Morgunblaðið - 09.12.1976, Side 18

Morgunblaðið - 09.12.1976, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 Ad f ullnægia réttlætinu • SEPTEMBERNÓTT eina ár- ið 1973 var lögregla kvödd á heimili Barböru Gibbons i þorp- inu Canaan í Conn^cticut i Bandaríkjunum. Barbara Gibbons sem var líðlega fimmtug kona, með afbrigðum drykkfeld, og hafði aldrei gifzt, hafði verið stungin til bana og lögreglumenn handtóku umsvifalítið taugaóstyrkt ung- menni sem kvaðst hafa fundið líkið. Sá var Peter Reilly, sonur Barböru, rétt innan við tvítugt. Drengurinn sem aldrei hafði kynnzt föður sínum var óðfús að gera lögreglunni til hæfis, en var ónákvæmur í frásögn sínni og lýsingar hans sérkenni- legar. Eftir að hann hafði verið yfírheyrður linnulaust i tuttugu og fimm klukkustundir féllst hann á skoðun lögreglunnar og „játaði" morðið á móður sinni. Enda þótt hann drægi síðar játningu sína til baka komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hann hefðí gerzt sekur um manndráp. En fæstir sem þekktu unga manninn, sem hafði orð fyrir að vera feiminn og hljóðlátur ungur maður, trúðu því að hann væri sekur. Vinir og nágrannar gripu nú til sinna ráða og skipulögðu sér- staka varnarnefnd honum til aðstoðar. Joan Barthel rit- höfundur sem bjó skammt frá, varð sannfærð um sakleysi hans, sagði sögu hans í New York Times og skrifaði síðan bók um málið Margir urðu til að leggja fram fé piltinum til aðstoðar, og liðsinni á ýmsan hátt og má þar nefna Arthur Miller, leikritaskáldið fræga, leikstjórann Mike Nichols og William Styron rithöfundur. Komust þessir aðilar að þeirri niðurstöðu að játning Reillys væri ekki marktæk. í síðustu viku, eða um þremur árum eftir að atburður- inn gerðist, var málið dómtekið á ný og ákæran á hendur Reilly var látin falla niður eftir að það Miller og Reilly koma úr réttarsalnum eftir að sá úrskurður var kveðinn upp að ákæra á hendur honum væri niður felld. hafði komið fram að mikilvæg- um vitnisburði hafði verið haldið leyndum við fyrri réttar- höld. Verjendur Reillys höfðu stað- hæft að hann hefði farið af kirkjusamkomu klukkan 9.40 kvöldið sem morðið var framið, og síðan komið heim til vina sinna kl. 9.50 eftir að hafa komið að líki móður sinnar. Hann beið og lögreglunnar úti fyrir heimili sinu klukkan 10.02. Engir blóðblettir fund- ust á honum og þótti það furðulegt í meira lagi, þar sem aðförin að Barböru Gbbons hafði verið meira lagi ofsaleg svo að með ólíkindum þótti að ekki skyldu einhver merki finn- ast á piltinum ef hann hafði framið verknaðinn. Eftir að pilturinn var sak- felldur tók Arthur Miller og fleiri síðan til óspilltra málanna að finna fleiri veika hlekki í máli sækjandans i málinu og árangurinn varð sá að ný rannsókn var fyrirskipuð í málinu. Þá kom meðal annars fram að slökkviliðsmaður einn og kona hans höfðu séð Reilly í miðbæ Canaans um kl. 9.40 og skýrt lögreglunni frá því en þrátt fyrir það að þau óskuðu eftir að fá að styðja framburð Reillys eftir að hann hafði dreg- ið játningu sína til baka, kom þessi vitnisburður ekki fram í fyrri réttarhöldum. Lögfræðingur Reillys segir skýringuna vera þá að Reilly hafði legið vel við höggi. Hann hafi verið einn í heiminum og það hafi verið auðveld lausn og hagkvæm að