Morgunblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976
Brazilíukaffi — lnalskaffi
14. leikvika — leikir 27. nóv. 1976.
Vinningsröð: X21 — X12 — 21X —
1. VINNINGUR: réttir— kr. 142.000.
7225 30890 31896
2. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 2.400.
1x2
1 1 2
1 3401 5423 + 8063 30760 31798 32368+
270 3559 5425 + 30201+ 30806+ 31799 32414
359 3754 + 6005 30254 30826 31799 32583
1084 3785 + 6658 30302 30970+ 31799 40191
1388 3788 6883 30343 31234+ 31847 40247
1485 3920 7318 30369 31234+ 31883 40322
2011 4238 7600 30406 31411 32038 40322
2028 4310 7866 30565 31451 32137+ 40352
2442 4393 8046 + 30576 31715+ 32287 40578
3063 5327 + 8054 + 30760 31782 32345 40802
3064 5336 8060 + 30760 31783+ + nafnlaus
Kærufrestur er til 20. des kl 12 á hádegi Kærur skulu vera skriflegar
Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni
Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina
Vinningar fyrir 1 4 leikviku verða póstlagðir eftir 21. des
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda stofninn
og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir
greiðsludag vinninga.
GETRAUNIR — ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN — REYKJAVÍK
Llrvalsvörurnar frá Marks & Spencer
FÁST HJÁ OKKUR
Fatnaóur á alla fjölskylduna.
Vörurnar, sem eru þekktar og rómaöar
um víöa veröld.
Framleiddar undir strangasta gæöaeftirliti.
DOMUS Laugavegi 91 KEA Vöruhús
GEFJUA Austurstræti Kaupfélögin
Agúst Lfndal skorar hér I leik gegn UMFN, en hann átti góðan leik
með liði sfnu, UBK, gegn Fram nú um helgina.
FRAM VANN í BAR-
ÁHU BOTNLIÐANNA
Efnilegur nýliði
í frjálsum
EINS og skýrt hefur verið frá er
frjálsfþróttafólk farið að keppa
innanhúss. Strax er farinn að
sjást þokkalegur árangur, en þó
virðast þar alltaf vera sömu nöfn-
in á ferðinni. Samt skýtur öðru
hverju upp efnilegu fólki, sem
nær ágætisárangri og á móti hjá
KR I Baldurshaganum kom fram
efnilegur nýliði. Er það um að
ræða aðeins 13 ára stúlku, sem nú
þegar hefur náð góðum árangri
þótt alger nýliði sé. Þessi stúlka
heitir Helga Halldórsdóttir og að
sögn þjálfara hennar, Valbjörns
Þorlákssonar, er þarna mikið efni
á ferðinni.
Hóf Helga að æfa frjálsíþróttir
nú i haust en hefur nú þegar
hlaupið 50 metra á 6,9 sek., sem er
með því bezta hér og einnig hefur
hún nað 8,1 sek. í 50 m grinda-
hlaupi, sem Valbjörn segir að sé
hreint ótrúlegur árangur í þriðja
sinn sem sú grein er hlaupin. Á
móti á föstudaginn var varð hún
fyrir því óhappi að gera öll sín
stökk í langstökki ógild, en þau
voru öll í kring um 5 metra, sagði
Valbjörn. Fyrr í haust hefur hún
stokkið 4,65 m, sem er sæmilegt
hjá byrjanda. Annars hefur eftir-
farandi árangur náðst á tveimur
innanfélagsmótum hjá KR I
Baldurshaganum:
Langstökk: m
Stefán Hallgrímsson 6,56
Ingi Björn Albertsson, HSH, 6,42
Ársæll Kristjánsson, 6,15
50 m/grindahlaup: sek.
Valbjörn Þorláksson, 7,1
Björn Blöndal, 7,2
Borgþór Magnússon, 7,6 sek
Þorleifur Karlsson, 7,8
t r , —agás.
Flokkaglíma
FLOKKAGLlMA Reykjavíkur fer
fram þriðjudaginn 14. desember
kl. 19.45. í fimleikasal Melaskól-
ans. Þátttökutilkynningar þurfa
að hafa borist Sigtryggi Sigurðs-
syni, Melhaga 9, eigi siðar en 7.
desember n.k. Þátttökugjald er
kr. 500.- í flokkum fullorðinna en
kr. 250.- í drengja- og sveina-
flokki.
