Morgunblaðið - 09.12.1976, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976
15
URVALSBÆKUR
Bók er
bezta gjöfin
Óskar Aðalsteinn
Vökuljóð
fyrir alla
Óskar Aðalsteinn er svo kunnur
og vinsæll höfundur, að kynn-
ingar er ekki þörf hér. Hann
hefur um 30 ára skeið, sent frá
sér 16 bækur, sem allar hafa
fengið ágætar viðtökur.
Þessi litla snotra bók er samt
frumraun hans í Ijóðagerð og
væntanlega er mörgum lesend-
um forvitni á, að vita hvernig
honum tekst, á þeim vettvangi.
. 11 *’
VÖKU-
UÓÐ
flfrir ( iUu
JÓNAS
ARNASON
VETURNÚTTA
KYRRUR
Mörg eru
geð guma
eftir
Ágúst Vigfússon
Fólk er oftast viðfangsefni
Ágústar, en hugstæðastar eru
honum þær persónur, sem
orðið hafa utangarðs eða fara
ekki alfaraleiðir. Honum er
einkar lagið að skyggnast undir
yfirborðið, finna að oft búa
sterkar tilfinningar og slær heitt
hjarta í tötrum klæddum lík-
ama, undir hrjúfu yfirborði.
Um allt þetta er fjallað af skiln-
ingi og samúð og það er von
okkar, að þessi yfirlætislausa
bók verði öllum til ánægju er
hana eignast og lesa.
ÁGÚST VfSFÚSSON
Jónas Árnason
Veturnótta kyrrur
Bók sem allir ungir sem aldnir,
geta notið og ættu að eignast.
Þar fer saman frábær stilsnilld,
frásagnargleði, sem fáum er
gefin og hæfni Jónasar til að
skyggnast undir yfirborðið er
óviðjafnanleg. Honum verður
að söguefni margt sem öðrum
sést yfir og tekst að færa í
búning sem verk hans öll bera
vitni.
Bækur hans hafa jafnan horfið
eins og dögg fyrir sólu og um
vinsældir leikrita hans og Ijóða
þarf ekki að fjölyrða.
MÖRG ERTJ GEÐ GtJMA
SAGT FRÁ SAMTfÐARMÖNNUK
í björtu báli
Guðmundur Karlsson
skráði
Þessi bók lýsir mesta eldsvoða,
sem orðið hefur á íslandi, þá
örlaganótt 25. apríl 1915,
þegar mikill hluti miðbæjar
Reykjavíkur brann og eftir
stóðu gapandi rústir.
Höfundurinn, Guðmundur
Karlsson, er gagnkunnugur
þessum hrikalega atburði,
enda faðir hans varaslökkviliðs-
stjóri um langt skeið
Myndir eru 65, Ijósmyndir af
húsum, eldsvoðanum og
mönnum sem koma við sögu
auk teikninga eftir Baltasar
Allir þeir sem hafa áhuga á
sögu Reykjavíkur, þurfa að
eignast þessa bók
íslendingar
í Vesturheimi
eftir
Þorstein Matthíasson
Sú staðreynd, að þjóðarbrot,
norðan úr Dumbshafi, skuli I
milljónahafinu hafa haldið eðli
sinu og tungu ( heila öld, vekur
i senn stolt og furðu. Vissulega
er okkur skylt að minnast
afmælisins og þessi bók er lítið
framlag í þá veru.
Lesandinn verður nokkru
fróðari um alla þá erfiðleika
sem við var að striða og feril
landnemanna til þessa dags.
Myndin skýrist og verulega
vegna fjölda mynda sem hér
ÍSLENDINGAR
í VESTURHEIMI
land og fólk
sérflokk
Poseidon sfysið
Isadora
(Fear of flying) Bók sem ekki á hliðstæðu á íslensku.
Hefur verið þýdd um víða veröld og hvarvetna hlotið
frábæra dóma. Söguhetjan á sér draum um hið full-
komna frelsi, en andinn er reiðubúinn en holdið veikt og
baráttan við ástríðurnar verður henni erfið. Erica Jong,
höfundur bókarinnar, notar enga tæpitungu og segir
undanbragðalaust frá kynnum sínum af karlmönnum.
Erlendir ritdómarar telja bókina bera af öllu sem skrifað
hefur verið um þessi efni.
„Hin frjálslegasta, unaðslegasta, æsilegasta og losta-
fyllsta saga sem skrifuð hefur verið (John Updike).
Leiftrandi kynæsandi hugarflug, (New York Times) Ákaf-
lega ánægjuleg, algerlega hömlulaus. (Henry Miller).
Þetta er bók sem margir hafa beðið eftir og vilja eignast.
Erica Jong
Sýningarstúlkan
LJENISE ROBINS
INGAR
STÚIKAN
eftir Denise
Robins
Denise Robins er vafalaust
mest lesni ástarsöguhöf-
undur nútímans. Bækur
hennar eru engin velgju-
leg vella, alltaf skemmti-
legar, spennandi og geð-
felldar. Reynslan hefur og
sýnt að þær konur sem
einu sinni lesa bók eftir
Denise, eru ekki ánægðar
fyrr en þær hafa fengið þá
næstu.
Af mörgum ágætum bókum
rT\ *
Paul Callico, er þessi lang-
frægust og hefur verið kvik-
mynduð (sýnd hér í Nýja bíó)
Hér segir frá furðulegu sjóslysi,
er einu stærsta farþegaskipi
veraldar, hvolfir fyrirvaralaust.
Ringulreiðin er ólýsanleg, þar
sem allt er nú upp það sem
niður var. 1 5 farþegar samein-
ast um að reyna að bjarga lifi
sínu og erfiðleikar þeirra reyn-
ast ótrúlegir. Hópurinn er ærið
sundurleitur: Afreksmenn
ruddar, gleðikonur, fyllibyttur,
að ógleymdum eldhuganum,
prestinum sem stjórnaði hópn-
um. Öll er bókin stórkostlegt
ævintýri og hörkuspennandi frá
upphafi til enda Bók ársins í
þessum dúr.
Sven Hazel:
S.S. Foringinn
Bækur Hazels hafa verið þýddar á 100 tungumál og
seldar í yfir 35 milljónum eintaka. Hann er án efa
fremstur stríðsbókahöfunda fyrr og síðar. Hann hefur
sjálfur barist á öllum þeim vigstöðvum sem hann skrifar
um og þekkir þvi hlutina af eigin raun. Nú er verið að
kvikmynda Hersveit hinna fordæmdu og það eru ekki
minni menn en Omar Sharif og Anthony Quinn sem leika
þar aðalhlutverk. Persónur Hazels eru óborganlegar og
hver man ekki, Porta, Lilla, Gamlingja, Legionerinn,
Heide og marga fleiri
íslensku þýðingarnar hafa allar selst upp á skömmum
tíma, svo vissara er að draga ekki að ná i þessa nýju bók.
Bók er bezta gjöfin — Ægisútgáfan