Morgunblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 27 — 3 dísilraf- stöðvar Framhald af bls. 48 ef keyra þarf þessar dlsilstöðvar mikið og stöð sem framleiðir lA megawatt kostar 18 þúsund krónur ef hún er keyrð samfleytt í einn sólarhring. Stöðvarnar sem notaðar verða eystra voru áður við Laxárvatn I Húnavatnssýslu og I Stykkishólmi og ein þeirra var keypt ný til landsins. Dísil- stöðin, sem sett var upp á Höfn í Hornafirði, var keypt ný til lands- ins, en Hornfirðingar hafa átt í talsverðum erfiðleikum undan- farna vetur vegna rafmagnsleys- is, en Smyrlabjargárvirkjun er mjög viðkvæm I vetrarhörkum. Rarik hefur gert tillögur um að lögð yrði lína frá Kröfluvirkjun til Austfjarða á tveimur næstu árum. Hafa Rafmagnsveitur rfkis- ins gert áætlun um þetta og er áætlað að kostnaður við linuna og aðveitustöð við Eyrarteigi í Skrið- dal verði 1375 milljónir króna. Næsta ár verður tekin í notkun lína frá Grímsárvirkjun til Reyðarfjarðar og tvöfaldar hún flutningsgetuna og eykur öryggið í raforkumálum Austfirðinga. — Breiðdalsvík Framhald af bls. 48 veita atvinnu fyrr en í fyrsta lagi um mitt næsta ár. Til að af kaupunum á honum geti orðið þurfum við að fá fyrirgreiðslu stjórnvalda og höfum fengið vilyrði fyrir því. A vetrarvertíð- inni verðum við síðan með tvo báta, Emillu sem verið er að kaupa frá Seyðisfirði og Selvlk- ina, sem er 80 tonna bátur. Samið hefur verið um að við fáum 35% af afla Hvalbaks i vetur og er ætlunin að flytja okkar hlut landleiðina frá Fá- skrúðsfirði. Reynslan á eftir að skera úr um hversu vel gengur að flytja fiskinn á milli, en um erfiða vegi er að fara sem oft lokast, sagði Sigmar. Hraðfrystihúsið á Breiðdals- vík hefur ekki verið starfrækt að undanförnu og hefur það aðallega bitnað á kvenfólki á Breiðdalsvlk, sem þess vegna hefur ekki getað stundað fisk- vinnu. Karlmenn hafa hins veg- ar flestir haft atvinnu og innan við 10 eru atvinnulausir á Breiðdalsvik. I þorpinu sjálfu búa um 220 manns, en samtals i sveitinni tæplega 400. — Ný plata útkomu plötunnar lagði hann áherzlu á hinn stóra þátt sem þær María Jóhanna, dóttir Lár- usar, og Hólmfrlður systir hans ættu I að af útgáfu þessarar plötu hefur orðið. Svavar kvaðst hafa dáð Lárus Pálsson leikara mjög og teldi það því mikinn heiður fyrar sig að geta gefið út þessa plötu með flutn- ingi Lárusar. Óskar Halldórsson lektor valdi efnið úr safni útvarpsins og raðaði þvl á plötuna og einn- ig skrifaði hann um ævi og leik- feril Lárusar á bakhlið plötu- umslagsins. Þar segir Óskar m.a.: „Lárus var jafnvígur á gleði- leik og harmleik, en hæst reis list hans I ljóðrænni túlkun og náði þar sérstöðu. Ljóðskynjun hans virtist dýpri og rlkari en annarra, og framsögn hans, mjúk eða sterk, auðug eða ein- föld, nálgaðist einatt þá full- komnun að öll önnur umf jöllun textans virtist út I hött.