Morgunblaðið - 09.12.1976, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976
ERLENDUR JÓNSSON skrifar um nýútkomna bók eftir Þórarin Helgason...JÓHANN HJÁLMARSSON fjallar um bók G
bernskutíð
Þórarinn Helgason: eð er. Hér gegnir öðru máli. Hér
LEIKIR OG STÖRF. 174 bls. er á ferðinni góð bók sem manni
Alm. bókaf. Rvík 1976. finnst hefði getað orðið — ekki
Til þess eru endurminningar
„ritaðar að vera spegilmynd horf-
innar tíðar og má þá ekki draga
undan neitt eftir geðþótta." Þetta
eru orð Þórarins Helgasonar.
Betur að allir sjálfsævisögu-
ritarar færu eftir þessu. En það
er nú öðru nær.
Þetta eru bernskuminningar
heiman úr Landbroti frá „sfðustu
árum hinna rósömu tíma“ eins og
Þórbergur komst að orði um árin
fyrir fyrra strið. Höfundur rekur
endurminningar sínar frá þvi
hann man fyrst eftir sér, barnið,
þar til bernskuskeiðinu lýkur við
ferming. Þetta er persónuleg ævi-
saga fyrst og fremst, höfundur
segir mest frá sjálfum sér,
leikjum og störfum bernsku-
ráanna er ýtarlega lýst en nokkuð
þó sagt frá öðru fólki og störfum
þess. Þórarinn kynnir sig sem
greindan fræðimann, minnugan
aðeins góð heldur hreint og beint
ágæt ef hún hefði verið nokkru
fyllri og umfram allt líflegri.
Lakast í þessari bók þykir mér
það sem höfundur segir gagngert
frá sjálfum sér. Fyrstu minningar
hans sem barns eru ekkert merki-
legar. Bestar þykja mér hins
vegar lýsingar hans á mönnum og
málefnum eftir að hann tók að
stálpast og taka eftir. Frásagnir
hans af sundkennslu við frum-
stæð skilyrði eru t.d. athyglis-
verðar. Lýsing hans á kennslu Eli-
asar Bjarnasonar er merkileg.
Farskólarnir gömlu voru eins
konar háskólar. Sáralitlu var til
þeirra kostað. Þó hafa íslensk
börn likast til aldrei notið betri
kennslu en i sumum þeirra. Þeir
voru ekki „geymslur" heldur
fræðslustofnanir og strangar
kröfur til þeirra gerðar. Menn
eins og Elías Bjarnason lyftu
þeim á hærra svið.
Bðkmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
og athugulan. Og rithöfundur er
hann góður, skrifar islenskt mál
lipurlega og hnökralaust og segir
skipulega frá. Hins vegar sakna
ég í frásögn hans fjörs og tilþrifa.
Þórarinn kveðst hafa alist upp á
tiltölulega efnuðu heimili. Vera
má að grófleiki og harðbrák Iífs-
baráttunnar hafi af þeim sökum
komið minna við hann en önnur
börn i þá daga. Eða var lífið ekkí
hart þá — eins og það er raunar
enn? Skiptist ekki á von og von-
brigði — eins og alla tíð?
Minnumst Ævisögu síra Árna
sem gerist að hluta á sama tíma, í
öðrum landshluta að vísu. Hún er
að sönnu ýkt — í þágu listarinn-
ar! Mér virðist Þórarinn viðhafa
gagnstæða aðferð sem takmarkar
auðvitað að sama skapi listgildi
sögu hans: draga úr og þar með
veikja frásögn sína sem hefur þó
marga kosti til að bera að öðru
leyti. Þórarinn er svo orðhagur að
hann verður hvergi vændur um
að geta ekki sagt það sem hann
vildi sagt hafa. Ennfremur höfum
við orð hans fyrir því að hann
dragi ekki undan „eftir geð-
þótta“. Allt um það vantar bæði
lit og dýpt í sögu hans. En hér er
ekkert einsdæmi á ferð. Flestar
sjálfsævisögur eru með þessu
marki brenndar: segja gerla frá
hinu sjalfsagða en lýsa litt eða
ekki undir yfirborðið. Margar eru
ekki meira háttar en svo að óþarft
er að hafa orð á sliku, þær skortir
allt til að vera nokkurs virði hvort
Þórarinn fermdist eins og
önnur börn en neitaði að ganga til
altaris. „Ætlarðu að voga þér að
setja alla fjölskylduna út af sakra-
mentinu?" sagði systir hans þá.
