Morgunblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976
Eldur í bílskúr
í Hlíðargerði
ELDUR kom upp í bílskúr við
Hlíðargerði i gærkvöldi, en
slökkviliðinu tókst fljótlega að
slökkva eldinn. Maður var að
vinna við logsuðu í skúrnum er
neisti komst í benzínrör, benzínið
lak niður og eldur varð laus í
skúrnum. Bíllinn var dreginn út
úr skúrnum, en mun vera mikið
skemmdur. Skemmdir í bílskúrn-
um urðu hins vegar litlar. Þá var
slökkviliðið kvatt í Drafnarfell í
Breiðholti, en búið var að slökkva
eldinn þegar slökkviliðsmenn
komu á vettvang.
Atvinnuleysi
heldur minna
en fyrir ári
ATVINNULEYSI var heldur
minna í nóvembermánuði síðast-
liðnum en í sama mánuði í fyrra.
Um síðustu mánaðamót voru 466
manns á atvinnuleysisskrá, en á
sama tíma í fyrra voru þeir 473.
Ástandið i Reykjavík er mun
betra i ár, en í fyrra, 127 i fyrra
en 82 um síðustu mánaðamót.
Seyðisfjörður er sá staður á land-
inu þar sem næstflestir eru at-
vinnulausir, eða 57, en ástæðan
fyrir atvinnuleysi þar mun vera
tímabundið, þvi skuttogari Seyð-
firðinga er i viðgerð á Akureyri.
Á Bíldudal eru 48 manns á at-
vinnuleysisskrá, en voru á sama
tíma í fyrra 37.
— Fjölmennur
bændafundur
Framhald af bls. 25
Óhagstætt fyrir •
bændur að hafa
miklar niðurgreiðslur
Hannes Hannesson, Kringlu í
Grlmsnesi, tók næstur til máls Sagði
hann óhagstætt fyrir bændur að hafa
niðurgreiðslur of miklar og furðaði sig
á þeirri ákvörðun nkisstjórnarinnar
19 74 að greiða stórlega niður land-
búnaðarvörur Hannes sagðist víst vera
kominn á þennan Sláturfélagsafdur en
spurði hvers vegna alltaf veri þá verið
að kjósa þessa sömu gömlu menn til
að vinna að málum bænda Gerði
Hannes þessu næst að umtalsefni
stofnsjóð Sláturfélagsins og sagði að
hann væri hættur að þjóna tilgangi
sínum. Sagði hann félaginu koma að
litlu gagni þær 40 til 50 milljónir sem
lagðar væru í stofnsjóðinn árlega
Bændur yrðu að ieggja 1 V? % af öllu,
sem þeir legðu inn í þennan sjóð og
greiða af því tekjuskatta og útsvar en
gætu þó verið vissir um að fá aldrei
neitt úr stofnsjóðnum Taldi hann fyrir-
tækið upp úr því vaxið að hafa þennan
stofnsjóð
Hjörtur Jónsson, Brjánsstöðum í
Grímsnesi, ræddi fyrirgreiðslu til jarða-
kaupa og sagði hana næsta litla Sagði
hann Jón Bergs hafa staðið við þau
loforð, sem hann hefði gefið hingað til
og rangt væri að efast um vilja hans til
að gera sem best fyrir bændur Hjortur
spurði hvort ekki væri vanð fé til að
girða þjóðgarrn>ínn á Þingvöllum. Hann
ætti víst að vera friðéður en þar hefðu
jafnvel fundist dauðar kmdur í fönn
Sigurður Jónsson í Kastalabrekku
sagði að sér fyndist að nokkuð væri
sneitt hjá því að ræða um afurðasölu-
félögin Spurði hann hvort það væri
rétt að Mjólkurbúið hefði ekki sótt um
lán til Byggðasjóðs t»l framkva^mda, þó
þar fengist fjármagn með 12% árs-
vöxtum og óverðtryggt Sagði hann 18
milljón króna lán úr Byggðasjóði hafa
fært bændum 50 aura á hvern lítra
Ekki sagðist Sigurður geta sett sig
inn í afurðalánamálm í tilefni af orðum
Jóns Bergs um hagnað af verslunum
Sláturfélagsins sagði Sigurðir það
skoðun sina að þessi hagnaður ætti að
geta komið bændum til meiri ágóða
Hrafnkell Karlsson, Hrauni, minnti
á hversu lánamálin væru stefnumark-
andi fyrir landbúnaðinn og sagði að
Byggðasjóður hefði ekki verið nýttur
nægilega fyrir landbúnaðinn Þá spurði
Hrafnkell hvers vegna innheimta á 1%
gjaldinu til Stofnlánadeildar hefði ekki
verið framfylgt og fjármögnun Bjarg-
ráðasjóðs Sagði Hrafnkell að flest rök
hnigju að þvl að samið væri beint við
ríkið en neytendur
Hann spurði einnig hvað liði fram-
kvæmd við þingsályktunartillögu um
að bjarga mjólk frá skemmdum I verk-
föllum.
