Morgunblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 21 færi gáfust. Og blótsyrði er ég þess fullviss, að aldrei hafa hrotið honum af munni. Allt líf Kristjáns var svo mótað af guð- rækilegu liferni, að lengra verður ekki jafnað. Hér er ekkert oflof borið fyrir lesendur, heldur ára- tuga reynsla og elskusamleg við- kynning. Kristján átti dvöl á Seyðisfirði um allt að því eitt ár og byrjaði þar á prentnámi. Hann naut þar einnig tilsagnar I tungumálum. Og um táma hneigðist hugur hans, að þvl að verða trúboði, en örlögin urðu á annan veg. A meðan Kristján dvalda á Kóreksstöðum gerði hann um skeið veðurathuganir fyrir danskt félag. Að likum hefir það orðið til þess, að þegar Veðurstofa Islands hóf sitt starf, sneri hún sér beint til Kristjáns með aðstoð. Þessu starfi gegndi hann siðar bæði á Vopnafirði og í Fagradal. Eftir lát hans annaðist Oddný starfið um áratugi. Oddný og Kristján voru gefin saman I hjónaband I Hjaltastaða- kirkju 7. júlí 1906 af séra Vigfúsi Þórðarsyni. Nokkurn hluta áranna 1906 og 1907 bjuggu ungu hjónin á Kóreksstöðum i sambýli við for- eldra mina. Árið 1907 fluttust þau inn I Vopnafjarðarkauptún og bjuggu þar til ársins 1914, en hurfu þá aftur að Fagradal. Þann tima, sem þau dvöldu á Vopna- firði, var Kristján organisti kirkj- unnar og rækti það starf af frá- bærri skyldurækni og smekkvisi, eins og öll önnur störf um ævina. Kristján Wíum andaðist I Fagradal 1. júní 1932 á bezta aldri, aðeins fimmtiu og eins árs. Segja má við þetta tækifæri, að sannast hafi einu sinni enn hið fornkveðna, ,,að þeir, sem guðirn- ir elska deyja ungir“. Þungbær og miskunnarlaus sjúkdómur heltók heilsu og líf þessa ágæta manns á miðju þroskaskeiði. Læknirinn hans sagði honum, eins og var, að full- ur bati væri nær með öllu vonlaus. Og eftir dulrænum leið- um var þetta einnig fullyrt, en tekið skýrt fram, að honum yrði forðað frá sárustu kvölunum, sem þessi sjúkdómur veldur venju- lega. Og þetta fór nákvæmlega eftir, þannig að hann þurfti ör- sjaldan a kvalastillandi lyfjum að halda. Kristján N. Wíum andaðist á sólbjörtum sumardegi og hafði þá með fullu ráði og rænu veitt nánustu ástvinum sinum hinstu þjónustu, eins og sjá má af eftir- farandi: Skylduræknin jafnt og allir beztu eðliskostirnir brugðust aldrei. Frú Oddný sagði þá við Ingu, elstu dótturina: „Sittu nú hjá pabba þinum meðan ég lit á veðurmælana," og fúslega gerði hún það. En þá segir Kristján: „Vertu nú svo væn að hringja fyrir mig inn á Vopnafjörð og bið þú lækninn að koma með bátnum, sem kemur hingað I dag. Hann þarf að skrifa vottorð, svo að líf- tryggingin verði í fullu gildi. „Ör- lítið hik kom í augu ungu stúlk- unnar, en þá bætti faðir hennar við: „Æ, jú, þú gerir þetta nú fyrir mig, því að þetta verður nú sennilega siðasta bónin, sem ég bið þig. „Og svo brosti hann sínu fegursta og sérkennilega brosi, sem ávallt heillaði alla. Inga rak erindið á fremur stuttri stund, en þegar hún kom aftur var faðir hennar örendur. Þannig gekk Kristján N. Wíum, þetta hetju- lega karlmenni með öllu óttalaus, en glaður og reifur á Guðs sins fund. Ég hefi aldrei getað hugsað mér landamæri lífs og dauða, eins og einhverja gráa og mikla móðu, sem aðskildi heimana. Vera má þó, að þessi móða sé til í vissum skilningi, allt eftir þvi, sem á stendur með þroska og fullkomn- un mannanna barna í rás tímans á langri vegferð. Kæru horfnu vinir. Ef til vill er það barnaleg óskhyggja, en feg- inn vildi ég í fyllingu timans bera gæfu til þess að mæta ykkur aftur með bros á vörum, einhvers stað- ar I sólskinslöndum kristninnar. Þau lönd hljóta að vera mörg, víðfeðm og fögur. Aðaisteinn Hallsson frá Kóreksstöðum. + Elskuleg eiglnkona mín KRISTÍN EINARSDÓTTIR, ÁlftröS 7. Kópavogi andaðist í Borgarspltalanum 7 des. s.l Jón Glslason. t Eiginmaður minn og faðir okkar. GUÐMUNDUR Þ. SVEINBJÖRNSSON. varkstfórí, andaðistað heimili sinu, Spitalastig 2B, þann 6. desember. Jóhanna Einarsdóttir. Þorvaldur Guðmundsson, Stelán Guðmundsson. + Eiginmaður minn ÞÓROUR JÓNATANSSON. Öngulsstöðum. andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 3. desember. Útför hans fer fram frá Munkaþverárkirkju laugardaginn 1 1 desember og hefst kl 1.30 e.h. Katrln Sigurgeirsdóttir + Útför eiginmanns míns og föður, SÍMONAR JÓH. ÁGÚSTSSONAR. prófessors. Oddagötu 12. verður gerðfrá Dómkirkjunni fimmtudaginn 9 desember kl. 14 Steinunn Bjamadóttir Baldur Símonarson + ÁSTA ÁGÚSTSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8 desember kl 13.30 Blóm vinsamlega afþökkuð en þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta Krabbameinsfélag islands njóta þess. Rafn Kjartansson Haukur Kjartansson Hjördis GuSmundsdóttir Þorvaldur Kjartansson Ingibjörg Þórarinsdóttir Ágúst Kjartansson GuSrún GuSmundsdóttir borðstofuborð — stólar Hringborð (110 cm) í brúnu og grænu með stækkunarplötu Hin vinsælu eldhúsborðarstærð (95 cm) með stækkunarplötu i brúnu og grænu. Fimm gerðiraf stólum Einnig nýkomin sending af bólstruðum pinnastólum. Tvær gerðir af hringborðum og ein tegund af köntuðum borðum. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A Sími: 81680 + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför MARGRÉTAR ÞORSTEINSDÓTTUR. Hvassaleiti 11. Fyrir hönd dóttur hennar og annarra aðstandenda, Atli Etasson og Ragnhildur Bergþórsdóttir. + Þökkum af hjarta auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu JÓNBJARGARBJÓRNSDÓTTUR Magnús Magnússon Björn Magnússon Ingibjörg Björnsdóttir Þór Magnússon Stefania Sigurðardóttir og barnaböm + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, BRYNHILDAR JÓHANNSDÓTTUR, Ljósheimum 20. Erla Júlíusdóttir, Birgir Stefánsson, Þórlaug Júlíusdóttir, Sverrir Valdimarsson, Jóhann Júlíusson, Valdls Hagalínsdóttir og barnaböm. MYNDAMÓTA Aóalstræti 6 simi 25810 + Móðir okkar. KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR. Elliheimilinu Grund, lézt 6 desember Börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.