Morgunblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 Sverrir Hermannsson: Á GAGNVEGUM HERRA Erling Garðar Jónasson, oddviti Egilsstaðahrepps og for- maður stjórnar Sambands sveitar- félaga I Austurlandskjördæmi, skrifar undirrituðum til fyrir skemmstu í Timanum og Þjóðvilj- anum og fleiri blöðum og gleymir ekki að tíunda trúnaðarstöður sín- ar. Til þess hefir hann þeim mun ríkari ástæður, sem frægðarverk- in eru færri sem honum hefir auðnazt að vinna á öðrum víg- stöðvum félagsmála austur þar. Höfundar þessa greinarkorns biðu að visu mörg verkefni brýnni og umfram allt skemmti- legri en að elta ólar við skrif af þvi tagi sem gat að lita í grein herra Erlings Garðars Jónasson- ar, oddvita Egilsstaðahrepps og formanns stjórnar Sambands sveitarfélaga i Austurlandskjör- dæmi. Enda vandséð að bæti stöð- una í orkumálum Austurlands að karpa við herra Erling Garðar Jónasson, oddvita Egilsstaða- hrepps og formann stjórnar Sam- bands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi. A hinn bóginn er erfitt að sitja þegjandi undir þeim rangfærsl- um og áburði sem þessi annars tætingslega grein er full af. Þess vegna er rétt að rifja upp nokkur afskipti mín af orkumálum Aust- urlands eftir að ég gerðist alþing- ismaður kjördæmisins. • Árið 1973 fékk ég leyfi þing- flokks Sjálfstæðisflokksins að ráða sérfræðing til að safna gögn- um og undirbúa tillögu til þings- ályktunar um Fljótsdalsvirkjun o.fl. Bar ég þessa tillögu fram eftir áramótin 1973—1974. Tillag- an hljóðaði á þessa leið: Tillaga til þingsályktunar um beizlu orku og orkusölu á Austur- landi. Flm.: Sverrir Hermannsson. Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að hlutast til um: 1. að lokið verði hið fyrsta rann- sókn á byggingu Fljótsdalsvirkj- unar (1. áfanga Austurlandsvirkj- unar). 2. að leitað verði eftir kaupanda að raforku með stóriðju staðsetta í Reyðarfirði fyrir augum, 3. að hraðað verði rannsóknum á hagkvæmni virkjana í Fjarðará og Geithellnaá. I greinargerð með tillögunni sagði: Astandið i orkumálum heimsins er nú með þeim hætti, að telja ma fullvíst, að orkuverð tvöfaldist a.m.k., ef ekki meira, og eftir- spurn eftir raforku til stóriðju vaxi mjög. Ber þvi brýna nauðsyn til að hraða öllum rannsóknum á orku- lindum okkar og möguleikum þeirra, ekki hvað sizt þeim, sem liklegastir eru til að gefa okkur kost á stórfelldri og hagkvæmri stóriðju hér á landi. 1 áætlun Orkustofnunar um for- rannsóknir á vatnsorku Islands frá þvi I ágúst 1969 er reiknað með þvi, að unnt sé að byggja orkuver austur I Fljótsdal með framleiðslugetu um 8000 Gwh/ári (8000 millj. kwh/ári) með þvi að veita þar saman vötnum, og við það mætti einnig auka orkufram- leiðslugetu Lagarfoss upp í 390 Gwh/ári, en þetta samsvarar rúm- lega helmingi orkuframleiðslu- getu allra stóránna á Suðurlandi, þeirri sem hagkvæm getur talizt (15.750 Gwh/ári). Vatnsorka annarra landshluta er ekki nema brot af þessu. í áætlun um stofnkostnað stór- virkjana á Suðurlandi og Austur- landi, sem Orkustofnun lét gera i jan. 1971, kemur i ljós, að verð- mismunurinn er hvergi marktæk- ur miðað við þær rannsóknir, sem þá lágu fyrir, að Austurlands- virkjun sízt dýrari en Suðurlands- virkjanir. Fyrsti áfangi Austurlandsvirkj- unar yrði Jökulsá í Fljótsdal með vatnsmiðlun á Eyjabökkum, þar sem Kelduá o.fl. smáám væri veitt i það miðlun, Samkvæmt áætlun Orkustofnunar frá þvi í des. 1971 væri hagkvæmasta stærð þeirrar virkjunar um 230—240 MW. Fyrst eftir að áætlun um Aust- urlandsvirkjun var lögð fram, komst verulegur skriður á rann- sóknir á þeim stöðum, sem nú