Morgunblaðið - 09.12.1976, Page 1
48 SÍÐUR
271. tbl. 63. árg.
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Stjórnarmyndunarviðræður Carters:
Harold Brown talinn
líklegastur í embætti
varnarmálaráðherra
(AP-símamynd)
Þessa dagana er gestkvæmt f aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins f
Brtlssel. Varnamálaráðherrafundinum lauk f gær, og utanrfkisráð-
herrafundur hefst þar f dag. Knut Frydenlund og Henry Kissinger
ræddust við í húsakynnum bandarfska sendiráðsins í aðalstöðvunum f
gær. Þeir tóku f fyrra upp þann sið að lagfæra hálsknýti hvors annars
og hafa gert það á fundum sfnum síðan
Varnarmálaráóherrafundurinn í Brtissel:
Atlantshafsbandalagið
fær nýtt eftirlitskerfi
Briissel — 8. desember — NTB — Reuter.
VARNAMÁLARÁÐHERRAR
ríkja Atlantshafsbandalagsins
gerðu f dag með sér grundvallar-
samkomulag um að koma á fót
nýju radareftirlitskerfi, sem á að
gegna þvf hlutverki að fylgjast
Ætla Viet-
namar að
gera inn-
rás inn í
Thailand?
Bangkok — 8. desember —
NTB.
INNANRÍKISRÁÐ-
HERRA Thailands, Samak
Sundaravej, lýsti því yfir í
dag, að Víetnamar stefndu
að þvf að gera innrás í
Thailand innan tveggja
mánaða og væri tilbúin
áætlun um herflutninga
um Burma.
Ráðherrann sagðist hafa
í höndunum upplýsingar
um innrásaráætlun Víetn-
ama og væri viðbúnaður til
að mæta árásinni þegar
hafinn.
Ráðherrann gat þess
ekki hvaðan upplýsingarn-
ar væru komnar, en þetta
er í fyrsta sinn sem thai-
lenzka stjórnin ræðir
möguleika á innrás frá
Víetnam opinberlega.
með sfauknum hernaðarumsvif-
um rfkjanna í austri. Þessi
ákvörðun var tekin f lok fundar-
ins, sem staðið hefur í Briissel
undanfarna daga, en ekki tókst að
jafna ágreining, sem rfkt hefur
um skiptingu kostnaðar fjárfest-
inga og rekstur hins nýja kerfis.
Áætlaður stofnkostnaður er
tveir og hálfur milljarður Banda-
ríkjadala, og er áætlað að
rekstrarkostnaður næstu 15 árin
verði annað eins, en 27 þotur af
gerðinni Boeing 707 búnar full-
komnustu radartækjum, sem völ
er á, eiga að annast eftirlitið. Nú-
verandi eftirlitskerfi hefur þann
annmarka, helztan, að ekki er
hægt að fylgjast með ferðum flug-
véla, sem fljúga neðar en i fimm
þúsund feta hæð, en nú verður
Atlanta — 8. desember — Reuter
JIMMY Carter hélt á dag áfram
viðræðum við hugsanleg ráð-
herraefni sfn f Atlánta. Þar á
meðal voru dr. Harold Brown sem
talinn er lfklegastur f embætti
varnarmálaráðherra, að þvf er
áreiðanlegir heimildarmenn f
Washington telja og Michael
Blumenthal, annar tveggja, sem
helzt koma til greina, sem fjár-
málaráðherrar. Þá ræddi Carter
við Andrew Young einn helzta
stuðningsmann sinn meðal
blökkumanna, og fyrrverandi
varaforseta IBM-
stórfyrirtækisins, Jane Cahill
Pfeiffer, sem rætt er um f
embætti viðskiptaráðherra i
hinni nýju stjórn, sem tekur við '
næsta mánuði. Carter mun ekki
unnt að fylgjast með ferðum flug-
véla sem allt að því sleikja trjá-
toppa.
Ráðgerður er sérstakur fram-
haldsfundur varnamálaráðherra
NATO-rfkjanna í janúar eða
febrúar um þetta mál, en þangað
til verður starfandi sérstök nefnd
fjármálasérfræðinga í því skyni
að útkljá deilur um skiptingu
hins mikla kostnaðar. Þetta er
umfangsmesta samstarfsáætlun
aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins á sviði varnarmála til
þessa.
Heildarupphæðin, — fimm
milljarðar Bandaríkjadala — er
um helmingi hærri en um var að
ræða í svokölluðum „hergagna-
I samningi aldarinnar", sem gerður
tilkynna um frekari skipanir f
ráðherraembætti f þessari viku.
