þessi orð getur greinarhöf-
undur tekið undir. Forsætisráð-
herra Danmerkur, Hans Hedtoft
lét þau orð falla við mig, eitt sinn
er við hittumst, að það hefði orðið
erfitt fyrir hann og aðra vini
Islands að koma málinu I gegn í
Rikisþinginu ef ekki hefði verið
búið að undirbúa þjóðina og
kynna henni þetta réttlætismál
okkar. Og það er einmitt þetta
sem Bukdahl og samherjar hans
gerðu. Auðvitað leystu ríkis-
stjórnir Danmerkur og Islands
málið á venjulegan diplómatískan
hátt, en þess verður að gæta að
heppileg lausn málsins byggðist á
þeim grundvelli, sem vinir okkar
i Danmörku höfðu þegar undir-
búið með kynningu á rétti.Islands
og baráttu fyrir málstað okkar, og
seint mun verða fullþökkuð.
Hér verður ekki frekar rætt um
þetta mál. Handritamálið er leyst
á þann hátt að báðum aðilum er
til sóma. En því nefndi ég það
hér, að Bukdahl átti mestan þátt i
þvi að kynna það i heimalandi
sínu. I samræmi við þá grund-
vallarskoðun hans að allur gamall
óréttur yrði bættur og réttlætið
látið sitja í fyrirrúmi í sam-
skiptum norrænu þjóðanna. Þetta
er innsta sannfæring hans og
fyrir hana hefur hann barizt alla
ævi.
I þessu greinarkorni er ekki
unnt að fara nánar út í hin mörgu
og gagnmerku ritverk Bukdahls,
því að til þess þyrfti heila bók.
Geta má þess að í ritgerðasafni
hans „Forgyldnang og svine-
læder“ hefur hann skrifað ein-
hverja beztu ritgerð um Halldór
Laxness sem ég hef lesið. Og á
sextugsafmæli hans gengust vinir
hans fyrir því að gefin var út stór
og myndarleg bók eftir hann sem
nefnist „Nordisk digtning fra old-
tiden til vore dage“. Hér er
bókmenntasaga Norðurlanda sögð
i stórum dráttum og á þann hátt
sem gæti orðið undirstöðurat um
norrænar bókmenntir og ætti
þess vegna að verða skyldu-
lesning í norrænum skólum.
Framhald á bls. 23
sálmsins, er óþýtt er enn á ís-
lenzku.
Þar er vikið að hinum almenna
prestdómi, og þótti Bukdahl
skaði, að eigi væri á okkar máli.
Þar kom til lýðháskólahugsjön
Bukdahls.
Skálholt hafði og sterk áhrif á
hann. Hann hefur ávallt stutt
hugmyndina að stofnun íslenzks
lýðháskóla.
Við íslendingar skiljum vart
enn í dag hlut danskra lýðhá-
skólamanna að sigri okkar að
handritamálinu. Þar er Bjarni M.
Gíslason öflugt vitni.
Við hyllum i dag merkan blys-
bera kristinnar og norrænnar
menningar þroska og frelsis á
djúpri rót þjóðernis og manns.
Með Bukdahl i huga mættum
við nú koma okkur upp lýðhá-
skólalöggjöf, er skapi slikum skól-
um og námsskeiðum starfsgrund-
völl. Skálholtsskóli þarfnast slíks
átaks og munu þá hliðstæðar
stofnanir rísa upp á ýmsum vett-
vangi þjóðlífsins.
Fyrr erum við varla Norður-
landaþjóð. Á þá þróun mála
myndi Jörgen Bukdahl lita sem
afmælisgjöf sér og sinni lifshug-
sjón til handa.
Eirlkut J. Eirfksson.
Norrænn brúarsmiður —
Jörgen Bukdahl áttræður
VIKULEGAR HRAÐFERÐIR
EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR
Frá PORTSMOUTH
WESTON POINT
KRISTIANSAND
HELSINGBORG
GDYNIA
VENTSPILS
VALKOM
Fró ANTWERPEN
- FELIXSTOWE
- KAUPMANNAHÖFN
- ROTTERDAM
- GAUTABORG
- HAMBORG
mánudaga
þriójudaga
FERÐIR FRÁ öt)RUM HÖFNUM EFTIR
FLUTNINGSÞÖRF
sniövikudaga
fimmtudaga