virðist sem mikið hafi verið dreg- ið úr þeim og rannsóknir færzt yfir á aðra landshlutd, sem er mjög óæskileg þróun. Kostir Austurlandsvirkjunar eru mjög margir og því mikils- vert, að undirbúningsrannsókn- um þar verði hraðað eftir föng- um. Austurlandsvirkjun er i raun- inni eini stórvirkjanamöguleik- inn sambærilegur við Suðurland og er einnig mikilsverð til að skapa aukið jafnvægi i byggð landsins. Oheppilegt væri að nota Suðvesturlandsorkuna að mestu til stóriðju, þar sem hennar mun fyrr en seinna þörf til almennra nota á mestu þéttbýlissvæðum landsins. Auðvelt er að tengja Austur- landsvirkjun við raforkukerfi Suðvesturlands með byggðalinu um suðurströndina. Með tilliti til jarðfræði og náttúruhamfara er hún vel i sveit sett og gæti því aukið á orkuöryggi landsins. Veðrátta Austurlands er allt önnur en á Suðurlandi, þannig að sjaldgæft er, að lélegt vatnsár sé á báðum stöðum, svo að með slikri samtengingu gáetu virkjanir bætt hvor aðra upp. Jarðlög til mannvirkjagerðar við virkjun Jökulsár í Fljótsdal eru talin vel traust, og stöðvar- hússtæði liggur í miðri sveit með hagstæðum samgöngumöguleik- um við Egilsstaðaflugvöll og Reyðarfjörð sem höfn, en það er meira en hægt er að segja um virkjunarstæði inni á hálendi landsins. Isavandamál eru þar í lágmarki miðað við íslenzkar aðstæður. Stækkunarmöguleikar eru þar mjög miklir, og af samanburðar- kostnaðaráætlunum má sjá, að stofnkostnaður hvers áfanga er mjög hliðstæður, svo að fyrar fram fjárfestingar eru þar litlar sem engar. Vatnsmiðlun Fljótsdalsvirkjun- ar gerir Lagarfossvirkjun örugga með vatn allan ársins hring, einn- ig þó annar áfangi hennar væri byggður, svo að nýting og rekstur hennar væri í hámarki. Fiskræktarskilyrði í Lagarfljóti mundu batna vegna hins jafna rennslis, minni jökulaurs og minni flóðahættu, vegna þess að miðlúnarlónin draga mjög úr flóð- um. Landspjöll af völdum slíkrar stórvirkjunar eru í lágmarki. Að visu muni nokkuð af góðum sum- arafréttarlöndum Fljótsdælinga fara undir vatn I Eyjabakkalóni. Slíkt þyrfti auðvitað að bæta með Sverrir Hermannsson. uppgræðslu eða á annan hátt. Aft- ur á móti mundi rennsli Lagar- fljóts jafnast, og jafnvel þó að hinum stóránum yrði veitt yfir í Fljótsdal, er auðvelt að ganga þannig frá því, að rennsli Lagar- fljóts yrði ekki öllu meira en með- alágústrennsli þess, svo að lands- pjöll af þess völdum yrðu hverf- andi lítil. Viðvikjandi staðsetningu stór- iðju, sem nýtti þessa orku, virðist varla nokkur annar staður en Reyðarfjörður koma til greina. Ber þar margt til, og skal hér tilfært nokkuð það helzta. Reyðarfjörður er sá eini af Austfjörðum, sem er í góðu vega- sambandi við Fljótsdalshérað og þar með Egilstaðaflugvöll. Hérað- ið er mjög góður landbúnaðarbak- hjarl fyrir það þéttbýli, sem skap- aðist í kringum slika stóriðju. Nýi hrangvegurinn kemur til með að tryggja nokkuð öruggar vetrar- samgöngur við þéttbýli Suðvest- urlands. Hafnarskilyrði við Reyð- arfjörð eru ákjósanleg, hafis- hætta litil sem engin. Frá sjónar- miði samgangna er þvi Reyðar- fjörðúr með Egilstaði og Fljóts- dalshérað i bakgrunni mjög vel settur. Landrými er meira í Reyðar- firði en víðast hvar annars staðar á Austfjörðum, en slíkt er nauð- synlegt fyrir þéttbýlismyndunina. Einnig mundi háspennulinulögn frá Fljótsdal til Reyðarfjarðar vera ein sú stytzta, sem völ er á. Aðeins Breiðdalsvik og Vopna- fjörður geta keppt við Reyðar- fjörð um landrými, en flestar aðr- ar aðstæður á hinn bóginn Reyð- arfirði i vil. Hin nýju viðhorf í orkumálum heim^ins hafa gerbreytt viðhorf- unum íslenzku vatnsafli í