Morgunblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 Ertu búinn að fá í hálsinn . aftur? ____________ Austur S. ÁKD3 H.4 T. DG1063 L.876 BRIDGE í UMSJA PÁLS BERGSSONAR Oft er erfitt að staðsetja háspil- in á höndum andstæðinganna. En i spili dagsins reyndist sagnhafa það auðvelt. Það kom fyrir í Reykjavíkurmótinu í tvimenning, sem lauk á dögunum. Gjafari austur, norður-suður á hættu. Norður S. G 10765 H. KD2 T. 97 L. K93 Vestur S. 842 H.105 T. AK84 L.D1042 Suður S. 9 H.ÁG98763 T. 52 L.ÁG5 Spilararnir sögðu þann- ig: Vestur Norður Austur Suður 3 tíglar 3 hjörtu 1. tígull 2 hjörtu dobl pass 3 spaðar 4 hjörtu pass pass Vestur tók á tvo hæstu i tigli og skipti i tromp. Við sjáum, að i spilinu eru þrír tapslagir beint og laufsvíning virðist vera nauðsyn- leg. En sagnhafi kom auga á ann- an möguleika. Austur hlaut að eiga a.m.k. ás og kóng I spaða en hvar voru spaðadrottning og átta. Hann tók hjartaspil vesturs með ás og spilaði spaðaniu. Austur tók slaginn á drottn- ingu, spilaði laufi og tía vesturs var tekin með kóng blinds. Nú spilaði sagnhafi spaðagosa frá borði og þar með var spilið unnið. Austur lét kónginn, trompað, trompið var tekið af vestri og spaðatíu spilað frá blindum. Aust- ur lagði ásinn á og þegar áttan kom frá vestri sá spaðasmáspil blinds um lauftapslaginn. Sagn- hafi vann þannig spilið án svfn- ingar, sem þó virtist nauðsynleg. A flestum borðanna voru spiluð 3 hjörtu en í austur og vestur standa 4 tfglar. Já, það er svo einkennilegt, að það er betri ár- angur að tapa einum, dobluðum, f 5 tíglum, en að leyfa suður að spila 3 hjörtu. P.B. Hann: Hvað haldið þér að þér tækjuð til bragðs, ef ég kyssti yður? Hún: Eg mundi kalla á pabba. . Jæja, þá verð ég að sleppa því. Hún: Pabbi er f sumarfrfi. Mér þykir það leitt elskan, en giftingunni verðum við að fresta þvf I stjörnuspánni minni stendur að ég skuli ekki taka mikilvægar ákvarðanir á þessum degi. Hann: Manstu, hvar ég lagði pfpuna mína? Hún: Onei, því miður veit ég það ekki. Hann: Andskoti eruð þið konurnar gleymnar. — Þú ert að gorta af þvf, að þú borðir aldrei nema græn- meti. Hvað kallarðu það þá, þegar þú borðar bauta, eins og núna? — Ég kalla það forboðinn ávöxt. Sonurinn: Hvers vegna er sagt móðurmál, en ekki föður- mál? Faðirinn: Það er af þvl, að mæðurnar tala meira en feðurnir. OFRAUSN Ég vissi það! — Þeir kyrkja hana að lokum! „Jarðeignir kirkjunnar hefur að undanförnu borið á góma, m.a. hefur kirkjuþing samþykkt að láta meta, þær jarðeignir, sem eru í umsjá landbúnaðarráðuneytis sem hefur sýnt slíka ofrausn, í afhendingu jarðeignanna, tii hinna „útvöldu" að óréttlætið í þjóðfélaginu hefur magnast að mun. Garðabær, þar sem meðaltekjur eru hæstar á öllu landinu, fékk jarðnæði, sem metið er á 202 milljónir, fyrir aðeins 3,7 milljónir, eða innan við 2%. Þessi afhending virðist vera gagnstæð öllum heilbrigðum viðskiptaregl- um, svo ekki sé minnst á kenning- ar kirkjunnar. Prestar í sveitum önnuðust kennslu og „félagsþjónustu“ auk búskapar, sem nú er úr sögunni að mestu. Innfluttar öfgar bægðu prestum frá kennslunni, en íslendingar þurfa ekki endilega að elta allar kenjar Skandinava, sem með „sérstofnanafargani" sínu eru nú komnir í sjálfheldu, og telja að slfkar stofnanir geri meira ógagn en gagn. Sama er uppi á teningnum í kennslumál- um til skamms tíma voru íslendingar taldir vanþróaðir, vegna sumarvinnu nemenda á íslandi, en nú hafa Skandinavar kúvent í kennslumálum, og dásama Kínverja fyrir það, sem Islendingum var álasað fyrir. Full þörf er á, að prestar í strjálbýlinu annist hluta af kennslunni (með launum kennara). Kirkjan hafði fleira en kennslu á sinum vegum. Sumt er nú nefnt félagshjálp og sjúkrahjálp, og má í þessu sambandi minna á Landa- kotsspítala og skóla, sem minna á þá tíma, þegar svonefndar kirkju- jarðir komust undir stjórn kirkjunnar. Kennsla, félags- og sjúkrahjálp eru nú hæstu út- gjaldaliðir ríkis og sveitarfélaga, en þessi starfsemi var á vegum kirkjunnar, þegar hún eignaðist margnefndar jarðir, og margar þessara jarða gefnar beínlínis vegna þessara starfa. Kirkjan getur