Fundur Carters með Andrew
Young í dag hefur vakið talsverða
athygli, þar sem Young hefur
þráfaldlega lýst þvf yfir, að hann
fýsi ekki að komast í ráðherrastól,
heldur vilji hann halda áfram
þingmennsku í fulltrúadeildinni.
Dr. Harold Brown hefur veitt
forstöðu rannsóknadeild banda-
ríska varnarmálaráðuneytisins en
auk þess gegndi hann mikilvægu
embætti í flughernum í forsetatíð
Lyndons Johnsons.
Michael Blumenthal er
stjórnarformaður Bendix-
stórfyrirtækisins, en annar, sem
sterklega kemur til greina í
Framhald á bls. 26
var árið 1975 um sölu F-16
Framhald á bls. 26
Genf —8. desember — Reuter — NTB.
IAN Smith, forsætisráðherra
minnihlutastjórnarinnar I
Rhódesfu, sagði f Genf f dag, að
ráðstefnunni um framtfð landsins
yrði að fresta ef fulltrúar sam-
þykktu að hafna samkomulagi
þeirra Henry Kissingers um
hvernig haga ætti málum þar til
meirihlutastjórn væri komið á.
Búizt er við
að Miki segi
af sér fyrir
vikulokin
Fukuda líklegur
eftirmadur hans
Tókýó — 8. desember — NTB
BfJIZT er við þvf f Tókýó, að
Takeo Miki forsætisráðherra
og formaður Frjálslynda lýð-
ræðisflokksins segi af sér fvrir
vikulokin, að þvf er fulltrúi
japönsku stjórnarinnar
greindi frá I dag, og kvað hann
ástæðuna vera fylgístap
flokksins f nýafstöðnum þing-
kosningum.
Allt bendir til þess, að Takeo
Fukuda taki bæði við forsætis-
ráðherraembætti og flokksfor-
mennskunni, en hann hefur
embætti varaforsætisráðherra
og verið helzti keppinautur
Mikis að undanförnu.
Hlutabréf hækkuðu talsvert
Framhald á bls. 26
Samkvæmt samkomulaginu
hafa leiðtogar minnihlutans neit-
unarvald i málefnum landsins þar
til meirihlutastjórn er komin til
valda, auk þess sem þeir hafa með
höndum yfirstjórn hers og lög-
reglu, en á ráðstefnunni hafa full-
trúar blökkumannahópanna fjög-
Framhald á bls. 26
Austin Laing um viðræður EBE og íslendinga:
„Rætt um rammasamning
en ekki um veiðiheimildir”
„I VIÐRÆÐUNUM 16. og 17.
þessa mánaðar mun Gundelach
ekki fara fram á neinar veiði-
heimildir til handa Bretum á
fslandsmiðum á næstunni,
heldur miða þessar viðræður
einungis að gerð rammasamn-
ings til langs tíma um gagn-
kvæmar veiðiheimildir Efna-
hagsbandalagsins og tslend-
inga“ sagði Austin Laing, fram-
kvæmdastjóri Landsambands
brezkra útvegsmanna f viðtali f
BBC f gærkvöldi.
„Nánari skilyrði slíks ramma-
samnings yrðu ekki ákveðin
fyrr en síðar og ekki kemur til
greina neitt bráðabirgðasam-
komulag um veiðiheimildir þar
til rammasamningur tæki
gildi“, hélt Laing áfram. „Ekki
kemur til mála að ræða neinar
slikar veiðiheimildir okkur til
handa á þessu stigi, að þvf er
mér hefur verið tjáð hjá Efna-
hagsbandalaginu, heldur erum
við algjörlega upp á náð og
miskunn Islendinga komnir.
Fengjum við leyfi til veiða á
miðum þeirra fæst það aðeins
með einhliða yfirlýsingu ís-
lendinga. En eins og vindurinn
blæs úr þeirri átt um þessar
mundir horfir ekki vænlega
fyrir okkur í þvi efni, og enginn
skyldi búast við því að íslend-
ingar láti okkur hafa eitthvað
af einskærri hjartagæzku. Það,
sem við getum búizt við að fá,
fæst ekki nema að undangengn-
um beinhörðum samningavið-
ræðum, og það verða engar slík-
ar viðræður í næstu viku.“
Þá sagði Austin Laing: „Sam-
kvæmt upplýsingum frá Briiss-
el lítur út fyrir, að fram-
kvæmdanefnd Efnahagsbanda-
Framhald á bls. 26
Kissinger-samkomulagið
forsenda framhalds ráð-
stefnunnar — segir Smith