Morgunblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976
10
Skriðumar ófærar
Siglufirði, 6. desember —
SKUTTOGARINN Stálvík landar
hér I dag 90 til 95 tonnum af fiski.
Þá er hér einnig Selfoss, skip
Eimskipafélagsins og lestar 4 þús-
und kassa af frystum fiski á
Bandaríkjamarkað. Kom skipið
einnig með loðnupressur, sem
keyptar eru frá Noregi.
Í siðastliðinni viku komu
Vængir hingað þrisvar, en
Skriðurnar eru nú kafófærar og
engum fært þar um nema fuglin-
um fljúgandi. Fyrir nokkru var
samþykkt að mæla út í Skriðun-
um fyrir nýju vegarstæði, en
hælarnir hafa líklegast aldrei
fundizt. — m.j.
Ytarlegra Almanak
Þ jó ðvin afélagsins
BÖKAUTGAFA Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins hefur nú
sent frá sér Almanak hins
fslenzka þjóðvinafélags fyrir árið
Nansen reyn-
ir við pólinn
Landkönnuðurinn og ofurhuginn
Friðþjófur Nansen er höfundur
bókarinnar „1 ís og myrkri", sem
komin er út á vegum Isafoldar-
prentsmiðju. Bókin lýsir Fram-
leiðangrinum 1893 —96 og þó
einkanlega frá frækilegasta þætti
hans: tilraun höfundar til þess að
komast á norðurheimskaut við
annan mann og baráttu þeirra í
fimmtán mánuði við Is og myrkur,
kulda og klæðleysi.
Á bókarkápu segar m.a.: „Fáir
leiðangrar vörpuðu eins miklum
ljóma á nafn Noregs og Fram-
leiðangurinn... Þessi bók er full
af frásögnum um þrautseigju,
harðfengi, snarræði og hugrekki
manna, sem gátu engum treyst
nema sjálfum sér...“
1977. Rit þetta hefur komið út
samfellt I 103 ár, og þótt það hafi
tekið nokkrum stakkaskiptum á
sfðari árum, er kjarni þess hinn
sami og verið hefur frá upphafi,
annars vegar hið eiginlega
almanak (Islandsalmanakið) en
hins vegar Árbók Islands, sem er
ýtarlegt yfirlit um atburði liðins
árs. Að auki eru svo I ritinu
styttri þættir til fróðleiks og
skemmtunar.
I fyrsta hlutanum (Islands-
almanakinu) er að finna veru-
legar breytingar frá fyrri gerð.
Augljósust er sú breyting að
hverjum mánuði i dagatali eru
ætlaðar fjórar sfður í stað tveggja
áður. Önnur viðbótarsíðan veitir
lesendum rúm til að rita athuga-
semdir sér til minnis, en á hinni
siðunni eru daglegar upplýsingar
um sólargaiig i Reykjavik i stað
vikulegra upplýsinga áður. Á
sömu síðu er getið um afstöðu
björtustu fastastjarna, til
viðbótar við hliðstæðar
upplýsingar um reikistjörnurnar.
Hérlendis fer nú fjölgandi áhuga-
mönnum sem eiga stjörnusjón-
auka og stunda stjörnuskoðun.
Með tilliti til þessa hefur ýmsum
fróðleik verið aukið við almanak-
ið, t.d. töflu sem sýnir hvenær
tungl Júpíters myrkvast. Auk
stjörnufræðilegra upplýsinga er í
þessum hluta ritsins ýmiss annar
fróðleikur s.s. um veðurfar, mæli-
einingar o.fl.
Seinni hlutinn (árbókin) er
með svipuðu sniði og undanfarin
ár, 66 síður að lengd og mynd-
skreytt. Höfundur árbókarinnar
er Ólafur Hansson prófessor. Á
eftir árbókinni kemur grein um
ákvörðun timans, eftir Þorstein
Sæmundsson, og loks gamansaga
eftir Mark Twain í þýðingu Arnar
Snorrasonar. Alls er ritið 184 bls.
að lengd. Ritstjóri er Þorsteinn
Sæmundsson.
MORGUNBLÁÐINU hefur bor-
ist ný skáldsaga eftir Gunnar
Dal, Kamala; saga frá Indlandi.
Utgefandi er Vlkurútgáfan.
Bókin er 179 blaðsfður að stærð
og skiptist I tuttugu og nfu
kafla. Fremst er yfirlit yfir
sögupersónur, sem eru margar
og nýstárlegar l Islenzkum
skáldskap, því þær heita allar
indverskum nöfnum.
Sigvaldi Hjálmarsson ritar
formála fyrir þessari skáldsögu
Gunnars Dals, og segir þar
m.a.: „Fátítt er að íslenzkir rit-
höfundar heyi sér efni til skáld-
verka úr fjarlægri menningar- Gunnar Dal
vikanna, af því hann er hættur
að þrá eitt og forðast annað,
fjárrænn i augum manna, og
mælir annarleg orð. En beint
eða óbeint sækja háir og lágir,
vondir og góðir lausn sinna
mála til hans.