Mjóu munaði að hann yrði að láta
undan en tókst þó að standa af sér
hriðina með hliðhollum stuðningi
frænda síns, auk eigin þrjósku.
Ymsum vinnubrögðum, sem
teljast til liðins tima, lýsir
Þórarinn allýtarlega. Hvort þær
lýsingar eru nógu nákvæmar til
að uppfylla kröfur þjóðháttafræð-
innar veit ég ekki, en vel má vera
að svo sé.
Þá segir Þórarinn sögu eina
sem hefði getað orðið að
mergjaðri draugasögu ef málið
hefði ekki upplýst: Hann vaknaði
um nætur við að maður svaf fyrir
framan hann í rúminu þar sem
hann átti einskis manns von. Loks
stundi hann þessu upp við móður
sína. „Þú hefðir betur sagt mér
þetta fyrr,“ sagði hún. „Það er
enginn annar en hann Bjarni
bróðir minn, sem sofið hefur hjá
þér. Hann er að vinna i strandinu
og kemur ekki heim fyrr en þú
ert sofnaður á kvöldin. Hann er
lika farinn á morgnana áður en
þú vaknar.“ Ef Þórarinn hefði
ekki komist svona að hinu sanna
hefði hann hlotið að telja þessa
reynslu sina til „dularfullra fyrir-
bæra“ og gefur sagan vísbending
um hvernig að minnsta kosti
sumar slíkar sögur hafa getað
myndast.
Að likum þetta: Þórarinn býður
upp á geðþekka samfylgd á þess-
um fyrsta áfanga lífsreisu sinnar.
Mig grunar að sú samfylgd hefði
orðið eftirminnilegri og skemmti-
legri ef hann hefði gefið skáld-
fáki sínum lausari tauminn; látið
eftir sér og lesendunum að kafa
ísmeygilegar ofan í minninga-
djúpið. Ég trúi vart öðru en þar
leynist eitthvað sem ekki hefur
komið upp á yfirborðið i þessari
bók.
Galdur máls
og stíls
Bökmenntlr
Guðmundur Gíslason Hagalfn:
EKKI FÆDDUR 1GÆR.
Séð, heyrt, lesið og lifað.
Almenna bókafélagið 1976.
Guðmundur Gislason Hagalín
kann galdur máls og stíls. I
nýjasta bindi ævisögu sinnar,
Ekki fæddur í gær, fer hann
víða á slíkum kostum að sam-
jöfnuð er aðeins að finna í þvi
besta sem hann hefur skrifað á
yngri árum. Ekki eru nema tvö
ár þangað til Hagalin verður
áttræður, en hann er síungur
og vökull. Ekki fæddur I gær er
til vitnis um að viss endurreisn
hefur átt sér stað á rithöfundar-
ferli Hagalins á siðustu árum.
Ég ætla að leyfa mér að segja
að hún hefjist með skáldsög-
unni Márusi á Valshamri og
meistara Jóni (1967), en með
þeirri bók held ég að Hagalfn
hafi sannað hve langt höfundur
Kristrúnar i Hamravík og fjöl-
margra smásagna sem eru með
þeim beztu sem samdar hafa
verið hérlendis á þessari öld
getur komist þegar hann beitir
kunnáttu sinni og hæfileikum.
í Stóð ég úti í tunglsljósi
(1973), því bindi ævisögunnar
sem Ekki fæddur I gær er beint
framhald af, er rómantískur
bjarmi æsku og athafna. Haga-
lin lýsir þar kynnum sinum og
huldumeyjarinnar Kristinar
Jónsdóttur, fögnuði ungs
manns sem sér drauma sina
rætast. Sú bók var likt og hill-
ing þótt þar væri líka stigið
niður á jörðina i lýsingum á
mönnum og málefnum. Ekki
fæddur f gær er aftur á móti
fjölbreyttari bók, þar sem gleði
og sársauki vegast á, sigrar og
ósigrar lífsins eru í æskilegu
jafnvægi. I henni fá grátur og
hlátur svipað rúm. Og lesand-
inn grætur og hlær með
höfundinum vegna óvenju-
legrar frásagnarlistar hans.
