Morgunblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 NILFISK RAFTÆKJAÚRVAL-NÆG BÍLASTÆÐI SÍMI 24420 . HÁTÚNI 6A Radióbær eykur umsvifin RADÍÓBÆR hefur nú flutt starf- semi sína I nýtt húsnæði að Ar- múla 38, en verzlunin var áður til húsa að Njálsgötu 22. Upphaflega var fyrirtækið stofnað sem radíóverkstæði árið 1967 en fyrir fjórum árum hóf það innflutning og sölu á hijóm- flutningstækjum, útvörpum og segulböndum í bíla, ásamt hátöl- urum og öðru tilheyrandi. Auk þess hefur verzlunin -nú hafið sölu á hlómplötum, kassettum, diskótektækjum fyrir skóla og samkomuhús o.fl. Einnig starfrækir verzlunin verkstæði að Ármúla 38 sem veit- ir þjónustu öllum þeim tækjum, er verzlunin selur, ásamt allri al- mennri viðgerðarþjónustu. Ur nýju verzlunínni. Allar teikn- ingar og umsjón með innrétting- um annaðist Björn Björnsson. Verkfræðingur hjá Almennu verkfræðistofunni hf. við tölvuvinnu. Fyrsta tölvan Skagfjörd vinum sfnum upp á ýmiss konar þjónustu sem krefst tölvu- notkunar. Á næstunni mun Kristján Ó. Skagfjörð h.f. afhenda nokkur stærri tölvukerfi, sem nota á til ýmissa verkefna hér á landi. (Fréttatilkynning) Hreinn Líndal á hljómplötu HLJÓMPLÖTUUTGAFAN Steinar h.f. hefur sent frá sér plötu með Hreini Líndal, tenor, við undirleik Ólafs Vignir Albertssonar. Á þessari plötu syngur Hreinn 16 létt lög, en platan er tvískipt þannig að á annarri hliðinni eru lög eftir islenzka höfunda, en á hinni hliðinni eru létt itölsk lög. Eins og fram kemur á bakhlið plötuumslags hefur Hreinn Línd- al bæði stundað nám og starfað sem söngvari á Italiu við mjög góðan vitnisburð. Hreinn Lindal mun i vetur starfa við söngkennslu i Keflavik en næsta vor hyggst hann kanna tilboð sem hann hefur fengið að utan og fer þá væntanlega til Bandarikjanna og víðar. Á verði um orð og athafn- ir einstakl- ingsins MORGUNBLAOINU hefur borizt eftirfarandi f réttatilkynning frá félagi Sjálfstæðismanna I Austurbæ og Norðurmýri: Sjálfstæðisf lokkurinn er flokkur sem styður frelsi og frjálst framtak einstaklingsins. Hverfafélög Sjálfstæðisflokksins sýnir best hvernig flokkurinn fylgir þessari stefnu. því þar gefast hinum almenna borgara tækifæri til að kynnast og ræða þau borgar og þjóðmál sem efst eru á baugi hverju sinni. Ekki einungis sln á milli heldur einnig við þá sem eru I forsvari fyrir þeim málefnum sem til umræðu eru. Þetta auðveldar þeim sem I forsvari eru að kynnast skoðunum og óskum hinna einstöku félagsmanna og gerir þeim auðveldara að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna. Starfsemin I Félagi Sjálfstæðis- manna I Austurbæjar- og Norður- mýarhverfum hefur eflt kynni fólks í hverfinu Þarna hittast ungir sem aldnir og skiptast á skoðunum opin- skátt. Hverfafélögin eru vettvangur fyrir einstaklinga að koma fram sjónarmiðum slnum slnum á þjóð- málum og hafa áhrif á stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem ætið hefur staðið vörð um frelsi einstaklingsins til orðs og athafna á lýðræðislegum grundvelli. Starfsfólk Kópavogs- hælis telur brýnt að fjölga starfsfólkinu MIÐSTJÓRNARTEYMI Kópavogs- hælis þ.e. ft^idur fulltrúa allra deilda og starfshópa. forstöðufólk og sérfræð- ingar hælisms.hefur nýlega samþykkt ályktun þar sem segir að Kópavogs- hælið sé enn ekki nægilega búið tækjum til að gegna því meðferðarhlut- verki sem þvi sé ætlað Segir að á undanförnum mánuðum hafí verið haf- izt handa um að gera breytingar sem miði að þvi að meðferð verði virkari en áður Telur starfsfólkið brýnast að fjölgað sé starfsfólki til að annast og þlálfa sjúklingana Vill miðstjórnar- teymið jafnframt vekja athygli á þvi að skv fjárlagafrumvarpi næsta árs sé gert ráð fyrir niðurskurði á fjárveiting- um til Kópavogshælisins Skorar miðstjórnarteymið á fjárveit- ingavaldið að taka þetta til greina og tryggja stofnuninni nægilegt fjármagn VEGNÁ hinna miklu framfara á sviði tölvutækni og