reyna að koma glæpnum á hann til að losna við óþægindi og ítarlegri rannsókn. Séra Sveinbjörn í Hruna sextugur -----„glaður og reifur skyli gumna hver“------ Fátt er meiri guðs gjöf en góð og glöð lund. Þó mætti nefna drenglyndi á undan. En þegar þetta fer saman er næsta víst að gæfumaður er á ferð. Það sannast líka á vini mínum, séra Svein- birni Sveinbjörnssyni, prófasti í Hruna, sem á sextugsafmæli í dag. Engan þekki ég glaðari og reifari, hvenær og hvar sem hann hittist, og fáa meiri gæfumenn. Af líkum má ráða að það láti slíkum manni vel að flytja fagnaðarboðskap, enda gerir hann það af fúsleik og kreddu- laust. Gleði, bjartsýni, æðruleysi og traust. á tilverunni stafar frá persónugerð hans og máli, í kirkju og utan, með þeirri ein- lægni, sem grípur hjörtu sam- ferðamannanna og hleður þau bjartsýni I lifsbaráttunni. Þótt ræður geti verið góðar verður „ritning hol og dauð, ef hjartað les ekki í málið,“ eða með öðrum orðum, ef hugur fylgir ekki máli, ef verkin tala ekki * Einar Agústsson á NATO-fund i Briissel EINAR Agústsson utanrlkisráð- herra fór I —7^ utan tj, oeigíu, þar setn hann oiun sitja utanríkisráðherrafund Atlants- hafsbandalagsins I höfuðstöðvum bandalagsins I Brússel. Með Ein- ari fer Hörður Helgason skrif- stofustjóri utanrfkisráðuneytis- ins, en þeir munu sitja fundinn ásamt Tómasi Tómassyirt, sendi- herra Islands hjá Atlantshafs- bandalaginu. með. Séra Sveinbjörn er svo lán- samur að eiga í fari sínu þann tón, sem ekki verður skýrt skilgreind- ur en gerir þó gæfumuninn í þessu sambandi. Eitthvað mun sá tónn eiga skylt við hjartalagið, sem Jesú frá Nazaret lagði þyngstu áhersluna á. Það bregst ekki að maður hlakkar til að hitta hjónin I Hruna, séra Sveinbjörn og frú Ölmu Ásbjörnsdóttur, en hún skipar hverja sveit, og hvaða salarkynni sem væru, með höfðingsbrag. Sama alúðin ein- kennir þau bæði, sama frjálslynd- ið og glaðværðin, sama gestrisnin er báðum í blóð borin. Ég á bágt með að hugsa mér Hruna án þess- ara elskulegu hjóna, og barna þeirra, og heimilisbragsins þar. Þessar fáu linur áttu aðeins að vera persónuleg kveðja frá mér og konu minni með einlægum árnaðaróskum. Enn er of snemmt, sem betur fer, að setja saman æviatriðaskrá prófastsins i Hruna með tilheyrandi ártölum og upptalningu. Hér læt ég því nægja, að drepa á að séra Svein- björn, bekkjarbróðir minn í eina tíð, er Eyfellingur að ætt og uppruna, hefur verið sóknar- prestur í Hruna sfð- nann tók Yigsiu arið 1944 og jafnframt búið þar stundum stórbúi. En hvað sem öllum opinberum trúnaðar- störfum líður, er mest vert um þann trúnað og traust, sem hann, og þau hjónin, hafa áunnið sér í hugum sóknarbarna sinna og ann- arra, sem hafa kynnst þeim á lífs- leiðinni. Þeir hugir stefna til Hruna i dag. Emil Björnsson. Góð aflabrögð Áttræðisafmæli: GÆFTIR ( nóvember voru frem- ur góðar hjð Vestfjarðabátum og dágóður afli, bæði á llnu og I botnvörpu. Barst meiri afli á land I öllum verstöðvunum en á sama tfma I fyrra. Þetta kemur fram I yfirliti frá Jóni Páli Halldórssyni á tsafirði, sem Mbl. hefur borizt. Heildaraflinn i mánuðinum var 5.477 lestir, en var 4.090 lestir I fyrra. Afli línubáta var 2.149 lest- ir í 414 róðrum eða 5,2 lestir að meðaltali i róðri. 