Morgunblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 Norðmenn undirbúa útfærsluna 1. janúar Ösló, 7. desember. NTB. EIVIND Bolle sjávarútvegsráð- herra skýrði frá fækkun erlendra togara og fleiri ráðstöfunum, sem verða gerðar þegar Norðmenn færa fiskveiðilögsöguna út f 200 mflur 1. janúar, f umræðunum um hafréttarmál f Stórþinginu f dag. Hann skýrði frá því, að Norð- menn mundu ákveða hve mikið þær þjóðir, sem leyft yrði að veiða innan nýju lögsögunnar, mættu veiða af ýmsum fisktegundum. Kvótar yrðu ákveðnir í samráði við fiskfræðinga og miðaðir við það hvað talið væri að fiskstofnar þyldu í Norðursjó á hafinu vestur af Noregi og í Barentshafi. Bolle lagði áherzlu á n'auðsyn þess að veiðar útlendinga ykjust ekki utan lögsögunnar og kvað nauðsynlegt að semja við Efnahagsbandalagið með það fyrir augum vegna veiðanna í Norðursjó. Hann sagði að ef reglur yrðu ekki settar um veiðarnar á Barentshafi gæti ástandið þar orðið alvarlegt. Hann sagði enn- fremur að koma yrði f veg fyrir aukna ásókn við Svalbarða og tryggja yrði vernd ungfisks þar með reglugerðum. Hann taldi að miklu máli skipti að komast yrði að samkomulagi við Rússa um heildarvernd þorskstofnsins. Auk þess ræddi Bolle nauðsyn þess að auka möskvastærð, eink- um á miðum þar sem mikið væri af smáfiski, aðallega við Sval- barða og undan strönd Sovét- rfkjana á Austur-Barentshafi. Hann sagði að þetta mál yrði bor- 466 skráðir atvinnulausir ALLS Voru 466 manns atvinnu- lausir á skrá um sfðustu mánaða- mót, en um mánaðamótin okt. — nóv. voru þeir 304. í kaupstöðum voru alls 262 atvinnulausir (192 mánuði áður ), 23 i kauptúnum með 1000 íbúa (4) og 181 í öðrum kauptúnum (108). Alls er hér um að ræða 7904 atvinnuleysisdaga um síðustu mánaðamót miðað við 4492 atvinnuleysisdaga mánuði á undan. Flestir atvinnulausir voru á skrá í Reykjavík, 82 talsins, þá voru 57 á skrá á Seyðisfirði, 25 f Hafnarfirði en á öðrum stöðum voru undir20 atvinnulausir. — Ufsastofninn Framhald af bls. 32. „Núna eru lélegir árgangar að koma inn í veiðina og sérstaklega er árgangurinn frá 1973 lélegur. Ufsaveiðin var mjög góð upp úr 1970 og þá sérstaklega árin 1971 og 1972, og komst f 134 þús. tonn árið 1971 en það er mesti ufsaafli, sem fengizt hefur á Isiandsmiðum en síðan hefur stofninn minnkað mikið og hann mun enn minnka á þessu ári og því næsta, en erfitt er að gera sér grein fyrir þvf hvernig útlitið er fyrir árið 1978,“ sagði Sigfús. Þá sagði hann, að fiskifræðing- ar hefðu ekki mælt með meiri en 75 þúsund tonna hámarksafla af ufsa við ísland á þessu ári, en auðsætt væri að farið yrði fram úr því marki. Húsið Austurmörk 4 Hveragerði — Hveragerði Framhald af bls. 32. á þvi áhugaleysi sem þeir virtust sýna þessu. Þeir hefðu bent hon- um á að þetta væri mál bygginga- verkfræðinga að útskýra og því hefði hann leitað til þeirra en þeir ekki getað gefið skýringar. I upphafi hefðu þeir sagt að þetta gæti streymi, en sfc frá henni og 1 fundizt. 1 gær var gólfið hefði 1 Aage að það um 14 milli; miðjan dag um miðjan gert að fram! sfðdegis f da framhaldi af í ætti og hvort ; fað gufuút- í < j þeir fallið ■ skýring ekki hversu mikið upp og sagði á einum stað n frá þvl um dag og þar til a r. Væri ráð- aðra mælingu s myndu þeir í mga hvað gera þyrfti til ein- hverravarú afana. Aage Mich i.scn sagði, að tjónið væri enn ekki orðið mjög míkið en ef þessi lyfting héldi áfram gæti tjónið nuíjiið milljónum. Ekki sjást nein merki um skemmdir í útveggjum eða f lofti. Áfast við þetta hús er hús f bygg- ingu og sagði Aage að haldið hefði verið fram að