útbreiðslu á smærri tölvum hóf tölvudeild Kristjáns 0. Skagfjörð h.f. að starfrækja sölu og þjónustuum- boð fyrir tölvur frá Digital Equipment Corporation um sfðustu áramót. Nú hefur fyrsta tölvusam- stæðan verið afhent til Almennu verkfræðiskrifstofunnar h.f. Tölvan er af gerðinni PDP-11/04, hefur 32 Kbytes minni, tvöfalda diskettustöð, myndskjá með lykil- borði og prentara, einnig með lykilborði. Stýrikerfið er RT-11 og gefur það möguleika til að nota ýmis algengustu forritunarmálin, svo sem Fortran IV, Basic, APL og ALGOL. Almenna verkfræði- skrifstofan er fyrsta verkfræði- skrifstofan hér á iandi, sem aflar sér fullkominnar tölvu til eignar og mun hún nota tækin til verkf- ræðilegra útreikninga ásamt bókhaldsverkefnum. Með þessum tækjakosti getur Almenna verk- fræðiskrifstofan boðið viðskipta- sterka ryksugan. Traust þjónusta Afborgunarskilmálar Styrkur og dæmalaus ending hins þiÖgenga, stillaniega og sparneytna mótors, staðsetning hans, og hámarks orkunýting, vegna lágmarks loftmót- stöðu í stóru ryksíunni, stóra, ódýra pappírs- pokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varanlegt efni, ál og stál. Svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Varanleg: til lengdar ódýrust. Hreppamenn frumsýna Delerium búbonis Syóra-Langholti, 8. des. UNGMENNAFÉLAG Hrunamannahrepps hefur að undanförni æft gaman- leikinn Delerium búbonis eftir þá Jónas og Jón Múla Árnasyni og verður leikrit- ið frumsýnt á föstudags- kvöld 10. desember. Leik- stjóri er Jón Sigurbjörns- son. Fréttir héðan úr Hruna- mannahreppi eru nú að- eins góðar en nokkur snjó- föl er á jörðu og sauðfé alls staðar komið á hús fyrir nokkru. Fjárheimtur munu þó víða vera með lak- ara móti og geta menn sér þess til að nokkuð hafi ver- ið um að fé hafi farist í vatnsföllum á afréttinum í sumar vegna vatnavaxta í vor og sumar. Félagslíf er blómlegt i sveitinni um þessar mundir og félagsheim- ili sveitarinnar notað til fjöl- breyttrar starfsemi. Karlakór Sel- foss heimsótti okkur Hreppa- menn sl. laugardagskvöld og hélt hér söngskemmtun og dansleik og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir komuna og ánægjulega kvöldstund. Sig. Sigm. Svæðameð- ferðin, lækningabók BÓKAUTGAFAN Örn og örlygur h.f., hefur gefið út bókina Svæðameðferðin — Zone Terapi — eða frásagnir fóta eftir Eunice D. Ingham, en bók þessi hefur fengist hér á landi á erlendum málum og notið mikillar eftir- spurnar. Hér er um mjög sér- stæða bók að ræða; lækningabók, og í formála höfundar sem er heimsþekktur, segir m.a.: I þess- ari litlu bók minni ætla ég að kappkosta að draga fram í dagsins ljós og skýra taugaviðbrögð, sem koma fram i fótum manna. 1 löngu starfi mínu sem sjúkra- þjálfari hef ég komist að raun um að hver likamshluti og líffæri eiga sína taugasvörun I skýrt mörkuðum stöðum fótanna. Með nuddi réttra staða á fæti, eða fót- um, má þvi hafa heillarík áhrif á aumt líffæri, hversu fjarri sem það er nuddstað. Hundruð sjúkl- inga minna hafa fengið undra- verðan bata. Á lækningamáli hef- ur þessi aðferð hlotið nafnið svæða-meðferð (svæða-terapi). Frumkvöðull þessarar meðferó- ar er dr. Wm. H. FitzGerald, mað- ur í mestu virðingarstöðum.Hann lauk háskólaprófi frá háskólanum í Vermont og var síðan hálft þriðja ár við Borgarspítalann í Boston. Hann var fastráðinn við spitala í London fyrir háls- og nefsjúklinga og tvö ár aðstoðar- maður prófessoranna Politzer og Otto Chiari I Vín, en nöfn eirrj eru þekkt í læknabókum um heim allan. Ég átti því láni að fagna að vinna með þeim í nokkur ár að lækningum, en einmitt þá beittu þau þeim aðferðum, sem hér verð- ur lýst, við sjúklinga svo skiptu hundruðum, og það með ágætum árangri. Bókin Svæöameðferðin sem er i kiljuformi er sett í Prentstofu G. Benekiktssonar, prentuð hjá Offsetmyndum h.f., og bundin i Arnarfelli h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.