“ Lárus Pálsson fæddist árið 1914. árið 1950 og þar starfaði hann til æviloka. Hann rak einnig leikskóla á árujum 1940—1954. Lárus Pálsson lézt árið 1968. — Jólasundmót öryrkja Framhald af bls. 3 það brýnt að geta lokið við þá sundlaugarbyggingu sem hafin væri við Hátún 12. Undir þetta tók Guðmundur Löve, fram- kvæmdastjóri Öryrkjabanda- lagsins, og þeir sögðu að Iþróttafulltrúi Reykjavíkur hefði sýnt íþróttamálum öryrkja mikinn áhuga. Allir voru þessir menn sammála um að öryrkjar gætu lagt stund á íþróttir af mörgu tagi, en þeir þyrftu oft hvatningu til þess að fara af stað. Vildu þeir I þvl sambandi hvetja aðstandendur öryrkja til þess að benda þeim á að taka þátt I sundmótinu nú þegar lokaátakið væri framund- an og aðeins 5 dagar eftir. Magnús Pálsson íþróttakennari öskjuhlíðarskóla sagði að þátt- taka nemenda þar væra allgóð, nú hefðu milli 60 og 80% tekið þátt í því. Sagða hann að nemendur hefður hreinlega tekizt á loft er þeir heyrðu að veitt væri viðurkenning fyrir þátttöku I mótinu og fólkið væri nánast óþekkjanlegt eftir að hafa öðlazt aukið sjálfstraust við þátttökuna. — Bókmenntir Framhald af bls. 13. lýkur á brottför Hagalíns og fjölskyldu til Noregs til móts við menningu og umhverfi sem skilið hefur eftir sig djúp spor I lífi og list Guðmundar Gisla- sonar Hagalfns. Hann var Ifka vel undir þá ferð búinn, alráð- inn I að læra og þroskast með þjóð sem var honum kær. Meðal annars hafði hann skrif- ast á við Knut Hamsun og kynnt sér norskar bókmenntir af alúð. Þar réð ekki síst úrslit- um Seyðisfjarðardvölin, en norskir menningarstraumar voru þar áberandi. — Orkumál Framhald af bls 11 flokksins til að endurflytja tillögu mlna um rannsókn á Fljótsdals- virkjun og að leitað yrði eftir kaupanda að raforku með stóriðju staðsetta i Reyðarfirði fyrir aug- um. Ég lagði alla áherzlu á, að til- laga þessi fengi afgreiðslu sam- hliða heimildarlögunum um Bessastaðaárvirkjun. Svo varð þó eigi og vakti það nokkrar deilur á Alþingi við afgreiðslu frumvarps- ins um heimildarlögin. Um vorið 1975, 16. maí, hlaut siðan tillaga mln samþykki með þeirri breyt- ingu að felldur var niður liður ályktunarinnar um stóriðju, þar sem um hann náðist ekki sam- komulag við samstarfsflokkinn. I endanlegri gerð var samþykktin þannig: „Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á byggingu Fljótsdals- virkjunar. Alþingi ályktar að skora á rikis- stjórnina að hlutast til um að Orkustofnun ljúki eins fljótt og við verður komið rannsókn á byggingu Fljótsdalsvirkjunar." Að þessari ályktun ber vitan- lega að fara. Fyrst og fremst þarf að ljúka rannsókn á 1. áfangan- um, sem menn mega mfn vegna kalla Bessastaðaárvirkjun, sem um leið er alveg nauðsynlegt að sýna fram á framhaldsvirkjun og fá yfirsýn yfir alla Fljótsdals- virkjun. I grein minni I Mbl. 12. nóv. s.l. sagði svo: „Það hefur áður verið á það minnzt I greinarflokki þessum að Svisslendingar hafa boðið okkur fé og mannafla til rannsóknar á Fljótsdalsheiði, án skuldband- inga. Auðvitað yrði sú rannsókn undir yfirstjórn Islendinga, eins og allar slfkar rannsóknir eiga að vera. En okkur skortir fé og okk- ur skortir sérfræðinga. Hvers vegna er boði Svisslend- inga ekki tekið? Hverjir standa þar I vegi? Fram i dagsljósið með þá! Það skal fullyrt hér að ekki skortir áhugann I þessu efni hjá æðstu stjórn orkumála. Hins veg- ar þurfa Austfirðingar sjálfir að ganga úr skugga um, að forystu- menn þeirra i félagsmálum séu ekki dragbítar á framgang þessa máls.