Morgunblaðið - 09.12.1976, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976
21
Jólablað Æskunnar
BLAÐINU hefur borist
jólablað Æskunnar, sem er
100 síður að stærð.
Efni þess er m.a.:
Jesús og jólin, eftir séra Sigfús
J. Árnason, Tvö ljóð eftir fyrsta
ritstjóra Æskunnar, Sig. Júl.
Jóhannesson, Lappi og Gráfeldur,
saga eftir Selmu Lagerlöf, Börnin
biða eftir fljúgandi jólasveini,
Saga jólatrésins, Óvæntur jóla-
gestur, eftir Eirík Sigurðsson,
Jólatréð úr tré, eftir Gunnar
Gunnarsson, Jólastjarnan, Fyrstu
sporin, eftir Sigurð H. Þorsteins-
son, Sólarlag, eftir Sigurð Draum-
land, Sólskinsdagar í Svíþjóð, eft-
ir Svein Sæmundsson, Tvær latn-
eskar bænir, eftir Benedikt Guð-
mundsson, Tengslin skipta máli,
ævintýri, Vestmannaeyjar, eftir
Magnús H. Magnússon, Myndin
morgunbjarta, eftir prófessor
Richard Beck, Bardagi við úlfa á
jólanótt, saga, Sá yðar sem ...
saga eftir Einar Loga Einarsson,
Fyrsta sund manns yfir Ermar-
sund, Jólagaman, ljóð eftir
Jóhönnu Brynjólfsdóttur, Jóla-
kvöld í stjörnukoti, ævintýri,
Verðlaunaferð Æskunnar og
Flugleiða 1977. Hvað veistu um
Bandarlkin, eftir Svein
Sæmundsson, Lincoln og sonur
hans Tad, Andrés önd og litlu
strákarnir, Neskirkja í Aðaldal,
Walt Disney — faðir Mikka mús-
ar og Andrésar andar, Risinn
Litlistóri, ævintýri, Prinsessan á
Glerfjalli, ævintýri, Með á nótun-
um, þáttur um hljómplötur og
hljómsveitir, Heimilið, þáttur fyr-
ir mömmu, Frá Unglinga-
reglunni, Lassle og sveitastrákur-
inn Jaff og Hvað segjaþeir?
Ritstjóri er Grímur Engilberts,
en hann hefur verið ritstjóri
blaðsins í 20 ár.
„Svanasöngur”, ný bók
eftír Bjöm J. Blöndal
NÝ bók, „Svanasöngur", er komin
út eftir Björn J. Blöndal. Er það
ellefta bók höfundar.
„Hér fléttar höfundur saman
náttúruskoðun, þjóðsögum og
veiðisögum," segir á kápu-
siðu.„Hann lýsir fegurð ánna,
gæðum þeirra, minnist félaga
sinna og vina, segir af þeim sér-
stæðar og framúrskarandi
skemmtilegar sögur. Björn J.
Blöndal fléttar saman sögum og
sögnum í skáldrænni frásögn".
Bókin er 179 bls. að stærð. Ut-
gefandi er Setberg.
Björn J. Blöndal.
Undir fölsku
flaggi-ný bók
frá Leiftri
BÓKAUTGAFAN Leiftur hefur
sent frá sér bókina „Undir fölsku
flaggi" eftir Louise Hoffman i
þýðingu Hersteins Pálssonar. Á
kápusiðu segir um höfundinn að
hann sé af þýzkum ættum eins og
eftirnafnið gefi til kynna, en
Louise fæddist á Irlandi, hlaut
þar uppeldi sitt og hefur búið þar
lengstum. Irland og örlög fólksins
þar hafa alltaf verið helzta yrkis-
efni hennar og þvi hafa bækur
hennar notið sérstakra vinsælda
þar, en annars njóta bækur henn-
ar mikilla vinsælda meðal ungra
stúlkna á Bretlandseyjum og víð-
ar.
Bókin er prentuð I Leiftri. Hún
er 208 bls.
Frétt til að
skopast að
skáldum?
EINHVERN tíma í nóvember gat
að líta í Morgunblaðinu frásögn
af komu Spánverja — Padró trúi
ég hann héti — hingað til lands.
Hann var hér á ferðinni að þreifa
fyrir sér um þýðingar íslenzkra
ljóða á spænska tungu, og hafði
ákveðið að þýða nálega 170 ljóð,
að mig minnir, eftir nokkuð á
annan tug ágætra skálda. Þá hafði
þýðarinn spænski rætt við skáldin
og glöggvað sig á helztu æviatrið-
um þeirra. — Á útmánuðum ætl-
ar hann að skreppa hingað upp,
væntanlega til þess að reka smiðs-
höggið á þýðinguna, sem skal á
þrykk út ganga i júníbyrjun
næsta sumar. (Þess má geta að
Magnús Ásgeirsson þýddi nálega
hálft fjórða hundrað kvæða, og
var það ævistarf hans.) Og hvað
var nú atarna? Var þetta ekki
einhver „Lúsoddafrétt" til að
skopast að skáldum? Padró hefur
hug á fyrirgreiðslu hja mennta-
málaráðuneytinu islenzka, til þess
að geta helgað sig verkefninu
óskiptur — þessa sex mánuði. Það
kom fram i biaðinu. (Eitt kvæði á
dag, og vinna á sunndögum!) Og
ekkert hefur mér vitanlega verið
borið til baka. Þegir nú hver
þunnu hljóði. Kannski er mis-
skilningur á ferð. Kannski hefur
þessi mikilhæfi maður notað ævi-
daga sína til þess að búa sig undir
þýðingu íslenzkra ljóða? Það
skýrist væntanlega í sumar. Við
sjáum hvað setur.
Baldur Óskarsson.
Aths. Fréttin um þýðingastarf
Padrós er að sjálfsögðu komin frá
honum sjálfum, enda var hann
hér á ferð. Padró er i hópi þekkt-
ari ungra skálda á spænska tungu
og hefur m.a. verið þýddur á
sænsku af Artur Lundkvist, sem
íslenzkir bókmenntaunnendur
þekkja. En að sjálfsögðu er Mbl.
ekki kunnugt um árangurinn af
starfi Padrós frekar en annað sem
á eftir að koma i ljós.
Hin öra eftirspurn eftir innréttingum
okkar hefur gert okkur kleift að bjóða
nú ódýrustu eldhúsinnréttingarnar á
markaðnum.
í Haga eldhúsum er hver hlutur á
sínum stað í léttu samræmi lita og
forma. Enda um 283 mismunandi
einingar að velja og fjórar gerðir -
fjórar blómalínur, sem bjóða upp á
marga valkosti um verð, efni og sam-
setningu. Þannig er afar auðvelt að
uppfylla óskir kaupandans, hvort sem
hann er að endurnýja gamla innrétt-
ingu eða flytja inn í nýja íbúð.
Spyrjið, hringið eða skrifið og ^
biðjið um litmyndabækling. Við /
tökum mál, skipuleggjum og
teiknum - ykkur að kostn- / ^S*
aðarlausu og gerum tilboð ^ $
án skuldbindinga af s
ykkar hálfu.
fÍAGIr
Suðurlandsbraut 6,
Reykjavík.
Sími: (91) 84585.
4^
/^v
/ oS9
Hér eru eklhús
Innrétlingarnar frö
iHií®:®
Verslunin Glerárgötu
Akureyri.
Sími: (96) 21507.
26,
/
/
/
O*
0'
'Ó'
••
Gdi B Bfórosson I