gufuútstreymi hefði aukizt þar og valdið þessu en svo virtist ekki vera og sagðist Aage ekki vera mjög trúaður á að gufa gæti valdið svo miklum þrýstingi. I grunni hússins er hraungrýti og þarf því mikinn þrýsting til að lyfta því upp og brjóta sprungur í járnbent gólfið.. Þorgeir Sigurgeirsson sagði að fólk f Hveragerði hefði orðið vart við jarðskjálftakippi aðfararnótt sunnudagsins og á mánudags- kvöld og væri hugsanlegt að þetta stafaði af einhveru í sambandi við þá. Og Aage bætti þvf við að ef þetta ætti sér einhverja þannig skýringu fyndist honum áhugi jarðfræðinga heldur lftill. Hafði hann reynt að ná sambandi við jarfræðinga hjá Orkustofnun og hefði hann fengið þau svör að þeir væru ekki við. Vonaðist hann til að einhverjir sæju sér fært að lfta á þetta f dag. t Maðunnn minn BORGÞÓR GUÐMUNDSSON til heimilis Unufelli 46. lést þriðjudaginn 7 þ m Karen Irene Jónsdóttir. ið upp við Rússa og reynt að ná samkomulagi um aukna möskva- stærð á öllu Barentshafi. Bolle sagði að komið yrði á vfð- tæku eftirliti til að fylgjast með veiðum útfendinga innan 200 mílnann''.. Hann sagði að veiðar útlendinga mundu ekki aukast á næsta ári þótt ekki tækist að ákveða alla aflakvóta tfmanlega. — Fyrirspurn um tekjur . . . Framhald af bls. 2 lýsingar um. Er útaf fyrir sig ekkert við þá vinnutilhögun að athuga, enda fullkomlega heim- ilt að afla almennra upplýsinga hjá umsækjanda. Hins vegar má sú upplýsingaöflun hvergi stangast á við anda og inntak reglugerðarinnar. Nú hefur verið tekinn upp sá háttur að æskja upplýsinga um tekjur samkvæmt skattframtali hvers umsækjanda. I nefnd þeirri, sem samdi reglugerðina um launasjóðinn, kom til um- ræðu hvort taka bæri tillit til tekna höfunda við fjárveitingar úr sjóðnum. Horfið var frá því eftir nokkurt þóf, enda nægi- legt að hafa ákvæði um, að höf- undar megi ekki stunda fast- launað starf þann tíma, sem þeir eru á starfslaunum frá sjóðnum. Spurningin um tekjur umsækjanda á umsóknareyðu- blaði er þvf ekki I samræmi við niðurstöður reglugerðarnefnd- ar. Ég legg því eindregið til að rithöfundar svari ekki þessum lið á umsóknareyðublaði. Jafn- framt vil ég benda mennta- málaráðuneytinu á að hlutast til um að tekjuspurning á um- sóknareyðublaði verði felld nið- ur í framtíðinni, þar sem hún flokkast undir breytingu á þeirri reglugerð um Launasjóð rithöfunda, sem sett hefur ver- ið.“ — Geðdeild Framhald af bls. 32. in ekki upp verða þeir geðveiku áfram einangraðir og við fær- umst aftur á bak á þessu sviði í stað þess að miða nokkuð á leið. Nú vantar 500 rúm fyrir geð- sjúka á ýmsum stofnunum, þar af yfir 200 rúm tif skammtíma- vistunar eins og í væntanlegri geðdeild Landspítalans. I geð- deildarbyggingunni, sem búið er að steypa upp við Landspítal- ann, er gert ráð fyrir 60 rúmum og ef fer sem horfar um fram- kvæmdahraða nú miðað við til- lögur f fjárlögum þá verður húsnæðið ekki til fyrr en 1982.“ „Á hvaða þætti í þessari geð- deildarbyggingu telur þú að leggja beri mesta áherzlu, göngudeild eða sjúkradeild?" „Ég tel að það eigi að leggja mesta áherzlu á að koma sem allra fyrst á alhliða geðlæknis- þjónustu og ljúka fyrst við eina sjúkradeild fyrir 15 sólar- hringssjúklinga og 3 dagsjúk- linga ásamt hluta af fyrirhug- aðri göngudeildaraðstöðu.. Ég tel bráðnauðsynlegt að hvort tveggja verði komið í gagnið ekki síðar en f árslok 1977 eða ársbyrjun 1978. Sfðan verði unnið að næstu legudeild með það fyrir augum að hún verði tekin í notkun f árslok 1978 og um leið verði aukið göngu- deildarpláss. Það skiptir mjög miklu máli að koma á samhliða