Þá sagðist Hrafnkell telja það utan
verkhrings Sláturfélagsins ^ð reka
verslanir og spurði hvers vegna slátur-
hús S.S. I Laugarási væri ekki lagt
niður, þannig að nýta mætti betur
sláturhús félagsins á Selfossi
Yngvi Markússon I Oddsparti ræddi
vandamál kartöfluframleiðenda og
spurði hvenær kartöflur ættu að hækka
en oft hefði nýtt verð á þeim ekki tekið
gild; fyrr en nær allar kartöflur væru
búnar.
Ekki viss um
að rétt sé að
semja við ríkið
Halldór E. Sigurðsson. land-
búnaðarráðherra svaraði nú ýmsum
spurningum, sem til hans hafði verið
beint og sagði að nýtt verð á kartöflum
yrði ákveðið á næstu dögum Varðandi
ákvörðun á verði sauðfjárafurða sagði
ráðherrann að þar væri ekki alveg Ijóst
hvernig verðhlutföllum milli gæra og
kjöts yrði skipt og af þeim sökum hefði
dregist að ákveða nýtt verð Um það
hvort rétt væri fyrir bændasamtökin áð
semja bemt við rikið um verð á búvör-
um sagði ráðherrann, það hafa verið
skoðun sína að þannig ætti að standa
að málum, þegar hann varð ráðherra
fyrir 6 árum En eftir að vera búinn að
starfa að þessum málum í þann tfma
sagðist hann ekki vera jafn viss um
ágæti þess Halldór sagði það skoðun
sína að núverandi fyrirkomulag hefði
ekki haldið niðri verði á landbúnaðar-
vörum til bænda
Fram kom hjá ráðherranum að nú
væri verið að kanna möguleika á þvi að
fella niður söluskatt af kjöti en allar
undanþágur á söluskatti gæfu mögu-
leika á þvi að dregið væri undan
Ráðherrann sagði það eðlilegt að
Byggingasjóður tæki við fjármögnun
íbúðahúsabygginga í sveitum af Stofn-
lánadeildinni.
Halldór sagði vegna fyrirspurnar um
vinnslu á mjólk í verkföllum að nú sæti
að störfum nefnd frá Stéttarsambandi
bænda og ASÍ til að kanna möguleika
á fyrirkomulagi þessarar vinnslu en of
snemmt væri að spá um hver niður-
staðan yrði
Árni Jónsson sagðist geta tekið
undir orð Jóns Bergs að barátta bænda
hefði verið varnarbarátta en þó hefðu
einstaka sinnum náðst sigrar Árni
sagði innheimtu á gjöldum til Stofn-
ládeildar vera vandamál þar sem ekki
væri um skipulagða sölustarfsemi að
ræða hjá eggjaframleiðendum. Ekki
var Árni viss um að rétta leiðin í
verðlagningu búvará væri að semja við
ríkið
Að síðustu svaraði Stefán Pálsson
fyrirspurnum um Lífeyrissjóð bænda
— Nýtt eftir-
litskerfi
Framhald af bls. 1
orrustuflugvéla Bandarikja-
manna til fjögurra aðildarríkja
bandalagsins.
Talið er, að hið nýja eftirlits-
kerfi geti tekið til starfa árið
1980, ef framkvæmdir hefjast
eins og áætlað er og samkomulag
tekst um skiptingu kostnaðarins.
- Borunum lokið
Framhald af bls. 48
gær var þar 13 stiga frost. I lok
vikunnar verður væntanlega
lokið mælingum á holu 10, en
hún þykir lofa mjög góðu. Um
holu 11 er hins vegar lítið hægt
að segja enn sem komið er.
— Miki
Framhald af bls. 1.