Verði framhald ævisögunnar
álíka þróttmikið og Stóð ég úti í
tnglsljósi og Ekki fæddur í gær
hefur Hagalin ekki aðeins
auðgað ísler.skar bókmenntir af
snjöllum ævisögum, heldur lagt
fram drjúgan skerf til
heimildakönnunar samtíma
síns. Það sem mest er um vert
er að þessar bækur skýra verk
han sjálfs og afstöðu með
gleggri hætti en öðrum er unnt.
Ekki fæddur í gær sýnir að
Hagalín getur nú af meiri hóf-
semi og menningarlegri yfirsýn
en nokkru sinni áður litið yfir
farinn veg. Andstæðingum
hans í stjórnmálum og
háværustu gagnrýnendum
skáldskapar hans ætti nú að
vera ljóst að mannkostir og
heilindi hafa löngum skipt
mestu hjá Hagalín. Hann var
lika ótrúlega snemma mótaður
maður sem vissi hvert stefna
skyldi.
Leiðsögn Sigurðar Nordals
hefur jafnan verið Hagalín
mikils virði. Frá fyrstu kynnum
þeirra er sagt í Ekki fæddur i
gær. Þegar Nordal sýnir Haga-
lín þann trúnað að lána honum
aðra próförk ritgerðar sinnar
Samhengið í íslenzkum bók-
menntum liggur við að Hagalin
verði hrærður og hann er ekki
kominn langt heimleiðis með
þennan feng þegar hann tekur
„að hlaupa við fót af gleði og
eftirvæntingu". Á öðrum stað
er sagt frá því hvernig Hagalín
brást við eftir að hafa rætt við
Nordal um skáldskap og
menningu og heyrt þau
ályktunarorð hans sem eru
grundvöllur ritgerðarinnar
frægu:
„Orð Nordals vöktu mér bein-
línis fögnuð. Það var sem þau
vökvuðu og nærðu þann þjóð-
lega menningarmetnað, sem
hjá mér hafði þróazt frá barn-
æsku. Og hvort sem við töluð-
um saman lengur eða skemur,
hvort sem ég spurði hann
margs og hann svaraði, þá er
það víst, að frá honum fór ég
svo glaður, að við lá, að mig
langaði til að valhoppa eða
snúast hring eftir hring I aug-
sýn allra, sem um götuna áttu
leið, og vildi ég vissulega óska
þess, að það unga fólk, sem nú
getur ekki fundið lífi sinu
jákvæðan tilgang, mætti fá að
njóta ámóta lífsfyllingar og ég
naut að þessu sinni — og hef
raunar notið alloft siðar á æv-
inni...“
Samhengið í íslenzkum bók-
menntum var ritgerð sem gat
ekki komið Hagalin mikið á
óvart sé það haft I huga sem
hann sjálfur var búinn að
skrifa um bókmenntir í Austur-
land á Seyðisfirði. Hann kemst
snemma að líkri niðurstöðu og
Nordal. I 30. tölublaði Austur-
lands skrifaði hanrt grein um
Svartar fjaðrir eftir Davið
Stefánsson, Söngva förumanns-
ins eftir Stefán frá Hvítadal og
Kaldavermsl Jakobs Smára.
Inngangur greinarinnar er svar
við grein sem birtist I Tímanum
og nefnist Þjóðleg menning og
alþýðukveðskapur. „Þar ræðst
ég gegn því músarholusjónar-
miði“, segir Hagalin, „að það sé
bráðskaðlegt þjóðlegri
menningu Islendinga, að skáld-
in sæki áhrif um efni og form
til erlendra þjóða“. Hagalín
segir I innganginum:
„Sóttu þeir ekki bókmenta-
stefnu sína til útlanda Bjarni
og Jónas, Bjarni til rómantisku
stefnunnar yfirleitt og
latneskra skálda og Jónas
sömuleiðis? Eða ætli Svein-
björn Egilsson hafi ekki lært af
fornskáldunum grísku, Bene-
dikt sonur hans einnig, sam-
hliða því, sem hann drakk i sig
anda rómantísku skáldanna?