sjúkradeild og göngudeild. Til þess að göngudeild nýtist vel þarf sjúkradeildin að vera kom- in á og göngudeildin býður einnig upp á betri nýtingu sjúkradeildar. Það þarf að vera unnt að leggja fólk inn til skyndimeðferðar og aðhlynn- ingar og því liggur mest á sjúkradeild, en göngudeildin verður að fylgjast að við sjúkra- deildina. Þessi hluti geðdeildarbygg- ingarinnar, sem búið er að steypa upp, getur fullbúinn rúmað 60 rúm, göngudeildarað- stöðu og kennsluaðstöðu. Með tilkomu geðdeildarinnar mun batna mjög öll þjónusta við geð- sjúklinga og aðra sjúklinga sem koma á Landspftalann. Þessi framkvæmd verður því geð- sjúkum að miklu liði, Landspft- alanum f heild og menntun heilbrigðisstéttanna." — NATO Framhald af bls. 1 áhyggjum yfir vaxandi árásar- getu Varsjárbandalagsrfkjanna, þar á meðal Sovétrfkjanna, og bent er á endurbætur, sem gerðar hafa verið á hersveitum Austur- Evrópurfkja, sem ekki beita kjarnorkuvopnum. Áreiðanlegar heimildir herma, að Donald Rumsfeld, varnar- málarráðherra Bandarfkjanna, hafi enn einu sinni vakið máls á nánara sambandi á milli Nató og Spánar. Mörg Natórfki, þar á með- al Danmörk, Holland og Noregur, eru hikandi gagnvart formlegu sambandi þar til eftir kosningarn- ar á Spáni á næsta ári. — Carter Framhald af bls. 1 helzt kjósa sér dr. Harold Brown, forseta California Institute of Technology, sem varnarmálaráð- herra, en von var á honum til Atlanta f kvöld. Blaðafulltrúi Carters sagði, að ekki væri að vænta tilkynningar um skipan ráðherra í kvöld eða á morgun þegar hann fer f tveggja daga ferð til Washington. — Skrafað við... Framhald af bls. 2 ræðir höfundur við móður sína og tengdaföður og loks við Ragnar í Smára svo eitthvað sé nefnt. Heiti viðtalsþáttanna: „Þrjár bless- unarrfkar byltingar", „Lítið skip við Lækjartorg", „Vopn mfn og veiðilönd", „Haraldur Heklujarl", „Samtal f jeppa“, „Bjarni lækn- ir“, „Vorþytur f kringum Guðna í Skarði", „Tómas í Ölgerðinni", „Vígslubiskupsfrúin“, „Póst- meistarinn í Vík“, „Björn f bank- anum“, „Verri Geiri“, og „Gestur- inn“ og „Allar árar í kjöl“. Guð- mundur Danfelsson og viðmæl- endur hans eru fróðir um fyrri tið og um leið lfflegir í frásögninni." Höfundur skrifar formála að bókinni og segir þar m.a.: „Hér er boðið upp á bókarkorn, sett saman úr ævisögubrotum, til- finningu, hugsun og athöfn nokk- urra manna og kvenna, sem ég hef haft kynni af meðan viö vor- um öll lifandi lauf á baðminum. Sum okkar standa enn með græn- um farfa, önnur eru nú þegar visin og þurr, fallin af grein sinni og horfin f svörðinn við rætur Yggdrasils. Svona er það.“ Bókin er 224 bls. að stærð. Ur- gefandi er Setberg. — Sædýrasafn Framhald af bls. 2 það fyrr en eftir á, þar sem eng- inn hafði orð á því að þess væri þörf. Fyrir nokkru fengu forráða- menn sædýrasafnsins bréf frá dýraverndunarsambandinu, þar sem talað var um, að hefði safnið ekki fengið rekstrarleyfi fyrir 1. desember, myndi sambandið hlut- ast til um að safninu yrði lokað. Hörður kvað skiptar skoðanir vera um rekstrarleyfi safnsins. Á sfnum tíma fékk safnið leyfi til ótiltekins tfma og f þvf var tekið fram, að heimilt væri að svipta safnið því ef bæjarfógetaembætt- ið teldi ástæðu til. Það hefur em- bættið ekki gert, en hins vegar hefur nú verið sett reglugerð um dýrahald og dýragarða sem segir að slíkt leyfi skuli ekki veitt nema til 3ja ára f senn. Er þá lagalegt ágreiningsefni, hvort reglugerðin virki aftur fyrir sig og leyfið sé þegar fallið úr gildi og það hefði átt að endurnýjast. Hörður kvað engan hafa haft orð á þessum leyfismálum Sædýrasafnsins