1 fyrra var línu- aflinn aftur á móti 1.334 lestir í nóvember í 338 róðrum eða 4,0 lestir að meðaltali i róðri. Það telst til tíðinda, að nú var nær eingöngu beitt loðnu, sem veidd var út af Vestfjörðum, og fékkst vænni fiskur á loónuna, en þegar beitt var smokkfiski. I nóvember stunduðu 32 bátar (31) bolfiskveiðar frá Vestfjörð- um, réru 23 (22) með línu, en 9 (9) stunduðu togveiðar. Aflahæsti línubáturinn í mán- uðinum var Orri frá Isafirði með 142.9 lestir I 24 róðrum, en í fyrra var Vestri frá Patreksfirði afla- hæstur með 93,6 lestir í 18 róðr- um. Af togbátunum var Bessi frá Súðavik aflahæstur með 429,8 lestir, en i fyrra var Guðbjörg frá Isafirði aflahæst í nóvember með 446.9 lestir. María Árnadóttir Lambhaga í Hrísey I dag er hún María frænka mín 80 ára. — Timinn flýgur áfram. Mér finnst eins og það hefi verið í gær, er ég lít yfir liðinn tíma og iæt hugann reika til æskuáranna, heima í Hrisey. Þá var frænka min húsmóðir í Lambhaga. Maður hennar, Jón Valdemarsson, var þá útgerðarmaður og formaður á bát og margt manna var i heimili i Lambhaga. Frænka var ^ ®YrCaIiaus á þeim árum og starfið var fjölbreytt. Hún hugsaði um börn og bú á meðan maður henn- ar var á sjónum. Hún mjólkaði kýr og hirti hey, hugsaði um kind- ur og hænsni og gerði allt sem gera þurfti. Heimili þeirra frænku og Nont a var mjög smekklegt og aðlaðandi. Oft hefi ég undrast síðan þá, hvíliku afreki ein kona gat afkastað. Aldrei heyrði ég minnst á það — það kannske tilheyrði að vinna baki brotnu frá morgni til kvölds og kvíða ekki komu næsta dags — og alltaf var frænka kát og hress, þrátt fyrir allt erfiðið sem hún gerði svo sem ekkert úr. Kannski gaf þetta lífinu gildi að þjónusta aðra og fórna kröftum sínum öðr- um til gagns og gleði. — Fyrir- gefðu frænka mín, en ekki var það ætlun mfn að gera þig að afrekskonn pú þð varst heldur var tilgangurinn með þess- um fáu orðum að senda þér kveðju og þakkir fyrir allt, sem þú hefir fyrir mig gjört og fjöl- skyldu mína á lifsleið þinni. Allt frá því ég var litill angi og þú varst að hjálpa systur þinni, mömmu minni, með þvi að bæta mér við þitt stóra heimili og hafa mig um tíma i fóstri. Ég minnist þess lfka hve kært var alltaf á milli ykkar systranna. 1 dag ertu, sem sagt, orðin 80 ára. — Ég óska þér hjartanlega til hamingju með daginn og ennfremur óska ég ykk- ur Nonna hjartanlegá íii ham- ingju með gullbrúðkaupsdaginn. Ég bið þess I mínu nafni og fjöl- skyldu minnar að sá sem öllu ræð- ur, stýrir og stjórnar og hefir leitt þig og gefið þér styrk, megi halda þvi áfram enn - ..... i4iii Mnn. Guð blessi þig, frænka min, á þessum merkisdegi lffs þíns. Árni Garðar Marfa og Jón eru nú til heimilis að Gilsbakkavegi 11 —Akureyrri. Loftleidin opin Siglfirðingum Siglufirðí 7. drs. FROST og funi, segjum við I dag, kalt úti en heitt í hjörtum eins og gengur. En illa gengur að ýta í Mánárskriðunum, því mokstus- tækið ku vera statt einhvers stað- ar í afdölum Eyjafjarðar. Annars er sæmilega bflfært um-götur, bú- ið að moka þær, en Vt metra djúp- ur snjór var fallinn i bænum. Einu samgöngur okkar héðan og hingað eru nú um loftin blá og rétt i-þessu var Vængjavél að fara í loftið, önnur ferðin í dag. m.j.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.