á verðbréfamarkaði í Tókýó I
dag, og er það talið merki um
velþóknun forsvarsmanna i
efnahagsláfinu á því, að Fu-
kuda taki við af Miki. Fukuda
er efnahagssérfræðingur og
hefur gegnt embætti forstjóra
áætlunarstofnunar um fjár-
festingar, sem rekin er af opin-
berri hálfu. Hann nýtur stuðn-
ings tveggja þriðju hluta þing-
manna Frjálslynda lýðræðis-
flokksins og helztu forvígis-
mannai efnahagslifi landsins.
Ýmsir halda þvi fram, að
enn sé ekki víst að Fukuda
verði fyrir valinu sem eftir-
maður Mikis, þar eð viturlegra
sé að kveðja til mann, sem lægt
geti öldur ágreinings og úlfúð-
ar innan flokksins. Stjórn
flokksins útnefnir forsætisráð-
herraefnið siðar i þessum mán-
uði, en miðað er við að þingið
samþykki útnefninguna á jóla-
dag.
— Austin Laing
Framhald af bls. 1.
lagsins sé sað ganga frá tillög-
um um bráðabirgðaheimildir til
veiða á miðum bandalagsins frá
áramótum. Þetta eru einhliða
ráðstafanir, sem bandalagið
hefur frumkvæði að, án þess að
ætlast til nokkurs I staðinn.
Þessar tillögur eru fáránlegar
og ég er þess fullviss, að beitt
verður neitunarvaldi til að fella
þær, en það er makalaust, að
framkvæmdanefndinni skuli
koma til hugar að leggja fram
svona tillögur á þessu stigi
málsins“.
I lok útvarpsviðtalsins itrek-
aði Austin Laing þá skoðun
sina, að Bretar stæðu höllum
fæti innan Efnahagsbandalags-
ins, nema brezka stjórnin tæki
upp harðari stefnu í fiskveiði-
málum gagnvart bandalaginu
en hingað til. Myndu forvigis-
menn i brezkum sjávarútvegi
hitta Gundelach að máli næst-
komandi mánudag til að itreka
sjónarmið sín.
Morgunblaðið sneri sér til
utanrikisráðuneytisins í gær-
kvöldi og spurðist fyrir um við-
ræður þær, sem Austin Laing
talar um að fram eigi að fara í
næstu viku, en þar fegust þær
upplýsingar að engar slikar við-
ræður væru ákveðnar.
— Hveragerði
Framhald af bls. 48
Hveragerði undanfarið og væri
það orsök þess sem nú væri að
gerast.
I sjálfum matsalnum eru gólfin
ekki heit, en hins vegar voru i
gær brotin göt á húsgrunn við
hliðina og streymdi þar upp
30—47 gráðu heitt loft. Jarðfræð-
ingarnir sem könnuðu þessi mál í
Hveragerði i gær töldu að úr
þessu færi að draga verulega úr
risi landsins undir húsinu, en það
er 400 fermetra steinhús, byggt
árið 1973.
— Harold Brown
Framhaid af bls. 1.
embætti fjármálaráðherra, er
Charles Schultz, hagfræðingur,
sem gegndi mikilvægu starfi við
gerð fjárlaga i stjórnartíð John-
sons.
Loks ræddi Carter við Brock
Adams, þingmann og formann
fjármálanefndar fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, en hann kemur
mjög til greina sem samgöngu-
málaráðherra.
Að viðræöufundunum loknum
hélt Carter áleiðis til Washington
þar sem hann situr á rökstólum
með samverkamönnum sinum
næstu tvo daga.
— Jón G.
Stefánsson
Framhald af bls. 2
þörf er á að fást við á lyflækn-
ingadeildum. Þessari kennslu
væri unnt að koma á, þegar þau
tengsl hafa skapast, sem geð-
deild Landspítalans myndar,
þegar hún kemst i gagnið. Það
verður því ekki aðeins mikil-
vægt fyrir geðlæknisfræðina að
komast í beint samband við
Landspitalann heldur og fyrir
læknismenntunina í heild.
Jón G. Stefánsson sagði, að
geðlæknar fyndu ávallt fyrir
því, að skortur væri á sjúkra-
rúmum og hann kvaðst búast
við því að læknar í fleiri grein-
um hefðu sömu sögu að segja.