fyrr en nú f haust. Hörður sagði að þess vegna hefði þetta mál ekki komið til tals sérstaklega fyrr. Hörður sagði að mál safnsins væru f deiglunni nú. Hann kvaðst hafa verið að reyna að ná f Birgi Thorlacíus ráðuneytisstjóra til þess að ræða þessi mál. Upphaf- lega hefðu nokkrir áhugamenn farið af stað með safnið með það fyrir augum, hvort ekki væri unnt að koma upp sæmilegum litlum dýragarði. Hefðu þessir menn lagt á sig mikla vinnu og fjár- muni. Ef safninu yrði lokað nú, myndu sjálfsagt þessir menn standa eftir eignalausir, þar sem þeir hefðu tekið á sig fjárhagsleg- ar skuldbindingar f sambandi við safnið. Árið 1972 höfðu aðstandendur safnsins samband við mennta- málaráðuneytið, lögðu þeir spilin á borðið og sýndu að ekki þýddi fyrir áhugamannafélag að reka safnið, nema eitthvað fleira kæmi til. Var þá rætt um það, hvaða form væri bezt á rekstri þess. Hörður sagði að þeir félagar hefðu lýst þeim áhuga sfnum að aðalatriðið væri að upp kæmist gott safn og ef sveitarfélög og ríki teldu skynsamlegt að taka safnið upp á sína arma, væri það útláta- laust af þeirra hálfu, en hins veg- ar treystu þeir sér ekki þá til þess að halda áfram aðstoðarlaust. Hann kvað reynsluna vera í Berg- en og Kaupmannahöfn, að slfkar stofnanir stæðu ekki nema undir daglegúm rekstri, en öll fjárfest- ing yrði að koma frá öðrum aðil- um. Þessu var vel tekið af stjórn- völdum og gerð var sérstök fjár- hagsáætlun, en hún hefur sfðan brunnið upp I þeirri óðaverð- bólgu, sem geisað hefði og hún þvi ónýtzt frá ári til árs. Hefur því rekstur safnsins orðið miklu þyngra fjárhagsdæmi en gert var ráð fyrir. Sagði Hörður að að- standendur safnsins hefðu hætt rekstrinum 1972, ef ekki hefði komið til áhugi ríkis og sveitar- félaga á þátttöku f rekstrinum. „Við höfum gert það sem við höfum getað, og viljað gera eins vel og við getum, en erfiður fjár- hagur hefur fyrst og fremst staðið f vegi fyrir þvf að útlit safn- svæðisins hefði getað orðið eins og þeir hefðu helzt kosið. Þeir hefðu farið af stað með fyrirtækið i góðri trú á gott málefni," sagði Hörður Zóphanfasson að lokum. — Alþingi Framhald af bls. 17. ur en hann hefði sjálfur staðið í veginum fyrir framkvæmdum við heilbrigðisstofnanir f Reykjavik, sem þjónað hefðu átt landbyggð- inni. Tók Pétur undir orð Ragn- hildar um mikilvægi þess að koma byggingu geðdeildarinnar f höfn en bætti þvf við hvort ekki væri hér verið að deila um keisarans skegg. Deilan stæði um það hverju ætti að sleppa. Ragnhildur Helgadóttir (S) tal- aði síðust við þessar umræður og tók fram vegna orða heilbrigðis- ráðherra um túlkun hans á að sjúkt fólk hvar sem er á landinu, sem verst er sett, eigi að hafa forgang um heilbrigðisþjónustu- framkvæmdir, að geðsjúkt fólk væri hvar sem er á landinu, Það bryti því ekki I bága við þá stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði markað, þó byggð væri upp geð- deild við Landspftalann f Reykja- vík, þvf hún ætti að þjóna öllu landanu. Lokaorð Ragnhildar voru á þá leið, að ekki væri að hennar mati hægt að framfyfgja því ákvæði i heilbrigðisþjónustu- lögunum, sem um hefði verið rætt, nema að byggja umrædda geðdeild. — Aðförin að... Framhald af bls. 3 þeirri stefnu. Hins vegar er launamunur mjög lítill hjá flestum félögum innan A.S.Í. A þinginu fannst mér lftið vera rætt um ýmsa þáetti kjar- málanna eins og t.d. starfsmat, en ég tel að það hafi verið notað með góðum árangri í samstarfi þeirra félaga, sem samið hafa um kaup og kjör við ríkisverk- smiðjurnar og við ISAL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.