Morgunblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 Þau stuðluðu á einn eða annan hátt að útgáfu plötunnar með flutningi Lárusar Pálssonar: Talið frá vinstri: Óskar Halldórsson lektor, María Jóhanna, dóttir Lárusar, Svavar Gests, Hólmfrlður Pálsdóttir, systir Lárusar, og Knútur Skeggjason tæknimaður. Myndina tók ljósm. Mbl. RAX á blaðamannafundi vegna útkomu plötunnar. Plata með flutningi Lárusar Pálssonar — hundraðasta hæggenga plata S.G.-hljómplatna HLJÓMPLÖTUFYRIRTÆKI Svavars Gests, ' S.G.- hljómplötur, hefur gefið út stóra plötu, þar sem Lárus heit- inn Pálsson leikari flytur Ijóð, gamanvfsur og eintalsatriði úr leikritum. Plata þessi er há- tfðarútgáfa f tilefni þess, að hún er hundraðasta hæggenga platan sem S.G.-hljómpIötur gefa út. Efnið á plötunni er fjöl- breytt. Lárus flytur 19 ljóð, is- lenzk og erlend og eru íslenzku ljóðin eftir Jónas Hallgrfmsson, Matthías Jochumsson, Stefán Ólafsson, Jóhann Sigurjónsson, Theodóru Thoroddsen, Tómas Guðmundsson, Stein Steinarr og Þorgeir Sveinbjarnarson, en LÁRUS PÁLSSON þau erlendu eru eftir Heine og Fröding í þýðingum Jónasar Hallgrímssonar og Magnúsar Asgeirssonar. Þá syngur Lárus gamanvísur eftir Sigfús Blönd- al og Halldór Gunnlaugsson við undirleik Fritz Weisshappels og einnig flytur hann eintalsat- riði úr leikritunum Hamlet og Pétri Gauti. Hljóðritanir eru allar úr safni Rikisútvarpsins og spanna þær yfir 25 ára tímabil. Þær elztu eru frá árinu 1942, en þær yngstu frá 1967. Knútur Skeggjason tæknimaður og segulbandavörður Ríkisút- varpsins sá um afritanir efnis- ins. Elztu upptökurnar voru á plötum og því misjafnar að gæðum vegna slits, en Knútur hefur náð að bæta hljómgæðin i afritun efnisins. Á blaðamannafundi sem Svavar Gests boðaði til vegna Framhald á bls. 27 Ylræktarverið: Rekstrargrundvöllur styrk- ist við nýja upplýsingaöflun Fífill GK með mesta aflaverð- mæti í Norðursjó Gudmundur med bezta meðalverðið FlFILL GK var með mest verð- mæti Islenzku sildveiðiskipanna, sem stunduðu veiðar i Norðursjó í sumar og haust og seldu í Dan- mörku. Fifill seldi sild fyrir 32.8 milljónir króna, en afli skipsins var alls 543 tonn og meðalverð á kíló kr. 60.48. Gullberg VE er f öðru sæti, 29,7 millj. kr. aflaverð- mæti. Gullberg seldi alls 394 lestir og var meðalverð á hvert kg kr. 75.41. Albert GK seldi 365 lestir fyrir 28.8 millj. kr. og var meðalverð á hvert kg kr. 79 í fjórða sæti kemur Eldborg GK, sem seldi 351,8 lestir fyrir 28.5 millj. kr. og var meðalverð á kiló kr. 81.07. Hæsta heildarmeðalverð i sumar og haust fékk Guðmundur RE, sem seldi alls 232.6 lestir fyrir 19.1 millj. kr. og var meðal- verð fyrir aflann kr. 82.41. Næst hæsta meðalverðið fékk Eldborg GK kr. 81.07, þá kom Keflviking- ur KE með kr. 79.59 og Ljósfari ÞH með kr. 78.65. Aðalfundur LlU er mjög fjölsóttur og sækja hann útgerðarmenn hvaðanæva af landinu. Ljðsm. Mbl.: Fraðþjófur. Leyfi til síldveiða næsta haust: Þeir sem ekki hafa feng- ið leyfi sL 2 ár sitji fyrir A AÐALFUNDI Landssambands ísl. útvegsmanna í gær kom fram hjá Kristjáni Ragnarssyni for- manni sambandsins, að úthlutun síldveiðileyfa hér við land hefði valdið miklum deilum í haust. A aðalfundinum myndi stjórn L.Í.U. leggja fyrir fundinn tillögur um hvernig veiðileyfum til nótaveiða yrði úthlutað á næsta ári og væri þar gert ráð fyrir að þeir aðilar sem ekki hefðu fengið leyfi 2 s.l. ár sætu fyrir öðrum um leyfi á næsta ári. Kvað hann stjórnina einnig leggja fram tillögur um breytingu á lögum um fiskveiði- landhelgina til þess að jafna að- stöðu hinna mismunandi skipa- stærða og þá fyrst og fremst að auka réttindi báta af millistærð, sem mjög virtust hafa verið af- skiptir við setingu núgildandi laga. Góð færð á Suðurlandi, þungfært annars staðar FYRIRTÆKI þau, sem hugsan- lega munu standa að undirbún- ingsfélagi fyrir stofnun og rekstri ylræktarvers hér á landi, eru um þessar mundir að endurskoða