“ Þetta ætti að vera auðskilið öll- um sæmilega læsu'm mönnum. En herra Erling Garðari Jónassyni, oddvita Egilstaðahrepps og for- manni stjórnar Sambands sveitar- félaga i Austurlandskjördæmi, þóknast að taka til sin niðurlagið. Það hefir aldrei að mér flökrað að hann hafafyrr eða slðar neitt haft með boð Svisslendinga að gera eða nokkrum nokkurntlman dott- ið I hug að leggja það mál fyrir hann. Þannig markast öll grein hans af misskilningi þegar bezt lætur en að öðru leyti af einhverj- um hvötum sem ég hirði ekki um að ráða I hverjar séu. Þá skal að lokum vikið að þeirri skoðun minni, að vinda beri bráð- an bug að lagningu línu frá Kröflu og austur I Fljótsdal. í grein minni i Mbl. 12. nóvember sagði svo: „Það er augljóst að Austfirðing- ar munu' ekki njóta orku frá Fljótsdalsvirkjun á næstunni, þótt rannsóknum verði hraðað. A meðan þarf að bregða á önnur ráð til lausnar á hinum bráða vanda I orkumálum landshlutans. Enginn vafi er á því að bezta ráðið I því efni er lagning linu að norðan frá Kröflu, sem góðar vættir gefi að komist hið fyrsta I gagnið. I fyrsta lagi er þar um landsmál að tefla, sem framhald á hringtengingu orkuveranna; I öðru lagi hags- munamál Kröfluvirkjunar ef von- ir rætast um umframorku hennar fyrstu árin en annars tæki orka Byggðalínu (Landsvirkjunar) við; I þriðja lagi hagsmunamál Norðlendinga, þegar Fljótsdals- virkjun getur flutt þeim rafmagn eftir sömu línu og i fjórða lagi hagsmunam’ál Austurlands að leysa á þann veg orkuþörf slna, þar til Fljótsdalsvirkjun tekur við.“ I framhaldi af þessu má ég til með að vitna orðrétt I grein herra Erlings Garðars Jónassonar, odd- vita Egilsstaðahrepps og for- manns stjórnar Sambands sveit- arfélaga I Austurlandskjördæmi, til þess að menn geti metið mál- flutning hans að verðleikum: „Austfirzkir sveitarstjórnar- menn hafa markað sér þá stefnu, að virkjað verði I landshlutanum það grunnafl, sem orkumarkaður Austurlands þarf, jafnframt þvi sem orkuver Norðurlands og Austurlands verði tengd saman þá báðum landshlutum til hags- bóta. Þessa stefnu styður núverandi orkuráðherra. Að hans frum- kvæði er rannsóknum á virkjun Bessastaðaár lokið að heita má, ég veit llka, að þessa stefnu styðja allir þingmenn Austurlands, að Sverri Hermannssyni undanskild- um.“ Þetta siðasta er likast þvl sem það hefi verið ritað niður eftir manni sem talaði drukkinn upp úr svefni. LEGO fyrir allan aldur “ Það er um margt að velja hjá Lego. Grunnöskjur í mörgum stærðum. Þær innihalda þessa venjulegu Lego-kubba og líka mikið af fylgihlutum, svo sem hurðir, glugga og hjól. Duplo-kubbarnir eru átta sinnum stærri, og sérstaklega ætlaðir yngstu börnunum. Þrátt fyrir stærðarmuninn er hægt að blanda Duplo- kubbunum saman við þessa venjulegu, og byggja úr öllu saman. í séröskjum eru kubbar ætlaðir tii þess að búa til eitthvað ákveóið, svo sem höfn, tunglferju eða flugvél. Nú er Profi það nýjasta í séröskju frá Lego. í Profí eru margar gerðir líkana af þekktum farartækjum, nýjum og gömlum. Profi er hvorttveggja í senn líkan og leikfang. Af þessu sést að leikföngin frá Lego eru fyrir stelpur og stráka á öllum aldri, allt-frá eins og hálts árs og upp úr, einnig fyrir foreldrana, sem tjölmargir finna óskipta ánægju í leik með börnum sínum. REYKJALUNDUR o m® Lífið er leikur meó LEGO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.