STAÐAN
StaSan I fyrstu deildinni I körfu-
knattleik er nú þessi:
Ármann 4 4 0 335— 302 8
ÍR 4 3 1 326— 295 6
KR 4 3 1 336— 320 6
UMFN 3 2 1 233— 164 4
is 4 2 2 356— 338 4
Valur 5 1 4 387— 409 2
Fram 4 1 3 293— 322 2
UBK 4 0 4 230— 346 0
LEIKUR Þórs og Fylkis 1. 1 2.
deildinni 1 handboltanum, sem
fram fór ð Akureyri á laugardag
verður vart lengi í minnum hafð-
ur, nema þá fyrir þær sakir
hversu lélegur hann var. Það er
annars skemmst frá því að segja
að Þórsarar mörðu sigur, og voru
það fremur óvænt úrslit þar sem
flestir höfðu búist við öruggum
sigri Þórs.
Leikurinn var annars fremur
jafn allan timann og skiptust liðin
nokkuð á um að hafa forystuna. I
leikhléi var staðan 12 mörk gegn
11 Þór i vil, en Fylkismenn skor-
uðu siðan þrjú fyrstu mörkin í
siðari hálfleiknum og voru þvi
komnir í 14 gegn 12 á timabili og
siðan 15 gegn 13, en þá hljóp allt I
baklás I sóknarleik Fylkis og þeir
skoruðu ekki mark í einar 12
minútur, á meðan Þórsarar
skoruðu af to til. Lyktirnar urðu
því sigur Þórs, 18 mörk gegn 16.
Slök frammistaða Þórsara kom
allnokkuð á óvart, því svo virtist
sem liðið væri að rétta úr kútnum
eftir fremur slaka byrjun. Þess er
FRAM vann góðan sigur á Breiða-
bliki í leik liðanna 1 1. deildar-
keppninni ( körfuknattleik um
helgina 78—66, og hlaut þar með
sín fyrstu stig f ár og tryggði þvf
stöðu sfna I fallbaráttunni nokk-
uð vel.
Gangur leiksins var annars
þannig að Fram náði forystunni í
til að mynda skemmst að minnast
að í siðasta leik sinum á undan
þessum, sigruðu Þórsarar KR með
nokkrum yfirburðum í Reykjavík.
Hvað um það, allan stöðugleika
virðist skorta í leik þeirra um
þessar mundir.
Fylkir heldur nokkuð sinu
striki. Veitir öðrum liðum oft tals-
vert viðnám, en botninn dettur
síðan úr leik liðsins þegar nálgast
leikslok. Það vantar alltaf herslu-
muninn og einhvern veginn er
maður farinn að trúa þvi að liðið
nái ekki lengra með þessum sama
mannskap.
Maður leiksins: Einar Björns-
son, Þór.
Leikinn dæmdu Árni Tómasson
og Arni Sverrisson.
Mörk Þórs: Einar 6, Þorbjörn
Jensson 5, Sigtryggur Guðlaugs-
son 4, Gunnar Gunnarsson 2 og
Óskar Gunnarsson eitt mark.
Mörk Fylkis: Gunnar Baldurs-
son 5, Einar Ágústson 4, Stefán
Hjálmarsson 3, Ásbjörn Skúlason
og Steinar Birgisson tvö mörk
hvor. Sigb. G.
upphafi og hafði yfir þar til á 8.
mínútu, en á þeirri 9. var staðan
orðin 16—15 UBK í vil og þar á
eftir fylgdi bezti kafli Breaðabliks
og hélt liðið forystunni út allan
hálfleikinn og i leikhléi var stað-
an orðin 34—33 Breiðabliki I vil.
Framarar mættu svo mun
ákveðnari til Ieiks í seinni hálf-
leik og náðu þeir strax öruggri
forystu, sem þeir héldu til leiks-
loka og varð munurinn mestur 16
stig, en leiknum lauk eins og áður
sagði með sigri Fram 78—66.
Guðmundur Böðvarsson var tvi-
mælalaust bezti maður Fram í
þessum leik og óvist er að
Framarar hefðu unnið leikinn án
hans, en auk þess sem hann skor-
aði 28 stig hirti hann langflest
fráköst I leiknum. Arngrimur
Thorlacius átti nú einnig sinn
bezta leik og fer honum fram með
hverjum leik.
Hjá Breiðabliki áttu þeir Gutt-
ormur Ólafsson og Agúst Lindal
beztan leik, en Óskar Baldursson
átti einnig góðan leik, en fékk
snemma fjórar villur og varð því
að hafa hægt um sig seinni hluta
leiksins.
Fyrir Fram skoruðu Guðmund-
ur Böðvarsson 28, Eyþór
Krisjánsson 16, Arngrimur
Thorlacius og Jónas Ketilsson 13
hvor, Þorvaldur Geirsson 4,
Þorkell Sigurðsson og Sigurjón
Ingvason 2 stig hvor.
Fyrir Breiðablik skoruðu Gutt-
ormur Ólafsson og Agúst Lindal
18 hvor, Óskar Baldursson 14,
Rafn Thorarensen 8, Ómar
Gunnarsson 6 og Arni
Gunnarsson 2 stig. HG.
Þór marði Fylki
V