með engu móti vitnað til fornra eignarheimilda á kirkju- jörðum, án þess að taka fullt tillit til kvaða, sem á krikjunni hvíldu, þegar eignarheimildin varð til. Skúli Ólafsson." Mikið var rætt um jarðeignir kirkjunnar á nýafstöðnu kirkju- þingi eins og Skúli nefnir og hér er á ferðinni mjög viðamikið mál. 0 Almyrkvuð sál með steinhjarta? „Kæri velvakandi: Þann 12 f.m. kl. 12:45 fór ég i „Tryggingarnar" og tók út ör- orkulífeyri fyrir 3. Ég setti peningana í umslög ásamt meðfylgjandi nótu, með nafni og heimilisfangi hvers og eins og upphæð á þem peningum, sem borgaðir voru út. Tók síðan Maigret og þrjózka stúlkan 28 Þvl miður sér hann nú þver- móðskusvipinn færast yfir and- lit hennar og hvassri röddu seg- ir hún: — Ef þér haldið að ég viti ekki hvað fyrir yður vakir ... Henni finnst hún vera ein og yfirgefin og bera byrði harm- leiksins á öxlum sfnum. Hún er þungamiðja heimsins. Myndi lögregluforingi á borð við Maigret annars lylgja henni eftír hverja stund? Hún hefur ekki hugmynd um að fylgdarmaður hennar er að láta að kippa I ótal spotta ann- ars staðar. Lögreglumenn vinna I Rue Pigalle og hverfinu þar um kring. A Quai des Orfevres er unnið nótl og nýtan dag við að yfirheyra alls konar fólk sem hefur verið rifið upp úr rúmi sfnu um morguninn. Á ýmsum stöðum er lögreglan að kanna feril Adele, sem vann fyrir nokkru á hóruhúsinu I Kouen og Petilion hafði spurt eftir. Allt þetta eru ósköp hvers- dagsleg lögreglu- og rann- sóknarstörf og varla vafi á þvf að eitthvað munu þau gefa af sér. I þessu litla veitingahúsi, þar sem fastagestirnr heilsa kurteislega hver öðrum — þar er Maigret að leita eftir öðru. Hann er að leita að tilgangin- um — ekki hinni tæknílegu hlið heldur hvaðgetur hafa leg- ið þvf til grundvallar að maður eins og Staurfótur gamli er myrtur. — Viljið þér jarðarber I eft- Irmat? — Þjónn látið okkur fá .,. Hún nýtur að borða og hann hefur gaman af þvf að horfa á hana. Eða réttara sagt, henni þykir gaman að bragða á rétt- um sem hún fær ekki hvunn- dags. Hvað gerir til þótt Jacques Petillon geti ekki borð- að vfnherin og appelsfnurnar sfnar og drukkið kampavfníð! Hún hefur þó að minnsta kosti sýnt lit. — Hvað amar að Felicie litla ...? — Ekkert... Hún er orðin nábleik og f þetta skipti er hún ekki að leika. Hún hefur fengið snert af taugaáfalli. Hún getur ekki kyngt jarðarberinu sem er upp f henni og Maigret er viðbúinn þvf að hún stökkvi á fætur. Hún felur andlitið f höndum sér og hóstar eíns og berið hafi staðið f hálsinum á henni. — Hvað er eiginlega ...? Þegar Maigret snýr sér við sér hann lágvaxinn mann, sem þrátt fyrir milt veðríð er f þykkum frakka og með trefil. Hann hengir sfðan hvort tveggja á snaga og tekur serviettu merkta númer 13. Þetta er miðaldra maður og sérdeilis hversdagslegur og lit- laus. Dálftið uppþornaður og sennilega geðstirður. Þjónninn ber á borð fyrir hann án þess að spyrja nnkkurs, setur vatns- flösku á borðið fyrir framan hann og meðan maðurinn er að breiða úr servfettunni horfir hann á Felicie og hrukkar enn- ið og virðist vera að grufla upp hvaðan hann kannist við hana. — Viljið þér fá meira að borða? Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi — Ég get það ekki. ... Við skulum fara. Hún hefur brotið servfettuna saman og hann sér að höndin skelfur. — Verið nú róleg ... Felicie. — Ég? ... Ég er róleg. ... Þvf skyldi ég ekki vera róleg? Maigret situr þannig að hann getur virt manninn sem hann kallar númer 13 fyrir sér f speglinum og fylgzt með þvf hvernig hann reynir stöðugt að muna ... Nú man hann. ... nei... það var ekki þar. ... Við skulum nú sjá. ... Hann leitar betur f hugskotinu.... Hann er alveg að átta sig ... hann glenn- ir upp augun ... hann er hissa ... hann segir bersýnilega við sjálfan sig: — Nei, detta mér nú ekki allar dauðar lýs úr höfði. ... þetta var f meira lagi furðuleg tilvlljun....! En hann stendur ekki upp og kemur til að kasta á hana kveðju. Hann lætur hana ekki á neinn hátt merkja að hann hafi þekkt hana? Hvað skyldi hafa verið að milli þeirra? Hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.