Þannig orkar eilífðin á til-
veru manna.
En allt sem grær kemur hægt
og reynir i mönnum þolrifin.
Græna byltingin kemur hægt.
Og öðrum þræði rikir efinn og
vonleysið — einsog hjá Kamölu
[ lokin.
Gunnar málar sögu sína
sterkum dráttum og skýrum.
Kamala: Saga frá Indlandi
- ný skáldsaga eftir Gunnar Dal
heild, en það gerir Gunnar Dal
með þeirri bók, sem nú kemur
fyrir sjónir manna. Hann velur
Indland og samfélagsbyltingu
þá, sem verður þar af þvi að
nútfmi Vesturlanda er að ryðja
sér braut inn f þorp landsins.
Um aldabil orkaði máttur
Vesturlanda á Indland. Bretar
námu á brott mikil auðæfi og
ráku þjóðfélagið fyrir sig, ekki
landsbúa. Fólki tók að fjölga,
meðal annars vegna nýrra heil-
brigðishátta, borgirnar uxu,
þorpin gleymdust. ... Samt eru
þorpin Indland.
A Indlandi er útbreidd trú,
dyggilega studd af þremenning-
unum, sem ég gat um áðan
(Gandhi, Bhave og Narayan,
sem lífsanda blésu í indverska
samfélagshugsun á þessari
öld), að árangur vaxi uppaf að-
ferð eins og tré af rót. Arangur
verður i samræmi við aðferð,
ekki tilgang. Fyrir þvf næst
aldrei góður árangur með
vondri aðferð. Fyrir þvi er hin
„rauða bylting“ sem til er vitn-
að I sögu Gunnars, ekki komin
enn. Fyrir þvi trúa menn á
„grænu byltinguna". Og komi
sú græna hætta, sníkjudýrin, að
fitna á svita og blóði fólks I
þorpinu því uppskerubrestur,
skortur og neyð er þeirra góð-
æri.
Hægt er að sanna að ef land-
eigandinn eða okrarinn (á borð
við Neti Ram) væri flæmdur
brott og eignum hans skipt á
milli bænda, þá yxi annaðhvort
upp annar slikur, ellegar til
mikilla vandræða horfði þegar
illa árar. Okrarinn verður sjálfs
sin vegna að halda lifinu i þorp-
inu. Eitthvað þarf því að koma í
hans stað; það er bankinn og
samvinnufélagið, sem bylting-
armaðurinn Tara ber fyrir
brjósti.
Þetta er hin græna bylting,
sem gegnir menn hafa gert að
nýjum guði þar i landi: brunn-
ar, áveitur, samvinnufélag, nýtt
útsæði, og byltingarforingjarn-
ir eru menn eins og Tara, sem
kemur með korn í poka heim í
þorpið, ekki vopn.
Slík bylting er mönnum eins
og Narayan að skapi og sjálfur
var hann siðustu tuttugu árin
að reyna að gera beinan veg
hennar á Norður-Indlandi.
Mest dálæti hef ég á Mathúr
gamla, allra manna f sögunni.
Hann er sannur Indverji, leið-
togi af þeim skóla, sem vel hæf-
ir þar, fámáll, lágmæltur, hóf-
samur og fáskiptin, en allt sem
gerist verður eftir ákvörðun
hans.
En handan við mannheim
sögunnar, reikar sá, sem hafn-
að hefur heimi, Yoginn
Góvinda, laus úr dýraboga at-
Ekkert, sem í sögunni gerist,
fellur utanvið hversdagsleika
þeirra breytingatíma, sem nú
ganga yfir landið. Hún er sann-
verðug lýsing á indversku
sveitalifi, þar sem arfi fortfðar
og möguleikum ókominna ára
eru að jöfnu gerð skil.
Gunnar færist mikið í fang og
kemst ágætlega vel frá miklum
vanda. Hann opnar okkur nýj-
an heim."
Þannig farast Sigvalda
Hjálmarssyni m.a. orð í formála
fyrir þessari nýju skáldsögu
Gunnars Dals. En hún er prent-
uð í Steinholti h/f og bókbands-
stofan örkin h/f annaðist bók-
band. Þetta er 26. bók Gunnars
Dals. En fyrsta bók hans, ljóða-
bókin Vera, kom út 1949. Næsta
bók var einnig ljóðabók,
Sfinxinn, 1953, en þá kom út
Rödd Indlands, 1953. Og siðan
hver bókin af annarri. Mest
hefur Gunnar Dal skrifað um
heimspeki og heimspekinga;
eitt þessara rita ber nafn Sókra-
tesar, annað heitir Grískir
heimspekingar, öld Sókratesar,
Plató, Aristóteles og svo fram-
vegis. Fyrsta skáldsaga Gunn-
ars Dals kom út 1968, það var
Orðstír og auður. Næst kom Á
heitu sumri, 1970. Gunnar Dal
hefur einnig þýtt Spámanninn,
sem hefur komið út í tveimur
útgáfum eins og Sfinxinn.
LAUGAVEGI 47 SÍM117575
KULDAFLIKUR
er úrvalið...