áætlanir um fjárhagsgrundvöll sliks fyrirtækis, jafnframt þvi sem unnið er að gerð áætlunar um stofnkostnað. Fulltrúar héðan voru nýlega í Hollandi til að ræða frekar við fyrirtæki það sem annast mun sölu græðlingana, ef af verður. Þórður Þorbjarnarson, borgar- verkfræðingur, var í þessum hópi og i samtali við Morgunblaðið sagði Þórður að i viðræðunum ytra hefðu fengizt frekari skýr- ingar á því með hvaða hætti salan færi fram, en hún verður í formi umboðslauna til hins hollenzka fyrirtækis. Svör fengust við þvi hvernig tryggt væri að rétt verð yrði gefið upp hverju sinni, hvernig staðið yrði að sendingum á græðlingunum, afgreiðslu toll- skjala og tollgreiðslna og hvenær uppgjör skyldi fara fram. Þá sagði Þórður, að þarna hefði komið fram, sem athyglisvert mætti teljast, að meirihlutinn af græðlingunum yrði sendur héðan til Hollands órættur en þeir færu siðan I rætingu hjá sölufyrirtæk- inu, sem síðan seldi þá rætta, Framhald á bls. 26 FÆRÐ er góð um þessar mundir á Suðurlandi og allt vestur á Snæ- fellsnes. Vfðast annars staðar á landinu er illfært eða ófært vegna snjóa, en þó var fært f gær alla leið frá Reykjavfk til Akureyrar. Aðeins var fært fyrir jeppa og stærri bfla um Gilsfjörð og Reyk- hólasveit, Þorskafjarðarheiði var ófær og sömuleiðis Klettsháls. Fært var fyrir jeppa og stóra bíla yfir Hálfdán, en Hrafnseyrar-, Breiðadals- og Botnsheiði ófærar. Geðdeild Landspítalans rýf ur einangrun geðlækninganna - segir Jón G. Stefánsson, geð læknir við Kleppsspítalann EINANGRUN Kleppsspftalans er mjög alvarleg og þótt vega- lengdin til Landspítalans sé ekki ýkja mikil, þá gætir þessa strax hér hjá okkur — sagði Jón G. Stefánsson geðlæknir á Kleppsspítalanum, lektor og kennslustjóri við læknadeild Háskóla islands. „Við erum hér talsvert einangraðir, þótt sam- vinna sé milli spítalanna, þ.e.a.s. þeir þjóna okkur og við þjónum þeim. Samskiptin eru þó talsvert erfið, vegna þess, hve menn hittast Iftið. Með til- komu geðdeildar Landspítalans væri þetta mál leyst, þar myndu skapast tengsl við aðrar greinar læknisfræðinnar. Hef- ur þetta gffurlega þýðingu fyr- ir geðlæknisfræðina og geð- læknisþjónustuna, svo og fyrir aðrar greinar. Geðiæknisfræð- in hefur orðið útundan í því kerfi, sem rfkir á Landspítalan- um, hana hefur vantað í kerf- ið.“ Sem kennslustjóri lækna- deildarinnar sagðist Jón hafa sérstakar áhyggjur vegna þess að ekki skuli vera meira sam- band við Landspítalann en raun er á. Hann kvað þetta koma niður á kennslu i geð- læknisfræði og einnig niður á kennslu í lyflæknisfræði. Þetta væri að vissu leyti því að kenna að geðlækningar færu nær ein- göngu fram „inni við sundin“ eins og hann komst að orði. „Sú geðlæknisfræði, sem við erum að fást við hér á Kleppsspítal- anum er ekki beint sú tegund, sem nauðsynlegast er fyrir læknastúdenta að læra, heldur er það sú geðlæknisfræði, sem Framhald á bls. 26 Jón G. Stefánsson geðlæknir 1 Húnavatnssýslu og á Strönd- um var sæmileg færð og t.d. fært til Hólmavíkur. Ekki var fært úr Skagafirði til Siglufjarðar, en ráð- gert var að moka á þeirri leið í gær. Fært var öllum bilum milli Reykjavíkur og Akureyrar, en frá Akureyri var ófært til Ólafs- fjarðar og aðeins fært til Húsavík- ur um Dalsmynni. A Norðausturlandi var víðast mjög þungfært. I gær átti að moka á Tjörnesi og Kelduhverfi þannig að fært yrði á Kópasker, en ófært er út á Sléttu. Jeppafært var á milli Raufarhafnar og Þórs- hafnar, en ófært á milli Þórs- hafnár og Vopnafjarðar. 1 gær átti að ryðja veginn nióur í Borgarfjörð eystri. Fagridalur var öllum bílum greiður i gær, þannig að góð færð var á milli Egilsstaða og Eskifjarðar. Hins vegar var aðeins jeppafært milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og Fjarðarheiði var ófær. Frá Fáskrúðsfirði var síðan fært til Hafnar í Hornafirði og þaðan alla leið til Reykjavikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.