Sumpart væri það vegna þess,
að skipulag málanna væri ekki
nógu gott, en greinilega fyndu
læknar fyrir því að þeir yrðu að
halda í við sig, er leggja þyrfti
sjúkling inn. „I raun erum við
læknar alltaf að reyna að kom-
ast hjá því og stundum getur
þetta verið bagalegt."
Þá kvað Jón Kleppsspítalann
orðinn allt of gamlan og þar
væru húsakynni allt of þröng
og lítil. Kleppsspítalinn er í
raun löngu orðinn úreltur og
staðall hans er í raun miklu
lakari en gengur og gerist um
sjúkrahús á íslandi. Þegar
hann var reistur var uppi allt
annar hugsunarháttur meðal
fólks um geðsjúkdóma og geð-
ræna kvilla. Vissulega hefðu þó
farið fram endurbætur og
ástandið hefði lagast mikið,
þegar viðbygging við spítalann
var reist, en spítalinn hefði alls
ekki haft í tré við þá þróun,
sem orðið hefði. Hann kvað
sjúklinga vera of marga í her-
bergjum og of þröngt væri um
þá. Einnig skorti salerni og því
þyrfti í raun að fækka sjúkling-
um. Að öllum Iikindum kvað
hann unnt að fækka eitthvað
sjúklingum með tilkomu geð-
deildarinnar, en vandinn væri i
raun sá að læknarnir væru þar í
raun milli tveggja elda — ann-
ars vegar þyrfti að fækka sjúk-
lingum vegna ónógrar aðstöðu,
en hins vegar mætti ekki fækka
vegna skorts á geðsjúkrarúm-
um. Þarna væri því erfitt að
fara milliveginn.
„Það hefur verið reynt að
auka þjónustuna," sagði Jón G.
Stefánsson, geðlæknir, „og sú
þekking, sem við höfum í dag á
geðsjúkdómum, gerir nauðsyn-
legt, að veita miklu meiri þjón-
ustu en áður. Til þess þarf við
geðlækningar fyrst og fremst
mun meiri mannskap og fyrir
fleira fólk þarf húsnæði og
vinnuaðstöðu: Er það eitt af
aðalvandamálunum, sem þó
hefur leystst að nokkru er við-
bótarbyggingin kom við spítal-
ann. Hún bætti mikið úr, þótt
hún næði í raun allt of
skammt."
Jón sagði, að þótt tíðarandinn
hafi breytzt mikið, þá væru
ávallt einhverjir erfiðleikar
fyrir hendi, þegar menn þyrftu
að leggjast inn á geðsjúkrahús.
Hann kvað orðið Klepp oft hafa
haft á sér eitthvert hræðilegt
yfirbragð í vitund fólks. „Vona
ég að það breytist, þegar við
með tilkomu geðdeildar Land-
spítalans, komumst í nánara
samband og samstarf við aðra
lækna og aðrar greinar læknis-
fræðinnar".
Jón G. Stefánsson kom fyrir
þremur árum heim frá Banda-
ríkjunum. Morgunblaðið spurði
hann um samanburð á aðstöðu
þar og hér heima í málefnum
geðsjúkra. Hann sagði að hann
hefði ekki tölur um rúmafjölda
til samanburðar né þörf á aukn-
um rúmafjölda, en kerfið þar
vestra kvað hann vera tvenns
konar. Annars vegar væru
ríkissjúkrahús og síðan geð-
deildir og spítalar, sem ýmist
einkastofnanir eða háskólar
rækju. Á þessu tvennu er
óskaplega mikili munur —
sagði Jón.
Ríkisspítalarnir. eru illa
mannaðir, húsnæði þeirra yfir-
leitt gamalt, þar sem kerfið
væri gamalt. 1 flestum tilfellum
eru þetta spítalar, sem reistir
voru upp úr aldamótum og þá
tíðkaðist að hafa geðsjúkrahús
aðskilin frá öðrum sjúkrahús-
um. Oft eru því geðspítalar tals-
vert langt fyrir utan borgirnar,
þar sem það þótti gott á þessum
tíma að hafa þá í umhverfi, sem
var fallegt og sveitalegt, þettó
hefði góð áhrif á fólk með til-
finningavandamál.