vil. Var þó enginn í vafa um áður, að i þvi fælist mikill fjársjóður. Sterkar líkur benda til, að orkukaupend- ur séu nú auðfundnir erlendis. Þegar þeir koma til skjalanna, virðist engin áhætta þvi samfara að stofna til skulda erlendis og afla þann veg fjár til stórvirkj- ana. Eins og kunnugt er, er mikill orkuskortur á Austurlandi. Má ekkert út af bera til að vá sé ekki fyrir dyrum. Er skemmst að minnast neyðarástandsins, sem varð i Austur-Skaftafellssýslu, s.l. haust. Þegar Lagarfossvirkjun kemst i gagnið, mun vissulega úr rætast. En hún mun þegar verða fullnýtt, enda þótt hún skili full- um afköstum. Hins vegar kom i ljós I frosthörkunum s.l. haust, að hún mundi þá ekki hafa skilað nema 1/6—1/7 hluta orkuafkasta sinna, sökum vatnsskorts í Lagar- fljóti. Þess vegna er mjög mikil- vægt, að leitað verði annarra ráða þegar í stað til að tryggja raforku í landshlutanum. Forrannsóknir benda til, að hagkvæmt kunni að vera að virkja Fjarðará í Seyðis- firði og Geithellnaá. Þvi er lagt til, að rannsóknum á virkjun þeirra sé hraðað og orkuþörf landshlutans þannig fullnægt um hrið, eða þar til Fljótsdalsvirkjun kemst I gagnið, en i áætlunum um hana er gert ráð fyrir, að 10% orkunnar verði seld til almennrar notkunar, t.d. húsahitunar. Jafnhliða virkjunum verði að sjálfsögðu lokið samtengingu orkuveitusvæða landshlutans og línum til þeirra héraða, sem orku eiga að njóta frá þeim, svo sem Vopnafjarðar." Það er öllum kunnugt, að til- laga þessi hlaut litlar undirtektir og alls enga afgreiðslu á Alþingi undir vinstri stjórn. Var þess ekki að vænta, þar sem dregið var strax mjög úr rannsóknum á Orkumál Austurlands Arnar Herbertsson: „Góðu gömlu dagarnir". 1 Gallerí SUM er samsýning á ferðum þessa dagana. Þar sýna ein ósköp af ungmennum og sum- ir af hinum svokölluðu gömlu súmmurum verk sin: Magnús Tómasson draum um fjall, Jón Gunnar þrjú verk. Róska sýnir ljósmyndatækni, Tryggvi Ólafsson nokkrar myndir. Sigur- jón Jóhannsson er enn að fást við popp. Magnús Pálsson sýnir þrjá gipsklumpa með förum eftir þyrluhjól og Niels Hafsteinn ein- litar samklippur. Kristján Kristjánsson sýnir upplimingar, sem ég held, að sé það besta á þessari sýningu. Auk þessa er þarna svo ýmisleg dót, sem sýn- endur hljóta að álita myndlist, og þá mun þetta einkum og sér í lagi eiga að vera frumlegt, en þar held ég, að þessum ungu meisturum skjátlist heldur betur. Þessi sýn- ing er langt frá þvi að vera i hópi þeirra betri, sem sýndar hafa ver- ið í Galleri SUM. Það er eins og hér sé um samtíning að ræða, og satt að segja virðist gelgjuskeiðið ráða hér lögum og lofum. Það virðist forboðið að vita ofmikið eða sýna einhverja getu til að stunda myndlist. Föndur og fikt, sem á að vera endurnýjun á þeirri lístgrein, sem svo mjög blómstr- aði í byrjun aldarinnar og nefnd- Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON ist DADA, er það, sem helst er á boðstólum. Vita ekki þessir ungu menn, að fátt, ef nokkuð, er nýtt undir sólu. Hvað var Marcel Duchamp að gera árið 1916? Hvað var Hans Arp að fást við um 1919? Hvað var Man Rey að gera á þessum árum, og hvað var stór hópur manna að dunda við, t.d. i Þýska- landi á árunum milli 1920 og 1930? Hér tini ég aðeins til örfá dæmi, sem athuga má i þessu sam- bandi, en sé það gert, er ég hræddur um, að sú niðurstaða verði fengin, að dæmið hafi verið leyst fyrir löngu. Það er þvi tómt mál að halda því fram að um frumleika sé að ræða í þessum eftirhermuverkum. DADA hafði vissulega þýðingu á sinum tima. Hreyfingin rótaði upp i samtið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.