Hve mikið ætli Matthías og
Steingrimur hafi lært af
útlendum höfundum, sænsk-
um, enskum, þýzkum o.s.frv.,
eða Hafstein og Gestur Pálsson
af realistum? Hafa þessir menn
þá stuðlað að því að koma
islenzku þjóðerni fyrir kattar-
nef? Ég hef aldrei heyrt þeim
brugðið um það.“
Hagalin ver unga höfunda
með oddi og egg í Austurlandi,
en um menningararfinn og
varðveislu hans er hann lika
hiklaus í afstöðu sinni. Þjóð-
lega íhaldssemi Nordals I
menningarmálum virðist hann
snemma hafa tileinkað sér og
Siðan eflist hún með lestri
Samhengisins í íslenzkum bók-
menntum. Ritgerð Nordals er
að vísu þess eðlis að hana má
túlka á ýmsa-vegu og því hefur
brugðið við I menningarskrif-
um Hagalíns að hann legði
meiri áherslu á það sem snýr að
GUÐMUNDUR GlSLASON
HAGALlN
eftir JOHANN
HJÁLMARSSON
menningararfinum hjá Nordal
og hafi síður gætt þess sem sagt
er um æskileg erlend áhrif. Ég
held að hann hafi stundum ver-
ið of fljótur á sér að kenna
sumt sem gagnlegt hefur verið
þróun islenskra bókmennta við
tísku og nýjungagirni, en svo
hefur hann líka verið allra
manna frjálslyndastur og við-
sýnni þegar hann hefur fundið
í nýjum verkum upprunalegan
tón. Ég er viss um að skrif hans
um bókmenntir hafa yfirleitt
verið hvetjandi og eru enn.
Hagalín talar í Austurlandi
um „asklokviðsýni Islendinga",
en þá er hann að verja islenska
rithöfunda sem skrifuðu á
dönsku og fengu kaldar
kveðjur I Timanum. Um leið
vikur hann að kjörum íslenskra
rithöfunda og segir af þunga:
„Fyrir öldum er það viður-
kennt, að eftir þvi sem andans
maðurinn getur gefið sig heilli
við störfum sínum eftir þvi
verða listaverkin heilsteyptari
og stórfenglegri. Er svo með öll
störf andleg sem verkleg, að
þau verða síður unnin svo vel
sé, ef menn þurfa að hafa þau I
hjáverkum". Um hið þrönga
sjónarmið tslendinga í
menningarmálum segir lika ein
setning I Ekki fæddur i gær
mikið. Hagalin lýsir þvi hve
hann var miður sín þegar hann
frétti lát vinar sins, Jóhanns
Jónssonar, en það var árið
1932: „Á næsta ári drap
íslenzkt vanmat og tómlæti
annað snilldarskáld, Stefán frá
Hvitadal". Frá kynnum
Hagalins og skáldbræðra hans
er I senn sagt af skilnigi og I
gamansömum anda um ýmis-
legt skringilegt í fari þeirra.
Auk þeirra Jóhanns og Stefáns
er m.a. getið Daviðs Stefáns-
sonar, Tómasar Guðmundsson-
ar, Halldórs Laxness og Þór-
bergs Þórðarsonar. Þessar
myndir þótt smágerðar séu
sumar eru þakkarverðar
menningarsögulegar heimildir.
Einum höfundi sem fékk svo
sannarlega að kenna á islensku
vanmati er ítarlega lýst I Ekki
fæddur í gær. Það er Sigfús
Sigfússon, oftast nefndur þjóð-
sagnasafnari. Það er kostuleg
lýsing á manni sem hefur verið
heiðvirður, vinur vina sinna.
Fleira fólk á Seyðisfirði frá
tímabilinu 1920—23 kemur við
sögu þvi að það eru ekki
eingöngu rithöfundar og
menningarfrömuðir sem fá
rúm í Ekki fæddur í gær. Kríst-
ján Kristjánsson læknir varð
snemma góðvinur Hagalins og
réði honum heilt í mörgum mál-
um. Á blöðum Ekki fæddur í
gær stigur hann fram sem ákaf-
lega heilsteyptur maður og
greandur. Ég veit að fáa hefur
Hagalín metið meira en
Kristján, enda tekst honuin aó
draga upp sannfærandi mynd
af mannkostum hans.
Seyðfirðingar hafa verið sóma-
fólk og þar hefur verið einstak-
lega menningarlegt andrúms-
loft. Hagalin ber að visu
templurum ekki vel söguna,
einkum hnýtir hann i séra
Björn á Dvergasteini, en
minning hans mun seint firnast
þvi að hann fór aðrar leiðir en
samferðamenn hans og slíkum
mönnum eru menn annað hvort
með eða móti.
Mest skemmtun er að lesa þá
kafla í Ekki fæddur I gær þar
sem Hagalín fæst við eftirlætis
viðfangsefni sitt: sérstætt fólk I
ætt við náttúru landsins. Stór-