Þetta hefur orðið til þess að
mun erfiðara er að manna spít-
alana, þar sem svo virðist sem
bæði læknar og hjúkrunarfólk
vilji vera í sem mestum tengsl-
um við aðra heilbrigðisþjón-
ustu. Þá má og einnig vera að
þetta kerfi hafi ekki verið fjár-
magnað sem skyldi. Staðall
þessara spítala er oft frekar
lágur og oft mjög slæmur miðað
við t.d. þá þjónustu, sem unnt
er að fá hérlendis. Þjónustan
hér heima er með því betra,
sem ég hefi kynnst í ríkisrekn-
um geðsjúkrahúsum. En séu
þeir t.d. bornir saman við þá
spítala, sem reknir eru í einka-
eign eða á vegum háskóla,
stöndumst við hér heima engan
samjöfnuð. Þessar stofnanir
eru miklu betur mannaðar og
húsnæði og öll aðstaða er miklu
betri en gerist hérlendis. —
sagði Jón G. Stefánsson að lok-
um.
— Bátaflotinn
Framhald af bls. 48
menn úr sætum i virðingarskyni
við hina látnu.
Björn Guðmundsson frá Vest-
mannaeyjum var kosinn fundar-
stjóri, en fundarritarar eru þeir
Jónas Haraldsson og Ágúst Ein-
arsson, báðir starfsmenn L.Í.Ú.
— Kveðst vera
ökumaðurinn
Framhald af bls. 48
þessu, frá Reykjavík til Kefla-
vfkur og að dráttarbrautinni I
Keflavik kvöldið sem Geirfinnur
hvarf en kveðst ekki hafa orðið
vitni að þeim átökum, sem þar
eaga að hafa átt sér stað.
Mörg atriði eru þó enn óljós I
framburði mannsins em yfir-
heryslum er stöðugt haldið áfram
í von um að þau skýrist frekar.
— Alþingi
Framhald af bls. 22
í sambandi við iðnþróun lands-
manna mundi framvindan velta á
einstaklingnum fyrst og fremst,
framtaki þeirra, áræði og mann-
gildi, en hins hafi menn svo getað
krafist, með réttu, að það opin-
bera léti ekki sitt eftir liggja og
mismunaði ekki einstökum at-
vinnugreinum“. Sagði Jóhann að
núverandi aðgerðir í iðnaðarmál-
um landsmanna væru byggðar á
grunni þeim sem lagður hafi
verið í tið Viðreisnar.
Til máls tóku sfðan Magnús
Kjartansson og Gylfi Þ. Gislason.
Upphófst mikið karp þeirra á
milli um atriði óskyld málefninu
sem var á dagskrá. Magnús fór þó
nokkrum orðum um ummæli
iðnaðarráðherra við fyrri hluta
umræðunnar um frumvarpið, og
mótmælti Magnús því að hafafar-
ið með nið um iðnaðarráðherra í
framsöguerindi sinu.
— Kissinger-
samkomulagið
Framhald af bls. 1.
urra allir hafnað sllkri málsmeð-
ferð.
Smith er nýkominn til Genfar
eftir mánaðar fjarveru frá ráð-
stefnunni. Þá er einn leiðtogi
blökkumanna, Nbadangina
Sithole, einnig kominn þangað, en
hann hefur átt viðræður við
áhrifamenn í Afrfku sunnan-
verðri um Rhódesíumálið undan-
farnar þrjár vikur.
Fulltrúi stjórnarinnar í Salis-
bury sagði f dag, að-15 blökku-
menn úr hópi óbreyttra borgara
og þrfr skæruliðar hefðu fallið í
átökum þar undanfarna daga.
Hann sagði einnig, að svissneskur
trúboði að nafni Paul Egli hefði
verið handtekinn fyrir að aðstoða
hryðjuverkamenn.
— Ylræktarverið
Framhald af bls. 2
þannig að ylræktarverið hér yrði
þannig hlekkur f þvf að skila full-
unninni vöru á markað. Yrði þessi
hlið að teljast jákvæð.
Þórður sagði, að Hollandsförin
hefði þannig orðið til að styrkja
fremur hinn fjárhagslega grund-
völl fyrirtækisins, en nú væru
fulltrúar þeirra fyrirtækja sem
hugsanlega myndu standa að
undirbúningsfélagi fyrir stofnun
ilræktarversins að endurskoða
áætlanir um rekstrarlegan grund-
völl þess og vinna að áætlun um
stofnkostnað. Kvaðst Þórður gera
ráð fyrir, að niðurstöður hagfræð-
inga um hina fjárhagslegu hlið
fyrirtækisins myndu liggja fyrir í
kringum rræstu helgi.